Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 _____ _____ ? • Pétur Pétursson fiskar vítaspyrnu gegn Roda JC fyrr á þessu keppnistímabili. Skoraði Pétur s'íðan sjálfur úr spyrnunni. Pétur skoraði mark um helgina, er Feyenoord lagði Haarlem að velli, var það fyrsta mark Péturs í nokkrar vikur. Hann hefur nú skorað 21 mark í hollensku dcildarkeppninni, einu minna en Kees Kist hjá AZ'67 Alkmaar. „Ég er ákveðinn að ná honum“ sagði Pétur í viðtali við Mbl. í gær, sjá nánar texta ... Islenska sundlandsliðið valið fyrir Kalottkeppnina KALOTT sundkeppnin, sem jað- arsvaeði Norðurlanda halda ár- lega, verður nú í ár haldin í Gállevare í Svíþjóð dagana 19. og 20. apríl n.k. Þátttökuþjóðir eru Finnar, Svíar, Norðmenn og íslendingar, sem taka nú þátt í þessari keppni í annað sinn. Landsliðsnefnd SSÍ, hefur val- ið íslenska landsliðið. sem keppir á þessu móti. Er það skipað eftirtöldum einstaklingum: Anna F. Gunnarsd.Ægi 3 landsk. Elín Unnarsd. Ægi 1 landsk. Katrín L. Sveinsd. Ægi 2 landsk. Mágnea Vilhjálmsd. Ægi nýliði Ólöf L. Sigurðard. Self. 5 landsk. Sonja Hreiðarsd. Ægi 7 landsk. Þóranna Héðinsd. Ægi 4 landsk. Halldór Kristiensen. Ægi 3 landsk. Hugi S. Harðars. Self. 4 landsk. Ingi Þ. Jónss. ÍA 3 landsk. Ingólfur Gissurars. IA 3 landsk. Magni Ragnarss. ÍA nýliði Þorsteinn Gunnarss. Ægi nýliði Stjórn SSÍ valdi fararstjórn með landsliðinu til Svíþjóðar, en hana skipa: Örn Geirsson, stjórnarmaður SSÍ, fararstjóri Guðmundur Harðar- son, landsliðsþjálfari, Snorri Magnússon, liðsstjóri (sundþjálf- ari IA) Landsliðsnefnd SSÍ skipa: Erlingur Þ. Jóhannsson, form. Örn Geirsson, Guðmundur Harð- arson. I Kalott keppninni á síðasta ári urðu úrslit stigakeppni mótsins eftirfarandi: Finnland 269.5 Noregur 254.5 Svíþjóð 177.5 ísland 124.5 Aðeins tókst íslendingum að sigra í einni sundgrein þ.e. í 200 m baksundi karla, en þar sigraði Hugi Harðarson. Þátttaka í Meistaramóti Skotlands Dagana 23.-26. apríl fer fram í Edinborg Meistaramót Skotlands í sundi, en það mót er opið til þátttöku fyrir útlendinga. Stjórn SSI hafði fyrr í vetur samþykkt að reyna að styrkja sundfólk til þátttöku í mótum erlendis. Vegna fjárskorts SSI mun það ekki mögulegt. Sundfólkið hefur því ákveðið að afla fjár til fararinnar sjálft og greiða allan kostnað. Það sundfólk sem hefur ákveðið þátttöku í Skoska meistaramótinu eru Selfyssingurinn Hugi Harðar- son, Akurnesingarnir Ingi Þ. Jónsson og Ingólfur Gissurarson, og Ægiringarnir Sonja Hreiðars dóttir, Katrín L. Sveinsdóttir og Þóranna Héðinsdóttir. Með þessu unga og efnilega sundfólki fer landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Harðarson. Fjáröflun SSÍ Að undanförnu hefur stjórn SSI unnið að því að safna styrktarfé- lögum. A næstu dögum mun landsliðsfólk heimsækja styrkt- arfélagana og eru þeir beðnir að taka á móti sundfólkinu af vin- semd og skilningi, um leið og þeim er þakkað rausnarleg framlög. „Er að finna mig aftur“ — OKKUR gekk mjög vel í leik okkar um síðustu helgi á móti Haarlem og sigruðum 2—0. Ég skoraði fyrsta mark Feyenoord með skalla og er það eina mark mitt í nokkurn tíma en vonandi tekst mér að skora i næstu leikjum, sagði Pétur Pétursson cr Mbl. ræddi við hann í gærdag. Ég veiktist í vetur og það hefur setið illa í mér. Ég léttist um ein 5—6 kg og er núna loks að finna mig aftur. Er allur annar maður. í leiknum á móti Ilaarlem lék ég á miðjunni og það á betur við mig en að leika á vinstri vængnum. Við eigum fimm leiki eftir í deildarkeppninni og ætli okkur takist ekki að halda í þriðja sætið. Ég á von á því að AZ vinni mótið í ár. Það er nefnilega gífurlegt álag á Ajax vegna Evrópuleikjanna. — Nú við erum komnir í undan- úrslit í bikarkeppninni og kom- umst vonandi í úrslit. Við leikum á móti Spörtu í undanúrslitunum. Fer fyrri leikurinn fram 16. apríl. Úrslitin í bikarnum verða hins vegar 17. maí. Ég er ákveðinn í því að leika með íslenska landsliðinu þá leiki sem ég verð valinn til að leika og eru í HM-keppninni í sumar sagði Pétur. Feyenoord fer í keppnisferð til Hong Kong og Ástralíu eftir að keppnistímabilinu lýkur hér, að öllum líkindum. Óvíst er hvort ég fer með vegna landsleiksins heima 2. júní á móti Wales. Ég hef sloppið sæmilega frá meiðslum í vetur, en hef samt slæman verk í leggnum á hægra fæti og fer með það til sérfræðings á morgun. Þetta hefur háð mér í nokkurn tíma og ég þarf að fá þetta gott. I lok samtalsins báðum við Pétur að spá um úrslit í leik Ajax og Forest sem fram fer í Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyrnu í kvöld í Englandi. Ajax vinnur sagði Pétur, hollenskum liðum gengur alltaf vel með ensk lið. -þr. Góður sigur Feyenoord og Pétur skoraði mark PÉTUR Pétursson reif sig upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í síðustu vikurnar. Feye- noord vann góðan sigur gegn Haarlem á útivelli, 2—0, og Pétur var meðal markaskorara liðsins, sáu þeir Pétur og Carlo De Lewe um mörkin að þessu sinni. Annars tryggði Ajax enn betur stöðu sína á toppi deildar- innar með góðum og auðveldum sigri gegn Nec Nijmegen. Ruud Krol, Sören Lerby og sjálfsmark tryggðu Ajax stigin tvö. Úrslit leikja í Hollandi um hclgina urðu þessi. AZ’67 Alkmaar — FC Utrechtl—0 Mac Breda — Pec Zwolle 2—1 GAE Deventer — Tvente 1—2 Sparta — Maastricht 1—0 Den Haag — Willem 2 0—0 Ajax — Nec Nijmegen 3—0 Haarlem — Feyenoord 0—2 Vitesse Arnhem — Roda JC 1 — 1 Excelsior — PSV Eindhoven 1—2 AZ’67 Alkmaar er þó aðeins tveimur stigum á eftir Ajax. Alkmaar sigraði Utrecht með marki Kees Kist. Kist hefur þá skorað 22 mörk í hollensku deild- arkeppninni, tveimur meira en Pétur Pétursson. Norðmaðurinn Hallvar Thore- sen hjá Tvente hefur gert mikla lukku meðal Hollendinga í vetur. Hann skoraði sigurmark Tvente gegn Deventer og átti allan heið- urinn af fyrsta markinu sem Ab Gritter skoraði. Gerard Hullegie skoraði eina mark GAE. Staðan í hollensku deildar- keppninni er nú þannig, að Ajax er í efsta sætinu sem fyrr, hefur hlotið 46 stig eftir 29 leiki. Alk- maar er skammt undan, með 44 stig, einnig eftir 29 leiki. Feye- noord hefur 38 stig að loknum 28 leikjum. Sex mörk hjá Hamburger SV EINN leikur fór fram í vestur þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu og það var sannar- lega dagur Hamburger SV, sem skoraði eigi færri en 6 mörk hjá botnliðinu Herthu Berlin, þar af þrjú á síðustu fimm mínútum leiksins, en næstum hclmingur áhorfenda var annað hvort far- inn heim, eða á leið heim. Willy Reiman skoraði tvö fyrir HSV og þeir Hieronymus, Júrgen Mil- ewski, Kevin Keegan og Jakob skoruðu sitt markið hver. En það var mun meira um að vera í bikarkeppninni, er leikirnir í fjórðungsúrslitunum fóru fram. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: Bor. Dortmund — Stuttgart 3—1 Hamburg — FC Köln 1—4 Schalke 04 — Bayeruth 3—1 Kickers Offenb. — Dússeldorf 1—3 Litlu liðin, Hamburg, Bayeruth og Offenbach, sem slógu út Mönchengladbach, Bayern og Hamburger, áttu erfiðara upp- dráttar að þessu sinni, enda leik- vellirnir ekki snjó og ísi lagðir eins og þegar stóru sigrarnir unnust í janúar. Ársþing KKÍ á næstunni ÁRSÞING KKÍ verður hald- ið dagana 26. og 27. april næstkomandi og verður þar vonandi ráðist af krafti á hinar götóttu reglur sam- bandsins svo að endir verði bundinn á flóð kærumála fram og til baka eins og verið hefur í vetur. Þá verður einnig stjórn- arkjör. Óvist er hvort Stefán formaður Ingólfsson gefi kost á sér á nýjan leik, en tilnefningar hafa engar bor- ist frá félögunum. Þróttur . AÐALFUNDUR Knatt- spyrnufélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudag- inn 10. april 1980 kl. 20.30 í félagsheimilinu við Sæviðar- sund. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Þróttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.