Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 — og aftur er komin spenna í toppbaráttuna Þegar Liverpool sigraði Stoke í síðustu viku á sama tíma og Manchester Utd. beið lægri hlut gegn Nottingham Forest. leit út fyrir að varla myndi MU skipta sér af einstefnu Liverpool frekar. Var þá munurinn á liðunum *orð- inn 6 stig. En stóri leikur- inn var svo á Old Trafford á laugardaginn. þá mætt- ust risarnir og varð því að koma frekar við sögu í baráttunni um efsta sætið. Og það tókst liðinu, að viðstöddum tæpum 60.000 áhorfendum. Og það meira að segja eftir að Liverpool hafði náð forystunni í leiknum. Liverpool hafði umtalsverða yfirburði í leiknum framan af, eink- um lengst af í fyrri hálf- leik. Bæði John.son og Dalglish létu Gary Bayley í marki MU verja frá sér skot úr dauðafærum áður en að Liverpool skoraði loks. Það var á 14. mínútu, en þá sendi Ray Kenndy langa sendingu inn í víta- teig MU. Grodon McQueen hugðist skalla knöttinn frá, en misreiknaði sig algerlega og gerði síðan gott betur, féll kylliflatur þannig að leiðin var greið fyrir Ken Dalglish sem var á vakki, 1—0. En það tók heimaliðið aðeins fjórar mínútur að jafna metin, þá skoraði Mick Thomas af stuttu færi eftir send- ingu frá Steve Coppell. Ian Wallace lék með Coventry á nýjan leik eftir meiðsl og það var ekki sökum að spyrja, Coventry vann Boro 2—1 og Wallace skoraði bæði mörk liðsins. Hodgeson svar- aði fyrir Boro. Tony Glavin og Chris Jones skoruðu sigurmörk Tottenham gegn Úlfunum, bæði komu mörkin eftir snjallar send- ingar Ardiles. John Richards svar- aði fyrir Úlfana, en hvarf síðan af leikvelli meiddur. Loks leikur Pal- ace og Brighton. Leikmenn Palace voru ljónheppnir að hreppa annað stigið, að vísu sótti liðið látlaust, en færin voru fá og langt á milli þeirra. Peter Ward skoraði fyrir Brighton á 6. mínútu, en Jim Cannon tókst að jafna seint í síðari hálfleik. Manchester Utd sýndi síðan sínar bestu hliðar fyrsta hálftíma síðari hálfleiks. Sigurmarkið kom á 64. mínútu. Ray Wilkins, sem átti stórleik, tók hornspyrnu og Joe Jordan skallaði áleiðis til Jimmy gamla Greenhoff, sem skoraði laglega. Greenhoff lék þarna sinn fyrsta heila leik í rúma 11 mánuði, eða allar götur síðan að United tapaði úrslitaleik bik- arkeppninnar fyrir Arsenal í mái síðast liðnum. Meiðsl á nára gerðu honum lífið leitt og tveir frægir læknar höfðu ráðlagt honum að leika aldrei knattspyrnu framar. En karlinn lét ekki segjast og skoraði sigurmarkið gegn Liver- pool. Ekki í fyrsta skíptið, heldur þriðja skiptið sem hann skorar sigurmark United í leik gegn Liverpool. Greenhoff lék í stað Mcllroy, sem var rekinn af leik- velli gegn Forest í vikunni og tók útleiksbann. Eftir að Greenhoff hafði skorað varð allt vitlaust á vellinum og sóknarloturnar buldu, einkum á marki Liverpool. Ray Clemence varði snilldarlega frá Macari og síðan naumlega fyrirgjöf Coppell er Greenhoff kom æðandi eins og eimreið til að' skora. Liverpool náði skyndisókn og Martin Buch- an bjargaði af línu skoti Johnson og í næstu sókn átti Ray Wilkins þrumuskot í þverslá Liverpool- marksins. Síðasta stundarfjórð- unginn jafnaðist leikurinn á ný, en var ávalt tvísýnn. Liverpool varð fyrir því óláni að missa Alan Kennedy út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Sam Lee kom þá inn á og stóð sig vel. En þetta varð til þess að færa varð Jim Case aftur í öftustu víglínu, en fram að því hafði hann leikið lykilhlutverk fyrir Liverpool á vallarmiðjunni. En United sigraði og hleypti það enn einu sinni spennu í mótið. United á eftir að mæta Totten- ham, Coventry og Aston Villa á heimavelli, Norwich og Leeds .á útivelli. Liverpool á hins vegar eftir heimaleiki gegn Derby (átti að leikast í gærkvöldi), Arsenal og Aston Villa og útileiki gegn Stoke, Middlesbrough og Crystal Palace. Með því að sigra Bolton 3—1 á mánudagskvöldið, minnkaði Un- ited muninn niður í 2 stig og getur því greinilega allt gerst enn. En áður en lengra er haldið skulum við rifja upp helstu úrslit í síðustu viku, þ.e.a.s. á fimmtudag og föstudag. 1. deild: Manchester Citi 1 (Deyna) — Everton 1 (King) Norwich 2 (Jones, Fashanu) — Arsenal 1 (Rix) Leeds 2 (Cherry, Flynn) — Middlesbrough 0 Tottenham 0 — Ipswich 2 (Marin- er, Osman) Nott. Forest 2 (Britles, Robertson) — Man. Utd 0 2. deild: Chelsea 0 — QPR 2 (Burke, Busby) Newcastle 2 (Cassidy, Shoulder) — N. County 2 (Christie, Benja- min) Bristol Rov. 1 (Banton ) — Ful- ham 0 Charlton 1 (Hales) — Luton 4 (Moss, Grealish, West, Hatton) Wrexham 1 (McNeil) — Burnley 0 Þá er það Umferðin á laugar- daginn, þegar Liverpool beið lægri hlut fyrir Manchester Utd. Það var margt merkilegra úrslita þennan dag sem flesta, en lítum á úrslit leikja: 1. Deild: Arsenal — Southampton 1—1 Aston Villa — Nott. Forest 3—2 Bristol City — WBA 0—0 Cr.Palace — Brighton 1—1 Dreby — Leeds 2—0 Everton — Bolton 3—1 Ipswich — Norwich 4—2 Man.Utd — Liverpool 2—1 Middlesbrough — Coventry 1—2 Stoke — Man.City 0—0 Wolves — Tottenham 1—2 Nottingham Forest átti í vand- ræðum með varnarleik sinn gegn Aston Villa og þegar upp var staðið gat liðið hrósað happi að fá aðeins þrjú mörk á sig. Að öðru leyti lék liðið alls ekki illa og um hörkuleik var að ræða. Des Bremner kom Villa í 1—0, en Garry Birtles jafnaði. Alan Evans kom Villa hins vegar yfir fyrir hlé. Larry Lloyd sendi knöttinn í eigið net fljótlega í síðari hálfleik, en lokaorðið átti Ian Bowyer fyrir Forest þegar hann skoraði á 76. mínútu. Trevor Francis stóð skömmu síðar í dauðafæri, en hitti ekki knöttinn. Hasarinn er nú ekki síður í botnabaráttunni. Bolton er að vísu þegar fallið og tapaði illa fyrir Everton. Megson, Eastoe og Kidd skoruðu fyrir Everton, en Neil Whatmore svaraði fyrir Bolton. • Paul Mariner (t.v.) var iðinn að skora um helgina og lið hans Ipswich, hefur leikið 20 leiki í röð án taps. Alan Kennedy, bakvörður Liverpool, er hins vegar úr leik í bili, hann meiddist illa gegn Man. Utd. og hvarf af leikvelli. í 2. deild gerðist þetta. Burnle 0 — Sherwbury 0 Leicester 1 (May) — Chelsea 0 Luton 1 (Hatton) — Watford 0 N.County 0 — Charlton 0 Oldham 1 (Atkinson) — Cam- bridge 1 (Finney) Preston 0 — Wrexham 0 QPR 1 (Burke) — Birmingham 1 (Dillon) Sunderland 1 (Cummins) — New- castle 0 Trevor Ross brenndi af víti fyrir Everton. Manchester City telst enn vera í alvarlegri fallhættu, en liðið var þó betri aðillinn gegn Stoke. Aðeins snjöll markvarsla Peter Fox í marki Stoke bjargaði heimaliðinu frá tapi í slökum leik. Derby á hins vegar þokkalegan möguleika á því að bjarga sér. Liðið hefur leikið vel að undan- förnu og vann öruggan sigur á Leeds með mörkum Barry Powell og Garry Emson. Leikmenn Brist- ol City geta hins vegar nagað sig í handarbökin, þeir fóru illa með sæg tækifæra gegn WBA og urðu því að gera sér annað stigið að góðu þegar þörf var á báðum. Ipswich ætlar sér ekkert annað en að hirða annað sætið í deildinni af Man. Utd. Liðið lék sinn 19. leik í 1. deild í rðð án taps er Norwich var lagt kirfilega að velli. John Wark skoraði þrennu, tvö víti og Paul Mariner eitt, en mörk Nor- wich skoruðu þeir Kevin Bond og Keith Robson. Arsenal, sem einnig á möguleika á öðru eða þriðja sætínu, gaf eftir, enda erfiðir leikir framundan í FA og UEFA- bikarkeppninni, Liverpool og Juv- entus eru mótherjarnir. Liðið deildi stigum sem Southampton á heimavelli sínum, Alan Sunder- land skoraði eina mark Arsenal, en Phil Boyer jafnaði. Athygli vakti snilldarmarkvarsla Ivan Katalinic, Júgóslava í marki Sout- hampton. 1 —1 II 1. DEILD 1 Stadan í ensku knattspyrnunni eft- 1 I ir leiki raánudagsins var bessi: Liverpool 36 22 8 6 71 27 52 Man. lltd 37 20 10 7 55 30 50 Ipawieh 38 19 9 10 62 37 47 Arsenal 36 16 13 7 47 28 45 Aaton Villa 37 14 13 10 46 43 11 Wolverh. 31 17 6 11 18 36 40 I Southampton 37 15 9 13 54 46 39 Nott. Forest 35 16 6 13 54 40 38 Middlesb. 35 14 10 11 39 33 38 WBA 38 11 16 11 53 48 38 C. Palace 38 11 15 12 39 44 37 Coventry 36 15 6 15 51 56 36 Norwich 38 11 11 13 51 58 36 Tottenham 37 14 8 15 16 55 36 I>eeds 37 11 13 13 40 46 35 Stoke 36 11 10 15 40 49 32 Brixhton 37 9 14 14 42 52 32 Everton 37 8 15 14 41 47 31 Man. City 38 9 13 16 35 60 31 Derby 37 9 8 20 39 58 26 BrÍKtol City 36 7 12 17 27 53 26 Bolton 36 4 12 20 32 66 20 | 2. DEILD 1 Birminxhair 37 19 9 9 51 32 47 Chelsea 38 21 5 12 60 50 47 Luton 38 15 15 8 62 42 45 Sunderland 36 18 9 9 56 37 45 Leicester 36 16 12 8 50 35 44 Newcaatle 38 15 13 10 49 41 43 QFR 37 16 10 11 65 46 42 Westham 35 17 6 12 45 35 40 Preston 37 11 16 10 49 46 38 Oldham 37 14 10 13 46 46 38 Wrexham 38 16 6 16 39 42 38 Cambridae 37 11 15 11 19 44 37 Cardiff 36 15 7 14 36 41 37 Shrewsbury 37 16 1 17 51 47 36 Orient 36 12 12 12 13 48 36 Swansea 37 14 7 16 41 50 35 Notts. County 37 lft 13 11 43 1.3 33 B. Rovers 37 11 10 16 45 56 32 Watford 37 9 12 16 29 10 30 Burnley 38 6 13 19 37 65 25 Fulham 35 7 7 21 34 62 21 Charlton 36 6 9 21 34 66 21 Gamli maðurinn Greenhoff skoraði sigurmark United

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.