Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 KEPPNIN í 3. deildinni í handknattleik karla lauk ekki fyrr en á þriðjudags- kvöldið eftir heilmikið bardús við að koma af sex síðustu leikjunum. Á sunnudagskvöldið fengust þó úrslit á þann veg að Breiðablik sigraði með glæsibrag, hlaut 25 stig af 28, skoraði 388 mörk gegn 266 og hafði því upp lang- mesta markamun í deilda- keppninni í ár — 122 mörk. Akranes hafnaði í öðru sæti með 23 stig og leikur aukaleiki við Akur- eyrar-Þór um sæti í 2. deild. Sex leikir í kös Lokahrinan í deildinni ein- kenndist annars vegar af baráttu Breiðabliks og Akraness um sigur- inn þar sem Breiðablik átti tvo leiki móti einum leik Akraness, en þegar hér var komið, stóðu liðin jöfn að stigum, og hins vegar af hringlanda með leikina og því að dómarar mættu ekki. Á föstudagskvöldið léku fyrst Akranes og Keflavík á Skaganum og þar sigruðu heimamenn 26:22 (10:9), síðan Breiðablik og Dalvík að Varmá þar sem Breiðablik sigraði 36:17 (17:7). Til fyrri leiks- ins mætti aðeins annar tilkynntur dómari og heimamaður dæmdi á móti honum, sem að vísu kom alls ekki að sök. Á laugardaginn mættu Dalvík- ingar til leiks við Selfyssinga fyrir austan, en dómarar mættu ekki. Á sunnudaginn mættu Dalvík- ingar aftur á Selfossi kl. 14 og léku við heimamenn, sigruðu gestirnir 19:16 (7:8). Síðan fóru Dalvíkingar Sigurlið Breiðabliks Fremri röð: Sigurjón Rannversson, Óskar Friðbjörnsson markvörður, Brynjar Björnsson fyrirliði, Heimir Guðmundsson markvörður, Kristján Halldórsson, Hannes Eyvindsson, Júlíus Guðmundsson. Aftari röð: Hulda Pétursdóttir formaður Handknattleiksdeildar Breiðabliks, Sigurður Sveinsson, Qlafur Björnsson, Hallvarður Sigurðsson, Björn Jónsson, Hörður Már Kristjánsson, Sigurður Sigurðsson, Kristján Andrésson aðstoðarmaður, Sigfús Guðmundsson þjálfari. Á myndina vantar Hilmar Hreinsson, Aðalstein Jónsson og Jón Halldórsson. — Ljósmynd: Sverrir Kristinsson. Breiðablik sigraði með glæsibrag hraðfari í Garðabæ og léku við Stjörnuna kl. 17 leik sem þessi lið höfðu átt að leika á Dalvík fyrr í mánuðinum. Stjörnumenn sigruðu 29:18 (15:12). Leikur Gróttu og Stjörnunnar sem átti að vera þennan dag var færður til þriðjudags. Á sunnudagskvöldið léku svo Óðinn og Breiðablik í Laugar- dalshöll kl. 22.15 (kristilegur tími!) þar sem Breiðablik varð að ná stigi til að sigra í deildinni. Dómarar mættu ekki en með herkjum tókst að fá menn til þess að dæma! Breiðablik sigraði ör- ugglega 30:22 (17:10). Á þriðjudagskvöldið léku svo loks Grótta og Stjarnan á Sel- tjarnarnesi og Stjarnan sigraði 29:27 (13:16). Lokastaðan í 3. deild Breiðabl. 14 12 1 1 388:266 25 Akranes 14 10 3 1 320:267 23 Stjarnan 14 9 2 3 357:281 20 óðinn 14 6 4 4 317:312 16 Keflavik 14 6 1 7 297:282 13 Dalvik 14 4 0 10 289:364 8 Grótta 14 3 1 10 317:349 7 Selfoss 14 0 0 14 256:420 0 Sigurliðið Breiðablik Sigur Breiðabliks var verð- skuldaður og sérstæður á fleiri en einn máta. Liðið fékk á sig fæst mörk í deildinni eða 266, aðeins þó marki minna en næsta lið, Akra- nes, en skoraði langflest mörk í allri deildakeppninni eða 388. Að- eins efsta liðið í 1. deild Víkingur og efsta liðið í 2. deild Fylkir fengu á sig færri mörk, Víkingur 253 og Fylkir 262, en þau skoruðu aðeins á móti 325 óg 292 mörk. Markamunurinn hjá Breiðabliki varð sem sé 122 mörk! Hjá Víkingi 72 og Fylki 30. Lið Breiðabliks er einnig í sérflokki þeirra liða sem náðu árangri í deildakeppninni hvað aldur leikmanna snertir, með 24 ára aldursforseta og hina 17—21 árs alla með tölu, en 16 menn léku með liðinu í deildar- keppninni í vetur. Þá teflir Breiðablik fram allt að 8 vinstri- handarútileikmönnum, sem líkleg- ast er heimsmet! Og í vetur var það undantekning ef einhver úti- leikmaðurinn skoraði ekki. Þjálfari Breiðabliksliðsins í vet- ur var Sigfús Guðmundsson lands- liðsmaður úr Víkingi en þrjú árin á undan var Stefán Sandholt landsliðsmaður úr Val þjálfari liðsins. Vésteinn öruggur með 50 m VÉSTEINN Hafsteinsson KA virðist vera orðinn öruggur með 50 metra köstin i kringlukasti, þar sem hann kastaði um helgina á móti i Kaliforníu í þriðja skiptið í röð yfir 50 metra. Vésteinn kastaði kringlunni 50,52 metra og átti 52 metra kast sem reyndist hárfínt ógilt. Á æfingum hefur Vésteinn kastað 54 metra. í spjalli við Mbl. í gær sagði Vésteinn að æfingar hefðu gengið vel og vonaðist hann til að bæta sig enn meir í sumar. Vésteinn hefur æft nokkuð undir handleiðslu Bandaríkjamannsins John Powell, fyrrum heimsmet- hafa í kringlukastinu, en Powell er enn á fullri ferð og kastaði um 69 metra á æfingu með Vésteini í síðustu viku. Powell er þegar búinn að kasta yfir 66 metra í keppni í ár, gerði það á sama móti og Vésteinn, kastaði 50,52 metra, minningarmótinu um Martin Luther King. Powell starfar sem þjálfari á San Jose State háskól- anum í Kaliforníu og vill hann ólmur fá Véstein í skólann í haust. Þórdís Gísladóttir ÍR keppti í hástökki á Martin Luther King mótinu en tókst iila upp og stökk „aðeins" 1,73 metra. Erlendi Valdimarssyni ÍR hefur verið boðin þátttaka í einu allra sterkasta frjálsíþróttamóti Bandaríkjanna, Bruce Jenner Classic, sem haldið verður í San Jose í Kaliforníu í næstu viku. Verður það fyrsta keppni Erlend- ar á árinu, en hann hefur verið að kasta 58—60 metra á æfingum í Kaliforníu að undanförnu. —ágás. F r jálsíþróttamennir nir góðkunnu, óskar Jakobs- son ÍR og Hreinn Hall- dórsson KR, virðast vera að sækja í sig veðrið og að komast í keppnisform, þar sem þeir náðu báðir ágæt- um árangri í sínum grein- um um helgina, kringlu- kasti og kúiuvarpi, á mót- um í Bandaríkjunum um helgina. Óskar kastaði kringl- unni 62,36 metra á móti í Dallas í Texas og sigraði. Er þetta hans langbezti árangur í ár, og ekki langt frá hans bezta í greininni, en hann á bezt 62,54 metra frá 1978. Hreinn varpaði kúlunni 20,27 metra á móti í Ala- bama, og sigraði hann einnig. — ágás. Óskar og Hreinn sækja í sig veðrið • Alfreð Gislason sem á myndinni sést lyfta sér og reyna skot hefur átt mjög góða leiki i vetur með liði sínu KA. Alfreð skoraði átta mörk á móti Þrótti á laugardag. Ljósm. sor. Þróttur ÍR ÞRÓTTARAR voru ekki í vand- ræðum með að tryggja sér 2. sætið í 2. deild með tveimur sigrum yfir KA frá Akureyri. Eins og áður hefir komið fram sigraði Þróttur KA örugglega í Laugardalshöll með 21 marki gegn 16 og i síðari leiknum, sem fram fór á Akureyri á laugardag fyrir páska sigraði Þróttur aftur og nú með 26 mörkum gegn 21. Þar með hafa Þróttarar tryggt sér réttinn til að leika til úrslita við ÍR-inga um laust sæti í 1. deild að ári og kæmi það undirrit- uðum ekki á óvart að Þróttarar gangi sem sigurvegarar af þeim hólmi. Leikurinn fyrir norðan á laug- ardag var fremur jafn framan af. Þannig var jafnt á öllum tölum upp í sjö mörk, en Þróttarar gerðu mæstu þrjú mörkin og staðan því 10 gegn 7, en KA-mönnum tókst aðeins að laga stöðuna áður en blásið var til leikhlés með tveimur mörkum. Staðan því 10 gegn níu í hléinu. KA náði að jafna í upphafi síðari hálfleiks, 11 gegn 11, en síðan brast KA allan þrótt, sem Þróttarar höfðu hins vegar næg- an, og Þróttarar tryggðu sér stóran og öruggan sigur 26 mörk gegn 21. Það var einkennilegt hvað varn- arleik KA viðvék að Sigurður Sveinsson, sem ekki hafði verið mjög atkvæðamikill í fyrri hálf- leik, tók á sig rögg í þeim síðari og skoraði grimmt, en þrátt fyrir það var hann ekki tekinn úr umferð fyrr en fjórar mínútur voru til leiksloka, og sigur Þróttara þá tryggður. Sigurður og Páll Ólafs- son voru bestu menn Þróttara. Það er sárgrætilegt fyrir Akur- eyska handknattleiksunnendur að KA skyldi ekki takast að tryggja sér sæti í 1. deild að ári. Staða KA fyrir síðasta leikinn í deildinni var einkar góð og allir möguleikar, en dæmið gekk ekki upp hverju sem um er að kenna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herslumuninn vantar hjá KA og einhvern veginn virðast menn ekki hafa trú á að dæmið geti gengið upp. Markhæstu menn: Þróttur: Sig- urður 10, Páll 5. KA: Alfreð 8, Gunnar 5, Ármann 3. Sigb.g. mmmmmmmmmmm i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.