Morgunblaðið - 17.03.1981, Qupperneq 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
Ef ldur seiður til höf uðs
Gísla Súrssyni
- Kvikmyndun „Útlagans64 hafin
/
Leikstjóri og höfundur
handrits:
Ájfúst Guómundsson.
Seiðkarlinn
Þorgrímur nef
„Við erum hér á fyrsta degi
kvikmyndunarinnar, en alls ger-
um við ráð fyrir átta dögum til
myndatöku í vetrarveðri," sagði
Ágúst, er hann gaf sér tíma til að
spjalla við okkur á meðan gert
var stutt hlé á myndatökunni.
„Siðan verður eiginlega frí frá
myndatöku fram í maí,“ sagði
Ágúst ennfremur, „en þá verða
tekin nokkur inniatriði. Megin-
hluti kvimyndunarinnar fer síðan
fram í sumar, en stefnt er að því
að frumsýning geti orðið snemma
á næsta ári.“
Ágúst sagði, að það atriði sem
unnið var að í Krýsuvík, væri
Um helgina var byrjað að kvikmynda
Gísla sögu Súrssonar, eða „Útlagann"
eins og myndin mun að öllum líkindum
nefnast. Það er fyrirtækið ísfilm hf. sem
að kvikmynduninni stendur, en fyrsta
kvikmynd þess var Land og synir, sem
enn er verið að sýna við mikla aðsókn.
Morgunblaðsmenn voru á ferð í Krýsuvík
á sunnudaginn, þar sem fyrstu mynda-
tökurnar fóru fram, og Ágúst Guð-
mundsson leikstjóri skýrði fyrir blaða-
mönnum það sem um var að vera.
Grein: Anders Hansen
Myndir: Kristján Einarsson
seiður sá er seiðkarlinn Þorgrím-
ur nef á Nefsstöðum í Haukadal í
Dýrafirði efldi gegn banamanni
Þorgríms goða. Sá var Gísli
Súrsson, sem raunar kemur ekki í
ljós fyrr en síðar.
Atgangurinn við seið Þorgríms
var all tilkomumikill, og auðvelt
að láta hugann reika aftur til
tíundu aldar, er atburðir sem
þessir voru trúlega algengari en
nú er. „Við vitum raunverulega
lítið um hvernig svona seiður var
efldur," sagði Ágúst, „en við
byggjum á frásögninni í sögunni
sjálfri, og svo á því sem vitað er
um svipaða hluti hjá frumstæð-
um þjóðum. Áskell Másson fann
þennan „rythma" eða takt sem
við notum, og síðan er farið með
óskiljanlega þulu, sem gerð var
sérstaklega fyrir þetta tækifæri!
Það þótti annars varla við hæfi á
þessum tíma að karlar efldu seið,
heldur voru það einkum konur er
við slíkt fengust. í og með af þeim
sökum látum við Þorgrím nef
klæðast kvenfatnaði, eins og til
að undirstrika þessa skoðun. En í
Gíslasögu er sagt að seiðurinn
hafi verið efldur með öllum þeim
krafti er Þorgrími var möguleg-
ur, eða með „ergi og skelmisskap"
svo notað sé orðalag sögunnar
sjálfrar."
Saumastofa
fyrir myndina
„Nei, það er ekki svo auðvelt að
Þorgrímur nef seiðir seið sinn með miklum tilþrifum. Hann stendur á palli
þöktum nauts- og hrosshúðum yfir bullandi hvernum. borgrím leikur Björn
Einarsson rafmagnstæknifræðingur, en aðstoðarmanninn, sem er til vinstri,
leikur Hilmar Hauksson.
fá lánaða búninga í þessa mynd
frá öðrum, til dæmis úr kvik-
myndun Snorra Sturlusonar,"
segir Ágúst. „Ástæða þess er sú,
að mikill munur er á búningum
þeim er hér voru notaðir á tíundu
öld, og svo á þeim er Sturlungar
klæddust á 13. öld, er evrópskra
áhrifa í klæðaburði gætti mun
meir en fyrr á öldum.
Það hefur því verið mikil vinna
í gerð búninganna, og má til
dæmis nefna, að við höfum haft
saumastofu í gangi frá áramót-
um, þar sem fjórar konur vinna
að gerð búninganna. Þá hafa sex
manns unnið að leikmyndagerð,
svo margt er á döfinni annað en
kvikmyndatakan ein. Varðandi
búningana er hins vegar rétt að
taka það fram, að þeir búningar
er sjást hér við seiðinn eru alls
ekki dæmigerðir fyrir þá búninga
sem fólk í myndinni mun klæð-
ast.“
Séð yfir kvosina þar sem seiðurinn var magnaður af Þorgrimi nef og hyski hans. Það var undarleg
tilfinning að ganga yfir fjallsöxlina og sjá skyndilega og heyra galdrahyski fremja fjölkynngi sína, líkt og
að sjá aftur í fortíðina um nokkrar aldir.
Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður gerir klárt fyrir næstu upptöku. Seiðkonur og karlar biða
átekta.
Sjá hér hve
illan endi...
Ur Gísla sögu Súrssonar
Seiðkarlinum Þorgrími nefi er svo lýst í Gísla sögu
Súrssonar:
„Maður hét Þorgrímr ok var kallaðr nef. Hann bjó
á Nefsstöðum fyrir innan Haukadalsá. Ilann var fullr
af gerningum ok fjölkynngi ok var seiðskratti, sem
mestr mátti verða.“
Seið þeim. er Þorgrímur seiddi til höfuðs Gísla, er
hins vegar svo lýst í sögunni:
„Þat er næst til tíðenda, að Börkr kaupir at
Þorgrími nef, at hann seiddi seið, at þeim manni yrði
ekki at björg, er Þorgrím (goða) hefði vegit, þó at
menn vildi duga honum. Oxi níu vetra gamall var
honum gefinn til þess. Nú flytr Þorgrimr fram
seiðinn ok veitir sér umbúð eftir venju sinni ok gerir
sér hjall, ok fremr hann þetta fjölkynngiliga með allri
ergi ok skclmisskap.1*
Þorgrímur nef átti sér systur, Auðbjörgu að nafni,
og var hún ekki síður fjölkunnug en hann. Svoíeild
lýsing er í Gísla sögu á gjörningum eí hún framdi:
„Kerling fær ekki sofnat um tóttina, svá var henni
bimbult. Veðr var kalt úti ok logn ok heiðríkt. Hon
gengr nökkurum sinnum andsælis um húsin ok viðrar
í allar ættir ok setr upp nasarnar. En við þessa
hennar meðferð þá tók veðrit að skipast, ok hleypr
snæskriða á bæ Bergs, ok fá þar tólf menn bana. ok
sér enn merki jarðfallsins í dag.“
Varla var von til þess að menn létu slíkt
galdrahyski afskiptalaust, en segir svo frá því hver
endalok systkinanna urðu:
„En er Börkr frétti þessi fákynstr, þá ferr hann
upp á Annmarkastaði ok lætr taka Auðbjörgu ok ferr
með hana út á Saltnes ok berr hana grjóti í hel. Ok er
þetta er liðit, ferr Gísli heiman ok kemr á Nefsstaði ok
tekr Þorgrím nef höndum ok færir á Saltnes, ok er
dreginn belgr á höfuð honum ok er barðr grjóti til
bana ok er kasaðr hjá systur sinni, á hryggnum milli
Haukadals ok Meðaldals.“