Morgunblaðið - 15.05.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
37
Minning:
Steinunn Halldórs-
dóttir - Hellu
Fædd 10. desember 1920.
Dáin 6. maí 1982.
Steinunn Halldórsdóttir var
fædd á Skíðbakka í Austur Land-
eyjum 10. desember 1920, dóttir
hjónanna Guðrúnar Nikulásdótt-
ur og Halldórs Þorsteinssonar,
bónda þar. Hún ólst upp í for-
eldrahúsum ásamt systkinum sín-
um, Sesselju, Elínu, Lilju og
Kjartani.
Innan við tvítugt fór Steina að
fara að heiman til vinnu, hluta úr
ári, til skiftis við systur sínar,
fyrst í vistum, bæði í Reykjavík og
Vestmannaeyjum. Einn vetur
stundaði hún nám í Héraðsskólan-
um á Laugarvatni.
Síðan lá leiðin að Hellu þar sem
hún starfaði lengst af á sauma-
stofu, fyrst við herrafatasaum,
síðan í Vinnufatagerð Suðurlands
og nú síðast á Saumastofu Rud-
olfs, þegar heilsan leyfði.
Á Hellu kynntist Steina eigin-
manni sínum, Bjarnhéðni Þor-
steinssyni bifreiðastjóra og gengu
þau í hjónaband 24. maí 1947. Þau
hafa alla tíð búið á Hellu. Sonur
þeirra er Halldór Svavar raf-
virkjameistari. Hann er kvæntur
Jóhönnu Jensen og eiga þau þrjú
börn; Katrínu Jónu, Steinunni
Birnu og ívar Örn.
Steina var rólynd og dul og flík-
aði ekki tilfinningum sínum. Hún
átti við vanheilsu að stríða mörg
undanfarin ár, en það mótlæti bar
hún æðrulaust og án þess að
kvarta. Allar bernskuminningar
sem ég á um Steinu frænku mína
eru á einhvern hátt tengdar
ánægju og gleði, eins og t.d. fyrstu
jólin sem ég man, þegar hún og
systir hennar komu heim í jólafrí
og gáfu mér stóra dúkku og síma
sem gat hringt. Ég gleymi heldur
ekki þegar Steina og fleira frænd-
fólk gáfu mér reiðhjól í afmælis-
gjöf þegar ég varð ellefu ára. Það
voru ekki allar stelpur, sem áttu
hjól í þá daga. Eða allar orlofs-
ferðirnar, sem ég fór á hverju vori
út að Hellu, frá því ég var smá-
krakki og fram yfir fermingu. Og
síðast en ekki síst man ég veturinn
1959, þegar ég dvaldi á heimili
Steinu og Bjarnhéðins, frá ára-
mótum og fram á vor. Þar fæddist
elsti sonur minn og mikið passaði
hún Steina okkur þá vel og vildi
allt fyrir okkur gera. Því miður er
ég hrædd um að mér hafi láðst að
þakka þetta allt og miklu fleira,
eins og vert hefði verið meðan
tími var til.
Eftirlifandi eiginmanni hennar,
syni þeirra og hans fjölskyldu,
votta ég innilega samúð. Á skiln-
aðarstundu þakka ég Steinu sam-
fylgdina og allt gott gert mér og
mínum til handa, og bið henni
blessunar Guðs.
Rúna
Hermann
Jósepsson
Fæddur 12. ágúst 1906
Dáinn 9. maí 1982
Vernharð, en hann gekk undir
því nafni, andaðist á fjórðungs-
sjúkrahúsinu ísafirði 9. maí sl.
Hann var fæddur að Atlastöðum í
Fljótavík á Hornströndum 12. ág-
úst 1906, sonur hjónanna Margrét-
ar Guðnadóttur og Jóseps Her-
mannssonar sem áttu og bjuggu á
hálfri jörðinni. Vernharð ólst upp
að þeirrar tíðar hætti, við störf til
sjós og lands. Þáttaskil urðu í lífi
Vernharðs, er hann giftist eftirlif-
andi konu sinni, Þórunni Maríu
Friðriksdóttur frá Látrum í Aðal-
vík, 27. nóvember 1929. Þórunn
María er dugmikil myndarkona og
stóð við hlið manns síns í blíðu og
stríðu, því oft var erfitt uppdrátt-
ar á Hornströndum á búskaparár-
um þeirra. Þeim hjónum varð 8
barna auðið, en þau urðu fyrir
þeirri þungu sorg að missa þrjú
barna sinna innan við sjö ára ald-
ur. Þórunn María átti dóttur áður
en hún giftist Vernharði og gekk
Vernharð
- Minning
hann henni í föðurstað. Börn
þeirra hjóna sem upp komust,
hafa erft í ríkum mæli dugnað og
mannkosti foreldra sinna.
Þau Þórunn María og Hermann
Vernharð byrjuðu búskap sinn að
Atlastöðum í sambýli við föður
Vernharðs, sem þá var orðinn
ekkjumaður. Þar bjuggu þau í
nokkur ár, en fluttust þá til Tungu
í sömu vík og bjuggu þar næstu 10
árin, en síðasta árið sem þau áttu
heima í Fljótavík, voru þau að
Skjaldarbreiðu.
16. júní 1946 var mikill saknað-
ar dagur í lífi okkar sem áttum
heima í Fljótavík. Þann dag urð-
um við öll að yfirgefa okkar
heimabyggð og fluttumst flest til
Hnífsdals. Þar bjuggu þau hjón
síðan og áttu alla tið heima á
Brekku. Vernharð stundaði sjó og
búskap jöfnum höndum, enda var
hann bóndi af lífi og sál, enda var
bústofn hans mjög myndarlegur
og vel hirtur alla tíð. Mikill skyld-
leiki er með mér og börnum Þór-
unnar Maríu og Vernharðs, þar
sem Vernharð var föðurbróðir
minn, en Þórunn María er móð-
ursystir mín.
Elsku Mæja frænka, um leið og
ég sendi þér og fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur, bið ég guð
að blessa ykkur í nútíð og framtíð.
23. Davíðssálmur er kveðja mín að
lokum til Venna frænda. Hann
hvíli í friði.
Guðjón Finndal Finnbogason
Karl Jónasson
Hofsósi - Minning
í dag verður til moldar borinn á
Hofsósi Karl Jónasson sjómaður
sem lést af slysförum aðfaranótt
8. maí í Grundarfjarðarhöfn.
Ég, sem þessar línur rita, er
ekki vanur að skrifa um látna
menn og kannski hefði Karli vini
mínum ekkert verið um það, því
honum var það ekki gjarnt að
vekja athygli á sér en kynnin af
honum hafa festst mjög í huga
mínum. Hans líf var ekki alltaf
dans á rósum eins og mætti orða
það.
Karl var fæddur á bænum Bæj-
arklettum á Höfðaströnd 26.
febrúar 1922, foreldrar hans voru
Jónas Jónasson og Þorbjörg
Jónsdóttir. Karl var elstur 6
systkina, er Karl var 11 ára fórst
faðir hans með trillubáti.
18 ára gamall fór Karl á vertíð á
Hnífsdal og eftir það stundaði
hann sjóinn til dauðadags. Karl
var sjómaður í orðsins merkingu
og kunni þar best við sig. Hann
var einn þeirra manna sem Bakk-
us konungur setti stundum fótinn
fyrir en stóð þó yfirleitt aftur upp
til sinna sjómennskustarfa og stóð
sig þá vel, var kunnáttumaður að
meðhöndla fisk og veiðarfæri og
hugsaði meira um starfið heldur
en hvort þetta handtakið stæði í
kjarasamningunum.
Ég er sannfærður um að þegar
Karl komst yfir móðuna miklu
hafi þar verið tekið vel á móti
honum eins og öllum góðum
mönnum og að honum líði vel. Ég
þakka Karli okkar kynni.
Ég votta aðstandendum hans
samúð mína. Guð veri með þeim.
Lárus Guðmundsson
Víta vinnubrögð Ragnars Arnalds
DAGANA 10. og 11. maí 1982
hélt Starfsmannafélag ríkis-
stofnana ráðstefnu með tækni-
mönnum félagsins um stefnu-
mörkun þess í samnings- og
kjaramálum. Ráðstefnuna sóttu
um 80 manns og voru flutt 14
framsöguerindi um ýmis mál er
varða starf og starfsumhverfi
launamanna.
I lok ráðstefnunnar voru
fjölmargar ábendingar og
ályktanir samþykktar til
stjórnar, auk ályktunar um
kjaramál er hér fer á eftir og
samþykkt var einróma:
„Fundur tæknimanna SFR
haldinn 10. og 11. maí 1982 vít-
ir vinnubrögð fjármálaráð-
herra. Hann undirritaði samn-
ing við BSRB 11. desember sl.
með ákvæði um að launakjör
ríkisstarfsmanna yrðu sam-
ræmd því, sem greitt er fyrir
sambærileg störf. í stað þess
að standa við samninginn,
bauð hann innan við 1%
launahækkun þegar saman-
burðartölur sýndu almennt
15—30% launamun."
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
Moldarsala
Okkar árlega moldarsala verður helgina 15.—16.
maí. Allur ágóöi rennur til Hjúkrunarheimilis aldraöra,
Kópavogi. Pantiö í símum 42058 — 17118 — 44731.
Lionsklúbburinn Muninn, Kópavogi.
vantar
þ«3 gódan bíl ?
notaóur - en í algjörum sérfbkki
Til sölu þessi glæsilegi Alfa Romeo Alfetta árg. 1978.
Einn eigandi, nýtt lakk, endurriðvarinn, útvarp, seg-
ulband og vélin er heil 140 hestöfl.
Ath.: Opiö í dag frá 1—5.
JÖFUR hf
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi
- Sími 42600
RÆÐUM
BORGARMÁLIN
Frambjóðendur Sjálfstæöisflokksins í borgarstjórn-
arkosningunum 22. maí vilja opiö stjórnmálastarf,
sem byggist á sterkum tengslum kjósenda og kjör-
inna fulltrúa þeirra.
Þess vegna erum viö tilbúin til aö hitta ykkur aö máli
og skiptast á skoöunum til dæmis í heimahúsum, á
vinnustööum eöa hjá félögum og klúbbum.
Síminn okkar er 82900 eöa 82963 — hafiö samband