Morgunblaðið - 17.03.1981, Qupperneq 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
COSPER
VitiA þér ekki að þaA er ekki
siAaAra manna háttur aA standa
glápandi á fólk?
Með
morgnnkaffinu
0»f þegar liA Tottcnham ok
Leeds gerAu jafntefli, var ég
skyndileKa orAin 2 miiljónum
ríkari. kallfauskur!
HÖGNI HREKKVÍSI
„fmtM 0 L'bfiM mtiH 'I Ún >!"
Og hvers vegna skyldi
flugið vera undanskilið?
Kristinn skrifar:
„Velvakandi:
I dálkum þínum hinn 7. þ.m.
birtust skrif um flugmál, sem
mér fannst einkennast af helzt
til miklum anda einokunar og
hagsmunum þess aðila, sem til
þessa hefur haft allar flugsam-
göngur á hendi fyrir íslendinga.
Mér fannst einnig stinga
nokkuð í stúf málflutningur
þessa verkamanns, þegar hann
ákallar ASÍ og Verkamanna-
sambandið til hjálpar, og segir,
að „gerð sé aðför að verkalýðs-
félögum og atvinnuöryggi í land-
inu“ ef erlendum flugfélögum sé
leyft að bjóða upp á betri kjör en
Flugleiðir virðast geta!
Og það er óþarft að vitna til
ummæla 'einhvers af núverandi
forsvarsmönnum Flugleiða í
þessu máli. Forsvarsmenn þess
félags virðast helzt vilja koma á
samkeppnishömlum í flugi, svo
að landsmenn eigi engra kosta
völ í þeim efnum.
Ég veit ekki til þess, að
verkamenn eigi mikið á hættu,
þótt aðrir fljúgi hingað til lands
samhliða Flugleiðum. Þeir
verkamenn, sem vinna við flug-
starfsemi á Keflavíkurflugvelli,
en þangað koma allar erlendar
vélar, myndu einskis í missa, eða
aðrir þeir, sem tilheyra verka-
lýðsfélögum. Það þarf að af-
greiða allar flugvélar og ferma
og afferma, og slík vinna er öll í
höndum Flugleiða sjálfra. Svo er
einokunaraðstöðu Flugleiða
fyrir að þakka (eða kenna).
Þeir einu, sem hugsanlega
gætu misst spón úr aski sínum,
ef svo ólíklega vill til, að Flugl-
eiðir hættu að sinna farþegafl-
ugi sínu til Norðurlanda eða
Englands, vegna leiguflugferða
erlendra flugvéla (sem auðvitað
er fjarstæða) eru flugmenn. —
En Jæir eru ekki innan vébanda
ASÍ eða Verkamannasambands-
ins — eða hvað?
Sannleikurinn er sá, að ef
eitthvað er, þá er það til mikilla
hagsbóta fyrir alla landsmenn,
ekki sízt þá er lægri laun hafa,
svo og lífeyrisþega, að til skuli
vera hér aðilar, svo sem innlend-
ar ferðaskrifstofur, sem hafa
dug og þor til þess að láta reyna
á það, hvort aðeins einum aðila á
að haldast uppi að einoka þær
samgöngur, sem við höfum nú
einar, þ.e.a.s. flugið.
Ég sem hefi verið verkamaður
og sjómaður mestan hluta ævi
minnar fagna þvi framtaki, sem
ferðaskrifstofur sýna með því að
semja við aðra en þann aðila,
sem augsýnilega er ekki sam-
keppnisfær um hagstæð kjör á
ferðum til og frá landinu. — Að
þessu hlaut að koma. — Hver og
einn getur litið í eigin barm,
hvort hann myndi ekki taka
lægsta tilboði.
Þjóðernisrembingur og föður-
landsást kemur þar hvergi við
sögu. Islendingar ættu umfram
allt að standa saman um sam-
keppni á öllum sviðum viðskipta.
Hún er neytendum hagstæðust.
Og hvers vegna skyldi flugið
vera undanskilið?
Þá gengju
mörg fyrir-
tækin betur
Snorri Jónsson skrifar:
„Undrandi varð ég við lestur
Morgunblaðsins 24. febrúar þegar
ég las greinina um sóðaskap á
vinnustað Jósafats Hinrikssonar.
Ég var svo heppinn að vera
spíssari (kyndari) á togaranum
Neptúnusi þegar Jósafat kom
þangað til starfa og var ég undir
hans góðu stjórn í rúm tvö ár. Ég
fullyrði að vélarrúm skipsins og
allt annað, sem honum við kom
um borð var til mikillar fyrir-
myndar hvar sem á var litið, hvort
sem var fyrir framan eða á bakvið
dælur og mótora því hann var ekki
fyrir augað. Hann vildi hafa allt
hreint hjá sér og vann hann mikið
að því sjálfur og dró ekkert af sér.
Jósafat var sivinnandi og færi
betur ef allir væru eins, sem vinna
hjá öðrum, þá gengju mörg fyrir-
tækin betur í dag.
Skil ég ekki skrif fréttamanns
Þjóðviljans, sem er að skíta út
vinnustað Jósafats Hinrikssonar,
öðruvísi en öfundsýki af því að
hann hefur komið sér svo vel
Snorri Jónsson
áfram með dugnaði sínum og
reglusemi í hvívetna ásamt sínu
þekkta áræði.
Mér þótti vænt um að Lúðvik
Jósefsson skyldi fara til Jósafats
þar sem hann er búinn að þekkja
hann í tugi ára.
Ég vona og bið að vinur minn
Jósafat eigi áfram eftir að verða
landi og þjóð til gæfu og farsældar
eins og hann hefur verið hingað
til.
Að síðustu óska ég honum til
hamingju með fyrirtækið og að
það megi blómstra í framtíðinni."
Þeir munu
falla einn
af öðrum
V.S. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Þó að 12.000 af íbúum höfuð-
borgarinnar hafi skrifað sig á
undirskriftalista og mótmælt
þannig skrefa-skattinum marg-
umtalaða, er ekki að sjá að
simamálaráðherra hafi skilið
ábendinguna eða tekið tillit til
þeirra, sem þar rituðu nöfn sín,
enda eru þeir þingmenn, sem
sitja á Alþingi á atkvæðum
landsbyggðarinnar, hræddir við
atkvæðatap.
Eitt er þó víst, að á bak við
þessar 12.000 undirskriftir eru
a.m.k. önnur 12.000 til viðbótar,
sem ekki fengu tækifæri til að
skrifa sig á þessa lista vegna
veikinda eða af öðrum ástæðum.
Allt þetta fólk, og þar á meðal ég
sjálfur, mun svo sannarlega
hugsa til þeirra sem ætla að
svíkja Reykvíkinga og nágranna
þeirra þegar þar að kemur. í
næstu kosningum munu þeir sjá
sæng sína upp reidda og þeir
munu falla einn af öðrum.
Virðingarfyllst."