Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
108. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
2500—3000 manns sóttu kosningafund sjálfstæðismanna á Lækjartorgi í gær.
(Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.)
Davíð Oddsson á útifundi sjálfstæðismanna;
Samhent sveit á laugardag
-þá stenst engmn okkur snúning
HINGAÐ EIGIJM við aðeins eitt erindi í dag. Við komum hér saman í hjarta borgarinnar
okkar, til þess að strengja heit! Við komum hingað til að stappa stálinu hvert í annað og stilla
saman strengina, þegar aðeins örfáir dagar eru til hinnar mikilvægu úrslitastundar, sagði
Davíð Oddsson, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna á útifundi þeirra á Lækjartorgi í gær.
— Við sjálfstæðismenn stefnum Reykvíkingum til þessa útifundar í vorstemmningunni til að
stilla saman strengina í lokaátaki þessarar kosningabaráttu. Við viljum að Reykjavík fái að
blómgast og dafna — ekki bara með gróðrinum á vorin heldur líka með mannfólkinu allt árið
um kring. Við biðjum ykkur að veita Sjálfstæðisflokknum styrk til að hann nái meirihluta í
borgarstjórn að nýju og geti veitt borginni þá forystu sem þarf, til að hún haldi sessi sínum
sem miðstöð athafna og menningar í landinu, sagði Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrum borgar-
stjóri í Reykjavík, í setningarræöu kosningafundarins. Fundinn sóttu 2500 til 3000 manns.
Fjórir frambjóðendur á
D-lista Sjálfstæðisflokksins
þau Albert Guðmundsson,
Ingibjörg Rafnar, Katrín
Fjeldsted og Davíð Oddsson
fluttu ræður og frambjóðend-
urnir Hulda Valtýsdóttir og
Markús Örn Antonsson voru
fundarstjórar. í upphafi lék
Big-band, jasshljómsveit tón-
listarskóla FÍH, undir stjórn
Reynis Sigurðssonar og trío
Magnúsar Kjartanssonar lék
milli atriða. í fundarlok söng
Ragnar Bjarnason lagið „Vor-
kvöld í Reykjavík" og hreif
fundarmenn með sér í fjölda-
söng.
„Algjör eining ríkir í okkar
röðum. Davíð Oddsson er okkar
borgarstjóraefni. Dugandi,
ungur maður. Reykvíkingar —
Sjálfstæðismenn. Ég styð Dav-
íð til borgarstjóra. Styðjum öll
að velgengni hans, og að glæsi-
legum kosningasigri Sjálfstæð-
isflokksins. í baráttusætinu á
okkar framboðslista er ung, vel
menntuð kona, sem hefur valið
sér það ævistarf að líkna öðr-
um. Hún er læknir. Tryggið
kosningu Katrínar í borgar-
stjórn," sagði Albert Guð-
mundsson.
„Enn á ný kemur Sjálfstæð-
isflokkurinn fram reiðubúinn
til þjónustu og átaka í þágu
borgarbúa undir merkjum
nýrrar kynslóðar, þar sem
reynslan er ekki aðeins jarð-
vegurinn heldur órjúfandi
hluti af styrkum forystustofni.
Þessar kosningar eru örlaga-
ríkar fyrir þá sök að á slíkum
tímamótum horfum við til
framtíðarinnar. Hún er vissu-
lega óráðin en velferð okkar á
allt undir framtíðinni," sagði
Ingibjörg Rafnar.
„Ég vil sjá í Reykjavík
blómlegt atvinnulíf, frjóa
menningu, skemmtilegt fólk.
Kaupmannahöfn hefur verið
nefnd París norðursins. Sumir
kalla Reykjavík Paradís norð-
ursins, sem hún líka er. Ég vil
sjá meiri tengsl milli Reykja-
víkur og annarra landshluta,
samvinnu karla og kvenna,
fullorðinna og barna. Ég vil sjá
minni efnishyggju og meiri
mannkærleik — að fólk hafi
meira gaman af æviferð sinni,"
sagði Katrín Fjeldsted.
„Héðan förum við minnug
þess að tíminn er naumur. Sig-
ur vinnst með sameiginlegu
átaki, ef enginn lætur sitt eftir
liggja. Þær fáu klukkustundir
sem til stefnu eru, verðum við
að nýta vel. Sá maður, sú kona,
það atkvæði, sem við vinnum á
okkar band gæti verið eitt af
þessum 58 sem upp á kynni að
vanta. Það verðum við að
muna. Ef við myndum sam-
henta sveit á laugardaginn
kemur, þá mun enginn stand-
ast okkur snúning. Við göngum
fram undir merki frelsis og
framfara í Reykjavík. Við
göngum fram fyrir Reykjavík
og strengjum þess heit að gera
okkar besta til þess að næsti
laugardagur verði lukkudagur
fyrir Reykjavík," sagði Davíð
Oddsson í lok útifundar sjálf-
stæðismanna á Lækjartorgi.
Sjá frásögn á miðopnu.