Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 • Sigursveit Ísíirðinga í flokkasvigi. Frá vinstri, Valdimar Birgisson, Guðmundur Jóhansson, Ifafsteinn Sigurðsson og Sigurður Jónsson. Ljósm. Mg. S.g. „Hef hugleitt að hætta“ — segir Steinunn Sæmundsdóttir STEINUNNI Sæmundsdóttur þarf vart að kynna fyrir áhuga- mönnum um íþróttir. Stcinunn hcfir sl. fimm ár vcrið stcrkasta skíðakona landsins svo sem sjá má af árangri hcnnar á lands- mótum frá 1976, en þá kcppti Steinunn fyrsta sinni í flokki fuliorðinna. Árangur Steinunnar er eftirfar- andi: Islandsmeistari í svigi 1978, 79 og 80. Islandsmeistari í stór- svigi 1976, 77, 78, 79 og 80. íslandsmeistari í alpatvíkeppni 1976, 1978, 79 og 80. Steinunn hefir þannig hlotið 12 gull af þeim 15 sem hún hefir átt möguleika á að hljóta undanfarin fimm ár, sannarlega stórkostlegur árangur. I samtali við Mbl. að keppni lokinni hafði Steinunn eftirfar- andi að segja: „Ég hefi leitt hugann að því að hætta keppni nú, eða a.m.k. að draga úr þessu. Ég hefi nú verið í fríi frá menntaskólanámi mínu um eins og hálfs árs skeið til að stunda skíði og verð að leiða hugann að framtíðinni." Hvernig hefur þér gengið að standa straum af kostnaði við skíðaiðkanir? „Ég á nú góða að. Auk þess hefi ég notið allgóðra styrkja frá Skíðasambandinu og vil nota tækifærið til að þakka þann stuðning. Þá mun skíðadeild Ár- manns veita okkur félögum sem verið höfum í landsliði nokkurn styrk." Nú hefir almennur skíðaáhugi í Reykjavík aukist gífurlega undan- farin ár. Hefur sama aukning átt sér stað hvað varðar keppnisfólk? „Nei, fjölgun hefir ekki orðið mikil hvað keppnisfólk varðar. Hins vegar eru þeir bestu ötulli við æfingar nú en fyrr. Við eigum þó mörg mikil efni og má þar t.d. nefna Tinnu Gunnlaugsdóttur, Þórdísi Jónsdóttur, Árna Þór og reyndar ýmsa fleiri." Megum við ekki eiga von á þér á næsta landsmót á Siglufirði þrátt fyrir allt? „Við skulum í sjálfu sér ekkert fullyrða. Við verðum bara að sjá til næsta ár.“ Jón vakti mesta athygli SÁ skíðamaður sem hvað mesta athygli vakti á skiðalandsmóti á Akureyri um páskana er án efa Jón Konráðsson, göngumaðurinn frá Ólafsfirði. betta er í fyrsta sinn sem Jón keppir í flokki fullorðinna á Landsmóti, enda nýlega orðinn tvitugur. Það er ekki amalegt að fara á brott af sínu fyrsta landsmóti með fern gullverðlaun eins og Jón gerði nú. Mbl. lagði nokkrar spurn- ingar fyrir Jón við verðlaunaaf- hendinguna á páskadag. Hvernig var 30 km. gangan á laugardag? „Þetta er erfiðasta ganga sem ég hef tekið þátt í. Veðrið gerði okkur erfitt fyrir og þar að auki var pressan á mér mjög mikil þar sem við Ingólfur vorum mjög jafnir allan tímann, og það var raunar ekki fyrr en á síðustu metrunum sem ég tryggði mér sigur." Vissir þú allan tímann hversu mjótt var á mununum hjá ykkur Ingólfi? „Já, það voru nokkrir aðstoð- armenn við b'rautina, sem gáfu mér alltaf upp tímann, þannig að ég var allan tímann með á nótun- um.“ Nú lýstir þú því yfir á dögunum að þú hefðir ekkert annað gert undanfarnar þrjár vikur en að æfa undir landsmótið? Já, það er rétt. Ég hafði ákveðið fyrir þetta landsmót að hætta þegar því lyki, þar sem ég hrein- lega ræð ekki fjárhagslega við að æfa svo stíft sem til þarf. Annað hvort verður að æfa og ná toppár- angri eða hreinlega hætta. Hins vegar eftir þennan góða árangur minn er eg í miklum vafa um framhaldið." En hvernig er unnt að gera íþróttafólki mögulegt að æfa svo sem til þarf? „Ég hefi í sjálfu sér enga lausn á því máli fremur en aðrir. Þó er það ljóst að til að leysa þennan vanda er engum öðrum til að dreifa en hinu opinbera. Mig langar að koma hér á framfæri þakklæti til bæjaryfirvalda á Ól- afsfirði, sem hafa létt undir með okkur göngumönnum á þann hátt að sleppa okkur við fyrirfram- greiðslu útsvara í ár. Þar er t.d. stigið spor í rétta átt. Þá hafa bæjarbúar verið okkur afar hjálp- legir með áheitum og á annan hátt.“ Hefir þú nokkra hugmynd um beinan útlagðan kostnað hjá þér í ár? „Ég hef nú ekki á reiðum höndum hversu há upphæð það er. Þó get ég sagt það að það er alls ekki undir 1 ‘/2 milljón sem ég hefi lagt í beinhörðum peningum í þetta í vetur, og þetta getur ekki gengið svona hjá mér. Ég er nýlega búinn að festa kaup á íbúð og þangað fara mínir peningar og verða að gera.“ Að lokum Jón. Ertu bestur? „Þetta var nú ljóta spurningin. En, ég verð að svara neitandi. Gottlieb bróðir er sterkastur og hefur verið í vetur." i Sigurbjörn Gunnarsson bi SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Skíðalandsmótið Landsmóti íslands á skiðum lauk í Illíðarfjalli við Akureyri á páskadag. Veður til keppni var einkar óhagstætt alla dagana. en þrátt fyrir það tókst Akureyringum að halda dagskránni, svo sem ráð var fyrir gert í upphafi. Þó varð að fresta þvi að keppni gæti hafist tvívegis meðan mestu byljirnir gengu yfir, en dæmið gekk allt saman upp að lokum og eiga Akureyringar hrós skilið fyrir góða framkvæmd á þessu landsmóti. Keppni var yfirleitt fremur jöfn og spennandi og athygli vekur hve mikil barátta var í göngukeppnunum. og þá ekki síst að Ólafsfirðing- urinn ungi, Jón Konráðsson hlaut fern gullverðlaun. sigraði í 15 km og 30 km göngu og þá að sjálfsögðu í tvikeppninni og Jón var í sveit Olafsfirðinga, sem sigraði í 3X10 km göngu. En það voru fleiri en Jón Konráðsson, sem hlutu fern gullverðlaun. Steinunn Sæmundadóttir lék þann leik eftir og ekki fer á milli mála að Steinunn ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar skíðakonur. Steinunn sigraði í svigi, stórsvigi, alpatvíkcppni og var í sigursvcit Reykjavíkur í flokkasvig- inu. Það er óhætt að segja að þau Steinunn og Jón hafi verið menn mótsins, sigruðu í þeim greinum, sem þau tóku þátt í. Þó verður ekki svo við skilið að ekki sé getið frammistöðu Gottliebs Konráðssonar ólafsfirði, bróður Jóns, Gottlicb sigraði með yfirburðum í báðum göngugreinum 17 — 19 ára og var einnig í sigursveit Ólafsfjarðar í boðgöngunni. Það er trúa undirritaðs að þar fari besti skíðagöngu- maður íslands í dag og vcrður fróðlegt að fylgjast með Gottlieb Konráðssyni í framtíðinni. Að öðru leyti birtast úrslit og stuttar umsagnir ásamt viðtölum hér í blaðinu. Boðganga 3X10 km Það var ánægjulegt að sjá sex sveitir mæta til keppni í boðgöngu og auk þess eina gestasveit sem Ólafsfirðingar sendu. Það fór svo sem flestir höfðu spáð að A-sveit Ólafsfjarðar tók þegar forystu í hinni opinberu keppni, þó svo gestasveitin hefði forystuna fram- an af. A-sveit Ólafsfjarðar sigraði með nokkrum yfirburðum, en spennan var í hámarki hvað annað sætið varðaði. Þresti Jóhannssyni tókst að tryggja ísfirðingum 2. sætið á síðasta sprettinum, og urðu Isfirðingarnir tæpri mínútu á undan A-sveit Reykjavíkur. Hins vegar hreppti gestasveit Ól- afsfirðinga næst besta tímann, en vann að sjálfsögðu ekki til verð- launa. Gottlieb Konráðsson hlaut bestan brautartíma, 33.01 mín., og sá sem næstur kom var Finnur Gunnarsson, gestasveit Ólafs- fjarðar, á 31.21 mín. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafsfirðingar sigra í boðgöngu. Fyrst sigruðu þeir 1976 og síðan þrívegis í röð eða 1978, 1979 og nú í ár. Stórsvig karla I stórsviginu, sem fram fór á skírdag beindust augu flestra að ólympíuförunum, Sigurði Jónssyni og Birni Olgeirssyni. Hins vegar hygg ég að áhorfendur hafi eðli- lega flestir verið á bandi heima- manna. Fyrstur fór brautina Bjarni Sigurðsson og keyrði Bjarni sérdeilis vel og fékk tímann 67,88. Næstur í röðinni var Karl Frímannsson, en honum tókst ekki eins vel upp og hlaut tveimur sek. lakari tíma. Keppendur fóru síðan einn af öðrum og engum tókst að hnekkja tíma Bjarna, fyrr en Haukur Jóhannsson, Akureyri, birtist í brautinni, Haukur fór brautina af miklu öryggi og hlaut tímann 67,82 sek og reyndist það vera besti tíminn úr fyrri ferð. Sigurður Jónsson var ræstur 10. og Sigurður varð fyrir því óláni að keyra út neðarlega í brautinni. í síðari ferðinni sýndi Haukur Jó- hannsson öryggi sitt og keppnis- skap og hlaut einnig bestan braut- artíma í þeirri ferð og þar með gullið. Bjarni Sigurðsson fór seinni ferðina einnig mjög vel, en ekki nægilega til að hnekkja Hauki. Bjarni hlaut annað sætið. Þetta var í þriðja sinn sem Haukur Jóhannsson sigraði í stór* svigi á íslandsmóti. Haukur sigr- aði 1974, 1975 og síðan nú í ár. Stórsvig kvenna I stórsvigi kvenna bjuggust flestir við sigri Steinunnar Sæ- mundsdóttur. Sú varð og raunin. Steinunn var ræst fyrst af kepp- endum og fór brautina af miklu öryggi og hlaut tímann 70,31 sek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.