Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 47 Carter rýfur allt samband við íran Teheran. 8. apríl. AP. KHOMEINI trúarleiðtogi eyðilagði síðustu tilraunina til að ná sættum í deilunni um gíslana í Teheran um helgina með því að hafna tillögu Abolhassan Bani-Sadr forseta um að byltingarráðið tæki gíslana í sína vörzlu og Jimmy Carter forseti svaraði með því að slíta stjórnmálasambandi við íran, skipa írönskum diplómötum í Bandaríkjunum að fara af landi brott innan eins sólarhrings og banna nánast öll bandarísk viðskipti við íran. Símamvnd AP. ÍRANI í FYLGD FBI-MANNS. Aðstoðarræðismaður írans í New York, Fadi Fard, er hér leiddur frá sendiráðsskrifstofunni í New York á mánudagskvöld eftir að ákvörðun hafði verið tekin um stjórnmálaslit tafarlaust. Skipaði hann öllum írönskum sendi- mönnum að hafa sig á brott frá Bandaríkjunum. Þetta eru hörðustu aðgerðir Bandaríkjamanna gegn Irönum í rúma fjóra mánuði og Carter varaði við því að ef þeir héldu áfram að neita að frelsa gíslana „mundi það koma æ harðar niður á írönsku stjórninni". Carter skýrði bandarísku þjóð- inni frá hinum nýju hefndar- ráðstöfunum eftir langa fundi með helztu ráðunautum sínum, en í þeim felst: • Stjórnmálasambandi verði slitið. • Allir íranskir diplómatar og embættismenn sem enn eru í Bandaríkjunum verða reknir úr landi fyrir miðnætti á þriðjudag. • Nánast allur útflutningur til írans verður bannaður. Carter kvaðst gera ráð fyrir því að jafnvel útflutningur á matvæl- um og lyfjum yrði í lágmarki. • Úttekt verður gerð á frystum, írönskum innstæðum í Banda- ríkjunum með það fyrir augum að hefja fjárhagsaðstoð við gíslana og fjölskyldur þeirra og undirbúa skaðabótakröfur bandarískra fyrirtækja og ann- arra aðila á hendur Iran. Talið er að Carter hafi fryst innstæð- ur íransstjórnar að upphæð 8 milljarðar dala í fyrrahaust þeg- ar hann greip til fyrstu hefndar- ráðstafananna. • Vegabréfsáritanir handa írönum sem vilja fara til Banda- ríkjanna verða felldar úr gildi. Nýjar vegabréfsáritanir verða ekki gefnar út nema í undan- tekningartilfellum og gamlar áritanir verða ekki endurnýjað- ar. Hafnbann? Carter greindi ekki frá því hvaða aðrar ráðstafanir kunna að verða gerðar, en vitað er að hafnbann á Iran hefur verið í athugun og Bandaríkjastjórn kann að reyna að fá liðsinni bandalagsríkja í Evrópu við frekari efnahagslegar refsiað- gerðir. En þótt látið sé í það skína að valdi kunni að verða beitt óttast starfsmenn banda- ríska landvarnaráðuneytisins að valdbeiting geti orðið til þess að gíslarnir verði beittir ofbeldi og jafnvel drepnir. Sá möguleiki er einnig talinn vera fyrir hendi að Rússar grípi til gagnráðstafana og þótt íran- skir leiðtogar hafi bæði fordæmt Bandaríkin og Sovétríkin telja sumir bandarískir sérfræðingar að íranir kunni að snúa sér til Moskvu ef þeim verður ógnað. Hafnbann gæti leitt til vopnaðra átaka við Rússa. Enginn veit hvernig hafnbanni yrði fram- fylgt, til dæmis hvort vissum skipum yrði hleypt í gegn eða ekki. Óvíst er hvaða áhrif hafn- bann hefði á Saudi-Arabíu eða hvernig það mundi mælast fyrir hjá vinaþjóðum Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn og Rússar hafa 25 herskip hvor í nánd við Persaflóa. Þingið ákveður Talsmaður námsmannanna í bandaríska sendiráðinu sagði í viðtali áður en ákveðið var að gíslarnir yrðu í vörzlu náms- mannanna þar til nýkjörið þing ákvæði örlög þeirra að hann gerði ráð fyrir að „frjálslyndari" öflin í stjórninni reyndu aftur að koma gíslunum í vörzlu stjórn- arinnar áður en þingið kæmi saman. Teheran-útvarpið sagði að sonur og tengdasonur Khom- einis hefðu farið ásamt nefnd trúarleiðtoga í heimsókn til námsmannanna í sendiráðinu á mánudagskvöld. Talsmaður íranska sendiráðs- ins í Washington sagði að ákvörðun Carters hefði ekki ver- ið nauðsynleg. Starfsmönnum sendiráðsins hafði verið fækkað úr 250 í 35 síðan í fyrrahaust, Um 1200 Iranir efndu til mót- mælaaðgerða fyrir utan Hvíta húsið, en urðu fyrir aðkasti vegfarenda og ökumenn þeyttu bílflautur sínar á þá. Bylting? I Brússel sagði Shapour Bakthiar fyrrverandi forsætis- ráðherra að kommúnistar sem nytu stuðnings Rússa og styddu stjórn Khomeinis murtdu taka völdin í sínar hendur þegar hann létist. „Þeir eiga peninga og fá nákvæm fyrirmæli," sagði hann. Moshe Dayan, fyrrverandi landvarnaráðherra Israels, sagði í Miami Beach, Florida, að gíslamálið hefði haft þau áhrif að Bandaríkjamenn væru ekki eins trúverðugir og áður því að málið hefði opinberað þann skort sem Bandaríkjamenn hefðu á hernaðarlegum valkost- um. Hann gekk þó ekki svo langt að lýsa yfir stuðningi við hern- aðaraðgerðir til þess að bjarga gíslunum. Símamynd AP. Þúsundir Kúbumanna i Bandarikjunum söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið I Miami City i Florida i gær til að láta i Ijós stuðning sinn við þúsundir Kúbumanna sem leitað hafa skjóls i sendiráði Perú i Havana. Við sama tækifæri létu Kúbumennirnir i Bandarikjunum i ijós megna andstöðu við Castro forseta. Óbreytt ástand í sendiráði Perú Lima. New York. Miami. 8. april — AP. Utanríkisráðherrar Bólivíu. Kólumbíu, Equador, Venezuela og Perú koma í dag saman til fundar í Lima til að móta sameig- inlega afstöðu rikjanna og við- brögð þeirra við innrás um 10.000 Kúbumanna í sendiráð Perú i Ilavana i siðustu viku. Arturo Garcia utanríkisráð- herra Perú sagði að óbreytt ástand væri í sendiráðinu frá því að fólkið réðst inn í það á sunnudag. Hann sagði að Kúbu- menn hefðu brotið Vínarsam- komulagið um vernd diplómata með því að leggja niður öryggis- gæzlu við sendiráðið. Hermt var í dag að hermenn hefðu tekið sér stöðu á götum í nágrenni sendiráðsins. Kúbu- stjórn lýsti því yfir að öllum sem „væri í nöp við sósíalismann og hið kúbanska þjóðskipulag" yrði leyft að fara úr landi. Leiðtogi Kúbumanna í Banda- ríkjunum sagði í dag að samtök hans, sem væru í andstöðu við Castró forseta, hefðu þegar útveg- að þrjár flugvélar til að flytja matvæli og lyf til flóttamannanna í sendiráðinu, en ekkert benti þó enn til þess að kúbönsk yfirvöld myndu leyfa flugvélunum að lenda í Havana. Mikið banka- rán í Svíþióð Stokkhólmi. 8. apríl — AP. ÞRÍR vopnaðir menn komust undan með um 1,4 milljónir sænskra króna, jafnvirði hátt á annan milljarð ísl. króna, í reiðu- fé og ávisunum, eftir að hafa rænt bankaútibú í stórmarkaði i úthverfi Stokkhólms, Tæby, á þriðjudag. Þetta er annað mesta bankarán í sögu Svíþjóðar. Árið 1976 tókst þjófum að klófesta um 1,5 milljón- ir s. króna. Fé þetta hafði verið lagt inn í útibúið fyrir páskahelg- ina eftir að menn höfðu gert páskainnkaup sín í súpermarkað- inum. Bófarnir voru með grímur- fyrir andlitum og ógnuðu banka- starfsmönnum með byssum. Kom- ust þeir með þýfi sitt á braut í vörubíl sem fannst yfirgefinn ekki ýkja langt frá. Klukkum breytt London. 8. april. AP. FJÖLMARGAR þjóðir Evrópu færðu klukkur sínar fram um eina klukkustund aðfaranótt páskadags í þeim tilgangi að nýta betur dagsbirtuna. Hefur fróðum mönnum reiknast til að mikill orkusparnaður verði samfara breytingunni, t.d. muni Spánverjar geta sparað um 250.000 smálestir af olíu fram til 27. september vegna breytingarinnar, en þann cfag verða klukkurnar færðar aftur. Meðal þeirra þjóða sem færðu klukkur sínar fram eru Spán- verjar, Vestur-Þjóðverjar, Dan- ir, Norðmenn, Svíar, Portúgalir, Austurríkismenn, Tékkar og Ungverjar. Flestar þessara þjóða hafa lengi lagst gegn því að klukkur væru færðar á vori og hausti. Svisslendingar ætla áfram að halda í gamlar hefðir og hrófla ekki við klukkum sínum, og þar af leiðandi eru þeir klukkustund á „eftir“ ná- grannaþjóðunum fram til 27. september. Óttast er að þetta eigi eftir að valda ferðamönnum ýmsum erfiðleikum, en m.a. munu sumir sem fara til Sivss frá nágrannaríkjunum koma þangað „áður“ en þeir lögðu af stað. Tal stendur höllum fæti Moskvu, Mexlkóborg. 8. apríl. AP. BORIS Spassky og Lajos Port- isch gerðu i dag jafntefli í fjórðu skák áskorendaeinvígis þeirra. Hefur Portisch þá hlotið 2'A vinning gegn V/2 vinningi Spasskys. Sigraði Portisch í fyrstu skák þeirra, en hinum hefur öllum lokið með jafntefli. Jafntefli varð í fimmtu skák áskorendaeinvígis þeirra Mikhail Tals og Lev Polugaevskys. Hefur Polugaevsky holtið 3'/2 vinning í einvíginu, en Tal IV2. Polugaevsky hefur borið sigur út býtum í tveimur skákanna, en þrjár hafa endað með jafntefli. I áskorenda- einvígjunum ber sá sigur úr být- um sem fyrr hlýtur 5‘/2 vinning. Veður Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 10 skýjaó Aþena 17 heióríkt Barceiona 14 skýjaó Berlín 6 skýjaö BrUssel 11 skýjaö Chicago 22 rigning Denpasar 33 heióríkt Dubfin 12 heiórfkt Feneyjar 12 léttskýjaó Frankfurt 14 skýjaö Genf 8 þokumóöa Heisinki 5 skýjaó Hong Kong 24 heiðríkt Jerúsalem 19 skýjaó Jóhannesarborg 25 heiðríkt Kaupmannahöfr i 8 akýjað Las Palmas 21 léttskýjaó Lissabon 20 heióríkt London 15 bjart Los Angeles 27 heióríkt Madríd 18 bjart Malaga 17 léttskýjaó Mallorca 15 skýjaó Miami 26 rigning Montreal 17 skýjaó Moskva 6 heiðríkt Nýja Delhi 38 heióríkt New York 17 skýjaö Ósló 1 heióríkt Parfs 13 skýjaó Reykjavík 5 súld Rio de Janeiro 28 skýjaö Rómaborg 12 heióríkt San Francisco 17 heiórikt Stokkhólmur 2 skýjað Sydney 23 heióríkt Tel Aviv 23 skýjaó Tókýó 17 bjart Vancouver 17 skýjaó Vinarborg 6 skýjaó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.