Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Ferðalög færð og veður: Besta páskahelg- in sem ég man eftir í 23 ár segir Sveinn Sæmundsson blaÖafulltrúi Flugleiða PÁSKAHELGIN gekk stórslysalaust fyrir sig víðast hvar um landið að þessu sinni, þótt þúsundir landsmanna hafi lagt land undir fót í ferðalög innanlands. Veður var fremur skaplegt alla dagana, með nokkrum undantekn- ingum þó, og færð var með allra besta móti miðað við árstíma; snjór óvíða til trafala, en aurbleytu ekki tekið að gæta. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða taldi þessa páska hafa gengið hvað best að koma fólki milli staða hér innan- lands þau 23 ár sem hann hefði unnið að ferðamálum. Alls sagði hann Flugleiðir hafa flutt um 12 þúsund manns milli staða innan- lands þá tíu daga sem páska- annríkið næði yfir. Það sem eink- um gerði það að verkum að svo vel gekk að flytja fólk að þessu sinni sagði Sveinn vera það, hve veðrið hefði verið gott, og svo það að notaðar hefðu verið stórar flugvél- ar á fjölförnustu leiðunum, svo sem Boeingþota til Akureyrar og stærri gerð af Fokkervél til ísa- fjarðar. 100 írar í eyjum Hjá Arnarflugi fengust þær upplýsingar að vel hefði gengið að fljúga með farþega innanlands um páskana, nema hvað erfiðleikar hefðu orðið á laugardaginn og hefði verið flogið með á annað þúsund manns til alls níu staða. Auk þess sem flogið var með Islendinga flaug Arnarflug einnig með útlendinga hér innanlands, svo sem með um 100 Ira sem fóru og skoðuðu sig um í Vestmanna- eyjum. Færð með bezta móti Hjá Vegagerð ríkisins fengust þær upplýsingar í gær að færð hefði verið með besta móti um páskana, snjór lítill, og aurbleytu ekki tekið að gæta. Nokkrar tafir urðu hins vegar vegna aurskriða og vatnsrennslis, en engar teljandi tafir urðu þó af þeim völdum. I gær var hins vegar byrjað að setja þungatakmarkanir, svo sem á Austfjörðum og á Þingvallavegi, og munu þungatakmarkanir vænt- anlega aukast næstu daga. Þá hafði Morgunblaðið einnig samband við lögreglustöðvar á nokkrum þéttbýlisstöðum úti á landi, og hafði þar ekkert borið til tíðinda að þessu sinni, er sérstak- lega mætti tengja páskafríi og ferðalögum landsmanna. Fjölþætt ljósmyndasýn- ing fréttaljósmyndara Félagar úr samtökum fréttaljósmyndara opna ljósmyndasýningu í Ásmundarsal i dag kl. 6. Sýningin verður opin 4 — 10 virka daga og 2—10 um helgar til 18. aprii. Unnið við lokaundirbúning fyrir sýningu fréttaljósmyndara. Tónleikar Pólýfónkórsins G. Rossini: Petite Messe solennelle í Háskólabíói föstudaginn langa 1980 Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson Einsöngvarar: Janet Price — sópran Ruth L. Magnússon — alt Jón Þorsteinsson — tenór David Wilson-Johnson — bassi Píanóleikarar: Agnes Löve Anna M. Sigurðardóttir Harmóníum: Hörður Áskelsson Kór: Pólýfónkórinn Rúm 30 ár liðu frá því Rossini skrifaði Stabat mater þar til hann tók til við að semja „Litlu messuna“. Sjúkdómar ásamt öðrum ástæðum virðast hafa komið í veg fyrir afgerandi tónsmíðar frá hans hendi á þessu 30 ára tímabili. Hápunkt- ur sköpunarmáttar þessa ótví- ræða snillings nítjándu aldar- innar var löngu liðinn með óperum hans sem sumar virðast jafn ódauðlegar í óperuhúsum heimsins og óperur Mozarts, Rossini var einnig oft líkt við Mozart og kallaður hinn ítalski Mozart. Litla messan er langt frá því að geta talist meðal merkustu verka Rossinis, þótt víða í henni sýni R. sína miklu tónsmíða- kunnáttu, en oft teygir hann einnig svo lopann að langdregið verður að teljast og gerir það bæði flytjendum og áheyrendum erfitt fyrir. Þrátt fyrir hrifni Rossinis af þýskum tónskáldum minna hin dramatísku áhrif messunnar meira á ítalskan uppruna hans — og Verdi — heldur en Mozart. Pólýfónkórinn hefur um árabil verið mjög góður kór og heiður- inn af „standard“ kórsins á stjórnandi hans. Fullyrða má að ekki hefðu margir verið færir um að halda uppi svo fjölmenn- um kór áratugum saman og flytja á hverju ári eitthvað af hinum klassisku stóru kirkju- verkum sem líklega hefðu ekki, Tónllst eftir RAGNAR BJÖRNSSON eða a.m.k. miklu sjaldnar, heyrst hér ef Pólýfónkórsins og stjórn- anda hans hefði ekki notið við. Þegar ekki er um atvinnu- mannakór að ræða er eðlilegt að kórinn sé eitthvað misgóður frá ári til árs og í þetta skiptið kom það niður á sópran og bassa. Sópraninn var nokkuð hljómlít- ill og ekki samfelldur sem var mest áberandi í „forte-söng“. Bassinn var aftur á móti áber- andi mattur. „Mezzo“-piano- söngur kórsins var þó oft mjög hljómfallegur og er það styrkur kórsins. David Wilson-Johnson er glæsilegur söngvari sem gam- an væri að heyra í fleiri verkefn- um hér, það sama er að segja um sópransöngkonuna Janet Price og segir mér hugur að báðir þessir söngvarar geti sýnt miklu meira en þeir komu við í þetta skiptið. Persónulega hefði ég kosið dramatískari söngvara en Jón Þorsteinsson í tenórhlut- verkið en fróðlegt væri að heyra Jón á fleiri vígstöðvum. Sú ágæta listakona Ruth Magnús- son virtist ekki í sínu besta formi að þessu sinni en það hendir hana ekki oft. Þegar Rossini skrifar fyrir píanó í þessu tilfelli heyrir hann alltaf fyrir sér hljómsveitina og er því píanógerð messunnar mjög ópíanistisk, því er forsenda þess að píanóhlutverkið verði áhrifaríkt, nákvæmur rythmi og lítill pedall. Af einhverjum ástæðum vantaði á þessar for- sendur hjá þeim Agnesi Löve og Önnu M. Sigurðardóttur. Pólýfónkórinn er gott hljóð- færi og stjórnandi hans hefur óvenju gott lag á því að fá fólk til þess að syngja. Þegar forma á stór og dramatísk tónverk þarf annað og fleira að koma til. Að halda uppbyggingu og spennu í langri tónsmíð reynist jafnvel hámenntuðum tónlistarmönnum erfiður áfangi og þótt þeirra eina sýsla sé að fást við tónlist daginn út og daginn inn. Taktslagið verður að vera tekniskt rétt, geta ákveðið ná- kvæmlega hraða upptaktsins, ráðið við dynamik taktsins sem í hönd fer, hafandi í huga upp- byggingu alls þáttarins og verks- ins í heild. Án valds yfir þessum teknisku atriðum er vonlaust að koma til skila út í taktstokkinn því sem innifyrir býr, ef eitthvað það er sem maður hefur að segja. Flutningurinn verður í hæsta lagi áferðarlaglegur — ekki meir. Þessa teknisku kunnáttu vantar stjórnandann og nýtist því ekki allur sá hópur sem fyrir framan hann stendur og situr. Við sem hættum okkur upp á tónleikapallinn verðum um leið að gangast undir þá áhættu sem gagnrýnin er, án hennar viljum við heldur ekki vera. Við getum brosað að henni, flissað yfir henni, — undantekningarlaust er hún líka síður en svo sann- gjörn, en við getum líka lært af henni og það þurfum við að geta gert. Ennþá man ég Pólýfónkórinn bestan á bernskuárum hans í madrigölum og mótettum, sem voru manni þá sem tærasta vín. ólafsvík: Ellefu prósent af laaukning Ólafsvík. 8. apríl. I DAG lögðu bátarnir netin að loknu veiðibanni. Ver- tíðin hefur gengið vel. Heildaraflinn var 30. marz 8442 lestir, en það er 11% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Áfli bátanna er þó misjafnari en oft áður. Nýting aflans er góð. Aflahæsti bátur er Gunnar Bjarnason með 712 lestir og næstur kemur Garðar II með 617 lestir. Fiskur var nýgenginn á grunnslóð þeg- ar veiðibannið gekk í gildi og ef skerðing á netaveiði- tíma verður meiri en orðið er mun það koma einkar illa við smærri bátana og einnig að sjálfsögðu í landi. Togarinn Lárus Sveinsson hefur landað 1040 lestum eftir 10 sjóferðir og er nú sem aðrir togarar í þorsk- veiðibanni, en reri í gær til annarra veiða, sennilega á karfa. — Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.