Morgunblaðið - 17.02.1981, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.02.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 37 ófrágengnar eru í Húnavatnssýslu frá Hrútafjarðará austur á Vatnsskarð, en það var áætlað á verðlagi í ágúst sl. sumar að það mundi kosta um kr. 6 milljarða gkr. og að auki væri hægt að byggja upp alla aðra þjóðvegi í sýslunni, en á verðlagi í ágúst sl. sumar var þá áætlað að það mundi kosta um 5 milljarða króna. Við hér á Blönduósi höfum verið að reyna að byggja hér höfn undanfarin ár. Nú hefur fengist frumhönnun og kostnaður svona lauslega áætlaður á Páls vísu fjórðungur úr togaraverði. Allir þingmenn okkar kjördæmis lögðust á eitt og gátu herjað út 62 milljónir gkr. í þessa höfn á fjárlögum fyrir árið 1981. Ég læt Páli svo eftir að reikna hve mörg prósent það eru af þessum 12—14 milljörðum gkróna sem hann talar svo gáleysislega um. Þingmaðurinn kallar okkur „kappsama skapvarga" og áfram- gengna gapa sem viljum Blöndu- virkjun. Við viljum hana vegna þess að hún er ódýrasti virkjunar- kosturinn, hún er utan eldvirkra svæða landsins þar sem nær engin jarðskjálftahætta er, og hún hem- ur Blöndu. í Langadal græðum við mikið land. Við fáum góðan veg fram í dalina og inná heiðar og virkjuninn skapar mikla vinnu og færir nýtt líf inn í héraðið. Það er nauðsyn að fá svona aflgjafa inn í þetta hérað og kjördæmi. Árið 1888 voru íbúar í Húnavatnssýslu 3891 en þá voru liðlega 69 þúsund íbúar Jón ísberg á landinu öllu. Árið 1961 eru íbúar 3767 og nú um 4100 en nú eru íbúar landsins orðnir um 230 þúsund. Þessar tölur tala sínu máli. Auðvitað vilja allir fá þessa gull- kistu, sem virkjun er, til sín. Austfirðingar vinna að sínum mál- um og einnig sunnanmenn að sínum hagsmunum. Þetta er eðli- legt og þeir eru menn að meiri fyrir. Okkar ólán er það, að einn af þingmönnum okkar, maðurinn sem á að vera í broddi fylkingar til baráttu fyrir framförum í kjör- dæminu snýr öfugt í sókninni. Þegar aðrir snúa fram, snýr hann aftur og heggur sina menn í stað þess að snúa sér að verkefnum framtíðarinnar og leysa þau. En auðvitað hefur virkjunin galla, og sá helsti er að mikið og gott land fer undir vatn, en verðum við ekki alltaf að vega og meta það sem við fáum og það sem við verðum að láta í staðinn. Gamlir Reykvíkingar muna eftir túnunum í Háteigi og Reykjahlíð svo eitt- hvað sé nefnt. Hvernig er nú með Korpúlfsstaði og Blikastaði? Svona mætti lengi telja. Auðvitað viður- kenna allir að við verðum að nota landið undir hús okkar og götur. Það sama gildir um virkjanir. Þarna fer gott sauðfjárland undir vatn, en nú er þjóðin bara ekki eins háð sauðkindinni eins og áður fyrr. Þótt hún hafi fætt og klætt þjóðina á undanförnum öldum þá hefir hún líka leikið landið grátt. Fyrir nokkru síðan birtust einmitt mynd- ir í Tímanum sem sýndu muninn á landi á Auðkúluheiði, sem beitt hafði verið og sem var friðað. Ef Páll er sá náttúruverndarmaður sem hann segist vera, ætti hann að hugleiða þessar staðreyndir. Annars ætla ég að eftirláta öðrum að draga fram kosti virkjun- arinnar og galla en vekja vil ég athygli á mönnum eins og Páli á Höllustöðum, sem segir: Ég vil hugsa um landið og ég vil ekki peninga, það á ekki að virkja heldur að lofa blessuðum skepnun- um að bíta grasið og ef þið viljið virkja þá skulu þið gera það eins og ég vil, þótt það kosti aukalega um 50—100 þúsund gkr. á hvert mannsbarn í landinu, ef þið viljið ekki fórna þessu smáræði fyrir mig og mína líka þá kostar það ófrið. Ég veit ekki hvort millifyrir- sagnir í grein Páls eru hans eða Tímans, en ein hljóðar svo: „Hvort vilja menn nú frið eða ófrið." Auðvitað viljum við öll frið en hann getur líka verið of dýru verði keyptur. Páll ásamt fleirum setur okkur lög og leikreglur um dagleg samskipti okkar. Ein af þessum leikreglum er að láta borgarana skera úr þrætum í kosningum í stað þess að beita hnefaréttinum. Ég vil nú skora á Pál ef hann heykist á því að standa við tilboð sitt að samþykkja hlut Blönduós- hrepps í grónu landi Auðkúluheið- ar, sem sárabætur til Svínavatns- hrepps, þá að stuðla að því að alménn atkvæðagreiðsla allra kjós- enda, í þessum þremur hreppum fari fram og úrslit birt úr hverjum hreppi fyrir sig. Ef hann sigrar hefir hann efni á að skrifa aðra grein í svipuðum dúr og þá sem birtist 5. þ.m. Ef hann tapar, þá að beygja sig fyrir vilja meirihlutans og hætt að berjast gegn þessu eina mesta hagsmunamáli kjördæmis hans og raunar alls Norðurlands. Ég held að það sé ekki við hæfi alþingismanna, a.m.k. ekki þing- manna úr flokki Páls, að hóta ofbeldi. Upphlaupsmenn og öfga- menn hafa alltaf verið og verða vafalaust alltaf til, en réttarríki byggist á því að þeim sé haldið í skefjum. Ef fámennur hópur gríp- ur til ofbeldisaðgerða getur hann unnið hervirki í fyrstu, en er dæmdur til þess að tapa og það oft með meiri niðurlægingu en efni stóðu upphaflega til. Þetta sýnir sagan okkur og þetta er bara lífið sjálft. Grunnvara allt árið í stað skammtíma tilboða vam verð Lækkað verð á mörgum helstu neysluvörum Nú er að byrja nýtt fyrirkomulag með afsláttar- og tilboðsvörur, sem leiða mun til varanlegrar lækkunar vöruverðs í matvöru- ✓ búðunum. I þeim stóra hópi, sem mynda Grunnvöruna, en þannig eru þær einkenndar í búðunum, eru margar helstu neysluvörur, sem hvert heimili þarfnast svo sem hveiti, sykur, grænmeti, ávextir og þvottaefni. Þessi nýbreytni mun fela í sér umtalsverða lækkun á matar- reikningum þeirra, sem við kaup- félagsbúðimar skipta, félags- menn sem og annarra jafnt. Það býður engin önnur verslun Gmnnvöm á gmnnverði. $ Kaupfélagið AUGLYSINGASTOFA SAMBANOSINS Korktöflur í kvenstæröum Yfirleður, ekta skinn með skinnfóöruðum korkinn- leggjum. Sérlega léttar. Teg.: Myra Litir: Blátt og rautt leóur Verft: 137,20 Brúnt rúakinn. Verö: 99.70 Póstsendum samdæg- urs sími 18519. UNIVERSAL miðflóttaaflsdælur með bensínmótor Sk|öt og örugg vifrgeröarþlónusta GlSLI J. JOHNSEN HF IfrN SmM|uv*ei 8 - S4mé 73111 Mnbtb í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERO AÐALSTRETI 6 SfMAR: 17IS2- 1735A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.