Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 12

Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 AAstandfndur MorAsins á Marat Kennsluleik- rit um háska LoikfólaK Vestmannaeyja: FYRSTA ÖNGSTRÆTI TIL HÆGRI Eftir Örn Bjarnason. Leikstjóri: SigurKeir SchevinK- Fyrsta Öngstræti til hægri var frumsýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar 1978, en sýning Leikfélags Vestmannaeyja er sú fyrsta á höfuðborgarsvæðinu. Félagi í AA skrifar í leikskrá um Fyrsta Öngstræti til hægri: „I leikriti Arnar Bjarnasonar, Fyrsta Öngstræti til hægri, birt- ist okkur í allri sinni nekt örvæntingin, einmanakenndin og vonleysið sem fylgir ofneyslu áfengis. Konurnar Anna og María eru eins og við allar að leita að ást og lífshamingju, en eins og Anna segir við Maríu: „Þú finnur aldrei neina lífshamingju í brennivíni og dópi.““ Frá því er einnig skýrt í leikskrá að Örn Bjarnason hafi setið vð hirð Bakkusar konungs, nefndur trúbador á þeim árum, og hann byggi verk sín á þeirri reynslu. Örn hefur auk Fyrsta Öngstrætis til hægri samið út- varpsleikritið Biðstöð 13 (1977), en það gerist á afvötnunarstöð fyrir drykkjumenn. Fyrsta Öngstræti til hægri er kennsluleikrit um háska þess lífs sem lifað er með brennivíni og lyfjum á flótta undan veruleik- anum eða því sem vaninn er að Morðið á Marat Þýðing: Árni Björnsson. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd. Grétar Reynisson. Búningar: Grétar Reynisson, Anna Jóna Jónsdóttir. Tónlist: Eggert Þorleifsson. Lýsing: Ólafur örn Thoroddsen, Hallmar Sigurðsson. Taeknimaður: Ólafur Örn Thor- oddsen. Viðba>tur við þýðingu: Þórarinn Eldjárn. Karl Agúst Úlfsson. Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands, Lindarbæ. Útskriftarnemendur Leiklistar- skóla íslands ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í loka- verkefni sínu. Leikritið Marat/ Sade eða eins og verkið heitir raunverulega Die Verfolgung und Ermordung Jean Paul Marats Dargestellt durch die Schauspiel- gruppe des Hospizes zu Charenton unter Anleitung des Ilerrn de Sade er ekki beint þægilegt við- fangs. Bæði er bygging þess flókin og þess eðlis að gerir kröfu til mikils aga eigi sýning verksins ekki að flosna upp í sundurlaus atriði. Svo og krefst textinn mikils þar sem fremur er um að ræða eintöl, nokkurskonar yfirlýsingar hinna ýmsu fulltrúa Frönsku bylt- ingarinnar en eiginleg samtöl (nema helst milli Marat og Sade). Þennan texta verður að styðja með ríkulegri notkun hins fullkomnasta leikbúnaðar sem nemendaleikhúsið ræður ekki yfir nema að takmörk- uðu leyti. Fjölmenni þyrfti og helst að vera til staðar á sviðinu til að ná fram hinni réttu stemmningu. Þar sem framangreind atriði skortir hjá Nemendaleikhúsinu kemur í hlut leikstjórans að nýta aðstöðuna til hins ýtrasta. Hallmar Sigurðs- son virðist mér hafa þá næmni og dómgreind til að bera að skilja takmarkanir hins fámenna leik- hóps og vandamál hins þunga texta. Árangurinn er all heilsteypt leiksýning, en því miður gefur hún aðeins hluta leikhópsins tækifæri til átakamikillar túlkunar. Hvað varðar skilning leikstjór- ans á textanum þá sýnist mér hann mjög í anda þess sem Weiss hefur látið hafa eftir sér um verkið. Marat/Sade byggir mjög á „ver- fremdungseffekt" eða framand- leikaáhrifum í anda meistara Brechts. Þannig eru leikhúsgestir leiddir á sýningu á verki Marquis de Sade um Marat í boði Coulmier forstjóra Charenton geðsjúkra- hússins, leikendur eru sjúklingar hælisins, leikstjóri Sade, þetta ger- ist 1808. Atburðir þeir sem Sade tekur fyrir í verkinu gerast hins vegar 1793, árið sem Charlotte Corday myrðir Marat, franska byltingarleiðtogann. Einnig er í leiknum stöðugt skírskotað til tutt- ugustu aldarinnar, samtíma okkar. Þessi sérstæða skörun tímans, Lelkllsl eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON verður til þess að áhorfandanum er ómögulegt að sökkva sér ofan í tíma Frönsku stjórnarbyltingar- innar, hann er stöðugt minntur á að eigin samtíð og að hann sé að horfa á leikrit um Frönsku stjórn- arbyltinguna. Hallmar Sigurðsson leggur ekki mjög þunga áherslu á þessa „episku" frásagnartækni verksins. Til dæmis sleppir hann fjölskyldu Coulmiers hælisfor- stjóra, en af viðbrögðum hennar við verki Sade má ýmislegt ráða um viðhorf Weiss til frönsku borg- arastéttarinnar. Einnig má líta á þessa fjölskyldu Coulmiers sem einskonar framlengingu af áhorf- endum verksins. Weiss gerir hér að mínu mati mjög djarfa tilraun til að hlutgerva viðbrögð áhorfenda. Þessa hlutgervingu sem hefði mátt magna, til dæmis með tilkomu stórra spegla á sviðinu, þar sem áhorfendur geta borið saman sín eigin viðbrögð við viðbrögð franskra góðborgara á 19. öld, en þar með væri kenning Brechts fullkomnuð. Ég verð víst að biðja afsökunar á þessu rausi því hér er gagnrýnandinn sestur í stól leik- stjórans. Frá sjónarhóli gagnrýnandans virðist mér hinsvegar Hallmari leikstjóra hafa tekist bærilega að ná fram þeim andblæ hryllings sem flæðir gegnum verkið og kem- ur úr skóla Antonin Artauds. Það er raunar spurning hvort Weiss hefur ekki misskilið hugmyndir Artauds sem eru á einhverju furðu- lega háspekilegu plani. Hvað um það þá er textinn nógu ógeðslegur á stundum. Er ef til vill óþarfi að magna viðbrögð áhorfenda við hinu talaða orði í Marat, enda gerir Hallmar leikstjóri það ekki. Hann setur hryllingsatriðin nettilega mót hinum gerilsneyddu framand- leikaatriðum. Útkoman verður sú að hinir andstæðu pólar verksins: Sade, táknmynd hinna heitu til- finninga og Marat, táknmynd hinn- ar köldu skynsemi, vega salt. Grundvallarspurningum verksins um tilfinningalega eða vitsmuna- lega réttlætingu valdbeitingar og þar með þjóðfélagsbyltingar, er ósvarað í lok sýningar Nemenda- leikhússins á Marat/Sade. Frá þessu sjónarmiði hefur sýningin heppnast og ber hún höfuð og herðar yfir þær sýningar sem setja annaðhvort rauð eða blá gleraugu á nef leikhúsgesta. Ég hef hér einkum haldið mig við þátt leikstjóra í sýningu Nemenda- leikhússins á Marat/Sadc. Ástæð- an er sú að leikstjórinn ræður óvenju miklu hversu tekst til upp- færsla þessa verks. Má jafnvel hugsa sér að leikarar séu svo til óvirkir í sýningunni, aðeins flytj- endur texta studdir einföldu hreyf- ingarmynstri andlega lamaðs fólks. Þetta helgast að sjálfsögðu af því hve grófar persónugerðirnar eru frá hendi Weiss. Hér er varla um lifandi fólk að ræða heldur einfald- ar táknmyndir hinna ólíku stétta sem tókust á í byltingunni. Vegna þess að hér er um nemendaleikhús að ræða verður leikstjórinn að láta reyna nokkuð á leikarana. En eins og áður var vikið að gefst þeim mjög misjafnlega færi á að sýna hvað að baki farðans býr. Ég álít þess vegna ókurteisi að leggja dóm á frammistöðu einstakra leikara í sýningunni. En þeir voru: Karl Ágúst Úlfsson sem lék Sade, full- trúa hnignandi háaðals, Jóhann Sigurðsson sem leikur Marat, „kratann" í hópnum, Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hina móðurlegu Simonne, Guðbjörg Thoroddsen leikur Charlotte Corday, hinn hjartahreina morðingja, Júlíus Hjörleifsson er Duperret, tákn- mynd tilfinningalegrar firringar borgarastéttarinnar, Guðmundur Ólafsson er Roux, tákngervingur hinnar stöðugu byltingar, Guðjón Pedersen er kallarinn, tákn hinnar undirokuðu fjórðu stéttar. Að sjálfsögðu bætist svo við túlkun leikaranna á hinum ýmsu sjúkling- um hælisins. Það var skemmtileg tilviljun að Pétur Einarsson skyldi bregða sér í hlutverk Coulmiers, fulltrúa borg- arastéttarinnar, því Pétur er ein- mitt yfirmaður Leiklistarskóla ís- lands. Afhenti Pétur hinum ungu nýútsprungnu leiklistarnemurn prófskírteini að lokinni sýningu með þeim orðum að nú væru þau orðin Leikarar. Gangi ykkur vel á leiklistar- brautinni krakkar. Minnist þess að listin er eins og skýjaflóki, sé of kalt kringum hann breytist hann í ísnálar en sé of heitt í regndropa. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON kalla „ábyrgð". Við kynnumst Maríu og Önnu sem báðar eru í strætinu og fáum jafnframt að skyggnast inn í liðna ævi þeirra. Það er einkum Maríu sem höf- undurinn lýsir, hún og fjölskylda hennar er þungamiðja verksins. í kennsluleikriti er oft beitt leikrænum brögðum sem ekki eru háð ströngum rökstuðningi. En jafnvel í kennsluleikriti þarf að gera persónurnar trúverðug- ar, sýna og sanna áhorfendum. að þær séu af holdi og blóði, ekki gervi, tákn. Þetta tekst misjafn- lega hjá Erni Bjarnasyni eins og fleiri höfundum sem er mikið niðri fyrir að freista þess að miðla öðrum af dýrmætri reynslu. Fjölskylda Maríu er ekki nógu skýr. Það vantar til dæmis gildari rök fyrir veikleika móðurinnar og faðirinn er loft- kenndur. Bróðir Maríu sem vald- ur verður að ógæfu hennar er með skýrasta móti af hálfu höfundarins, en einnig hann þarf traustari grundvöll innan ramma verksins. Það eru eflaust til fjölskyldur Sembal- og gítartónleikar Þóra Johansen semballeikari og Wim Hoogewerf gítarleikari héldu tónleika í Norræna húsinu og fluttu verk eftir þrjú islensk tónskáld og fjögur erlend. Getð stærri tónverka hér á landi hefur ekki verið tíðkuð nema tæplega um 50 ára skeið. Samt sem áður er fjölbreytnin í gerð tónverka með ólíkindum. íslensk tónskáld hafa haslað sér völl á nær öllum sviðum og það nýj- asta, eru tónverk samin fyrir gítar og sembal. Tvö af íslensku verkunum voru frumflutt, Ball- ett 11, eftir Jónas Tómasson og „Outlook", eftir Atla Heimi Sveinsson. Ballett 11 er fremur sviplaust verk, en áheyrilegt. Það var eins og Jónas ætti ekki auðvelt með að tjá sig með þessum hljóðfærum, því um margt var þetta verk ólíkt því sem hann hefur verið að fást við að undanförnu, nema ástæðan sé sú að tónstíll hans sé að breyt- ast. „Outlook" eftir Atla var ekki ósniðugt framanaf, en eins og þornaði upp í tilgangslausum endurtekningum. Það vakti nokkra kátínu er gítaristinn „smellti í góm“ og sembalistinn sló í sembalinn og togaði í gorma lampans, er gaf henni birtu, en þegar á leið verkið, varð síend- urtekinn hljómabálkur verksins tilbreytingarlaus, svo að spenn- an í verkinu féll niður. Þriðja íslenska verkið, eldra en verk Atla og Jónasar, ber nafnið Fiore (blóm) og er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Það er engu líkara en íslensk tónskáld eigi ekki lengur tungu til að tjá hugsanir sínar, eða eru þeir að seilast til áhrifa meðal annarra þjóða. Yfir bæði þessi fyrirbæri eru til ljót orð á íslensku, en það hefur ef til vill Pnga þýðingu að tíunda þau hér, því trúlega skiljast þau ekki lengur þegar organisti af Norðurlandi er far- inn að boða „kántrýtrú" og „amerikanaseraðir" popparar eru orðnir aðalbardagamenn Al- þýðubandalagsins gegn her í landi, er ekki lengur ástæða til að kippa sér upp við smámuni. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSQN Svona til að minna örlítið á uppruna okkar er rétt að geta þess að menn gangi varlega og vari sig á hrífuskaftinu. Önnur verk á þessum tónleikum voru eftir Vivaldi, Ponce og sárleiðin- legt verk eftir Gerard van Wolf- eren, er hann kallar Made in Lapland. Þá lék gítaristinn fjór- ar æfingar eftir Villa-Lobos. Um samleik þeirra Þóru og Hooge- werf verður ekki hægt að segja mikið meira en að hann var þokkalegur. Það er greinilegt að báðum fellur betur að flytja nútímaverk og er þetta einkum áberandi hjá gítaristanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.