Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Sjónvarp á föstudagskvöld kl. 22.55: Vasapeningar — Truffaut-mynd um heim barnanna Á dagskrá sjónvarps kl. 22.55 á föstudagskvöld er frönsk bíó- mynd, Vasapeningar (L’argent de poche), frá árinu 1976. Leik- stjóri er Francois Truffaut, en aðalhlutverkin eru í höndum þrettán barna á aldrinum tveggja vikna til fjórtán ára. í myndinni fjallar Truffaut um veröld barnanna, viðhorf þeirra til umhverfisins og það sem á daga þeirra drífur, stórt og smátt, hvort sem um er að ræða fyrsta pela reifabarnsins eða fyrsta koss unglingsins. Truffaut lítur öðrum augum á hlutina en við eigum að venjast í kvikmyndum og dregur fram ýmsar hversdagslegar hliðar á tilverunni, 3em við flest tökum kannski ekkert eftir. En börnin eru ekki ein í heiminum; þar eru líka kennarar og foreldrar og samskiptin við þá geta verið með ýmsu móti. Leikrit vikunn- ar kl. 20.30: „Þursabit“ - eftir John Graham Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 er leikritið „Þursabit" eftir John Graham í þýðingu Ásthildar Eg- ilson. Steindór Hjörleifsson staðfærði leikinn og er jafn- framt leikstjóri. í hlutverkum eru meðal annarra: Ragnheiður Steindórsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Þórhallur Sigurðsson, Árni Tryggvason og Erlingur Gíslason. Flutningur leiksins tekur rúma klukkustund. Tækni- menn Hörður Jónsson og Vigfús Ingvarsson. Pétur Rúnar, þekktur sjón- varpsmaður, er heima hjá vin- konu sinni þegar hann „fær í bakið" eins og það er kallað. Góð ráð eru dýr, því hann á að koma í upptöku á tilteknum tíma, og svo gæti konan farið að leita hans. Og ekki bætir úr skák að aumingja Pétur situr fastur á þeim stað í húsinu sem verst gegnir og getur sig hverfi hreyft. John Graham hefur skrifað nokkur leikrit fyrir bresk^ út- varpið. Hér er hann kynntur ís- lenskum hlustendum, að vísu með nokkrum „tilbrigðum". Ása Ragnarsdóttir, Hilmar J. Hauksson og Þorsteinn Marelsson stjórna fisléttum þætti um fjölskyldulífið kl. 22.35 og nefnist hann „Gagnslaust gaman?“ Gagnslaust gaman? kl. 22.35 - um fjölskyldulíf að morgni dags Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35 er þátturinn Gagnslaust gaman? Umsjón: Hilmar J. Hauksson, Ása Ragnarsdóttir og Þorsteinn Mar- elsson. — Þetta verður fisléttur þáttur um fjölskyldulífið almennt, sagði Ása, en þó verður sjónum eink- um beint að morgninum á heimil- inu, þ.e. þegar fólk er að vakna og koma sér fram úr. Inn í myndina koma, auk fullorðna fólksins, unglingarnir og börnin. Það þarf að vekja eiginmanninn, og svo er það morgunverðarborðið og að koma sér af stað í vinnu og skóla. Kannski kannast einhverjir við sjálfa sig í þessum svipmyndum. Hringborðs- umræður Á dagskrá sjónvarps kl. 21.20 stjórnar Ingvi Hrafn Jónsson hringborðsumræðum um mál- efni Reykjavíkur. Þátttakendur verða fulltrúar frá framboðslist- um við borgarstjórnarkosn- ingarnar, einn frá hverjum lista. Stjórnandi beinnar útsendingar er Maríanna Friðjónsdóttir. Útvarp Reykjavík FIM4ÍTUDKGUR UPPSTIGNINGARDAGUR 20. maí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 í morgunsárið. Mormóna- kórinn í Utah syngur andleg lög með Fíladelfiuhljómsveitinni; Eugene Ormandy stj. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun- orð: Sævar Berg Guðbergsson talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Branda litla“ eftir Robert Fisker í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Lóa Guðjóns- dóttir les (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Morguntónleikar. a. Konsert í F-dúr fyrir sópran- blokkflautu og strengjasveit eftir Antonio Vivaldi. Michela Petri leikur m eð St.-Martin-in- the-Fieids hljómsveitinni; b. Strengjakvartett í d-moll op. 76 nr. 2 eftir Haydn. Aeolian- strengjakvartettinn leikur. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Tónleikar. a. Filharmmóníusveit Berlínar leikur „Coriolan", forleik op. 62 eftir Beethoven; Herbert von Karajan stj. b. Leonard Bernstein og Fíl- harmóníusveitin í New York leika Pianókonsert op. 102 nr. 2 eftir Sjostakovitsj; Leonard Bernstein stj. 11.00 Messa i Hallgrimskirkju á degi aldraðra. Séra Tómas Guð- mundsson prédikar. Séra Ragn- ar Fjalar Lárusson þjónar fyrir altari. Organleikari: Antonio Corveiras. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Á tjá og tundri. Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Þórdís Guð- mundsdóttir velja og kynna tónlist af ýmsu tagi. SÍODEGID 15.10 „Mærin gengur á vatninu” eftir Eevu Joenpelto. Njörður P. Njarðvík les þýðingu sína (16). 15.40 Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Steph- ensen kynnir óskalög barna. 17.00 Síðdegistónleikar: Smet- ana-kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 14 í G-dúr (K387) eftir Wolfgang Amadeus Moz- art/ Ulf Hooelscher og Ríkis- hljómsveitin í Dresden leika Fiðlukonsert í D-moll op. 8 eftir Richard Strauss; Rudolf Kempe stj. KVÖLDIO 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Erlendur Jónsson flytur þáttinn. 19.40 Á vettvangi 20.05 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal. Stjórnandi: Gilbert Levine. Einleikari: Guð- ný Guðmundsdóttir. a, „Rienzi“ forleikur eftir Rich- ard Wagner. b. Rómansa i f-moll op. 11 eftir Antonín Dvorák. 20.30 Leikrit: „Þursabit" eftir John Graham Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjórn og staðfærsla: Steindór Hjörleifsson. Leikend- ur: Ragnheiður Steindórsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Þórhallur Sigurösson, Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason, Edda Björg- vinsdóttir, Borgar Garðarsson, Soffia Jakobsdóttir og Valde- mar Helgason. 21.40 „Sólargos“, smásaga eftir Jill Brooke Árnason. Benedikt Árnason les. 22.00 Hljómsveitin „Santana” syngur og leikur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Gagnslaust gaman? Fjallað í gamansömum tón um fjöi- skyldulíf. Umsjón: Hilmar J. Hauksson, Ása Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. 23.00 Kvöldstund með Sveini Ein- arssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDKGUR 21. maí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfs- menn: Einar Kristjánsson og Guðrún Birgisdóttir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun- orð: Sigríður Ingimarsdóttir tal- ar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunvaka, frh. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Branda litla“ eftir Robert Fisker í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Lóa Guðjóns- dóttir lýkur lestrinum (13). 9.20 Leikrimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir 11.00 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá íier- mundarfelli sér um þáttinn. Steinunn S. Sigurðardóttir les úr „Sögum Rannveigar“ eftir Einar H. Kvaran. 11.30 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tiikynningar. Á frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynn- ir óskalög sjómanna. SÍDDEGID_________________________ 15.10 „Mærin gengur á vatninu" eftir Eevu Joenpelto Njörður P. Njarðvík les þýðingu sina (17). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Litli barnatíminn — Litlu lömbin leika sér. Dómhildur, Gréta og Heiðdís stjórna barnatima á Akureyri. Ýmislegt um sauðburðinn og litlu lömbin, m.a. les Árný Leifsdóttir, 8 ára, kafla úr bók- inni „Disu og Skottu’* eftir Kára Tryggvason. SKJÁNUM FÓSTUDAGUR 21. maí 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðuleikararnir Þriðji þáttur. Gestur prúðuleik- aranna er Joan Baez, þjóðlaga- söngkona. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 21.05 Á döfinni Umsjón: Karl Sigtryggsson. 21.20 Hringborðsumræður um málefni Reykjavíkur Þátttakendur eru einn fulltrúi frá hverjum framboðslistanna við borgarstjórnarkosningarn- ar. Umræðustjóri: Ingvi Hrafn Jónsson. Stjórnandi beinnar út- sendingar: Maríanna Friðjóns- dóttir. 22.55 Vasapcningar (L’argent de poche.) Frönsk bíómynd frá árinu 1976. Leik- stjóri: Francois Truffaut. Aðal- hlutverk eru i höndum þrettán barna á aldrinum tveggja vikna til fjórtán ára. Veröld barnanna, og það sem á daga þeirra drífur, stórt og smátt, er viðfangsefni myndar- innar, hvort sem um er að ræöa fyrsta pela reifabarnsins eða fyrsta koss unglingsins. En börnin eru ekki oin í veröldinni, þar eru lika kennarar og for- cldrar og samskiptin við þá geta verið með ýmsu móti. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 00.35 Dagskrárlok 16.40 Mættum við fá meira að heyra Samantekt úr íslenskum þjóð- sögum um galdramenn. Um- sjón: Anna S. Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir. Lesarar roeð heim: Evert Ingólfsson og Vilmar Pétursson. (Áður útv. 1979). 17.00 Siðdegistónleikar: Ungverska filharmóníusveitin leikur „Dans drekans”, ball- etttónlist eftir Zoltán Kodály; Antal Dorati stj./Fílharmóníu- sveitin í Brno leikur „Slavneska svítu“ eftir Vítézslav Novák; Karel Sejna stj./Daniel Benya- mini og Parisar-hljómsveitin leika Viólukonsert eftir Béla Bartók; Daniel Barenboim stj. KVOLDID 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.40 Á vettvangi 20.00 Lög unga fólksins 20.40 Kvöldvaka a. Einsöngur: Ólafur Magnús- son frá Mosfelli syngur íslensk lög. Fritz Weisshappel leikur með á píanó. b. Um Stað i Steingrímsfirði og Staðarpresta Söguþættir eftir Jóhann Hjalta- son fræðimann. Hjalti Jó- hannsson les fjórða og síðasta hluta. c. Þórður kakali og Bjarni frá Sjöundá Tvö söguljóð eftir Elias Vagn I>órarinsson á Hrauni í Dýra- firði. Höskuldur Skagfjörð les. d. Vermaður sjö vetur og bíl- stjóri eftir það Guðjón B. Jónsson lítur til baka og segir frá reynslu sinni á tveimur ólíkum sviðum. e. Kvæðalög Magnús J. Jóhannsson kveður nokkrar stemmur við vísur eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Úr minningaþáttum Ronald Reagans Bandaríkjaforseta Óli Hermannsson þýddi. Gunn- ar Eyjólfsson leikari byrjar lest- urinn. 23.00 Svefnpokinn Umsjón: Páll Þorsteinsson. 00.50 Fréttir. Ilagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.