Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 34

Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 „FlaKKskipift“ Glaður 852 frá Reykjum. Knapi Bjarni Þorkelssun. Sýning Stóðhestastöðvar BI: Ungu folamir gefa góðar vonir Hér sýnir Jóhann B. GuAmundsson Ön(?ul frá Kirkjubæ. Vigfús Gestsson - Minningarorð LAUGARDAGINN. 25. apríl sl. var haldin á Selfossi sýning á stóóhestum Stóðhestastöðvar Búnaðarféla(?s Islands. Fór sýn- iniíin fram á velli Ilcstamannafé- laRsins Sleipnis, en þetta er í annað skiptið sem sýningin er haldin þar. Áður voru folarnir sýndir á stóðinni sjálfri sem er á Litla-Hrauni v/Eyrarbakka. Að- staðan þar þótti ekki nó(?u heppi- Ick <>K var því farið með folana upp á Selfoss, en aðstaðan þar er fyrsta flokks til sýningarhalds. Alls voru nú sýndir 18 folar, flestir á aldrinum 4—5 vetra. Allir litu folarnir vel út, voru vel fóðraðir og gljáfægðir. Eins og gerist og gengur voru folarnir misjafnlega langt á veg komnir í tamningu, en allir gefa þeir góða von með áframhaldandi tamningu og þjálfun. Erfitt er að gera upp á milli ungu folanna en þó eru nokkrir sem vert er að minnast á, en þeir eru Neró frá Bjarnhöfn undan Sörla frá Stykkishólmi, Ymir frá Ystabæli undan Blesa 577 frá Núpakoti og Öngull frá Kirkjubæ undan Þætti 722 frá Kirkjubæ. Allt eru þetta efnilegir folar sem vafalaust eiga eftir að láta að sér kveða í hrossaræktinni á komandi árum. Einnig var sýndur þarna Glaður 852 frá Reykjum, en hann hefur oft bæði í gamni og alvöru verið kallaður flaggskip stöðvarinnar. Glaður er fyrsti stóðhesturinn sem stöðin eignaðist. Var hann gefinn af Jóni M. Guðmundssyni á Reykjum í Mosfellssveit þegar stöðin var sett á laggirnar. Glaður er föngulegur reiðhestur með öllum gangi, en framtíð hans sem kynbótahests er nokkuð ótrygg eftir afkvæma- rannsókn sem gerð var á afkvæm- um hans, en útkoman varð heldur neikvæð. En Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur, vildi samt ekki með öllu afskrifa hann. Taldi Þorkell hann hafa til að bera ýmsa góða hluti og nefndi í því sam- bandi úrvals góðar herðar og væri ekki tímabært að gelda hann. Fjöldi manns mætti á sýning- una og þar á meðal voru kunnir Skagfirðingar sem fjölmenntu á hópferðabíl. Endurspeglar þessi för vel áhuga þeirra á hrossarækt. Knapar á stóðhestunum voru starfsmenn stöðvarinnar þeir Þorkell Þorkelsson, Páll B. Páls- son og Jóhann B. Guðmundsson. Einnig sýndi Bjarni Þorkelsson áðurnefndan Glað, en Bjarni hef- ur haft hann í þjálfun í vetur. Að sýningu lokinni sneri fréttaritari Mbl. sér til Þorkels Bjarnasonar, en hann lýsti folun- um meðan á sýningu stóð, og spurðist fyrir um starfsemi stöðv- arinnar. I vetur voru 55 folar á stöðinni á ýmsum aldri. Um helmingur fol- anna er í eigu stöðvarinnar en hinir í eigu einstaklinga. Þorkell var spurður að því hvað einstakl- ingar ynnu við það að senda fola sina á stöðina í stað þess að ala þá upp sjálfir og temja. Kvað hann það mikinn sparnað fyrir eigendur að hafa folana á stöðinni, og nefndi í því sambandi að daggjald- ið væri aðeins' 7,50 nýkr. og væri innifalið í því fóður og hirðing og síðan tamning, þegar folarnir komast á tamningaraldur. Einnig benti hann á að oft væri það mikil fyrirhöfn fyrir einstaklinga að BREZKI rithöfundurinn og ljóðskáldið Kevin Crossley-Holl- and. sem staddur er hér á landi um þessar mundir, mun flytja tvo opinhera fyrirlestra í boði heim- spekideildar Iláskóla íslands. Fyrri fyrirlesturinn verður mið- vikudaginn 13. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi og nefnist „Old English Riddles" og fjallar sér- saklega um Exeter gáturnar með hafa stóðhesta í uppeldi og þá sérstaklega yfir sumartímann. Ennfremur sagði Þorkell, að stöð- ugt væri verið að grisja þá ár- ganga, sem inn á stöðina koma, strax frá fyrsta vetri, þannig að folamir væru stöðugt undir smá- sjánni. A sumrin eru folarnir leigðir út um landið, einstakling- um og hrossaræktarsamböndum. Að lokinni sýningu var mönnum boðið að skoða stöðina sjálfa og ótömdu folana, sem þar voru. Ekki var annað að sjá en menn væru ánægðir með sýninguna í heild, þótt skoðanir manna væru skiptar um einstaka fola. Því seint verða menn sjálfsagt sammála um stefnur í hrossaræktinni. nokkrum samanburði við íslensk- ar gátur. Síðari fyrirlesturinn verður laugardaginn 16. maí kl. 15.00 í kennsluhúsnæði ensku að Aragötu 14 og nefnist „British Poetry from 1945—1981.“ Að fyrirlestrinum loknum mun skáldið lesa úr kvæð- um sínum. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Fæddur 4. mars 1896. Dáinn 1. maí 1981. Mig langar til að minnast Vig- fúsar vinar míns með nokkrum orðum. Vigfús var fæddur á Ljótar- stöðum í Skaftártungu 4. marz 1896. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Vigfúsdóttir og Gestur Bárðarson, sem þar bjuggu í tæp 40 ár. Þau hjón eignuðust 8 börn og var Vigfús yngstur þeirra. Þau systkin eru nú öll látin. Vigfús ólst upp hjá foreldrum sínum og eftir að aldur leyfði, vann hann við bú þeirra þar til hann var rúmlega tvítugur. 1919 fór hann að heiman og gerðist vinnumaður í Vík í eitt ár og annað ár var hann vinnu- maður í Hvammi í heimasveit sinni. 1921 tekur Vigfús við búi á föðurleifð sinni Ljótarstöðum. Það sama ár giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Árna- dóttur frá Hvammi í Skaftár- tungu. Þau hjón búa á Ljótar- stöðum til ársins 1944. Það ár festa þau kaup á jörðinni Hjalla- nes I, í Landsveit í Rangárvalla- sýslu, og flytja þangað. í Hjallan- esi byggðu þau upp og ræktuðu mikið. Vigfús var fljótur að til- einka sér nýjungar við búskapinn og keypti vélar til að létta störfin. í Landsveit starfaði Vigfús nokkuð að félagsmálum, svo sem í búnaðarfélagsstjórn og ræktunar- sambandsstjórn Ása-, Holta- og Landmannahrepps. Munu sveit- ungar hans hafa átt þar góðan málafylgjumann. Létt mun honum hafa verið um mál í ræðustól og eftir orðum hans var tekið. Árið 1963 ákváðu þau hjón að bregða búi, selja jörð sína og flytja til Reykjavíkur. Hafa þau síðan búið að Skarphéðinsgötu 10 hér í borg. 1 nokkur ár vann Vigfús í Hampiðjunni, en er heilsuleysi gerði vart við sig, varð hann að hætta störfum. Hann hefur þó alltaf haft fótavist og farið allra _ sinna ferða. Vigfús var vel ritfær ’ og skrifaði talsvert, bæði í blöð og tímarit. Fyrir nokkrum vikum varð hann að leggjast á spítala v.egna þess sjúkdóms, sem oftast hefur betur þrátt fyrir öll lækna- vísindi, enda fór svo einnig nú. Hann lézt í Borgarspítalanum að kvöldi þess 1. maí sl. Fyrir tæpum tveimur árum veiktist kona hans af mjög alvar- legum sjúkdómi. Var þá erfiður tími, meðan óvissa var um bata. Hún hefur náð sér mjög vel. Hefur sá bati örugglega komið fyrr, vegna sérstakrar umhyggju og ástúðar Vigfúsar fyrir konu sinni. Var sambúð þeirra einstaklega hlýleg og góð. Á þessu ári eru 60 ár liðin síðan þau gengu í hjóna- band. Vigfús og Kristín eignuðust 4 syni. Þeir eru: Jón, forstjóri í Víðinesi á Kjalarnesi, kona hans er Guðrún Karlsdóttir. Árni, húsasmíðameistari í Reykjavík kona hans er Ragnheiður Magnús- dóttir. Bárður, leigubifreiðarstjóri á Selfossi, kona hans er Sigrún Árnadóttir. Sigurður leigubifreið- arstjóri í Reykjavík, kona hans er Guðrún Guðjónsdóttir. Barnabörn þeirra hjóna eru 9 og eitt barnabarnabarn. Kynni mín af Vigfúsi hafa varað frá því, að ég var ungur drengur í Hjallanesi. Stutt er á milli bæja og kom ég oft til þeirra Fúsa og Stínu, eins og þau eru ávallt nefnd af kunnugum. Fann ég fljótt, að þar átti ég sanna vini, sem ávallt síðan hafa reynst mér vel. Enda hygg ég, að nú sakni margir vinar í stað, þar sem Vigfús var. Hann var með afbrigð- um gestrisinn og til þeirra hjóna sóttu margir að koma. Ég hygg, að mesta ánægjan hafi þó slík heim- sókn verið Vigfúsi, ef gesturinn færði honum fréttir úr sveitunum hans, Skaftártungu og Landsveit, nú eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur. Ávallt stefndi hugur hans þangað austur, hvernig fólk- inu liði og búskapurinn gengi. Nú að leiðarlokum, vil ég þakka Vigfúsi alla vináttu og tryggð við mig og mína. Bið ég algóðan guð að styfkja Kristínu eiginkonu hans og vera henni huggun. Færi ég henni, sonum þeirra og öðru venzlafólki innilegar samúðar- kveðjur. Pálmar Kristinsson Sl. föstudag, þann 1. maí, and- aðist á Borgarspítalanum í Reykjavík aldraður Vestur- Skaftfellingur, Vigfús Gestsson frá Ljótarstöðum í Skaftártungu, 85 ára að aldri. Við þann bæ var hann jafnan kenndur, eða svo var a.m.k. í mínum huga, enda þótt hann tæpa tvo áratugi byggi á eignarjörð sinni Hjallanesi í Landsveit í Rangárþingi. Fæddur var Vigfús á Ljótarstöðum 4. marz 1896, af skaftfellskum bændum kominn í ættir fram og sór sig þar í ætt um gestrisni, framtakssemi og margskonar myndarskap. For- eldrar hans voru hjónin Þuríður. Vigfúsdóttir frá Flögu og Gestur Bárðarson á Ljótarstöðum. Börn þeirra, systkini Vigfúsar, voru búendur í Skaftártungu og Álfta- veri: Bárður á Ljótarstöðum (d. 1917), Vigfús eldri í Skálmárbæ, Sigurður í .Hvammi í Skaftár- tungu, Steinunn, gift Auðunni Oddssyni frá Þykkvabæjar- klaustri, þau bjuggu í Vestmanna- ejjum. Gunnarína giftist Jóni Árnasyni í Holti í Álftaveri. Vigfús yngri Gestsson, sem var yngstur systkina sinna ólst upp hjá foreldrum sínum á Ljótar- stöðum fram að Kötlugosinu 1918. Eins og fleiri jarðir í ofanverðri Skaftártungu urðu Ljótarstaðir þar hart úti vegna öskufalls. Fóru þeir þá í eyði, en 3 árum síðar fluttist Vigfús þangað aftur sama vorið og hann kvæntist Kristínu Árnadóttur frá Hvammi, sem nú lifir hann í hárri elli. Börn þeirra Kristínar og Vigfúsar eru þessi: Jón, forstöðum. í Víðinesi, giftur Guðrúnu Karlsdóttur, eiga 2 börn, Árni, byggingam. í Reykjavík, giftur Ragnheiði Magnúsdóttur, eiga 2 börn, Bárður Kjartan, bílstj. á Selfossi, giftur Sigrúnu Árnadóttur, eiga 2 börn, Sigurður, bílstj. í Reykjavík, giftur Guðrúnu Guðjónsdóttur, eiga 3 börn. Á Ljótarstöðum, ættaróðali sínu, bjó Vigfús í 23 ár og búnaðist vel þótt jörðin væri á gamla vísu frekar erfið, heyskapur seintekinn og slægjur reytingssamar, vetrar- ríki mikið og smalamennskur erf- iðar. Sauðland er þar gott og fé vænt, en til þess að þeir kostir nýtist þarf bæði dugnað og ár- vekni. En þeim kostum var Vigfús og þau hjón bæði gædd í ríkum mæli og var afkoma þeirra góð efnalega eftir því sem um var að gera hjá sveitafólki á þeim tímum kreppu og margskonar erfiðleika. Þegar synir þeirra Kristínar og Vigfúsar komust á legg hefur þeim þótt „þröngt fyrir dyrum" og tækifærin fábreytt austur í Skaft- ártungunni. Brugðu þau nú á það ráð, þjóðhátíðarárið 1944, að kaupa jörðina Hjallanes í Land- sveit, þar sem þau bjuggu við batnandi hag í tæpa tvo áratugi. Gerðist Vigfús þar með sonum sínum einn stærsti bóndi sinnar sveitar, bætti jörðina bæði að Brezkur rithöfundur f lytur fyrirlestra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.