Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 17 Tölvuvædd upplýsingaþjón- usta f yrir f asteignaviðskipti FYRIRTÆKIÐ Upplýs- ingaþjónustan fer í dag af stað með tölvuvædda upp- lýsingaþjónustu fyrir fast- eignaviðskipti. Upplýs- ingaþjónustan mun safna framboðs- og eftirspurnar- upplýsingum um fast- eignamarkaðinn, skráir þær síðan í tölvu sem vinnur úr þeim. Hún skrif- ar síðan söluskrár, kaup- endaskrár og makaskipta skrár, sem ætlaðar eru almenningi. Að sögn Kristjáns Gíslasonar annars tveggja forsvarsmanna fyrirtækisins eru tölvuskrárnar uppfærðar daglega með nýjum upplýsingum um nýjar eignir og seldar eignir teknar út, þannig að útskriftir eru ávallt réttar frá degi til dags. Kristján sagði fasteignasalarnir að það yrðu í myndu Norsk grafík í Norræna húsinu Nú stendur yfir í anddyri og bókasafni Norræna hússins sýn- ing á verkum norska grafík- listamannsjns Dag Arnljot Rödsand. Á sýningunni eru 70 verk. Dag Rödsand fæddist árið 1943 í Svolvær í N-Noregi. Hann stundaði nám við Philadelphia College of Art 1962—66 og við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn 1966—70. Eftir heimkom- una til Lofoten setti hann á fót grafíkverkstæðið Atelier-Lofot- en, síðar nefnt Atelier Vaagan í Svolvær og stjjornaði daglegum rekstri þess til ársins 1977, er hann fluttist til Moss við Óslóar- fjörð. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Svolvær 1966 og hefur frá 1970 haldið margar einkasýningar viðs vegar um Noreg og auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum þar í landi og víðar. Dag Rödsand sækir myndefni sitt að miklu leyti í náttúru N-Noregs. Hann hefur einkum lagt fyrir sig litprent, einnig tréstungu. Hann hefur gefið út Dag Arnljot Rödsand bók „Kaflann um Lofoten úr Norðurlandstrómet Petter Dass, handskrifaðan, handbundinn og myndskreyttan og verður eintak af bókinni til sýnis í bókasafn- inu. Sýningin stendur út aprílmán- uð og er opin daglega virka daga kl. 9—19, sunnudaga kl. 12—19. Hætturnar leynast víða ÞAÐ ERU ekki litlar vegalengd- ir, sem smáfuglar ýmiss konar leggja að baki á ferðum sinum landa á milli. Einmitt um þessar mundir eru farfuglarnir að byrja að hópast hingað til lands mis- munandi langt að komnir, en allir eru þeir jafn velkomnir þessir fallegu sumarboðar. Ekki komast þeir þó allir til fyrir- heitna landsins, ferðin er löng og lýjandi auk þess, sem hætturnar leynast víða. Smáfuglarnir tylla sér gjarnan ofurlitla stund á skip, sem þeir geta átt samleið með um stund, en einnig þar geta hætturnar beðið þeirra. Þannig var það á dögunum er þessi litli spörfugl hvíldi sig um borð í nótaskipinu Haferni á miðunum sunnan við Reykjanes fyrir nokkrum vikum. Hann hafði ekki lengi setið og látið þreytuna líða úr sér þegar smyrill átti leið hjá og einnig hann þarf að lifa. Smáfuglinn átti sér engrar und- ankomu auðið og hans ævi varð öll í kjafti ránfuglsins. Smyrillinn er nokkuð algengur varpfugl á ís- landi og að líkindum sú tegund ránfugla, sem mest er af hér á landi, hann er bæði staðfugl og farfugl. borga kostnaðinn við þessa starf- semi nema hvað viðskiptavinir þyrftu að greiða pappírskostnað- inn eða 300 krónur fyrir hvern útskriftarlista sem þeir þyrftu að nálgast á skrifstofu fyrirtækisins í Síðumúla 32. Hann sagði að ítarlegar viðræður hefðu farið fram milli þeirra og fasteignasal- anna og hefði þar komið fram greinilegur áhugi margra þeirra á þessari starfsemi. Fyrsta hálfa mánuðinn verða listarnir gerðir fasteignasölunum að kostnaðarlausu, þannig að þeir geti áttað sig á gildi þeirra og metið hvort þeir hafa áhuga á að vera með áfram. Það kom ennfremur fram hjá Kristjáni að auk hinna hefð- bundnu úrskriftarlista gætu viðskiptavinir komið og beðið um sérstaka lista, t.d. getur maður sem ætlar að kaupa ákveðið stóra fasteign í ákveðnu hverfi með bílskúr fengið lista yfir allar slíkar fasteignir, sem til sölu eru hjá þeim fasteignasölum, sem taka munu þátt í þessu. Samkvæmt könnun fyrirtækis- ins eru 5—600 fasteignir til sölu á hverjum tíma og árlega seljast um 2000 fasteignir á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Aðspurður um hvort allir fast- eignasalar bæjarins tækju þátt í þessu sagði Kristján að svo væri ekki. Nokkrir teldu sig enn setn komið er ekki hafa neinn hagnað af því að taka þátt í þessari starfsemi. Hann sagði hins vegar að ef fólk tæki þessari þjónustu vel myndu hinir fasteignasalarnir væntanlega koma á eftir. Fegurð úr Hólminum ÞESSI 17 ára yngismær úr Stykkishólmi varð hlutskörp- ust i fegurðarsamkeppni þeirra Vestlendinga. Keppnin fór fram nýlega og er liður í fegurðarsamk. ppni íslands. (Ljósm.: Bæring Cecilsson). Brottfarardagar sumarið 1980: 3. apri'l 18. apríl 9. maí 23. maf 30. maí 13. júní 20. júní 4. júlí 1 1. júlí 25. júlf 1. ágúst 15. ágúst 22. ágúst 5. september 12. september 3. október SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 Rafsuða á sveifarása og öxla Við rafsjóðum málm á illa Traust og varanleg úrbrædda og skemmda viógerð sem getur sveifarása úr bensín- og sparaö stórfé. dieselvélum. VÖNDUÐ VINNA — 30 ÁRA REYNSLA VÉLAVERKSTÆÐI VARAHLUTAVERSLUN Þ.JONSSON & CO. SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SIMAR 84515/84516

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.