Morgunblaðið - 23.05.1981, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981
Allt er aska
Lífsafstöðu yoga hefur verið
lýst með þessum orðum: „Askan er
eldur, askan er vatn, askan er
jörð, allt er aska, ljósvakinn er
aska, hugurinn er aska, augun og
önnur skynfæri eru aska." (At-
harva Siras).
Með slíkum orðum er undir-
strikað, að allt sé hverfult, stund-
legt, sársauki, þjáning og dauði.
Og lífið með þessum þjáningum og
dauða heldur áfram án enda í
eilífri hringrás (sálnaflakk), sem
enginn maður getur umflúið. Ei-
lífa lífið er endalaus og ósigrandi
þjáning. Sífelldar endurfæðingar
fylla framtíðina. Það skiptir ekki
meginmáli, hvort áfram miði til
betra lífs eða niður á við til verra
lífs, því að allt líf er aska.
Trúarbrögð Hindúa leitast öll í
fjölbreytni sinni við að finna leið
út úr hringrás lífsins. Við getum
ekki kallað það sjálfsdeyðingar-
hvöt, því að menn vilja einnig
losna við dauðann. Hér er fremur
um lífsótta að ræða, því að það er
lífið, sem hræðir Hindúana. Þeir
hafa gildar ástæður til að óttast
það, því lífið á Indlandsskaga er
erfitt. Lífið reynist óbærileg röð
ósigra og þjáninga vegna hvers
konar sjúkdóma, hungursneyðar
af völdum þurrka og flóða, styrj-
alda og kúgunar. Þessi lífsreynsla
mótar trúrækni manna. Tjáning
þessarar sársaukafullu lífsreynslu
er fyrst og fremst guðdómurinn
Shiva og kona hans Kali.
Óttinn við dauðann
Margvísleg frelsunarkerfi, sem
byggja á hindúiskum grunni, fela í
sér tilraunir til þess að losna við
lífið — og dauðann. En geti menn
ekki náð algjörri frelsun frá lífinu
og dauðanum, þá geta menn að
minnsta kosti dregið úr lífstján-
ingu sinni. Yoga tjáir lífsafstöðu,
þar sem menn telja sig geta dregið
úr þjáningunni og frestað dauðan-
um með því að draga úr eða
stöðva eðlilega lífsstarfsemi.
í mikilvægum texta úr bókum
um hathayoga er þetta orðað
þannig (Goraksa Shataka):
„91. Meðan lífskrafturinn
(prana) heldur áfram að vera í
líkamanum, hverfur ekki lífið
(jiva). Hverfi hann, þá er það
dauðinn. Þess vegna verða menn
að sérhæfa sig í því að halda aftur
af lífskraftinum (prana).
92. Meðan lífskraftinum (prana)
er haldið í líkamanum (með þvi að
halda niðri í sér andanum), þá er
meðvitundin (citta) laus við sjúk-
dóm. Hvaða ástæðu hafa menn til
þess að óttast dauðann, meðan
sjóninni er einbeitt á milli augna-
brúnanna.
93. Þess vegna — vegna óttans
við dauðann — stundar Brahma
(sköpunarguðdómurinn) stöðugt
öndunarstjórnun (pranayama) og
sömuleiðis yoga og helgir menn.
Þess vegna verða menn að halda
aftur af andardrættinum."
í þessum texta er hvatinn að
yoga óttinn við dauðann, og
taumhald á andardrættinum tæki
til þess að forðast dauðann. A
sama hátt er mikilvægt að halda
aftur af annarri líffærastarfsemi,
stöðva hana og gera hana óvirka.
Til þess að ná þessu nota menn
mismunandi tæknibrögð hatha-
yoga.
Tæknibrögð hathayoga
Öndunaræfingar (pranayama),
sem menn læra, þjóna ekki þeim
tilgangi að menn andi betur,
heldur að menn dragi úr eða helzt
stöðvi andardráttinn, eins og segir
í textanum, sem vitnað var til.
Á sama hátt eiga líkamsstöð-
urnar (asanas) að þjóna þeim
tilgangi að gera allan líkamann
óvirkan. Hann á að geta stífnað,
orðið óhreyfanlegur og harður í
föstum stellingum.
íhugunarorðin (mantras), sem
menn fá úthlutað, þjóna þeim
tilgangi að gera hugsun og meðvit-
und óvirka. Þessi íhugunarorð eru
oftast nær guðanöfn og tilbeiðslu-
formúlur í senn.
Táknrænar Hkamshreyfingar
(mudas og bandhas), sem menn
eru þjálfaðir í, fela einkum í sér að
loka öllum „níu dyrum líkamans",
svo að engin ytri skynjun nái inn í
hugann. Líkamanum skal lokað
fyrir ytri skynjunum.
Þegar það verður, skapar líkam-
inn sjálfur skynjanir í staðinn,
sem eru innra eðlis: innra ljós,
innri hljóð, innri lykt, innri unað.
Takmark yoga er þá ekki að bæta
líf manna, heldur að skapa annað,
innra líf, í stað þess lífs, sem
menn vilja losna við. Allt annar
alheimur, alveg ný vídd bíður
þess, sem stundar íhugun og er
reiðubúinn að verða lærisveinn og
feta veg guru.
Öll þessi tæknibrögð eru kennd í
yogaskólum og á kvöldnámskeið-
um um allt land. Þetta eru ekki
hlutlaus tæknibrögð, heldur
tæknibrögð til þess að sigrast á
lífinu og dauðanum, og þau þjóna
takmarki æðri yoga.
Tantra yoga
Æðri yoga gengur undir mörg-
um nöfnum. I fyrsta lagi greina
menn milli yoga tilfinninganna
(bhakti), athafnanna (karma) og
innsæis (jnana). En mikilvægast
er mikla eða æðri yoga, sem
nefnist tantra-yoga (sem gengur
Dr. theol. Johannes Aagaard
eftir dr. theol.
Johannes Aagaard
„Þeim, sem telja sig
hafa þörf fyrir
íhugun, má benda á
kristna hugleiðslu
sem úrlausn. Hún er
algjör andstæða yoga.
Kristin hugleiðsla
hefur það ekki að tak-
marki að gera okkur
að guðum og frelsa
okkur frá lífinu og
dauðanum, heldur að
leiða okkur til Guðs,
sem fyrir upprisu hef-
ur leyst okkur undan
þeim vandræðum, sem
yoga tjáir.“
undir öðrum nöfnum eins og
kriya-yoga, Iaya-yoga, kundalini-
yoga, raja-yoga). Hefðbundnu
leiðirnar um yoga tilfinninganna,
athafnanna og innsæisins krefjast
margra lífsskeiða og mikillar æf-
ingar til þess að menn losni úr
hringrás lífs og dauða. Aftur á
móti er tantra-yoga hraðfarin en
jafnframt erfið leið. Flestir yoga-
skólarnir kenna, að við lifum á
hnignunartímaskeiði alheimsins
(Kali-yuga), þar sem þörf er
sterks lúts við óþrifum. Hann er
tantra-yoga. Flestir yoga-skólarn-
ir í Danmörku eru á einn eða
annan hátt tantrískir.
Flest hinduisk trúarbrögð eru
beinlínis lífafneitandi og annað
hvort fráhverf kynlífi eða draga
úr því, en þessu er öðru vísi farið
um tantra. Tantra leitast einnig
við að losna úr hringrás lífs og
dauða. Tantra lítur einnig á lífið
sjálft sem eitur. En tantra heldur
því fram, að reka verði út illt með
iilu, eitur með eitri.
í þessu sambandi gegnir kynlíf-
ið mikilvægu hlutverki í yoga.
Þetta uppgötva menn fyrst eftir
að hafa fengizt við yoga um
nokkurn tíma, því að yoga eins og
svo mörg önnur austurlenzk trú-
arbrögð athafna sig á tveim svið-
um, og sýna þess vegna eitt andlit
út á við og annað inn á við. Þessu
samsvarar sérstakt málfar, sem
menn kalla „rökkurmálið", sem
hylur jafnmikið og það afhjúpar
og er einkar tvírætt. Kjarnahug-
tök yoga eins og til dæmis bindu
og prana hafa að hluta hlutlæga
Hkamlega merkingu og að hluta
táknræna og andlega merkingu.
Sæðis-dulhyggja
Það er staðföst sannfæring í
yoga-textunum, að menn eyði
lífskrafti sínum og verði sjúkdóm-
um og dauða að bráð með því að
lifa eðlilegu kynlífi. Kynlífið eyðir
lífsorkunni. Það á því ekki aðeins
að halda aftur af prana í merking-
unni andardráttur, heldur fyrst og
fremst sæðinu (bindu), og þegar
haldið er aftur af andardrættinum
eða beitt er öðrum tæknibrögðum,
þá þjónar það þessum tilgangi.
Með því að halda í sér sæðinu þá
geta menn náð ódauðleika eða
a.m.k. yngzt upp og frestað dauð-
anum. En til þess að það takist, þá
verður sæðið að breytast í guða-
veig, ódáinsdrykk, lífsmjöð
(soma), Hfsveig, en þessi lífs-
drykkur gengur undir ýmsum
nöfnum. Dýpst skoðað fjallar yoga
um þetta.
Kundalini-höggormurinn
Einstökum smáatriðum í þessu
efni verður ekki lýst hér, en
hámark yoga-iðkunar í ýmsum
yoga-skólum er kynmök sem
helgisiður (maituna) í tengslum
við ýmis tæknibrögð hathayoga.
Yoga-iðkunin leitast við að nota
kynlífshrifninguna sem reynslu
lausnar bæði frá lífi og dauða og
sem sameiningu við hið guðlega.
Eiginlega er um það að ræða að
gera manninn guðlegan.
Þetta verður fyrst og fremst
með íhugun um Kundalini-högg-
orminn. Prana eða lífskrafturinn,
sem talað er um í áður tilfærðum
texta, er sama og kynlífsorka.
Hún er framsett sem höggormur,
sem kallast Kundalini, það er hin
hringaða. Hún — en höggormur
lífsorkunnar er talinn kvenkyns —
skal neydd úr stöðu sinni neðst við
enda hryggsúlunnar inn í farveg í
hryggnum og upp í gegnum hann.
Á leiðinni fer hún um röð stöðva,
sem nefnast chakras, og frá hverri
stöð bætist henni orka og guðdóm-
leiki hennar eykst að sama skapi.
Þessi guðlegi vöxtur tjáir sig í
því, að íhugandinn öðlast yfirnátt-
úrulegan hæfileika, t.d. að svífa í
lausu lofti, og ganga í gegnum
veggi. Þessi „siddhis" og svo nefnt
„siddha-yoga“ er einnig að finna
hér á iandi, m.a. í íhugunarfélag-
inu (Trancedental Meditation),
sem heitir íhugendum sínum fyrir
góða borgun hæfileikum til þess
að sigrast á þyngdarlögmálinu.
DAUÐINN mikli -
sem er ódauðleikinn
Þegar höggormurinn — eftir
erfiðar yoga-æfingar, þar sem öll
tæknibrögð hatha-yoga eru notuð
og fá merkingu sína — að lokum
þvingast upp í hvirfilinn, þá verð-
ur alheimslausn með einhvers
konar kynferðislegri ofurhrifn-
ingu. Hér er í raun um kynlífs-
hrifningu að ræða, sem er ofsaleg
í sterkum ofskynjunar tilfinning-
um. Þessi reynsla er túlkuð sem
kynmök guðdómsins Shiva, sem á
sér hásæti efst í heilanum, og
konu hans Kali, sem er kyngeta
hans (Shakti), og er sama og
Kundalini.
Þessi kynlífshrifningarreynsla
er skilin sem DAUÐINN mikli, en
með honum losna menn úr heimi
fjölbreytninnar og reyna frelsið
mikla. Frá honum hverfa aðeins
útvaldir aftur um leið og þeir sem
guru helga sig lausn annarra.
Venjulegt fólk á samkvæmt kenn-
ingum yoga að deyja þrem vikum
eftir hina fullkomnu frelsun. Þessi
dauði og aðeins hann leiðir burt
frá öllu lífi og öllum dauða til
algjörs frelsis.
Flóttinn frá dauð-
anum til dauðans
Það er athygli vert, að trúrækni,
sem er knúin af ótta við dauðann,
leiðir til dauðans mikla. Þetta
stafar af því, að yoga er ekki
aðeins borið uppi af ótta við
dauðann heldur einnig af ótta við
lífið. Yoga reynir að ná því, sem er
handan lífs og dauða, sem kalla
mætti eilífan dauða, lausn frá
hverfulleika, sjúkdómi og þján-
ingu.
Þegar menn lesa vandlega
Staðreyndir
um yoga
Opið bréf til
dr. Sigurðar
Péturssonar
frá Baldri Líndal
efnaverkfrœðingi
Heiðraði dr. Sigurður.
Þakka bréf þitt í Morgunblaðinu
20. maí sl. Það er gott að fá
tækifæri til að ræða svolítið nánar
um saltið við þig.
Mér finnst það nú varla ómaks-
ins vert að fara að rifja upp þessa
gömlu drauga viðvíkjandi Spáni,
eins og sagt er frá um kreppuárin
þegar íslendingar vildu hætta að
kaupa áfengi en urðu að halda því
áfram vegna þess að Spánverjar
neituðu að kaupa saltfisk án þess
að keypt væri vín á móti. Það er
tæpast hægt að reikna með slíkum
viðskiptaháttum nú á tímum.
Svo skulum við snúa okkur að
gerlunum aftur. Eki skal ég rengja
þig um að um smithættu verður að
ræða viðvíkjandi hinu nýja salti,
þar sem öll fiskverkunarhús og
saltgeymslur eru eðlilegu morandi
í roðagerlum eftir hið innflutta
salt. Þó hljóta að vera til ráð til
þess að verjast þessu og öruggt má
telja, að þar sem hið nýja salt er
gerlasnautt í upphafi, þá muni
kveða minna að þeim í fiski
söltuðum með því, en í fiski sem
verkaður er með salti, sem bókst-
aflega inniheldur þá.
Það skal upplýst, að gerlaprófun
hefir farið fram á salti sem fékkst
við umstöflun á fiski, sem saltaður
var með Reykjanessalti í venju-
legu fiskhúsi án sérstakrar
hreinsunar hússins. Kom þá í ljós
að flest sýnin voru með öllu
roðagerlasnauð. Er það bending
um að hér séu viðráðanlegar
aðstæður á ferðinni og að finna
mégi ráð, til að sneiða hjá slíkri
mengun. Efast ég ekki um að
framleiðendur salts á Reykjanesi
myndu styðja rannsóknir varð-
andi leiðir til að koma í veg fyrir
roðagerlamengun.
En nú vildi ég gjarnan nota
tækifærið til að minnast á að mér
er sagt að ekkert reglulegt eftirlit
sé með efna- og gerlainnihaldi
salts sem flutt er inn. Gæti ekki
jafnvel að því komið, að þar væri
um fleiri gerla að ræða en roða-
gerla? Gerlamengun fer nú ört
vaxandi í Miðjarðarhafi og er
engu síður á Spáni en annars
staðar þar sem mikið er um
ferðamenn. Nú er salt það sem við
kaupum framleitt úr þessum sjó
og síðan í opnum tjörnum. Er ekki
fremur lítið vitað um gerlategund-
ir á þessum stöðum og þær
breytingar sem geta átt sér stað í
þeim efnum? Er ekki full ástæða
til að vera vel á varðbergi einmitt
í því efni? Gæti þess vegna ekki
skeð að við værum svolítið örugg-
Baldur Líndal
„Ef til vill hefur það ekki
komið nógu skýrt í ljós í
umræðum um þessi mál,
að í framleiðslu á Reykja-
nesi má breyta verulega
til um efnainnihald án
þess að slíkt valdi aukn-
um kostnaði.44
ari með eigin framleiðslu varðandi
þessa hluti þegar fram í sækir?
Nú er að því vikið í bréfi þínu að
ég hafi sagt að við tilraunir
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins hafi ekkert það komið í ljós
sem skoðast geti neikvætt gagn-
vart Reykjanessaltinu, en þú
minnist á það að í skýrslum frá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
væri að finna upplýsingar um
roðabletti sem komið hafi fram í
fiski söltuðum með Reykjanessalti
og einnig væri þar minnst á
óæskilegt hvítt hrúður. Viðvíkj-
andi þessu og roðablettum vil ég
taka það fram samkvæmt þeim
upplýsingum sem ég hefi, að
fullnægjandi aðstæður til lang-
tíma prófana voru ekki fyrir
hendi, þegar vart varð við bletti
þessa. Seinni prófanir sýndu hins
vegar það sem ég sagði frá um
langtíma prófanir enda var þá
búið að breyta til um aðstæður. Eg
hefi aldrei haldið því fram að
gerlamengun gæti ekki átt sér
stað, en ég álít ennþá að það sé
hægt að notfæra sér þann kost
Reykjanessaltsins að það er gerla-
snautt ef áhersla er lögð á slíkt í
meðferðinni á fiskinum.
Ályktun varðandi hið hvíta
hrúður er fljótsvarað. Þar mun
hafa verið um að ræða byrjunar-