Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 13 St. Georgsgildin á íslandi: Gangast fyrir Norð- urlanda móti á íslandi St. Georgsgildin á íslandi standa í sumar fyrir þingi St. Georgsgildanna á Norðurlöndun- um og fer mótið fram dagana 29. júní til 4. júlí og verður haldið á Hótel Loftleiðum. Gert er ráð fyrir um 300 erlendum þátttakendum á þinginu en Norðurlöndin skiptast á um að halda þingin annað hvert ár og annað hvert ár er síðan haldið alþjóðamót og var það á síðasta ári í Bergen. St. Georgs gildin eru samtök gamalla skáta og skátaunnenda og starfa þau einkum að eflingu skáta- starfs og hafa í því sambandi aflað fjár og veitt stuðning skátastarfi í ýmsum löndum. Af öðrum verkefn- um má nefna stuðning við flótta- fólk og ýmis fleiri líknar- og menningarmál. Á þinginu í sumar verða auk umræðna um málefni samstarfs Norðurlandaþjóðanna flutt erindi um ísland og íslenzka menningu, en þingið hefur einu sinni áður verið haldið hérlendis, árið 1970 og sóttu það þá á annað hundrað erlendir gestir. ísland tók fyrst þátt í samstarfi þessu árið 1970 og hafa fulltrúar héðan jafnan setið bæði Norðurlanda- og alþjóðaþing, en nú eru 34 löng í alþjóðasamtökunum. Einn íslendingur var kjörinn í stjórn þeirra á síðasta ári, Björn Stefánsson, varalandsgildismeist- ari. Stjórn St. Georgsgildisins á tslandi. Fremri röð, f.v.: Sigurlaug Árnadóttir ritari. Ragnheiður Finnsdóttir erlendur bréfritari, Hrefna Tynes lands- gildismeistari og Sigriður Axelsdóttir gjaldkeri. Aftari röð, f.v.: Jónas S. Jónsson meðstjórnandi. Hans Jörgensson meðstjórnandi, Björn Stefánsson varalandsgildismeistari og Garðar Fenger, cn hann á sæti i sérstakri fjármálanefnd fyrir þingið. Hafist handa við hjúkrunardeild DAS í Hafnarfirði HAFIST var handa að nýju við jarðvegsfram- kvæmdir vegna byggingar hjúkrunardeildar aldr- aðra við Hrafnistu í Hafn- arfirði í gærdag. Að sögn Péturs Sigurðs- sonar mun þessi deild rúma 75 vistmenn ásamt margs konar þjónustu. Mikið rými er ætlað lækn- um og til endurhæfingar- aðstöðu, þar sem verður m.a. baðaðstaða, sundlaug og æfingasalir. Með tilkomu hjúkrun- ardeildarinnar við dval- arheimilið sem risið er verður hægt að veita full- komna þjónustu íbúum Hrafnistu svo og' íbúum sérhannaðra íbúða sem rísa munu í næsta ná- grenni. Bæklingur á norsku um Island og Jan Mayen UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur gefið út á norsku bækling. sem ber heitið „Island og det gamle Svalbard“, sem fjallar um af- skipti íslendinga af eyjunni Jan Mayen frá upphafi að því er sögulegar heimildir herma. Bæklinginn hefur ritað Sigurð- ur Líndal, prófessor í samvinnu við Helga Þorláksson sagnfræðing og Ólaf Egilsson deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu. Norska þýðingu gerði Odd Didriksen. Þá eru í bæklingnum myndir, sem Freymóður Jóhannsson málaði frá Jan Mayen, svp og fleiri myndir frá heimsókn íslendinga til eyj- unnar. Á forsíðu er mynd af nótu þeirri, sem Jón Þorláksson forsæt- isráðherra sendi dönskum stjórn- völdum 27. júlí 1927, er hann mótmælti því, að Norðmenn eign- uðu sér eyna. Bæklingurinn er 40 blaðsíður. Skilafrestur framlengdur RÍKISSKATTSTJÓRI hefur ákveðið að framlengja áður ákveðna skilafresti skattframtala einstaklinga, sem hafa með hönd- um atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, frá 15. apríl til og með 30. apríl 1980. MAINTENANCI Hamlyn-bók . fytaja haminqiuóskunum! ^rchtedure Roroe Al FOMOBILKS WSSm IUNITE0 STSTIS IgSIBlNES -a mi , ^ Coiourfu ■ SfcsfcCooker v aSRCR Compamon ircasttryiH Snortimi HOIME IM Handbook Látiö Hamlyn-bók fylgja* hamingjuóskunum! Myndin sýnir aðeins örlítið brot af hinum sívinsælu gjafabókum frá Hamlyn útgáf- unni. Hamlyn bækurnar fást í úrvali hjá eftir- töldum bóksölum: Bókabúð Máls og Menningar. Bókaverzlun Snæbjarnar. Bókaverzlun Andrésar Níelssonar, Akranesi. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, ísafirði. Bókaverzlun Jónasar Jóhannssonar, Akureyri. Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar, Húsavík. Bókaverzlun Höskuldar Stefánssonar, Neskaupstað. Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum. Bókabúð Keflavíkur. Tjarnargötu, Hamlyn umboðið Hafnarstræti 4 Reykjavík S:14281.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.