Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 29 Pfi0íC0íl1 Útgefandi mbfeífriifo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Hættan eykst í Iran Um páskahelgina þraut Bandaríkjamenn enn þolin- mæði í samskiptum sínum við írani. Sú þvermóðska Khomeinis trúarleiðtoga að neita að afhenda írönsku ríkisstjórninnni bandarísku gíslana 50 hefur svipt Bandaríkjamenn þeirri von, að hagir sendiráðsfólksins kynnu að breytast til batnaðar og leiðir að opnast því til frelsunar. Bandaríkjaforseti hefur brugðist skjótt við og með því að slíta stjórnmálasambandi landanna og banna öll viðskipti við Iran lagt grundvöllinn að því að næsta stig í aðgerðum stjórnar hans verði beiting hervalds til dæmis í því skyni að setja hafnbann á íran. Ákvörðun Khomeinis var ekki aðeins áfall fyrir Bandaríkjamenn. Hún er ekki síður niðurlægjandi fyrir Bani Sadr forseta írans, sem í nýlegum forsetakosningum lá ekki á þeirri skoðun sinni, að þeir, sem halda Bandaríkjamönnunum föngnum skyldu sviptir ránsfeng sínum. Khomeini hefur nú haft þetta sjónarmið að engu og vísar til þess, að þing landsins skuli í lok maí eða byrjun júní taka málið til meðferðar. Svo virðist sem Khomeini telji tilvist gíslanna í höndum þeirra sem nú halda þeim, eina af forsendunum fyrir ægivaldi sínu yfir írönsku þjóðinni. Eða eru það þeir, sem gíslunum halda, sem stjórna íran í raun í gegnum gamla trúarleiðtogann? Gagnráðstafanir Banda- ríkjastjórnar verða vafalaust tilefni til múgæsinga í íran og til þess að fylkja þjóðinni um öfgafyllstu stjórnendur sína. En jafnframt er greinilegt, að stjórn landsins er að molna innan frá. Við landamæri írans í norðri og austri er sovéski herinn í viðbragðsstöðu og grár fyrir járnum eftir hernám Afganistans. Við vestur landamæri Irans fer fram liðssafnaður af hálfu íraka en sambúð þessara nágranna- ríkja hefur hrakað mjög undanfarið og að margra mati skammt í hernaðarátök. Ekki er ólíklegt, að til alvarlegra tíðinda dragi þarna á næstunni. Fyrir þau öfl, sem leynt og ljóst hafa að því stefnt að spilla sambandi írans og Vesturlanda í því skyni að sigla síðan sjálf inn í tómarúmið, virðist stund stórræðanna vera að nálgast. Flóttinn frá Kúbu Frá því á föstudaginn langa hafa þúsundir Kúbumanna leitað hælis í sendiráði Perú í Havana í von um að komast úr landi sínu sem flóttamenn. Meginástæðan fyrir þessum fjöldaflótta á náðir erlends sendiráðs er hörmuleg afkoma manna á Kúbu, atvinnuleysi og léleg uppskera. Þegar slakað var á löggæslu við sendiráðið breyttist það í griðastað þjáðra Kúbumanna, síðan varð fjöldinn svo mikill, að hungur og þorsti hrjáir nú fólkið, sem hverfur þó ekki aftur til síns heima. Fidel Castro leiðtogi kúbanskra kommúnista, sem tekið hefur að sér að vera einskonar málsvari sovéskra hagsmuna í ríkjum þriðja heimsins, þarf líklega ekki að óttast um völd sín og stöðu. Að sið kommúnista hefur hann tryggt aðstöðu sína með þrautskipulagðri leynilög- reglu og herafla, sem þjálfaður er í því að berjast við sína eigin þjóð. Um langan tíma hefur kúbönsku þjóðinni verið framfleytt fyrir fjármagn frá Sovétríkjunum. Sérstök áhersla hefur verið á það lögð að fá til eyjarinnar gesti hvaðanæva að, ekki síst ungmenni, til að leyfa þeim að líta hina sósíalísku dýrð og læra, hvernig henni skyldi náð. Meira að segja héðan frá íslandi hafa menn farið til að taka þátt í „uppbyggingarstarfinu“ á Kúbu og fá tækifæri til að anda að sér byltingarloftinu. Þúsundirnar, sem streymt hafa í sendiráð Perú í Havana um páskana, eru í hróplegri andstöðu við þann sólríka reit sósíalism- ans, sem Kúba áróðursins er. Auðvitað tekst ekki frekar þar en annars staðar að auka velmegun eða hamingju fólksins með kommúnískum eða sósíalískum stjórnar- háttum. 40 ár frá innrás Þjóðverja í Danmörku og Noreg: í DAG, 9. apríl, eru liðin 40 ár frá því Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og Noreg og hertóku löndin. Gerðist það að morgni hins 9. apríl 1940. I báðum löndunum bjó þá fjöldi íslendinga bæði við nám og störf og ræddi Mbl. við fólk er bjó bæði í Noregi og Danmörku á þessum árum og fara frásagnir þeirra hér á eftir. Href na Tynes rif jar upp minningar frá striðsárunum i Noregi — Ég hrökk upp úr fastasvefni — hvað var um að vera — var svefnherbergið fullt af fólki eða var mig enn að dreyma? sagði Hrefna Tynes er hún var spurð um fyrstu viðbrögð morguninn sem Þjóðverjar réðust inn í Noreg 9. apríl 1940. — Ég áttaði mig þó von bráðar og sagði við manninn minn: Við hljótum að fá sérstakar fréttir í dag. Svefnherbergið var fullt af skátum frá Siglufirði, þeir réttu hendurnar í áttina til mín og kölluðu, Hrefna komdu heim. — Furðulegt, kannski boðaði þetta ekki neitt, kannski voru þeir með foreldrafund eða eitthvað þessháttar og vildu að ég væri viðstödd. Sex árum seinna frétti ég að þau ætluðu einmitt að hafa foreldrafund þennan dag, en hættu við það þegar fregnirnar bárust um hernám Noregs. Ég fór að útbúa morgunverð, en maðurinn minn fór upp á loft til að hlusta á morgunfréttirnar. Við vorum nýflutt til þessa staðar sem heitir Örsta, rétt hjá Álasundi og hafði maðurinn minn fengið þar starf sem deildarstjóri við bygg- ingardeild fyrirtækisins Örsta Bruk. Þegar hann kom niður var hann náfölur. Ég spurði hvort honum orðið íllt. Hann svaraði ekki alveg strax, rétt eins og hann ætti erfitt um mál, en sagði síðan: Þjóðverjar tóku Ósló, Þrándheim og Bergen í nótt, það er skollin á styrjöld. Mér fannst hjartað hætta að slá, þetta var svo fjarri okkur — eitthvað svo ótrúlegt. Stríð hjá okkur. Það hafði ekki hvarflað að okkur — þvert á móti, allir voru sammála um að Norður- löndin væru þarna fyrir utan. En ísland spurði ég. Ekkert á það minnst sagði hann. Hrefna sagði að enginn hefði haft matarlyst þennan morgun, maðurinn fór á skrifstofuna og dóttirin 7 ára í skólann, en hún var heima með 3 ára soninn. Eftir 2 tíma kom bóndinn heim aftur með þær fréttir að allt væri stöðvað, bankar lokaðir, öll vinna stöðvuð í bili að minnsta kosti, engum greidd laun og allt í óvissu. Fyrirtækið er hann vann við átti matvörubúð og þar fékk starfsfólkið að taka út á kaupið, en fleira þurfti að greiða, og Hrefna heldur áfram: Fiskur í allar máltíðir — Við eigum bara 9,85 krónur í buddunni sagði ég, varla fyrir mjólk handa börnunum í nokkra daga. Fólki var ráðlagt að hafa tilbúna tösku eða bakpoka með því nauðsynlegasta ef yfirgefa yrði staðinn . En menn reyndu að bjarga sér og við fengum bátskríli til að róa út á fjörðinn til fiskjar. Aflinn var ekki annað en magur sandkoli, stundum smásteinbítur, ýsukríli eða smáþorskur, en síðan þarna hefi ég ekki haft lyst á kola. Við átum fisk svo að segja í allar máltíðir til að drýgja mjölvöruna. Það voru ekki komnir ísskápar þá. Þá sagði Hrefna frá því að manninum hennar var sagt upp störfum og fór þá að aðstoða bónda nokkurn við vorverkin og fékk útsæðiskartöflur fyrir sem þau gátu holað niður hjá nágrönn- unum, en þá vantaði tilbúinn áburð, sem kostaði 25 krónur og hvar átti að fá þær? — Kona nokkur í Sykkylven sendi okkur þá 25 krónur og okkur var hreinasta ráðgáta hvernig á því stóð. Hún hafði verið á kristi- legri samkomu og á bænastund hafði hún fengið boð um að senda okkur þessa peninga. Því var eins og hvíslað að mér, sagði hún við mig seinna. Hún ætlaði ekki að þora það, hún þekkti okkur ekkert, nema hún vissi hvað við hétum. Hún hafði áður fengið svona fyrirmæli, en veigraði sér við að senda okkur peningana þar sem henni fannst við þess konar fólk sem stæði ekki uppi peningalaust, en einmitt þessa stundina vorúm við í neyð og varð þessi kona vinkona mín og er það enn. Síðan rakti Hrefna hvernig fólk hefði farið að snúast í ýmsum hlutum, komið var upp bráða- Hrefna Tynes birgðasjúkrahúsi, konurnar fóru að sauma rúmföt, falda handklæði og prjóna sokka fyrir norsku hermennina, þær fóru á námskeið í hjálp í viðlögum o.fl. Reynt var að halda skólastarfi eðlilegu en mikill tími fór í loftvarnarbyrgin og Hrefna sagði það hafa verið ömurlegan dag þegar ungir menn voru sendir í stríðið og þetta hefði verið erfiður tími fyrir börnin, sérstaklega þegar þau fóru að stálpast. Sprengdu fjóshauginn — Fólk reyndi að bera sig vel og stundum gerðust líka spaugileg atvik og notuðu menn sér það óspart til að svala sér á andstæð- ingunum, svona á bak við tjöldin. Dag nokkurn voru óvenjumargar flugvélar að sveima yfir og fóru marga hringi yfir bæinn. Þetta var óvenjulegt enda fréttum við seinna að hefðu norsku hermenn- irnir ekki gefist upp þá, þá hefði átt að skjóta á það sem til náðist. En skyndilega kveður við spreng- ing og við horfðum á hvar sprengja féll frammi í dalnum. Allir urðu skelkaðir og bjuggust við voðafréttum. Sprengjan féll þá niður í fjóshaug hjá bónda nokkr- um svo að aldrei hefur fyrr eða síðar verið dreift eins vel á túnið. Engan mann sakaði, en skítkast þetta var óspart notað sem grín upp á óvinina, en skítkastið átti eftir að verða alvarlegra og verra þegar frá leið, þótt við vissum það ekki þá. Síðar fluttist fjölskyldan til Sykkylven og sagði Hrefna að þar hefðu öll útvarpstæki verið tekin af fólki og þannig komið í veg fyrir að menn hlustuðu á London. — Tækjunum var safnað saman á vörubíl og voru það útsendarar „valdhafa", sem önnuðust það verk. Síðan var þeim sturtað ofan í lest á skipi, sem lá við bryggjuna og stóru strákarnir í bænum eltu og fylgdust með þessum aðgerð- um. En hvernig gekk að draga fram lífið þegar svo margt vantaði t.d. af almennri matvöru? Aldrei smjör og sjaldan kjöt — Það bar fljótt á skorti á algengustu matvælum og var komið á mjög ströngu skömmtun- arkerfi og má segja að allt hafi verið skammtað nema salt og eldspýtur. Margt var ófáanlegt og sumt um tíma og tíma. Við höfðum t.d. kjötmiða, en kjötið var lúxusvara, sem sjaldan fékkst, ekki einu sinni út á landsbyggð- inni, en við vorum svo heppin mitt í óheppninni að við áttum heima úti á landi og á svæði sem var ekki ýkja þýðingarmikið fyrir Þjóð- verjana. En til að fá einhverja hugmynd um ástandið á þessu sviði get ég getið þess að smjör fékkst aldrei og smjörlíki sjaldan. Við fengum eitthvað sem var kallað margarínolía. Hún var bragðlaus og bjuggum við til svokallað kartöflusmjör, svolitlu af olíunni hrært saman við stóra soðna kartöflu og brauðið smurt með þessu. Ég átti alltaf bágt með að borða þetta og varð hálfóglatt og urðu reyndar allir leiðir á því. En ef maður vildi bragðbæta eitthvað með „þeyttum rjóma“ þá var búið til svokallað „krisekrem": Stór hrá kartafla var rifin út í hálfan lítra af undanrennu og síðan þeytt og 1—2 matskeiðar af sultu látið út í. Mjólkurskammtur- inn fyrir börn að 4—5 ára aldri var 3 pelar á dag, fyrir eldri börn lk lítri og fyrir fullorðna 1 bolli af undanrennu og ef maður fékk nýmjólk í stað undanrennu var klipptur af hjá manni 1 smjör- miði, en það var hvort eð er ekkert smjör að fá svo það skipti engu máli. Fyrir jólin fengum við kg af nautahakki fyrir 4 manna fjöl- skyldu og smábita af einhverju sem kallað var kindapylsa og 300 gr af mögrum mjólkurosti. En þetta versnaði allt eftir því sem á tímann leið og auðvitað stalst maður til að kaupa á bak við tjöldin hvenær sem færi gafst. Hrísgrjón átti ég öll stríðsárin af því að ég notaði aldrei af þeim nema á jólunum, það var matur- inn á aðfangadagskvöld, og síðan áttum við ekki nema 2—3 egg til að baka úr fyrir jólin. Það hljóp því enginn í spik á þessum árum og ekki þurfti að fara í megrun- arkúra eða telja kaloríurnar! Þegar eitthvað sérstakt rak á fjörurnar sagðist Hrefna hafa reynt að deila þvi með öðrum og eitt sinn fékk hún t.d. 4 kótilettur sendar þegar nágrannakona slátr- aði kálfi. Notaði Hrefna sjálf 2 fyrir sig og börnin, sendi manni sínum er var að vinna í Norður Noregi eina og vinkonu sinni í Bergen aðra. — Já, sagði Hrefna, það getur sorfið svo að manni að maður muni alla sína ævi eftir einni kótelettu, eins og þessi vinkona mín, sem gleymir henni víst ekki. Og um fatnaðinn sagði Hrefna tilfinnanlegast að sífellt vantaði skó á börnin sem alltaf stækkuðu upp úr öllum skóm. En því var bjargað eins og öðru. Svo þurfti líka að breyta fötunum eftir því sem þau stækkuðu, flíkunum snúið og vent á alla kanta til að ná gtoðri flík og talaði Hrefna um þessá iðju sem hálfgert sport þegar kannski var búið að breyta sömu flíkinni nokkrum sinnum. En þrátt fyrir þetta var stundað félagslíf og sagði Hrefna það hafa átt drjúgan þátt í því að gera lífið bærilegt. Skátafélagið bannað — Það var starfandi kór, heilsuverndarfélag, blindravina- félag, æskulýðsfélag, skátafélag framan af, en síðar var það bannað. Ástæða þess var sú að nazistar vildu sameina skátafélög- in og sína eigin unghirð eins og þeir kölluðu sitt æskulýðsstarf. En skátahöfðingi Noregs var ekki á sama máli, neitaði að hætta starfi og þar með var hreyfingin orðin andstæð skoðunum „ríkisins" og „hættuleg" æskunni og var hún bönnuð og allt hennar gert upp- tækt og unghirðin var látin hafa blússur KFUM skátanna og þá átti maður erfitt með að þegja. Okkur foringjunum var send við- vörun um að við mættum búast við að verða að mæta fyrir rétti. Og í framhaldi af þessu skrifaði ég undir yfirlýsingu um að ég skyldi ekki halda skátafund, en gerði ég það gæti ég orðið höfðinu styttri einn daginn, svo mikil var refsing- in við hugsanlegu broti. En ég var nú ekki lengi að breyta ýmsu eftir að ég hafði „leyst upp félagið". Það var hvergi minnst á skáta, hvorki í söng né öðru, við breytt- um skátabæninni og okkur var bannað að nota flagg og syngja þjóðsönginn og í þessari mynd dafnaði „félagið" og blómstraði öll stríðsárin. Þannig væri hægt að heyra hjá Hrefnu sífellt fleiri myndir frá ýmsum atburðum stríðsáranna, en að síðustu segir hún: Minningar slíkrar reynslu eru engum öðrum minningum líkar, þó verður að viðurkenna og þakka forsjóninni að maður var aldrei settur í fangabúðir né neinn af mínum nánustu myrtur. Slíkt verður að teljast vel sloppið þó margt væri að. Skilningur á hög- um annarra verður aldrei til án nokkurrar lífsreynslu. Sú reynsla sem við urðum fyrir á þessum árum mótar á ýmsan hátt það sem eftir var ólifað. Lífsviðhorfið verð- ur annað. Maður lítur hærra, skynjar dýpra og sjóndeildar- hringurinn verður víðari. Maður veit að smáatriðin og samskipti manna á milli mynda hið daglega líf en þegar til alvarlegri átaka kemur sést fyrst hvað hinn innri maður hefur að geyma — hvernig andleg orka leysist úr læðingi og megnar það sem venjulega er talið ómögulegt. En enginn skyldi líta framhjá því að þá fyrst verður manni ljós hinn guðlegi þáttur og handleiðsla. Yfir 9. apríl og því tímabili sem á eftir fylgdi hvílir einn af stærstu skuggum mann- kynsins. En skuggar fyrnast eftir því sem tímar líða. Það sem aldrei gleymist eru þau ljósblik af gim- steinum hversdagslífsins sem allt- af blikuðu og skinu í gegnum myrkur ótta og örvæntingar. Oft mættum við minnast orða Björns- ons: Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Einn af stærstu skuggum mann- kynsins hvílir yfir 9. apríl Spjallað við Björn Bjarnason og Erlu Geirsdóttur FJÖLDI íslendinga var við nám í Danmörku á þessum árum ýmist í Kaupmannahöfn eða annars stað- ar í landinu. Meðal þeirra sem þá dvöldust í Kaupmannahöfn voru Erla Geirsdóttir menntaskóla- kennari og Björn Bjarnason rekt- or Menntaskólans við Sund. Féll- ust þau á að greina nokkuð frá dvöl sinni ytra og fyrst segja þau frá viðbrögðum sínum: — Ég vaknaði við hávaða í flugvélum, sagði Björn, fór út að glugga og reyndi að gá að einkenn- ismerkjum vélanna, en gat ekki greint þau, enda var þetta snemma morguns, líklega milli 5 og 6 og sneri glugginn til austurs. Mér fannst ótrúlegt að svo mikill fjöldi véla gæti verið í danska flughernum og datt því í hug þýzkar vélar. Það hvarflaði þó ekki að mér að þær ættu nokkurt erindi til Danmerkur, en hélt að þær væru aðeins á leið yfir landið og þá væntanlega til Noregs. Flugvélarnar ollu mér því ekki frekari áhyggjum og fór ég bara að sofa aftur. Hélt bara áfram að sofa — Ég bjó hjá gyðingakonu og um morguninn vakti hún mig. En við heyrðum bara flugvélagný og vorum engu nær. Ekkert heyrðum við í útvarpi enda kannski engar fréttir þar að hafa, sagði Erla. En þetta hélt ekki vöku fyrir mér frekar en mörgum öðrum og sofnaði ég strax aftur. — Á níunda tímanum hélt ég niður í „Kannibalen", stúdenta- matstofuna í Nörregade, til að borða hafragrautinn, sagði Björn. Var ég þar að því spurður hvort ég hefði heyrt fréttina um að Þjóð- verjar væru búnir að hertaka Danmörku, sem ég svaraði neit- andi. Skömmu síðar fékk ég þó staðfestingu þess og sá fyrsta Þjóðverjann, skítugan og þreytu- legan, sitjandi einan í aftursæti bifreiðar. — Þetta þóttu náttúrlega mikil tíðindi, sögðu þau, og þarna um morguninn söfnuðust margir sam- an á Ráðhústorginu til að reyna að afla frekari frétta. Á auglýs- ingaspjöldum stórblaðanna kom fram, að Þjóðverjar hefðu hertek- ið Danmörku. Allir voru rólegir og furðulegt fannst okkur hversu öruggir og rólegir Þjóðverjarnir virtust vera og áhyggjulausir yfir hlutverki sínu. Þau sögðust lítið hafa orðið vör Erla Geirsdóttir heldur hér á nokkrum bréfanna, sem lentu í ritskoðun og hún fékk ekki fyrr en eftir stríð Ljósm. Emilia. Heyrði f lugvélagný og áleit vélarnar á leið til Noregs við hermenn fyrsta daginn nema hvað sjá mátti kannski einn og einn bíl og herflokka hér og þar um borgina og síðar oft hermenn eina síns liðs á ferli og að jafnaði hefði enginn reynt að gera þeim skráveifu eða angra þá, bara ekki virt þá viðlits. — Gyðingakonan, sem ég bjó bjá, spýtti að -vísu einu sinni á eftir einum þeirra, man ég var, sagði Erla, en við því var ekkert gert, hafi þá nokkur tekið eftir því. Varð þá ekki mjög mikil breyt- ing við komu Þjóðverjanna? — Lengi vel framan af var ekki um miklar breytingar að ræða, sögðu þau. Allir urðu að byrgja gluggana og það var kannski helzta breytingin fyrst í stað. Ekki mátti sjást ljósglæta úti við eftir að dimmt var orðið. En menn voru á ferli á kvöldin eftir sem áður, en komu kannski fyrr heim en ella. Fólk tók myrkvuninni illa, það var bæði erfitt að fá allan þennan svarta pappír sem þurfti til að byrgja gluggana almennilega og oft gat líka verið þreytandi að ferðast um eftir myrkur, en menn höfðu hvít armbindi svo að þeir sæjust betur. En menn vöndust þessu fljótt. — En búðum var ekki lokað og menn þurftu ekki að líða skort, að minnsta kosti ekki fyrstu árin. Sumir hömstruðu að vísu af ótta við vöruskort, en við urðum lítið vör við stórbreytingar. Einhver órói kom uþp stöku sinnum, en um verulega andstöðu virtist ekki að ræða í fyrstu og Þjóðverjarnir voru nokkuð öruggir um sig. Björn kvaðst hafa ætlað heim til Islands þarna um vorið í maí, með næstu ferð Gullfoss, en af því hafi náttúrlega ekki orðið. Innrás- in hefði komið gjörsamlega á óvart, jafnvel þótt stjórnvöld hefðu haft pata af henni áður, enda hefur hún áreiðanlega ekki verið undirbúin á einni nóttu. Voru Islendingar mikið saman á þessum árum? — Já, við héldum mjög vel hópinn þennan vetur og vor og reyndar öll stríðsárin og hefur kannski aldrei verið eins líflegt félagsstarf meðal íslendinga í Kaupmannahöfn og á þessum ár- um. Islendingar voru víðar um landið og brátt var farið að kanna möguleika á heimferð og töldu margir heima að við ættum að reyna að snúa heim. Margir voru kannski á báðum áttum, en þarna voru flestir í námi og af þeim sem voru í miðju námi sneru fáir heim, enda viðbúið að þá myndi því aldrei verða lokið. Þeir sem höfðu lokið námi reyndu náttúrlega að komast eftir einhverjum leiðum og var Petsamó-förin þar frægust. En hvernig fór með náms- og uppihaldskostnaðinn? — Sendiráðið tók að sér ákveðna fyrirgreiðslu fyrir þá Islendinga, sem voru við nám og fengum við fyrst í stað 150 danskar krónur mánaðarlega, sem þótti ágætt, en varð auðvitað að nota sparlega. Þetta var gert þar sem engar yfirfærslur var að fá frá Islandi. Andvirði þessara 150 króna átti að greiða hér heima, en líklega var aldrei gengið mjög stíft á eftir þeim endurgreiðslum. Órói við viss tækifæri Urðuð þið sjálf ekki fyrir nein- um óþægindum á þessum árum? — Það getur varla heitið, við lentum stundum í „rassíum", eins konar eftirliti, en það kom aldrei að ráði við okkur. Segja má að aðalandstaðan við innrásina hafi verið á Suður-Jótlandi, þar var barist stutta stund og veitt mót- spyrna. Annars staðar í landinu var lítið um átök. En átök fóru fljótt vaxandi, fyrst hægt, síðan í æ stærri stíl, en við urðum samdauna þessu með árunum. Fyrst í stað var ekki að sjá miklar breytingar, en smám saman fær- ist harkan í aukana og meira fer að bera á hermönnunum, farið er að vinna skemmdarverk á járn- brautum og verksmiðjum, sem unnu fyrir Þjóðverja. Órói skapast við ákveðin tækifæri, t.d. þegar danska flotanum var sökkt og danski herinn var leystur upp. Menn tóku líka upp á því ósjálf- rátt að ferðast með gætni og forðast hættulega staði og þar sem átök höfðu átt sér stað milli Þjóðverja og Dana. Einu sinni urðum við vitni þess að maður var skotinn niður úti á götu. Okkur var strax ráðið frá því að gera nokkuð þegar við ætluðum að kalla á lækni. Reyndum við að forðast þennan stað næstu dag- ana. — En það var eins og stríðið þjappaði mönnum saman, öllum þótti sjálfsagt að sýna hjálpsemi þar sem því var við komið og miklu meira bar á alls kyns samheldni en áður. Þetta kom æ betur í ljós eftir því sem leið á stríðið og menn tóku að þreytast, enda var þá líka farið að bera á vöruskorti, sérstaklega fatnaði, en einnig ýmsum matvörum. Tvö bréf á ári En hvernig var háttað sam- bandinu við ísland? — Það var lítið um það, en við reyndum að sjálfsögðu að skrifa og ættingjarnir heima sendu líka bréf. En það var allt undir eftirliti og skilyrðum háð. Bréf sem send voru fyrir milligöngu Rauða krossins máttu ekki vera nema 25 orð og takmörkuðust að því að okkur minnir við tvö bréf á ári, svo það fengust ekki miklar fréttir þá leiðina. Bréfasendingar tóku líka fleiri vikur og mánuði og jafnvel ár. En ef eitthváð stórmál var á ferðinni gat sendiráðið komið fréttum á milli. En síðan lukuð þið námi og sneruð heim strax eftir stríð? — Já, við lukum námi fyrri hluta árs 1945. Við lærðum margt á þessum árum og búum yfir reynslu, sem dýrmætt er að eiga. En hefðum við vitað hvað árin yrðu mörg hefðum við kannski reynt að komast heim í upphafi, þó efumst við bæði, sögðu þau Erla Geirsdóttir og Björn Bjarna- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.