Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 11 Samanburður á fargjöldum Innan Evrópu British Caledonian Finnair Flugleidir SAS W _ Odýrast með Flug- leiðum innan Evrópu? í SÍÐASTA tölublaði Félags- póstsins, bréfs kynningardeildar Flugleiða til starfsmanna fyrir- tækisins, er birtur verðsaman- burður á fargjöldum nokkurra flugfélaga i Evrópu, og eru Flugleiðir þar langneðstir, eins og sést á meðfylgjandi töflu. í samamburðinum, sem naer til flugfélaganna British Caledonian, Finnair og SAS, auk Flugleiða, er miðað við tekjur félaganna miðað við hvern floginn „farþegakíló- metra". Tekjur Flugleiða af því að fljúga með hvern farþega einn kílómetra innan Evrópu eru sagð- ar 281 króna, hjá SAS er upphæð- in 626 krónur, hjá Finnair 550 krónur og hjá British Caledonian er upphæðin 625 krónur. Óbreyttur heið- urslaunaflokkur ALÞINGI hefur samþykkt óbreytta skipan heiðurslauna- flokks listamanna, en heiðurs- launaupphæðin, sem var ein milljón króna í fyrra, er nú 1,5 milljónir króna. Heiðurslaun listamanna hljóta: Asmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Krist- mann Guðmundsson, María Markan, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur Gíslason, Þorvaldur Skúlason. Ráðstefna um vís- indamál í Evrópu DAGANA 18. febrúar til 3. mars 1980 var haldin í Hamborg vísindaráðstefna í framhaldi af lokasamþykkt Helsinki-ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem lauk 1. ágúst 1975. Af íslands hálfu tóku þátt í vísindaráðstefnunni þeir dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor og Benedikt Ásgeirsson sendiráðsritari. Á ráðstefnunni var lagður fram fjöldi ritgerða og greinargerða um vísindamál og þar báru vísinda- menn frá Vesturlöndum og Aust- ur-Evrópu saman bækur sínar. Af íslands hálfu voru lagðar fram þrjár greinargerðir á ráð- stefnunni: Eldfjallarannsóknir á íslandi eftir Guðmund E. Sigvaldason forstjóra Norrænu eldfjallastöðv- arinnar; Orkulindir íslands og hagnýting þeirra eftir Sveinbjörn Björnsson prófessor við Háskóla íslands; íslenskar fiskirannsóknir og verndun fiskistofnanna eftir Jón Jónsson forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar. í upphafi ráðstefnunnar flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor ræðu. Skýrsla vísindaráðstefn- unnar verður höfð til hliðsjónar á Madrid-fundinum í nóvember 1980 um framkvæmd Helsinki-ráð- stefnunnar. AUGLYSINGASIMINN ER: 22410 R:@ MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17355 Sumarbústaðaland Skógivaxið sumarbústaðaland í Grímsnesi ca. 5 km frá Þrastarlundi er til sölu. Landið er 1,6 hektarar aö stærð. Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sín og símanúmer á augl. deild Mbl. merkt: „Þ—6303“ fyrir 15. apríl. opnum í dag llpplýsinga TÖLVUVÆDD UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA FYRIR FASTEIGNAVIÐSKIPTI Síóumúla 32. Til sölu Hverfisgata 103 Hús P. Stefánssonar h.f. Húsið er verkstæöis-, verslunar-, lager- og skrifstofuhús, samtals 4.418 rúmmetrar. 1604 fm eignarlóð. Eignin er í góöu ástandi. Brunabótamat 305.0 millj. Hentar fyrir margskonar rekstur, t.d. bifreiðaumboð, prentiðnað, heildverslanir, trésmiöjur o.fl. o.fl. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Teikningar fyrirliggjandi. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 slmi 26600 Til leigu atvinnuhúsnæði 600 ferm í Dugguvogi besta stað, mikil lofthæð. Stórar innkeyrsludyr. Leigist í einu eða tvennu lagi. Langur leigusamningur fyrir góöan leigjanda. Einnig 280 ferm í Ármúla, mikil lofthæð. Bjart og gott húsnæði á jarðhæð. Upplýsingar hjá lög- mönnum Garðastræti 3. Jón Ö. Ingólfsson hdl. Jón Zoéga hdl. Kambasel Tilb. undir tréverk Tvær 3ja—4ra herb. 94 fm íbúöir á 1. og 2. hæð í 3ja hæða biokk. Verð: 33.0 millj. ★ Ein 3ja—4ra herb. 93 fm íbúð á jarðhæö með sér inng. og sér garði. Verð: 33.0 millj. Öll sameign fullgerð, þ.m.t. lóð. ★ Einnig eitt glæsilegt endaraðhús á tveim hæðum með innb. bílskúr. Selst fokhelt. Fullgert utan, þ.m.t. lóð. Verð 38.0 millj. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofunni. Byggingarm. Jón Hannesson. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 Ragnar Tómasson hdl. Opiðfrákl <> 7<> h 31710-31711 Vantar Höfum mjög góöan og fjársterkan kaup- anda aö 150—180 ferm einbýlishúsi meö tvöföldum bílskúr, fullbúnu eöa tilbúnu undir tréverk í Reykjavík eöa Garöabæ. Fasteigna- miðlunín Selid Guðmundur Jónsson. sími 34861 Garðar Jóhann Guðmundarson. simi 77591 Magnús Þórðarson. hdl. Grensásvegi 11 Miðbæjarmarkaðurinn Aðalstræti 9 sími: 29277 (3 línur) Grétar Haraldsson hrl. Bjarni Jónsson s. 20134. Garóabær einbýli Falleg 130 fm einbýlishús úr timbri. Stór bílskúr fylgir. Mjög falleg vel ræktuð lóö. Bein sala eða skipti á 120—130 fm góðri íbúð í Reykjavík. Hæð og ris í Noröurmýri Einstaklega falleg 140 fm sér efri hæð ásamt risi, sem í eru m.a. 3 svefnherb. Bílskúr fylgir. Eign þessi er í algjörum sérflokki. Smáíbúðahverfi 4ra herb. 100 fm úrvals íbúð í 10 ára gömlu húsi. Mikil og góð sameign. Verö 37 millj. Raöhús viö Miklatún Endaraöhús 3x75 fm. Bein sala. Fossvogur einbýlishús 200 fm úrvals einbýlishús ásamt stórum tvöföldum bílskúr. Ránargata 2ja herb. Ósamþykkt kjallaraíbúð. Verö 12 millj. Útb. 8 millj. Hverfisgata 3ja herb. ibúöin selst tilb. undir tréverk og málningu og er til afhendingar mjög fljótlega. Verö 19,6 millj. Raöhús óskast fyrir mjög fjársterkan kaupanda. 3ja herb. íbúð óskast í Fossvogi eða öðrum góðum stað í borginni. Hröö og góð útb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.