Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1980 23 1 • Séð yfir aðalsalinn í verksmiðjunni í Herzogaurau. Ætia mætti af myndinni, að hér sé um bjarta og hlýlega verksmiðju að ræða. Það er blekking, hitinn og fnykurinn var óþolandi. • Hermann Gunnarsson, iþróttafréttamaður útvarpsins bregður á leik, eftir að hafa fundið „hljóðnema“ einn mikinn. Ljósmyndir — gg. • Svo sem sjá má, hljóta að vera framleiddar margar stærðir af íþróttaskóm. Hér eru sýnishorn af þeim minnstu og þeim stærstu. • í minjasafni Adidas, sem er að finna í Herzogaurau, kennir margra grasa. Þar eru m.a. margar kynslóðir af íþróttaskóm og eru sumir knattspyrnuskórnir þar vægast sagt broslegir. Þar er einnig að finna merka skó eins og þann hér að ofan, en í honum varð Muhammeð Ali heimsmeistari í hnefaleikum í annað skiptið. Skóreimastjórmn var farinn heim - Mbl. í heimsókn í höfuðstöðvum Adidas skammt fra Núrnberg ÞAÐ fór varla fram hjá lands- mónnum. að Valsmenn voru staddir í Munchen fyrir skömmu. Þar léku þeir til úrslita um Evrópubikarinn eins og kunnugt er, en hér er þó ekki ætlunin að rifja upp þann leik. Fréttamenn voru eins og vænta mátti í för með Valsmönnum og eina frídag- inn sem þeir fengu í Múnchen, var þeim boðið að líta á höfuð- stöðvar Adidas-verksmiðjanna sem eru í þorpi nokkru að nafni Herzogaurau, ekki langt frá Múnchen. Ólafur Schram, umboðsmaður Adidas á íslandi og tvífari Franz Beckenbauer með meiru var hvatamaður að heimsókninni, fór á undan hópnum til Herzogaurau. Nokkrir af fararstjórum Valsliðs- ins tóku að sér fararstjórn blaðamannaflokksins og endaði það næstum með ósköpum. Örn Höskuldsson dómari var gerður út af örkinni að kaupa lestarmiða fyrir flokkinn, en að sjálfsögðu varð hann viðskila og fannst hvergi þrátt fyrir stormasama leit. Lestin var að fara og menn komnir á fjórar fætur, bæði í leit að Erni og í bænastöðu við fætur lestárstjórans sem var allt að því grátbeðinn að fresta brottför um fáeinar mínútur. Það kom ekki til greina. En á síðustu sekúndu, bókstaflega, sást Örn koma hlaup- andi fyrir næsta horn af slíkum hraða, að eins gott var að enginn þvældist fyrir. Við stigum því um borð í lestina til Núrnberg. En það voru ekki réttarhöld sem biðu okkar, heldur ekill frá Adidas sem flutti hópinn á leiðarenda til Herzogaurau. Ól- afur Schram tók á móti okkur og Adidas bauð í mat áður en að gengið var um sali verksmiðjunn- ar. Steikina þurfti varla að hafa fyrir því að tyggja. Síðan rakleiðis til verksmiðj- unnar, tíminn var naumur. Myhd- irnar sem birtast með þessari grein segja meira heldur en mörg orð, þetta er mikil verksmiðja, ekki þó sú stærsta, þvert á móti. En þarna eru höfuðstöðvarnar. Verksmiðjan í Herzogaurau er fyrst og fremst skóverksmiðja og þar eru framleidd 2000 pör af íþróttaskóm á degi hverjum. Sam- anlagt framleiða Adidas-verk- smiðjurnar um 200.000 skópör á dag, en það er næstum því eitt par á hvern íslending á degi hverjum. Þrátt fyrir mikla vélvæðingu, kom manni á óvart hve mikil handa- vinna er í kringum þessa skógerð. Við spurðum um þann sem sér um að þræða skóreimarnar í þessi 2000 skópör daglega, en hann var farinn heim að leggja sig. Við vorum einnig á hraðferð. - gg- • Hinn þekkti skíðakappi Haukur Jóhannsson fyrir miðju sigurvegari í alpatvíkeppni karla og stórsvigi, veitir viðtöku bikar fyrir sigur í alpatvikeppni, t.v. Bjarni Sigurðsson Húsavik er varð annar og Karl Frímannsson er varð i þriðja sæti. „Nú er ég hættur“ - segir Haukur Jóhannsson Hinn eitilharði baráttujaxl, Haukur Jóhannsson, hlaut tvö gullverðlaun á landsmótinu á Akureyri um páskana. Haukur er enginn nýgræðingur í íþróttinni og hefir ávailt vakið athygli fyrir frábæra keppnishörku og áræði. Haukur keppti fyrst i flokki fullorðinna á landsmóti 1971 og var þetta því tiunda landsmótið sem hann tekur þátt í. Haukur hefir unnið til eftirtal- inna gullverðlauna á landsmótun- um: íslandsmeistari í svigi 1972 og 73, íslandsmeistari í stórsvigi 1974, 75 og 80, íslandsmeistari í alpatvíkeppni 1972, 79 og 80 Auk þess hefir Haukur nokkr- um sinnum hlotið gull fyrir flokkasvig. Ef við byrjum þá á sígildu spurningunni Haukur: Ætlarðu að halda áfram keppni? „Já, hún er að verða sígild þessi. Eg hefi verið spurður sömu spurningar undanfarin 4—5 ár og er þó ekki nema 27 ára. En, já, nú er ég hættur." Af hverju? „í fyrsta lagi 'iefi ég ekki lengur nægan tíma tii að stunda skíðin svo vel fari. I t-ðru lagi þá hefi ég uppgötvað að það er fleira til en skíðin, ég ætla að snúa mér að öðru. Fyrir svo sem 4—5 árum komst ekkert að í mínum haus nema skíði og aftur skíði, en það er fleira til.“ Var þetta erfið keppni Haukur og naust þú þess ef til vill að vera á heimavelli? „Stórsvigið var ekki erfitt og þar naut ég að nokkru heimavall- ar. Einhvern veginn virðist stór- svigsbakkinn hér eiga sérlega vel við mig og ég tapa varla keppni í stórsvigi hér á Akureyri. Svigið var hins vegar nokkuð erfitt fyrir mig. Ég var alltof mikið með hugann við alpatvíkeppnina og hlaut ekki nægjanlega góðan tíma í fyrri ferðinni til að eiga vonir um sigur. Ég hefði betur látið vaða og stefna á fyrsta sætið í stað þess að vera svo upptekinn af tvíkeppn- inni, en við breytum því ekkert úr þessu." Nú virðist sem akureyrskir skíðamenn séu í nokkurri lægð og hafi verið síðustu ár. Kanntu einhverja skýringu á því? „Já, þetta er rétt. Frá 1971 og nokkur næstu ár á eftir eyddum við allt of miklu fé og tíma í toppfólkið en gleymdum að halda uppbyggingunni áfram. Ég held þó að þetta sé að koma aftur og mér sýnist að eftir 4—5 ár verðum við aftur á toppnum þar sem við eigum að vera.“ Nú hefir þú verið í skíðalands- liðinu undanfarin ár og þekkir því vel til þar. Á skíðaþingi og öðrum vettvangi hefir verið talsvert deilt á landsliðið og þá ekki síst fyrir óreglu. „Já, þetta er rétt og ég hefi í sjálfu sér engu við þessar ásakanir að bæta. Ég vil þó segja það að óregla hjá skíðafólki er síst meiri en ég þekki annars staðar til í íþróttalífi. Hitt er svo annað mál að ástandið mætti vera betra. Hvað landsliðið varðar að öðru leyti er ég sáttur við ýmis fram- kvæmdaatriði þar svo sem hvað varðar útvegun á búnaði. Hins vegar hafa samskipti landsliðs- fólks við formann SKÍ verið afar stirð svo að ekki sé meirá sagt.“ Nokkuð að lokum Haukur? „Já, mér finnst óttalegt hversu skíðamenn hætta ungir keppni. Þar spila að sjálfsögðu fjárhags- málin inn í og svo margt hefir verið rætt og ritað um kostnað íslensks íþróttafólks við iðkun íþrótta sinna og óþarfi að endur- taka það hér. Ég vil þó vona að einhver lausn finnist á því máli í náinni framtíð og tel það raunar aðalmál íslenskrar íþróttaforystu að vinna að því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.