Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980_ Jóhann Hjartarson skák- meistari íslands 1980 Skákþing íslands 1980. það 66. í röðinni var háð nú um páskana. Sigurvesari i landsliðsflukki og þar með skákmeistari íslands varð Jóhann Hjartarson, sautján ára gamall nemi i Menntaskólan- um við Hamrahlið. Jóhann tók þegar orugga for- ystu í upphafi mótsins, vann fyrstu sex skákir sínar og það var snemma ljóst að eini raun- verulegi keppinautur hans um efsta sætið yrði Helgi Ólafsson. Þeir mættust í tiundu umferð og lauk þeirri viðureign með sigri Jóhanns sem þar með hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð. Jóhann hlaut niu vinninga í eliefu skákum. en Helgi. sem varð i Oðru sæti. hlaut sjö og hálfan vinning. Svo sem þessir yfirburð- ir gefa til kynna var Jóhann mjög vel að sigrinum kominn. Jóhann er þrátt fyrir ungan aldur ákaflega fjölhæfur skák- maður og vann skákir sínar ýmist i flækjum eða endatöflum. Helgi virtist ekki taka mótið nægilega alvarlega til þess að geta orðið efstur, t.d. tefldi hann úr- slitaskákina við Jóhann allt of hratt á erfiðasta kaflanum. Þó brá stundum fyrir ágætum tilþrifum hjá honum, sérstaklega um miðbik mótsins þegar hann náði sér bezt á strik. Jóhannes Gísli Jónsson er jafn- aldri Jóhanns og náði nú einnig sínum langbezta árangri til þessa. Ingvar Ásmundssyni tókst ekki að verja titil sinn síðan í fyrra, en það sem hann virðist helst vanta er meiri þátttaka í kappmótum. Ásgeir Þór Árnason byrjaði illa og tefldi síðan ákaflega gloppótt frameftir móti. Undir lokin tók hann sig þó vel á og náði mjög viðunandi sæti. Haukur Angantýsson, nýjasti alþjóðameistari okkar, hlýtur að vera sárónægður með frammi- stöðu sína. Það var raunar vart hægt að þekkja hann fyrir sama mann og oft áður, því nú brást endataflstæknin honum alveg. Hann missti oft niður unnin töfl. Reyndar má segja bæði um Hauk og Helga að þeir vitust skák- þreyttir eftir alþjóðlega skákmót- ið. Elvar Guðmundsson er öruggur skákmaður. Hann hefði jafnvel getað sloppið alveg taplaus ef ekki hefði nokkrum fljótfærnislegum leikjum verið fyrir að fara. Gunnar Gunnarsson hefur sára- lítið teflt síðustu ár, en stóð þó fyllilega fyrir sínu. Júlíus Friðjónsson byrjaði vel, en svo var sem botninn dytti úr öllu. Hann getur þó teflt býsna vel er á reynir. Sama er að segja um Björn Þorsteinsson, sem má muna sinn fífil fegri. Stutt er síðan Björn vann haustmótið, en á þessu móti var hann ekki nema svipur hjá sjón. Benedikt Jónasson hlaut nú eldskírn sína í landsliðinu. Hann sýndi oft ágæt tilþrif, en skorti reynslu. Bragi Halldórsson er ýmist meðal þeirra efstu eða neðstu og í þetta sinn varð einmitt hið síðarnefnda upp á teningnum. Einni biðskák er ólokið í áskor- Jóhann Hjartarson. endaflokki, en að öllum líkindum verður Ásgeir Ásbjörnsson, SH, efstur, en hann hefur sjö og hálfan vinning og betri biðskák. Fimmtán ára gamall piltur úr TR, Karl Þorsteins, hefur þegar tryggt sér sæti í landsliðsflokki, en hann hefur átta vinninga. Karl vakti mikla athygli fyrir sigur sinn á alþjóðlegu drengjaskákmóti í Puerto Rieo í fyrra og það er greinilegt að mikils má af honum vænta í framtíðinni. Karli tókst þó ekki að tryggja sér sætið fyrr en í síðustu umferð er hann mætti hættulegasta keppinauti sínum, Jóni Torfasyni, sem nú hefur aftur hafið þátttöku í skákmótum eftir nokkurt hlé. Jón stóð betur í hróksendatafli, en með snjallri vörn tókst Karli að halda sínu. Jón hefur sjö og hálfan vinning en röð annarra þátttak- enda varð þessi: 4. Jóhann Þ. Jónsson, TR 6‘/2 v. 5. Magnús Ólafsson, TN 5 v. og biðskák 6. Sigurður Daníelsson, T.Ve 5 v. 7. Björgvin Jónsson, SK 4Vi v. 8.-9. Hannes Ólafsson, SS og Bragi Björnsson, TR 3'k v. 10. Gylfi Þórhallsson, SA 2 v. og 11. Helgi Hauksson, 1 v. Ungur skákmaður úr TR, Árni Á. Árnason sigraði í meistara- flokki. Hann halut 7 '/2 vinning af níu mögulegum. Auk hans vann Magnús Gíslason, SM sér rétt til þátttöku í Áskorendaflokki að ári. Kvennameistari íslands 1980 varð Birna Nordahl, TR. Hún hlaut \'k vinning af 6 mögulegum. Næst varð Áslaug Kristinsdóttir með 3'/2 v., þá Ólöf Þráinsdóttir með 2'k v. og loks Sigurlaug Friðþjófsdóttir með 1 'k v., allar úr TR. í drengjaflokki urðu úrslit þessi: 1. Þröstur Þórsson,' TR Vk vinning af níu mögulegum. 2. Tómas Björnsson, TR 3.-6. Krist- ján Pétursson, Kjós, Erlingur Árnason, SK, Lárus Pétursson, Kjós og Björn Sv. Björnsson, TR allir með 6 v. Lítum nú á úrslitaskákina í landsliðsflokki, úr tíundu umferð á milli þeirra Jóhanns og Helga. Hvítt: Jóhann Hjartarson. TR Svart: Helgi ólafsson, SA Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6,2. c4 - c5, 3. d5 - g6, 4. Rc3 — Bg7, 5. e4 — 0-0. 6. Be2 (Eftir 6. e5 - Re8, 7. f4 - d6 * hefði hvíta peðafylkingin fljótlega verið bútuð sundur) e5, 7. Bg5 — d6. 8. Dd2 - Ra6. 9. H4?! (Eðlilegra framhald gegn hinu sjaldgæfa afbrigði sem Helgi beit- ir er 9. g4 og síðan 10. h3) Rc7.10. Rh3 - a6, 11. al - IIb8. 12. a5 — b5,13. axb6 - Hxb6.14. f3 - Bd7. 15. Rf2 - Db8. 16. Rd3 - Rh5! (Góður leikur sem sýnir glögglega að misráðið var að veikja g3 og f4 reitina) 17. g4 — Rf4,18. Ha2 — h6?! (Svörtum sést yfir skemmtilegt leikbragð hvíts í 20. leik. Rétt var 18... f6 19. Bxf4 - — exf4 og ef hvítur drepur peðið með riddaranum kemur 20... f5! og svartur hefur meira en nægi- legar bætur fyrir peðið) 19. Bxf4 — exf4, 20. e5! (Geysilega öflugur leikur. Hvítur lokar skálínu biskupsins á g7 og rýmir e4 reitinn fyrir riddara) Re8, 21. exd6 — Bd4. 22. Re4 — Be3? (Nauðsynlegt var 22... Rxd6, 23. Rexcö — Bc8 og svartur hefur eitthvert spil fyrir peðið. Nú fær hann hins vegar óteflandi tafl, því að hann tapar nú c5 peðinu án þess að geta drepið á d6) 23. Dc2 — Dc8, 24. Ha5 — f5, 25. Rexc5 — fxg4, 26. Rxd7 - Dxd7, 27. c5 - g3, 28. Bfl — Rxd6 (Ekki verra on hvað annað. Ef svartur víkur .íróknum undan gerir Re5 út um taflið) 29. cxd6 — Bxb6, 30. Hxa6 — He8+. 31. Kdl - Hc8, 32. Re5! - Rf5, 33. Rxd7 - Re3+, 34. Ke2 - Hxc2+. 35. Kd3 - Hh2, 36. Hgl - Rxfl, 37. Hxfl - g2. 38. Hfal - Hhl, 39. Hxb6 - Kg7, 40. Re5 og svartur gafst upp. Nafn 1. 2- 3- 4. 5. 6. 7. T T 10. 11. 12. Vinn. 1. Jóhann Hjartarson. TR 1 'h 1 1 0 'h 1 1 1 1 1 9 2. Helgi Ólafsson, SA o H 0 1 1 'h 'h 1 1 1 1 'h 7 'h 3. Ingvar Ásmundsson, Sm 'h 1 0 1 'h 'h 1 0 'h 'h 1 6 'h 4. Jóhannes G. Jónsson, TR 0 0 1 1 1 'h 'h 'h 0 1 1 6 'h 5. Ásgeir Þ. Árnason, TR 0 0 0 0 1 1 1 1 'h 'h 1 6 6. Haukur Angantýsson, TR 1 'k 'h 0 0 'h 'h 1 'h 'h 'h 5 'h 7. Elvar Guómundsson, TR 'h 'h 'h 'h 0 'h 'h 0 'h 1 1 5 'h 8. Gunnar Gunnarsson, TR 0 0 0 'h 0 'h 'h 1 1 1 'h 5 9. Júlíus Friöjónsson, TN 0 0 1 'h 0 0 1 0 0 1 1 414 10. Björn Þorsteinsson, TR 0 0 'h 1 'h 'h 'h 0 1 0 0 4 11. Benedikt Jónasson, TR 0 0 'h 0 'h 'h 0 0 0 1 1 314 12. Bragi Halldórsson, SM 0 'h 0 0 0 'h 0 'h 0 1 0 214 Segulband fyrir rafhlöður. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 54.560,- Utvarpstæki LB og MB. Aðeins fyrir rafhlöður. Verð kr. 14.217.- Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu og rafmagn. LB, MB og FM. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 134.704.- Hárblásari — 4 Verð kr. 23.323 Segulband fyrir bæði rafhlööur og rafmagn. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 62.240.- Rakvél með 2, 12 blaöa hnífum Verð kr. 48.231.- Plötuspilari með innbyggðum magnara Hátalarar fylgja. Verð kr. 120.215,- heimilistæki hf Morgunhani með LM, MB og FM Gengur alveg hljóðlaust. Verð kr. 37.780.- HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Útvarpstæki LB MB og FM. Bæði fyrir rafhlöður og rafmagn Verð kr. 36.336,- Hárburstasett með 4 fylgihlutum. 800 W. Verð kr. 33.596.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.