Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 „Stöðva afgreiðslu á flugvélabensíni til einkaflugs“ Von á skipi með hálfs árs birgðir „ÞETTA virðist ætla að standa mjöK glöKgt með þær birgðir sem til eru af bensíni í landinu á minni vélarnar í flugflotanum og við höfum því reynt að stöðva afgreiðslu á þessu bensíni til einkaflugs,“ sagði Böðvar Kvar- an hjá Skeljungi í samtali við Mbl. í gær. Sagði Böðvar að um 30 þús. lítrar af þessum 100 octain bensíni væru nú til í landinu og myndi það að öllum líkindum duga þar til skip kemur með 900 tonna farm frá Rotterdam um miðja næstu viku. Ástæðuna fyrir þessum litlu birgðum af eldsneyti fyrir minni vélarnar kvað Böðvar vera að tækifæri til að flytja inn þetta. eldsneyti væru fá og miðað væri við að flytja flugvélabensín til landsins tvisvar á ári, en þess má geta að Fokkervélar Flugleiða nota sérstaka steinolíu til brennslu. Lóan er komin Borífareyrum, Vestur-Eyja- Æireppi. 8. apríl. er nú komin, og sást til hennar í stórum hópum í túninu á Ysta-Bæli undir Austur-Eyja- fjöllum á páskadag. Þetta er óvenjusnemma. sem við sjáum til lóu, en boðar vonandi að vorið sé í nánd. Grænn litur er nú farinn að sjást á túnum, en hér um slóðir lætur vorið einna fyrst á sér kræla. Þá eru stönglar einnig farnir að koma upp úr görðum. Klaki er enginn í jörðu. og hefur verið mjög lítill í vetur, og má raunar segja að hér hafi enginn vetur komið. Eru bændur nú bjartsýnir á gott vor, sem ætti að vera alveg á næsta leyti ef ekki gerir hret. — Markús Skíðamót barna og unglinga á Seljalandsdal HELGINA 29. og 30. marz sl. fór fram á Seljalandsdal við ísafjörð göngu- og svigkeppni barna og unglinga. svokallað Lionsmót. A laugardag var keppt í göngu í 4 flokkum. Úrslit urðu þessi í flokki 8 ára og yngri: 1. Sigurður Oddsson 2. Guðmundur S. Sigurðsson 3. Albert V. Magnússon í flokki 9—10 ára drengja: 1. Ólafur Sigurðsson 2. Óðinn Gústafsson 3. Þórir Jakobsson Isfirsku landsmótsfararnir voru undanfarar i göngukeppninni. í flokki 11 —12 ára stúikna: 1. Sigríður L. Gunnlaugsdóttir 2. Stella Hjaltadóttir 3. Friðgerður Ómarsdóttir í ílokki 11 — 12 ára drengja: 1. Aðalsteinn Elíasson 2. Heimir Hansson 3. Friðrik Gunnarsson Á sunnudag var keppt í svigi í 5 flokkum. Urslit urðu þessi í flokki 8 ára og yngri: 1. Jón Ólafur Árnason 2. Kristján Flosason 3. Axel Jóhannsson í flokki 9—10 ára stúlkna: 1. Ágústa Jónsdóttir 2. Guðbjörg Ingvadóttir 3. Ólöf Björnsdóttir t flokki 9—10 ára drengja: 1. ólafur Sigurðsson 2. Ólafur Gestsson 3. Einar Gunnlaugsson í flokki 11 —12 ára stúlkna: 1. Freygerður Ólafsdóttir 2. Sigríður L. Gunnlaugsdóttir 3. Katrín Þorláksdóttir í flokki 11 — 12 ára pilta: 1. Baldur Hreinsson 2. Kristinn Jónsson 3. Gísli Þórólfsson 111 keppendur voru skráðir til keppninnar sem fór í alla staði vel fram. Glæsileg verðlaun voru veitt, auk þess sem allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Félagar í Lionsklúbbi ísafjarðar sjá um alla vinnu við mótið auk þess sem þeir gefa verðlaunin. Úlfar. Brezka skáldkonan Iris Murdoch og maður hennar John Bayley komu í fjögurra daga heimsókn til íslands í gær í boði Háskóla ísiands. Þau munu halda fyrirlestra i Árnagarði á fimmtudag og föstudag um „The Novel“ og -The Truth of Art“. Þau hjón sjást hér ásamt sendiherra Breta á Islandi Kenneth East skömmu eftir komuna í gær. Ljúmn. Mbl. ól. K. Masnússon. Finnski konsúllinn á tslandi. Haraldur Björnsson, lengst til vinstri, þá Maija Liisa Tarkkalen viðskiptafulltrúi finnska utanrikisráðuneytisins, næst henni eiginkona Haralds, Þóra Stefánsdóttir, og lengst til hægri Juhani Lindfors viðskiptafulltrúi í finnska sendiráðinu i Ósló. Maija Liisa heldur á finnskri minkakápu frá fyrirtækinu Furly, umboðsaðili hérlendis Loðskinn, Kirkjuhvoli. Finnland í vefnaðar- og fataframleiðslu Finnsk fyritæki sýna framleiðslu sina á Hótel Loftleiðum í dag og á morgun Níu finnsk vefnaðar- og fataiðnaðarfyrirtæki opn- uðu sýningu á framleiðslu sinni í Kristalsal Hótels Loftleiða í gær. Sýningin verður opin í þrjá daga, þ.e. til 10. apríl, frá kl. 9 að morgni til kl. 16 fyrir verzlunarmenn og frá 17 til 20 fyrir almenning. Tízku- sýningar verða í dag og á morgun kl. 18 í ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða. Sýningin var opnuð við há- tíðlega athöfn í gær og viðstaddir voru finnskir og íslenzkir um- boðsmenn fyrirtækjanna. Maija Liisa Tarkkalen viðskiptafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins sagði þá í viðtali við Mbl., að þetta væri í annað skiptið, sem finnsk iðnfyrirtæki héldu sýningu á framleiðslu sinni hérlendis. Út- flutningur Finna næmi nú rúm- lega einni millj. dollara og hefði aukist verulega á síðustu árum. Fulltruar MurvorulyrirtakÍKÍnH Fiitala. Peik Kuuluvainen »k eÍKÍnkuna hans. Peik er iklæddur sportjakka úr leðri. sem vakti óskipta athyKli viA opnun sýninKarinnar. Finnsk vefnaAarvara á sýninKunnl er óhiA ikveAnum linum eAa litum. 1 tizku er i daK aA söKn Finnanna allt sem smekkur ok huKur manna Kirnist. f miAIA i myndinni er finnski fulltrúi fyrirtakisins Tampella. henni i vinstri hónd er umhoAsmaAur fyrirtækisins hérlendis. SÍKríAur ÁKÚstsdóttir. ok þi Arl BerKmann Einarsson. en þau reka fyrirtækiA ÁkltrAi ok KluxKatjold i Skipholti. Byggja vinsældir sín- ar á íslenzku loðskinni FINNSKA leðurvörufyrirtækið Friitala, sem er einn af sýningar- aðilum á finnskri vefnaðar- og fataframleiðslusýningu á Hótel Loftleiðum, sem opnuð var í gær, byggir að sögn útflutningsstjóra fyrirtækisins, Peik Kuuluvainen, vinsældir sínar að mestu á sölu fatnaðar úr íslenzkri gæru. í viðtali við Mbl. í gær sagði Peik Kuuluvainen, að um 35% heildarframleiðslu fyrirtækisins á loðskinnum væru úr íslensku loðskinni. Fyrirtækið seldi á árinu 1979 um 9.000 yfirhafnir unnar úr íslenzku skinni, af þeim fjölda voru um 5.000 fluttar út frá Finnlandi. Peik sagði einnig að vinsældir fyrirtækisins erlendis byggðust mikið á vinsældum íslenzka skinnsins og ættu íslendingar og Finnar sameiginlega hagsmuni í þessari iðngrein. Hann sagði að- spurður að ekki væru neinar yfirhafnir fyrirtækisins á sýning- unni unnar úr íslenzku skinni og að þeir hefðu ekki í hyggju að bjóða þær til sölu hérlendis, þar sem hann teldi eðlilegt að íslenzk- ir framleiðsluaðilar hefðu einir sinn eigin markað. v Finnska fyrirtækið hefur gert samning við Samband ísl. sam- vinnufélaga á Akureyri um kaup á 250 þús. ferfetum af skinni á ári, en fengu á sl. ári um 180 þús. ferfet. U.þ.b. 6 ferfet eru í einu skinni. Mörg innbrot um páskana ÓVENJU mikið var um inn- brot á höfuðborgarsvæðinu um páskana en ekki var um nein stórinnbrot að ræða, að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins. Einn morguninn voru t.d. 8 menn í fanga- geymslum lögreglunnar, sem yfirheyra þurfti vegna inn- brota. Tilkynnt var um stuld á 500 þúsund krónum en þegar til kom reyndist um misskilning að ræða, pen- ingarnir höfðu bara verið faldir svona vel. Að öðru leyti voru páskarnir ekki tiltakanlega annasamir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Árekstrar voru með fæsta móti og aðeins eitt umtalsvert slys. Það varð klukkan 22.30 sl. miðvikudagskvöld þegar tvær bif- reiðar rákust saman á mótum Álfabakka og Stekkjarbakka. Fernt var flutt á slysadeild en meiðsli reyndust ekki vera alvar- leg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.