Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Systir okkar og fóstursystir KRISTRÚN JÓNSDÓTTIR handavínnukennari, lést 20. mars s.l. Kveöjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund eru færöar sérstakar þakkir fyrir þá góöu umönnun er þaö veitti henni og þeim þakkaö. er heimsóttu hana og sýndu henni vináttu í langvarandi veikindum. Þökkum auðsýnda samúö. Þorbjörg Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Jón Guðmann Jónsson, Karl Jónsson, Kristrún Skúladóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJORG GUDRUN KRISTJÁNSDÓTTIR, Vallargerði 2, Kópavogi, lést í Landspítalanum aöfararnótt 6. apríl. Sveinn A. Sæmundsson, Alda Sveinsdóttir, Jón Ingi Ragnarsson, Ólína Sveinsdóttir, Burkni Dómaldsson og barnabörn. t Móöir, fósturmóðir, tengdamóðir og amma okkar, GUÐRÚN GUDMUNDSDÓTTIR, lézt aö Hrafnistu, laugardaginn 5. apríl. Þórarinn Gunnarsson, Ásta Engilbertsdóttir, Haukur Jónasson, Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Birgir Þórarinsson, Gunnhildur Þórarinsdóttír. t Jaröarför eiginkonu minnar JÚLÍU MAGNÚSDÓTTUR, Hagamel 18, fer fram fimmtudaginn 10. apríl kl. 1,30 e.h. frá Dómkirkjunni. Blóm vinsamlega afþökkuö. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju eöa Kristniboösfélög K.F.U.M. og K. Minningarspjöld fást í húsi félaganna aö Amtmannsstíg 2B. F.h. barna, tengdasonar, barnabarna og annarra aöstandenda, Guðbjörn Guömundsson. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA ÓLAF3DÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Hvallátrum, Þjórsárgötu 11, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag miövikudaginn 9. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Margrét Guðbjartsdóttir, Guðjón Guöbjartsson, Árni Guðmundsson, Katrín Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og viriarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, INGVELDAR GUÐFINNU BALDVINSDÓTTUR, Skorhaga, Kjós. Magnea Guöjónsdóttir, Gunnar Hálfdánarson, Baldvin Júlíusson, Guöbjörg Þóröardóttir, Sigurlaug Júlíusdóttir, Sigurþór Hallmundsson, Eygló Óskarsdóttir, Steinólfur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jóhann Vilhjálms- son Hafnarfiröi Hinar gömlu góöu dyggðir, að standa við orð sín, að vera trúr í hverju því verki, sem að var unnið, að bregðast ekki skyldum sínum, að vera heill og heiðarlegur, prýddu mjög Jóhann Vilhjálmsson bifreiðastjóra í lífi hans og starfi. Jóhann andaðist 31. marz s.l. á Landsspítalanum eftir stutta legu en hann átti við mikla vanheilsu að búa hin síðari ár. Jóhann var fæddur 14. júlí 1907 að Grænagarði í Leiru, sonur hjónanna Bergsteinunnar Berg- steinsdóttur og Vilhjálms Guð- mundssonar er þar bjuggu. Árið 1915 fluttust þau hjón til Hafnar- fjarðar og bjuggu þar síðan. Er Bergsteinunn orðin háöldruð og dvelur nú á Sólvangi. Jóhann var ásamt tvíburasystur sinni, elstur 11 systkina. Varð hann snemma að fara að vinna fyrir sér, enda oft þröngt í búi á mannmörgu heimili. Á bernsku- og unglingsárunum fór Jóhann til starfa í sveit en tvítugur að aldri tók hann bif- reiðastjórapróf og gerðist þá vöru- bifreiðastjóri og stundaði þá at- vinnu um 50 ára skeið. Síðustu starfsárin vann hann sem ganga- vörður í Flensborgarskóla. Öll störf sín vann Jóhann af stakri reglusemi og alúð. Hann var sérstakt snyrtimenni og bar vel hirt bifreiðin þess vitni. Mönnum þótti gott að hafa hann í vinnu því öruggt var að vel væri unnið og verki skilað eins og til var ætlast. Jóhann var mjög hugsandi maður. Hann var úrræðagóður og hjálpsamur og því gott að leita til hans. Hann var heilsteyptur og mátti ekki vamm sitt vita. Hann fylgdist vel með í þjóðmálum, var ákveðinn og traustur Sjálfstæðis- maður en í stefnu Sjálfstæðis- flokksins fann hann lífsskoðunum sínum braut. Jóhann var vinfastur og vel gerður maður og hið mesta ljúfmenni. Árið 1933 kvæntist Jóhann Halldóru Guðjónsdóttur ættaðri af Suðurnesjum. Hinni ágætustu konu og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru þrjú og eru þau öll búsett í Hafnarfirði. Þau hjónin voru mjög samhent um að gera heimili sitt sem hlýlegast og stóðu vel að uppeldi barna sinna. Var heimilið, börnin og barnabörnin ávallt efst í huga Jóhanns og var hann alltaf boðinn og búinn til þess að vinna fjölskyldu sinni sem best. Með Jóhanni er genginn einn þeirra mörgu, sem lagt hafa fram sitt lið á framfarabraut þjóðar- innar. Þótt slóð hans verði ekki rakin sérstaklega nema skamman veg, þá var hann einn þeirra, sem af festu, reglusemi, öryggi og hógværð gekk veginn og var öðr- um samferðarmönnum bæði yngri + Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS EIRÍKSSONAR. Jódis Kristín Jósepsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. og eldri gott fordæmi. Það má þakka mönnum eins og Jóhanni þá kjölfestu, sem hvert þjóðfélag þarf á að halda eigi farsællega að fara á framtíðarbraut. Við biðjum góð- um vini blessunar og sendum eiginkonu, börnum, aldraðri móð- ur og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Jóhann Vilhjálmsson vörubifreið- arstjóri, sem andaðist 31. mars s.l. í Landspítalanum í Reykjavík. Jóhann var fæddur 14. júlí 1907 að Grænagarði í Leiru, sonur Vilhjálms Guðmundssonar og konu hans Bergsteinunnar Berg- steinsdóttur, er þar bjuggu. Vil- hjálmur er látinn fyrir nokkrum árum, en Bergsteinunn dvelur að Sólvangi í Hafnarfirði. Jóhann var elstur ellefu systkina og eru tvö þeirra látin. Jóhann fluttist með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar árið 1915 og átti heima þar upp frá því. Jóhann var í eðli sínu hæfur og vel gerður maður og gekk til allrar algengrar vinnu í bænum. Á þessum tíma fer bifreiðin að ryðja sér til rúms og urðu þá bifreiðar og vélar hans áhugamál. Jóhann byrjaði að aka bíl fyrir Bjarna í Víðistöðum og fleiri, þar til hann keypti sinn fyrsta vörubíl til leiguaksturs. Hann starfaði á eig- in bifreiðum í rúm 40 ár þar til að hann lagði aksturinn á hilluna og gerðist gangavörður í Flensborg- arskóla og annaðist gangavörsl- + ÁSGEIR H. KARLSSON, verkfræóingur, Markarflöt 39, er andaöist í Borgarspítalanum 2. þessa mánaðar, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. apríl kl. 3 e.h. Þeir sem vildu minnast hans láti Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra njóta þess. Ingibjörg Johannesen og börn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdafööur og afa, GUNNARS BJARNASONAR, fró Öndverðarnesi, Ásgarði 9. María Árnadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Þráinn Tryggvason, Jón K. Gunnarsson, Kristrún Pétursdóttir, barnabörn. una með prýði þar til heilsan bilaði. Mér er ofarlega í huga þegar ég minnist Jóhanns hve traustur, skemmtilegur og áhugasamur hann var í félagsmálum. Hann var stofnandi og meðstjórnandi í Fé- lagi vörubílaeigenda í Hafnarfirði, Bílaverkstæði Hafnarfjarðar. Jó- hann var maður, sem engum vildi skulda, ekki geyma til morguns það sem hægt var að gera í dag. Lofaði aldrei meiru en hann gat staðið við og bílar hans voru alltaf snyrtilegir og hreinir. Jóhann var hafsjór af skáldskap, vísum og sögum, sem unun var að hlusta á, er hann sagði frá og hafði hann gott lag á að gera hlustandann að þátttakanda í viðburðarásinni. Jóhann varð gæfumaður í einkalífi er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína Halldóru Guðjónsdóttur frá Réttarholti í Garði hinn 17. desember 1933 og eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi, mikið mannkostafólk. Börn þeirra eru: Guðný gift Hauk Jónssyni, þau eiga fjögur börn; Björgvin var giftur danskri konu Bodil, hún er látin og áttu þau tvo drengi, Guðrún gift Magnúsi Ein- arssyni, þau eiga þrjá drengi. Nú að leiðarlokum vil ég persónulega og fyrir hönd Félags vörubílaeigenda í Hafnarfirði þakka Jóhanni samfylgdina og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Blessuð sé minning Jóhanns Vilhjálmssonar. Kristján Steingrímsson. Vinur minn, Jóhann Vilhjálms- son bifreiðarstjóri, verður í dag kvaddur frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði. Þegar kallið kom 31. marz sl. dvaldist hann á sjúkrahúsi og vonaðist til þess að fá nokkra bót á þeim sjúkdómi, sem hrjáð hafði hann um langt skeið, en sá sem öllu ræður hafði þá ætlað hérvist hans lokið. I hópi 11 barna foreldra sinna Bergsteinu Bergsteinsdóttur og Vilhjálms Guðmundssonar ólst Jóhann upp, fyrst í Grænugarði í Leirunni, þar sem hann var fædd- ur 14. júlí 1907, og síðar í Hafnarfirði, en þangað fluttust foreldrar hans 1915 og þar lifir móðir hans nú í hárri elli, en faðir hans er látinn. Tvítugur að aldri hóf Jóhann störf við bifreiðaakstur, sem hann stundaði fram yfir sextugt er hann tók að sér störf húsvarðar hjá Flensborgarskóla sem hann gegndi síðan. Dugnaður og sam- vizkusemi einkenndu störf Jó- hanns Vilhjálmssonar svo mjög að til þess var sérstaklega tekið, enda var hann afar eftirsóttur til starfa og vinsæll vel. Það var ekki aðeins í hinum daglegu störfum sem þessir eiginleikar hans komu fram heldur nutu þau félagasamtök sem hann var aðili að þess í ríkum mæli. Við áttum náið samstarf á vettvangi stjórnmálanna því Jó- hann var mikill og einlægur sjálf- stæðismaður. Hann lá ekki á’liði sínu til sóknar eða varnar stefnu sjálfstæðismanna og var til síðasta dags hinn trausti mátt- arstólpi samtaka okkar. Jóhann naut ævinlega mikils og góðs stuðnings sinnar ágætu konu, Halldóru Guðjónsdóttur, sem reyndist honum traustur lífsföru- nautur og bjó honum og börnum þeirra þremur það heimili sem íslenzkar húsmæður bezt geta gert. Þegar ég kveð Jóhann Vil- hjálmsson þakka ég honum ómet- anlega vináttu hans og fórnfúst starf. Eg veit að ungmenni sem hann reyndi að hafa hemil á sakna hans og flytja honum kveðjur sínar, með þakklæti fyrir hið mikla umburðarlyndi sem hann sýndi þeim. Vinir Jóhanns Vilhjálmssonar og samfylgdarmenn kveðja í dag góðan dreng og dugmikinn mann og biðja honum Guðs blessunar. Eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra sendum við samúðarkveðj- ur okkar. Matthías Á. Mathicsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.