Morgunblaðið - 14.02.1982, Side 47

Morgunblaðið - 14.02.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 47 orðnir hreinir atvinnumenn í íþrótt sinni. Við unnum jú Dani í Baltic-cup 1979, en það var milliár hjá Dönum, en við vorum aftur á móti i lokaundirbúningi fyrir B-keppnina á Spáni. Við sigruðum Vestur-Þjóðverja á útivelli 1981, en hvorugt landsliðið lék með sína sterkustu leikmenn. Austur- Þjóðverjar voru sigraðir í Laug- ardalshöll á milliári og svo mætti lengi telja. Hvað er þetta drengur, er þá ekkert að marka þessa sigra okkar á síðustu árum, er þetta vonlaus barátta? Nei, þvert á móti, við eig- um möguleika að ná langt með landsliðið okkar, meira að segja mjög langt, ef að rétt er á spilun- um haldið, og ekki sé um það talað að raunsæissjónarmið séu tekin til greina, alla vega í bland með draumórasjónarmiðum (að verða ' heimsmeistarar 1978). Mér hefur fundist að margir íþróttafréttarit- arar séu undir sömu sök seldir. Þeir hafa oft á tíðum skrifað af iitlu raunsæi og byggt upp skýja- borgir, sem hafa nær alltaf fallið til grunna þegar út í alvöruna var komið. Iþróttafréttaritarar geta haft gífurleg áhrif á árangur landsliðs okkar í handknattleik með uppbyggjandi gagnrýni og með því að skrifa af meira raunsæi. Skrifin þurfa að vera skipulögð yfir langan tíma, t.d. fram að næstu B-keppni, gera ekki of mikið úr þó að einhverjir lands- leikir tapist, ef þeir telja að lands- lið okkar sé á réttri leið. Ekki má heldur að sama skapi gera of mik- ið úr sigrum, sem hafa ekki þýð- ingu, láta liðið standa og falla með árangri í B-keppnum og vonandi A-keppnum. Kostir okkar og gallar Á það hefur oft verið réttilega bent, að við Islendingar séum landfræðilegar afskiptir og allt að því einangraðir frá hinum stóra handboltaheimi. Vissulega hefur þetta háð okkur, þvi að hingað til hefur það ekki kostað neinn smá- skilding að senda landslið okkar utan til keppni. Til þess að komast utan höfum við þurft að leika tvö- faldan skammt af heimaleikjum til þess að hægt væri að fara í eina utanlandsferð. Eitthvað virðist þó hafa rofað til í þessum efnum eftir að heildarsamningur náðist við Flugleiðir. Það hefur þó hjálpað upp á, að flest sterkustu landslið heims í handknattleik hafa viljað leika hér á landi, þar sem þau fá þá leiki við verðugan andstæðing á mjög erfiðum útivelli. Það hefur og háð okkur hvað við leikum fáa leiki i íslandsmótinu (sjá grein) og lítið fer fyrir erfið- um útileikjum, þar sem flestir leikirnir fara fram á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þó það kunni að hljóma skringilega þá felast einnig okkar stærstu mögu- leikar í þessum einkennilegu og sérstæðu aðstæðum sem hér ríkja. Staðreyndin er nefnilega sú, að það er hægt að kalla landslið okkar saman á 10 mínútum (nema þá fáu landsliðsmenn, sem leika erlendis). Landsliðsmennirnir eru nefnilega allir af Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Hvergi er því auðveld- ara en á Islandi að koma á samæf- ingum landsliðsins. Þessa mögu- leika þarf að nýta betur en gert hefur verið. Þeir leikmenn sem leika með landsliðinu í dag, eru tilbúnir að leggja hart að sér, svo að betri árangur náist. Auðvelt væri að koma á léttum taktískum æfingum landsliðsins í hádeginu, t.d. einu sinni í viku, jafnvel þó að keppni í 1. deild væri í gangi. Alla- vega þarf að nýta vel öll þau óvæntu „göt“ sem alltaf myndast á hverju ári. Eftir að ljóst varð, að ekkert yrði af Búlgaríuferð lands- liðsins hefði auðveldlega mátt koma á nokkrum léttum taktísk- um samæfingum landsliðsins. Á Islandi ríkir hefð fyrir hand- bolta. Allir okkar bestu strákar fara annaðhvort í handbolta eða knattspyrnu. Hjá öðrum þjóðum þekkist það ekki að handknattleik- ur sé svo ofarlega á blaði hvað hefð snertir eins og hér á landi. Yngri landsliðin skila sér Flestir eru þeirrar skoðunar að landslið okkar í handknattleik sé efnilegt um þessar mundir og sé líklegt til stórafreka á næstu ár- um verði því haldið saman og því sköpuð viðeigandi verkefni. Iæikmenn eru flestir ungir að ár- um, en hafa þó hlotið umtalsverða reynslu, þar sem flestir þeirra hafa leikið með yngri landsliðum íslands. Flestir hafa leikið bæði með unglingalandsliði (18 ára landslið) og landsliði skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri. Landslið okkar í þessum aldursflokkum hafa staðið sig vel á síðustu árum á Norðurlandamótum og ekki síst í heimsmeistarakeppnum. Þeir ár- gangar sem nú eru komnir upp í A-landsliðið eru því mjög sterkir. Það gefur því auga leið að hlúa þarf vel að yngri landsliðum ís- lands og skapa þeim verkefni engu síður en A-landsliðinu á næstu ár- um. Einnig hlýtur það að koma til greina að setja á laggirnar enn yngri landslið, t.d. 14 til 16 ára, 16 til 18 ára. Auk þess búum við slík- ar aðstæður að snjallt gæti reynst að velja landslið eftir turneringar yngri flokkanna og koma á nokkr- um samæfingum. Á þann hátt væru tilvonandi landsliðsmenn ís- lands í handknattleik farnir að æfa saman strax í fimmta flokki. B-keppnin 1983 Eins og fram hefur komið er hafinn markviss undirbúningur fyrir forkeppni Ólympíuleikanna, sem haldin verður í Hollandi á næsta ári. I þeirri keppni taka þátt 12 svokallaðar B-þjóðir og leikið verður í tveimur riðlum. Að- eins efsta lið í hvorum riðli kemst áfram á sjálfa Ólympíuleikana, sem haldnir verða 1984. Besti ár- angur íslands í B-keppnum fram til þessa hefur verið 3. og 4. sæti. Ekki er hægt að sjá hvaða 12 þjóð- ir verða í B-keppninni, fyrr en að lokinni sjálfri heimsmeistara- keppninni, sem hefst seint í þess- um mánuði. Ég ætla þó að reyna að spá fyrir um hvaða þjóðir leiki í B-keppninni á næsta ári og út frá því að meta möguleika íslenska landsliðsins. Þau lið, sem líkleg eru til að falla úr A-flokki eru Tékkar, SvL ar, Svisslendingar og Danir. I B-hópi eru Frakkar, Búlgarir, ísraelsmenn og íslendingar. Úr C-hópnum koma væntanlega lið Noregs, Hollands, Austurríkis og Belgíu. Á þessari upptalningu sést að róðurinn verður allt annað en létt- ur. Til þess að komast áfram yrð- um við að vinna tvær A-þjóðir, t.d. Dani og Tékka, eina B-þjóð, t.d. Frakka, og tvær C-þjóðir, t.d. Norðmenn og Hollendinga. Málið er ósköp einfalt. Til þess að komast áfram þarf íslenska landsliðiö að ná besta árangri í B-keppni, sem það hefur nokkurn tíma náð. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi, að enn sterkari þjóðir Grein eftir Jóhann Inga Gunnarsson komi úr A-hópi, ef einhver óvænt úrslit yrðu í heimsmeistarakeppn- inni. Svíar sögðu eftir B-keppnina á Spáni 1979, þar sem þeir höfnuðu í 6. sæti, að þeir yrðu að komast á næstu stórkeppni (HM í ár) til þess að dragast ekki aftur úr. ís- lenska landsliðið varð af þessum möguleika í fyrra og það er því vel skiljanlegt að allt kapp verði lagt á að missa ekki af næstu stór- keppni, sem eru Ólympíuleikar. Raunhæft séð ættum við þó að leggja mesta kapp á B-keppnir fyrir heimsmeistaramót, því að þar eru 5 sæti til ráðstöfunar, á meðan forkeppni Ólympíuleika býður aðeins upp á sæti. Vandinn er bara sá, að næsta B-heimsmeistarakeppni fer ekki fram fyrr en 1985. Vonandi lend- um við í hagstæðari riðlum á næsta ári og þá er von, ef allt gengur upp, eins og gjarnan er sagt á íþróttamáli, að ísienska lið- ið hreppi annað þeirra tveggja sæta sem keppt verður um. Tekst íslenska landsliðinu nú loks að sigra það sænska? UM ÞESSAK mundir leikur íslenska landsliðið í handknattleik þrjá landsleiki við Kússland. Jafnan hefur það verið mikið áhugamál HSÍ að fá rússneska landsliðið til íslands. Þeir hafa verið með allra sterkustu þjóðum veraldar í handknattleik og til marks um það má benda á að þeir urðu í 2. sæti á síðustu OL svo og í 2. sæti á síðustu HM og OL- meistarar 1976 í Kanada. Þetta segir sína sögu enda um afburða lið að ræða. Tíu si.inum hafa þjóð- irnar átt saman og oftast verið um mikla keppni að ræða. Markatalan er Rússum í hag, 199 mörk gegn 170. I>á eru framundan tveir landsleikir gegn Svíum Þegar Islendingar sigruðu Svía í frægum landsleik í HM-keppninni 1964 með 12—10, varð mörgum á orði að nú myndi íslenska liðið ná langt í HM-keppninni. Það fór á annan veg, Islendingum til mikils sársauka. Allt frá þeim tíma hefur umræddur leikur gegn Svíum ver- ið handknattleiksunnendum á ís- landi mjög minnisstæður. Síðan 1964 hafa þjóðirnar oft leikið mót hvor annarri, og Svíar ætíð borið hærri hlut, þó oftast hafi litlu munað. Þjóðirnar hafa 15 sinnum keppt, einn sigur og eitt jafntefli, 13 töp og markatala óhagstæð, 275-214. SÆNSKA LIDIÐ RUSSNESKA LIDIt) Nr. 1 — Nafn Tomas (.uslavsson Aldur 29 Ijindsl.: 75 Nr. — Nafn llæd cm Ka‘ddur 12 Clac.s Mullgrt n 26 105 1 Alexander Skipenko 198 1958 Ifi Mats Olsson 21 5 12 Sergei kochergin 1H2 1950 2 Jörgen Alirahamsson 26 79 13 Juri Ridjaev 175 1955 3 Danny Augustsson 23 45 5 Alex. Karshakevich 183 1959 4 (•öran Itengtsson 25 57 4 Sergej Kushnir Juk 200 1956 5 Bengt llansson 31 90 3 Mexander Kymanov 196 1959 r> Ko Andersson 30 112 II Juri ShevLsov 182 1959 7 Kasti Kasmussen 27 114 6 Madimir Kravtsov 172 1949 h ( hrister Magnusson 23 29 9 Alexander Anpilogov 205 1954 1» ('laes KilH ndahl 29 92 10 Mikhail N asiljev 198 1961 II Sten Sjögren 24 37 19 Mikhuta Madimir 203 1959 13 Sven Kriedvall 25 II 7 \ ladimir Kel*»v 196 1958 14 Kengt IVrsson 26 15 15 \aldemar Novitski 186 1957 15 Tuomas lleinonen 24 4 14 Kaimondxs \ alutskas 193 1959 9 IVter Olavsson 24 33 2 Oleg (iagin l'jálfarar: 198 1957 l'jalfarar: Anatoli Kv tushenko adalþjálfari. ('aj-Ake Andt'rson adalþjálfari. Kogur < arlsson ad.sloéarþjálfari. Jan Kridén læknir. Juri Klimov ad.stodarþjálfari. Koman /uhov tauknir. Serfej Murakhin nuddari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.