Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 19 Sjálfstæðiskonur úr 17 félögum Landssambandsins þinguðu Fulltrúar sjálfstæðiskvennaíélaKanna víðs vegar að af landinu á aðalfundi um helgina. Að örva og styrkja hina fötluðu til sjálfsbjargar Eftirfarandi samþykkt var Kerð á aðalfundi Landsþings sjálfstæðiskvenna: Landsþing sjálfstæðiskvenna, haldið í Reykjavík 9. maí 1981, minnir á kjörorð alþjóðaárs fatl- aðra: „Fullkomin þátttaka og jafn- rétti“ og heitir á alla landsmenn að leggjast á eitt til að það megi ná tilætluðum árangri. Sérstaklega verður að huga að atvinnumálum fatlaðra og tryggja svo sem kostur er, að hver einstakl- ingur, hvernig sem fötlun hans er háttað, fái starf við sitt hæfi þannig, að hæfileikar hans og starfslöngun fái notið sín. Verka- lýðshreyfingin, vinnuveitendur og samtök fatlaðra verða að taka höndum saman ,í þessu skyni og vinna markvisst að því, að starfs- orka hinna fötluðu nýtist sem best á hinum almenna vinnumarkaði eða á vernduðum vinnustöðum. Hér þarf til að koma virk vinnumiðlun í góðri og skilningsríkri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Það er skylda samfélagsins að örva og styðja hina fötluðu til sjálfsbjargar, þeim sjálfum til auk- innar lífsfyllingar og bættrar af- komu og um leið til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Það er sjálf- sögð krafa, sem framfylgja verður í verki, að tekið sé tillit til þarfa fatlaðra við hverskonar mann- virkjagerð, þannig að þeir geti sem LANDSSAMBAND sjálfstæð- iskvenna ályktaði eftirfarandi á landsþingi sinu: Landsþing Sjálfstæðiskvenna, haldið í Reykjavík 9. maí 1981, lýsir fullum stuðningi við her- ferð þá gegn áfengisneyslu: „Átak gegn áfengi", sem sérstök samstarfsnefnd vinnur að um þessar mundir. Það er uggvæn- leg staðreynd, að áfengisneysla greiðlegast komist leiðar sinnar, þrátt fyrir fötlun sína. Sérstaklega ber að hyggja að kjörum þeirra, sem við fulla örorku búa, að efnahagslegu öryggi þeirra sé ekki ógnað á tímum óöaverð- bólgu. Jafnframt skal á það bent, að hverskonar fyrirbyggjandi starf fel- ur í sér besta tryggingu gegn slysum og örorku. færist stöðugt niður í hina yngri aldursflokka og vítavert er ábyrgðarleysi hinna fullorðnu, sem stunda útvegun áfengis til unglinga. Landsþingið átelur harðlega, hve slælega er staðið af hálfu yfirvalda fræðslu- og skólamála að lögskipaðri fræðslu um skað- semi af völdum tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna. Jákvæð og Margrét Einarsdóttir öfgalaus fræðsla, ásamt góðu fordæmi foreldra og heimila, að ógleymdum opinberum aðilum, mun haldbesta vörnin í þessum efnum jafnhliða ákveðnu aðhaldi og aðgæslu í meðferð og dreif- ingu áfengis. Landsþingið vekur athygli á staðhæfingum, er komið hafa fram nýlega í fjölmiðlum, um stóraukið framboð eiturlyfja í 13. LANDSÞING Landssam hands sjálfsta'ðiskvenna var haldið á sunnudag. A annað hundrað fulltrúar frá hinum 17 aðildarfélögum sóttu þingið. Formaður var endurkjörin Mar- grét S. Einarsdóttir. Áuk venju „ legra aðalfundastarfa var sér- staklega fjallað um lítinn hlut ísienzkra kvenna í íslenzkum stjórnmálum og einkum með til- liti til Sjálfsta-ðisflokksin.s. þar sem þrjár konur hiifðu framsögu- erindi. Ragnhildur Ilelgadóttir. fyrrv. alþingismaður. Sigríður A. Þórðardóttir. oddviti á Grundar- firði og Svanhildur Björgvins- dóttir. form. kjörda'misráðs á Norðurlandi eystra. Umræður urðu um það. svo og stjórnmála- ályktun þingsins. sem hirt er í blaðinu og var samþykkt ein- róma. Einnig ályktanir um mál- efni fatlaðra og varnir gegn áfengi og fíkniefnum. Þá var stjórn falið að athuga og gera tillögur um það á hvern hátt ma-tti auka þátttöku kvenna í opinberri ákvarðanatöku og kalla saman formannafund. Þrjár konur gengu úr stjórn skv. lögum félagsins og voru kjörnar í þeirra stað Svanhildur Björgvinsdóttir Dalvík. Jósefína Gísladóttir ísafirði og Birna Guð- jónsdóttir Sauðárkróki. Endurkjörnar voru Elín Pálmadóttir. Reykjavík. sem er varaformaður, Áslaug Friðriks- dóttir Rvík. ritari. Ilelga Guð- mundsdóttir. Ilafnarfirði, gjald- keri. Áshildur Pétursdóttir. Kópavogi. Freyja Jónsdóttir. Ak- ureyri. Ingibjörg Johnsen. Vest- mannaeyjum. Margrét Friðriks- dóttir. Keflavík. Sigríður Péturs- dóttir, Ólafsvöllum á Skeiðum og Þóra Björk Kristinsdóttir. Akra- nesi. heiminum og að dreifing og sala slíkra efna sé orðin atvinnu- grein, hér á landi. Því skorar þingið eindregið á allan almenn- ing að vera vel á verði og á stjórnvöld að taka málið föstum tökum. Tryggja verður viðun- andi starfsaðstöðu fíkniefna- deildar lögreglunnar og fíkni- efnadómstólsins, þannig að þess- ir aðiiar fái gegnt hlutverki sínu. Styðja herferðina „Átak gegn áfengi“ Stjórnmálaályktun landsþings sjálfstæðiskvenna: Aðgerðarleysi stjórnvalda hindrar framfarir - kommúnistum leyfist að ráða ferðinni Hornsteinn sjálfstæðisstefnunnar er frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna snýst um það, að hver og einn einstaklingur, karl eða kona, hafi jafnan rétt til að þroska hæfileika sína og nýta á þeim vettvangi, sem hann kýs helst. Á tímum örra þjóðfélagsbreytinga raskast hin hefðbundna hlutverkaskipting. Sífellt fleiri afla sér meiri og fjölbreyttari menntunar. Tækninýjungar gera heimilishald auðveldara viðfangs og fleiri þarfir manna eru uppfylltar utan heimilis. í umróti síðustu ára hefur staða og hlutverk fjölskyldunnar því breyst. Sjálfstæðiskonur ítreka enn sem fyrr mikilvægi fjölskyld- unnar í samfélaginu og leggja áherslu á, að undirstaða þessarar grunneiningar þjóðfélagsins verði treyst. Landsþing sjálfstæðiskvenna bendjr ^ a£ þó a5 konur hafi öoíáSt jafnrétti skortir töluvert á, að raunverulegu jafnrétti kynjanna sé náð. Tii aö svö me"! verða, verða konur að vera tilbúnar að nýta sér frelsi einstak!u5£5!ná > þjóðfélaginu og axla um leið ábyrgð, sem það leggur þeim á herðar. Landsþingið brýnir fyrir konum að notfæra sér þá möguleika sem gefast. Jafnframt er ítrekuð krafa um að bættar séu forsendur aukinnar þátttöku kvenna í atvinnulífi og félagsmálum. Laga ber vinnumarkað og skólakerfi að breyttum þörfum m.a. með sveigjanlegum vinnutíma, sam- felldum skóladegi og möguleikum til endurmenntunar auk þess sem gera þarf stórátak í uppbyggingu dagvistunarstofn- ana. Landsþing sjálfstæðiskvenna lýsir yfir andstöðu við fram- komna tillögu á Alþingi um forréttindi kvenna vegna starfsráðninga. Slíkar tillögur eru einungis til þess fallnar að mismuna einstaklingum og bjóða heim spillingu og ranglæti. Þær eru því jafnréttisbaráttu síst til framdráttar heldur vekja andúð og hamla gegn því að jafnrétti náist í raun. Misrétti verður ekki leiðrétt með öðru misrétti. Ein meginforsenda þess, að konur komist til meiri áhrifa í þjóðfélaginu, er að þær taki í auknum mæli að sér stjórnunarstörf í atvinnulífinu og á félagslegum vettvangi. Til að svo megi verða, þarf frjálst atvinnulíf að veita einstakling- um möguleika og konur að vera reiðubúnar til að láta til sín taka hver á sínum vettvangi s.s. í stéttarfélögum. Landsþing sjálfstæðiskvenna varar við þeirri hættu, sem frjálsu atvinnulífi er búin af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Mjög er þrengt að atvinnurekstri með aukinni skattbyrði og ströngum verðlagshöftum, sem til lengri tíma litið stofna aíyjnnuöryggi í voða. Stefna, sem ívilnar innfluttum varningi á kostnað inii.'födrar framleiðslu stríðir á móti hagsmunum landsmanna. Landsþing sjálfstæðiskvenna áteiur hsrölega aðgerðarleysi stjórnvalda í uppbyggingu atvinnulifsins. Á unaanííU'num árum hafa þúsundir Islendinga flúið land og á nýbyrjuðum áratug er gert ráð fyrir að 15 þúsund manns bætist á vinnumarkaðinn. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar lands- manna byggja á auðlindum, sem nú eru fullnýttar og því er ljóst, að undirstaða nýrrar atvinnusóknar er fólgin í nýtingu þeirrar auðlindar, sem fallvötn og jarðvarmi landsins er. Vítaverður er sá seinagangur, sem nú er á ákvörðun um nýtingu þessarar auðlindar og lamar alla framfarasókn. Leggja ber áherslu á sem hraðasta uppbyggingu og hagkvæma nýtingu orkunnar svo að hægt verði að skapa ný atvinnutæki- færi og stöðva landflótta. Islendingar eiga að hafa alla möguleika á því að njóta lífskjara eins og þau best gerast. Það verður einungis gert með því að auka framleiðslu þjóðarbúsins og framleiðni í atvinnugreinum, sem grundvallist á bættri verkmenntun og hagkvæmri nýtingu fjármuna. Það verður að hefja djarfhuga sókn í nýtingu orkunnar og koma á fót stóriðju, sem skapar skilyrði fyrir almennan iðnað og aukna tækniþekkingu. Það verður ekki gert með þeirri afturhaldsstefnu, sem nú ríkir, þar sem framtak og frelsi er hneppti í fjötra rikisvaldsins, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda hindrar eðlilegar framfarir og kommúnistum leyfist að ráða ferðinni. Landsþing sjálfstæðiskvenna átelur harðlega þá lýðræðis- sinna, sem leiða kommúnista til slíkra áhrifa í málefnum þjóðarinnar ekki síst öryggis- og varnarmálum landsins, sem raun ber vitni og eru í engu samræmi við kjörfylgi þeirra. Ófriðvænlegt er nú á alþjóðavettvangi og brýnt að sjálfstæðismenn standi þétt saman um þá utanríkisstefnu, sem þeir höfðu forgöngu um á sínum tíma og byggir á samstarfi vestrænna lýðræðisþjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.