Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 vl EP MORÖJKí- MtFINU GRANI GÖSLARI Þú hefur munað að loka hurðinni? tiV/ 3W Þetta verður skemmtileg mynd! Asfalt fyrir 900 milljónir REYKJAVÍKURBORG og Akur- eyrarhær hafa fest kaup á 10 þúsund tonnum af asfalti, sem er að verðmæti um 900 milljónir króna og á að nota þetta asfalt til gatnagerðar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hlutur Reykjavíkur er um 8 þúsund tonn. en Akur- eyrar um 2 þúsund tonn. Kaupin eru gerð við Skeljung, sem var iægstbjóðandi í þessu útboði. Fyrsta skipið með þetta asfalt er þegar á leiðinni með það til Akureyrar. Þetta mun vera í þriðja sinn í röð, sem Skeljungur hreppir þessi viðskipti, en asfalt- kaup hafa verið boðin út um alllangt skeið. COSPER 8265 COSPER Afganginn matbý ég svo á morgun! Hættum að þrátta um keisarans skegg Velvakandi góður. Margir íslendingar, bæði leik- ir og lærðir, hafa nú að undan- förnu gert sig að kjánum, síðan það uppgötvaðist að lítill og sak- laus fiskur, sem loðna nefnist, heldur sig hluta úr áriu við eyjuna Jan Mayen. Þó að Færeyingar væru fyrstir allra manna til að stunda fiskveið- ar sem nokkru næmi, bæði við Jan Mayen, Bjarnarey og Svalbarða, þá hefur enginn verið í nokkrum vafa um það sl. hálfa öld, að þessi lönd eða eyjar tilheyra Noregi. Og ef eyjurnar eru norskar, þá er það grunn sem þær standa á og umlykur þær líka norskt. Það er ekkert nema innantómt blaður, að halda fram hinu gagnstæða. Ég skil vel kommana í þessu máli, því þeirra takmark er ávallt hið sama, eins og allir vita. Það væri þeim ekki lítill ávinningur ef þeir fengju tvær vinaþjóðir í hár saman út af þessu máli. Ég tala nú Sóphus Jón Björnsson, annar af eigendum og starfsmönnum Gljáans sf. Sóphus er hér að blanda bílalakk að óskum viðskiptavina. Mhl RAX- Bílamálun í Haf narfirði NÝLEGA hóf starfsemi sína á Dalshrauni 9 í Ifafnarfirði Bílamálunin Gljáinn sf„ en starfsmenn og eigendur fyrir- tækisins eru feðgarnir Björn H. Guðmundsson og Sóphus Jón Björnsson. Gljáinn sf. tekur að sér að sprauta alla bíla og er um að ræða bæði almálanir og blett- anir. Fyrirtækið er í 100 fer- rrietra húsnæði, og er miðað við að þar sé hægt að fást við fimm bíla í einu. Sóphus Jón Björnsson sagði í viðtali við Mbl. að Gljáinn væri sennilega eina bílamálninga- verkstæðið í Hafnarfirði. Fyrirtækið notar eingöngu Dupont-liti, sem eru blandaðir á staðnum eftir óskum við- skiptavina. „Sjóleiðin til Bagdad“ frumsýnd í Keflavík HJÁ Leikfélagi Keflavíkur hafa staðið yfir æfingar á leikritinu „Sjóleiðin til Bagdad" eftir Jökul Jak- obsson. og er Þórir Steingrímsson leikstjóri. Leikendur eru alls sjö, ásamt aðstandendum sýn- ingarinnar sem eru álíka margir. Leikritið „Sjóleiðin til Bagdad“ var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, og þar að auki hefur það verið sýnt úti á landi. Þetta er annað verk leikfélagsins á þessu leikári, en það fyrsta var „Útkall í klúbbinn“ eftir Hilmar Jónsson. Frumsýning á „Sjóleiðin til Bagdad“ verður í Stapa í Njarðvíkunum hinn 9. apríl. Leikstjóri (fremst til vinstri) ásamt leikurum og starfsfólki sýningarinnar. Myndina tók Sigvaldi Björgvinsson á æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.