Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 HÉR fer á eftir fréttatilkynning um aðalfund Iðnaðarbanka ís- lands hf., sem haldinn var lautf- ardaginn 29. marz, og er hún nokkuð stytt. AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka íslands hf. var haldinn síðastliðinn laugardag 29. mars, á Hótel Sögu. Árið 1979 var Iðnaðrbankanum hag- stætt ár, hvort sem litið er á innlánsþróun, rekstrarafkomu eða lausafjárstöðu. Heildarinnlán bank- ans í lok ársins voru 12,6 milljarðar króna og höfðu þau aukist um 4,9 milljarða á árinu eða 64,4%. Er það mesta innlánaaukning milli ára í sögu bankans. Innlán innlánsstofn- ana í heild jukust hins vegar um 59,2% á sama tíma. Heildarútlán bankans í lok ársins, án útlána veðdeildarinnar sem hefur aðskilinn fjárhag, námu 9,7 milljörðum króna og jukust þau um 3,7 milljarða króna á árinu eða 61,3%. Á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé bankans um 50% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, úr 540 milljónum króna í 810 milljónir króna. Að lokinni útgáfu þessara bréfa verður hlutaféð alls 1080 milljónir króna, að meðtöldu hinu nýja hlutafé, sem aðalfundur ársins 1979 ákvað að bjóða út. Fundarstjóri á aðalfundinum var Björn Guðmundsson, varaformaður félags íslanskra iðnrekenda og fund- Fjolmenni var á aðalfundi Iðnaðarhankans. Innlánsaukning hin mesta í sögu Eigið fé jókst um 63,3% á sl. ári 64,4% - bankans arritari var Sveinn Hannesson, for- stöðumaður hagdeildar. Fundinn sátu um 200 hluthafar og meðal fundarmanna var iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson. Formaður bankaráðsins, Gunnar J. Friðriksson, flutti skýrslu banka- ráðs um starfsemi bankans á síðast- liðnu ári. I upphafi ræðu sinnar rakti hann þróun efnahagsmála árið 1979 og sagði að þróunin á sviði þjóðarframleiðslunnar hefði verið að mörgu leyti hagstæð og segja mætti að ef olíuverðshækkunin hefði ekki komið til og landsmenn hefðu sam- einast við lausn heimatilbúinna vandamála, þá hefði hér ríkt ein- stakt góðæri á síðasta ári. Atvinna hafi einnig verið næg á árinu og að þessu leyti hafi tekist betur til hér en víða um lönd. Hins vegar taldi hann óumdeilanlegt, að verðbólgan væri að sliga allt efnahags- og atvinnulíf landsmanna, enda hafi stjórnmálaumræður á síðasta ári eins og áður að mestu snúist um efnahagsmál og verðbólgu. Formaðurinn vék að verðgildis- breytingunni á krónunni, sem nú hefur verið ákveðið að fari fram um næstu áramót. Taldi hann verðgild- isbreytinguna gagnslausa miðað við ríkjandi efnahagsástand, og sagði að slík breyting ætti því aðeins rétt á sér, að hún tengdist stefnubreytingu í efnahagsmálum. Án þess myndi fljótlega leita í sama farið með verðgildi krónunnar og afleiðingin yrði aðeins aukinn kostnaður og enn aukin vantrú á gjaldmiðlinum. Eftir að hafa rakið áhrif gjaldeyr- isviðskipta og greiðslustöðu ríkis- sjóðs á þróun peningamála 1979 vék formaður bankaráðsins að endur- kaupum Seðlabankans, en þau juk- ust um 21,2 milljarða króna eða 53% á árinu. Sagði hann að í upphafi ársins hefði vantað 6,9 milljarða króna á að bundnar innstæður væru jafnar endurkeyptum lánum. Á ár- inu hefði bindiskylda innstæðufjár verið hækkuð úr 25% í 28% af heildarinnlánum innlánsstofnana. Jafnframt hefðu endurkaupahlut- föllin, sem lánveitingarnar miðast við, verið lækkuð nokkuð. Með þessu hafi að sögn Seðlabankans verið stefnt að því að endurheimta hag- stjórnarhlutverk bindiskyldunnar. Taldi hann ekki úr vegi að rifja upp í því sambandi, að upphaflegt hlut- verk bindiskyldunnar hafi ekki verið að standa undir endurkaupum Seðla- bankans. Tilgangurinn hafi verið sá að fá Seðlabankanum í hendur sveigjanlegt hagstjórnartæki, til þess að hafa áhrif á peningamagnið eftir árferði. Enn fremur hafi bindi- skyldunni verið ætlað að standa undir traustri gjaldeyrisstöðu lands- ins út á við. Sú skýring hafi komið fram síðar að tilgangur hennar væri að standa undir endurkaupum Seðla- bankans. Ekki yrði hins vegar sagt með réttu að með þessum aðgerðum á síðasta ári hafi Seðlabankanum tekist ætlunarverk sitt, því þrátt fyrir 62% aukningu bundinna inn- stæða, sem í árslok námu 53,3 milljörðum króna, vantaði enn 5,4 milljarða króna á að þær stæðu undir endurkaupunum. Gunnar J. Fríðriksson benti á, að aðeins lítill hluti iðnaðarins ætti kost á endurkaupalánum Seðlabank- ans og einungis lítið brot af fyrir- tækjunum ætti kost á hinum sjálf- virku framleiðslulánum. Því yrðu flest iðnfyrirtæki að snúa sér til annarra en Seðalabankans með sín- ar rekstrarfjárþarfir, en af hinum almennu lánum innlánsstofnana greiddust sem kunnugt væri mun hærri vextir. Taldi Gunnar að fjár- magnskostnaður og þó enn frekar lánsfjárskortur ylli því, að birgðir þessara fyrirtækja væru langt undir því sem eðlilegt og nauðsynlegt væri. Þessu næst vék formaður banka- ráðsins að áliti nefndar sem iðnað- arráðherra skipaði á síðastliðnu ári, til þess að kanna hvernig bæta mætti úr lánsfjármálum iðnaðarins. Nefndin legði til, að Seðlabankinn hætti að endurkaupa lán til ein- stakra fyrirtækja. Þess í stað legði nefndin til, að Seðlabankinn lánaði innlánsstofnunum ákveðið hlutfall af lánum þeirra til framleiðslugrein- anna, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Nefndin legði til að í upphafi yrðu þessi lánshlutföll eins og þau eru nú. Þau væru þannig, að fyrir hverjar 100 krónur, sem lánað- ar vaéru til landbúnaðar, lánaði Seðlabankinn rúmlega 150 krónur í viðbót, sem endurkeypt lán. Hverjar 100 krónur sem lánaðar væru til sjávarútvegs, færðu að meðaltali með sér 113 krónur til viðbótar frá Seðlabankanum. Fyrir hverjar 100 krónur sem lánaðar væru til iðnað- arins fengist hins vegar aðeins 31 króna til viðbótar úr Seðlabankan- um. Sagði hann að þessi hlutföll væru blákaldar staðreyndir og bentu til þess að enda þótt fluttar væru vinsamlegar ræður í garð iðnaðarins á tyllidögum, þá skorti hann stuðn- ingsmenn þegar á reyndi. Nefndin legði til, að þessi láns- hlutföll yrðu endurskoðuð og þau samræmd á næstu þremur til fimm árum, þannig að allar framleiðslu- greinarnar sætu við sama borð að því tímabili loknu. Enn fremur legði nefndin til að vextir af lánum Seðlabankans vegna framleiðslu fyrir heimamarkað yrðu samræmdir almennum útlánsvöxtum á sama tíma. Sagði Gunnar að orð væru til alls fyrst og væri vonandi að álit lánanefndar iðnaðarins mundi fá hljómgrunn hjá ráðamönnum. Þá fjallaði Gunnar J. Friðriksson um hag Iðnaðarbankans á liðnu ári, og taldi hann góðan, hvort sem litið væri á innlánsþróun, rekstraraf- komu eða lausafjárstöðu. Árið 1979 hefði verið annað árið í röð, sem bankinn fengi verulega meiri aukn- ingu innlána, en sem svarar til meðaltalsins, Einnig taldi hann lausafjárstöðu bankans gagnvart Seðlabankanum, sem var jákvæð um 233 milljónir króna í lok ársins, vel viðunandi, með hliðsjón að því að bundin innstæða bankans í Seðla- bankanum hefði aukist um 79,5% á árinu vegna hækkunar á bindiskyld- unni. Ennfremur hefðu lækkandi endurkaupahlutföll valdið því, að endurseld lán bankans til Seðla- bankans hefðu aðeins aukist um 42,5% á árinu. Ekki taldi Gunnar hægt að skilja svo við umræður um vöxt og viðgang Iðnaðarbankans, að minnst væri á IB-lánin svokölluðu, en þau ættu einmitt drjúgan þátt í honum. Þessi nýja þjónusta hafi strax hlotið mjög góðar viðtökur, og á síðasta ári hafi þeim sem opnuðu IB-reikning fjölg- að um 45%. Því teldi hann ástæðu til að ætla, að IB-lánrn ættu enn eftir að skila bankanum verulegri aukn- ingu, með því að hópur fastra viðskiptamanna bankans færi stöð- ugt vaxandi. Þá vék formaður bankaráðsins að nýrri tækni, sem Iðnaðarbankinn tók í notkun á árinu, við afgreiðslu og gagnaskráningu. Þetta nýja kerfi nefnist IBM-3600. Afgreiðslukerfi af þessu tagi væri algjör nýjung hér á landi, þótt í nágrannalöndum okkar hafi svipuð kerfi verið notuð um nokkurt skeið. Tilgangurinn væri sá að leysa á samræmdan hátt, í einu og sama kerfinu, öll verkefni innan bankans, sem krefjast beinna afnota af tölvu, eins og til' dæmis allar tegundir afgreiðslna, fyrirspurnir um stöðu viðskiptamanna o.s.frv. Með þessu nýja afgreiðslukerfi næðist margvíslegur árangur: I fyrsta lagi bætt þjónusta við við- skiptamenn bankans, vegna fljótari og öruggari afgreiðsla. I öðru lagi næðist verulegur vinnusparnaður, því skráning færi fram jafnóðum og afgreiðsla ætti sér stað, og þyrfti því ekki að skrá eftir gögnum eftirá. í þriðja lagi ykist öryggi við skráningu upplýsinga, vegna þess að skráningin færi fram jafnóðum og villur við skráningu kæmu því fram um leið. Nú tæplega ári eftir að afgreiðslukerfið hefði verið tekið í notkun væri óhætt að segja, að kerfið hefði gefið góða raun. Allir byrjunarerfiðleikar hefðu verið yfir- stignir, starfsfólkið hefði vanist notkun tækjanna og væri ánægt með þau. Að lokum minntist formaður bankaráðsins á þær breytingar í yfirstjórn bankans sem urðu á síðasta ári, þegar Valur Valsson aðstoðarbankastjóri lét af störfum til þess að gerast framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, eftir nær tíu ára starf hjá Iðnaðarbank- anum. Voru honum færðar þakkir fyrir störf hans í þágu bankans. Bauð hann jafnframt velkominn til starfa Ragnar Önundarson, sem tók við stöðu aðstoðarbankastjóra, en Ragnar var áður forstöðumaður hagdeildar bankans. Ræðu sinni lauk Gunnar J. Frið- riksson, formaður bankaráðs með þessum orðum: „Góðir fundarmenn, eins og skýrsla mín ber með sér hefur vöxtur Iðnaðarbankans verið mjög góður sl. tvö ár. Þessi góði árangur á að vera okkur hvatning til þess, hver á sínu sviði, að vinna að áframhaldandi vexti og velgengni bankans. Öflugur Iðnaðarbanki er hagsmunamál hluthafa ekki síður en þeirrar atvinnugreinar, sem hann þjónar. Ég vil að lokum færa starfs- liði bankans þakkir hluthafa fyrir vel unnin störf, sem skilað hafa svo góðum árangri." Pétur Sæmundsen bankastjóri skýrði því næst reikninga bankans. Heildartekjur bankans námu 3551 milljónum króna, og heildargjöld 3470 milljónum króna. Tekjuafgang- ur til ráðstöfunar, eftir afskriftir, var því 81 milljón króna. Rekstrar- kostnaður bankans nam 941 milljón króna og jókst um 67% á árinu. Hæsti liður rekstrarkostnaðarins er eins og áður launakostnaður og er hann um 73% af rekstrarkostnaðin- um í heild. Meðalfjöldi starfsfólks var 108 árið 1979 og er það 6,9% aukning frá fyrra ári. Færslufjöldi bankans jókst hins vegar um 13,7% á árinu. Eigið fé bankans nam 1156 milljónum króna í árslok og jókst um 63,3% frá fyrra ári. Höfðu fasteignir bankans þá verið endur- metnar til hins opinbera fasteigna- matsverðs, eins og áður. Er reikningar bankans höfðu verið skýrðir var orðið gefið frjálst um skýrlu bankaráðs og reikninga. Iðn- aðarráðherra Hjörleifur Guttorms- son kvaddi sér hljóðs. Sagði hann í upphafi máls síns, að Iðnaðarbank- inn hefði þá sérstöðu meðal einka- bankanna, að ríkissjóður væri þar hluthafi. Sagði hann hlut ríkissjóðs í fyrstu hafa verið 50%, en nú ætti ríkissjóður 27%. Hjörleifur kvað Iðnaðarbankann gott dæmi um það, hvernig samstarf almannavalds og samtaka atvinnulífs gæti tekist með ágætum. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 4% arð af hlutafé bankans í árslok 1979, en það var 540 milljónir króna. Frá árinu 1978 hefur hlutafé bankans verið 12 faldað. Þá var samþykkt að auka hlutaféð um 50% með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. Þá samþykkti aðalfundur bankans breytingar á samþykktum og reglu- gerð bankans og var þar um að ræða breytingar, sem eðlilegar eru í kjöl- far nýrra laga um hlutafélög. Bragi Hannesson bankastjóri gerði því næst grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs árið 1979. Árið 1979 voru afgreidd 442 lán, en afgreidd lán árið áður voru 443. Að fjárhæð voru afgreidd lán að upphæð 3250 milljónir króna á móti 1864 milljón- um króna árið áður og nemur aukningin 79,8%. Útistandandi lán sjóðsins í árslok 1979 námu 7127 milljónum króna samanborið við 4468 milljónir króna árið áður. Er aukning heildarútlána því 59,5% frá árinu áður. í bankaráð voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Þórður Gröndal og Kristinn Guðjónsson. Varamenn voru kjörnir Sveinn S. Valfells, Gunnar Guðmundsson og Magnús Helgason. Iðnaðarráðherra skipaði þá Sigurð Magnússon og Kjartan Ólafsson sem aðalmenn í bankaráðið og Guðjón Jónsson og Guðrúnu Hallgrímsdótt- ur sem varamenn. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Haukur Björnsson og Þórleifur Jónsson. Frá aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf. Gunnar J. Friðriksson, formaður bankaráðs i ræðustól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.