Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Kópavogur í Kópavogi, sem í dag telur rétt um fjórtán þúsund íbúa, hefur umræðu um skólamái borið hvað hæst á þessu kjörtímabiii og sýnist sitt hverjum um framtíðarlausn þeirra mála. Ekki fer hjá því að skólamálin beri á góma í kosningabaráttunni, en margt fleira er sett á oddinn svo sem gatnagerðar- framkvæmdir, fjármál og fleira. Þá hefur frambjóðendum í Kópavogi orðið tíðrætt um lagningu svonefnds Kópavogsræsis, ræsi úr Kópavogsdal út í sjó. Þeir sem aka daglega yfir brúna í Kópavogsdal, að ekki sé talað um þá sem búa í nágrenninu, geta áreiðanlega tekið undir yfirlýsingar um nauðsyn þessarar framkvæmdar, en hún mun nokkuð kostnaðarsöm. Að þessu sinni eru fjórir listar í boöi en í síðustu bæjarstjórnarkosningum voru þeir sex. í bæjarstjórn sitja 11 fulltrúar, þrír frá tveimur listum Sjálf- stæðisflokksins, einn af S-lista, tveir af D-lista. Þá tveir alþýðuflokksmenn, tveir framsóknarmenn, þrír alþýðubandalagsmenn og einn af Borgarlistan- um. Sjálfstæðismenn bjóða nú fram sameinaðan lista, en Borgaralistinn býður ekki fram. Meirihlutann í dag mynda Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur. Flokkarnir fjórir efndu til sameiginlegs prófkjörs 6. mars sl. 2.604 tóku þátt í prófkjörinu en á kjörskrá eru 8.927. 41% þátttakenda hlutaðist til um niðurröðun lista Sjálfstæðisflokks, 23,04% Alþýðubandalags, 21,7% Fram- sóknarflokks en Alþýðuflokks 14,25%. Ef niðurstöður prófkjörsins eru marktækar hvað varðar fylgi flokkanna í komandi kosningum má búast við nokkurri sveiflu hvað varðar niðurstöður þeirra. Samkvæmt niðurstöðu prófkjörsins fengju sjálfstæðismenn 5 menn, Alþýðubandaiag 3, Framsókn 2 og Alþýðuflokkur 1. í kosningunum á laugardag gefst Kópavogsbúum tækifæri á að segja sína meiningu um hundahald í Kópavogi, hvort það skuli leyft eða bannað áfram. Texti F.P. Ljósm. Emilía. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins: Það er ekki réttlátt að Kópavogsbúar greiði hærri skatta en Garðbæingar Lækkum álögur niður í það sem þær voru í okkar stjórnartíð „I>að verður kosið um Sjálfstæðis- flokkinn eða vinstri flokkana," sagði Kirhard Björgvinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, er Mbl. hitti fimm af sex efstu að máli í Kópa- voginum nýverið til að forvitnast um stöðu mála og hvað frambjóðendurnir settu á oddinn. Ásthildur Pétursdótt- ir, sem skipar þriðja sætið var stödd erlendis þennan dag, en hún er les- endum Mbl. vel kunn fyrir störf sín í þágu aldraðra og var hún einmitt stödd erlendis sem fararstjóri með hóp aldraðra. Richard sagði upphafsorðum sín- um til skýringar, að vinstri menn í Kópavogi hefðu lýst því yfir að þeir hyKK* ó áframhaldandi samstarf undir leiðsögn Alþýðubandalags. „Atkvæði greidd vinstri flokkunum, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki eru því til framdráttar fyrir Al- þýðubandalagið." Richard sagði einnig, að frá því að vinstri flokk- arnir komust í meirihluta eftir síð- ustu kosningar hefðu allar álögur á bæjarbúa verið settar í hámark. Sjálfstæðismenn hefðu á stefnu- skrá sinni að lækka gjöldin niður í það sem þau voru í þeirra stjórnar- tíð og yrði það gert í áföngum á þriggja ára tímabili. „Það er ekki réttlátt," sagði hann, „að Kópa- vogsbúar þurfi að greiða hærri skatta en nágrannar þeirra í Garðabæ og á Seltjarnarnesi, þar sem sjálfstæðismenn ráða“. Punktakerfið gegn ungu fólki Bragi Michaelsson skipar annað sæti listans. Hann sagði að sjálf- stæðismenn í Kópavogi hefðu alla tíð lagt mikla áherslu á að ungt fólk gæti byggt og búið í Kópavogi. „Vinstri flokkarnir tóku upp svo- nefnt punktakerfi við úthlutanir lóða, eins og vinstri menn gerðu í Reykjavík. Þetta hefur gert ungu fólki svo til ógerlegt að fá úthlutað lóðum Við leggjum áherslu á að hraðað verði úthlutunum í nýjum hverfum sunnan og vestan Engi- hjalla og þar verði tekið sérstakt tillit til ungs fólks.“ Bragi sagði einnig að lítið hefði miðað síðasta kjörtímabil hvað varðar framhaldsskólanám í bæn- um. Sjálfstæðismenn legðu áherslu á að komið yrði á fót samræmdum framhaldsskóla sem aukið gæti námsmöguleika innan bæjarins. „Bæjarstjórnin hefur nýverið sam- þykkt að efna til slíks skólahalds á komandi hausti. En húsnæðismál slíks skóla er eitt brýnasta verkefni sem leysa þarf strax að afstöðnum kosningum." Eill þekktasla einkaframlak einslaklinga og félagasamtaka á síðustu árum er eflaust bygging heimilis fyrir aldraða í Kópavogi, sem verið er að fullgera þessa dagana. Kagnhildur Guðbrandsdótlir þáverandi elzti íbúi Kópavogs lók fyrstu skóflustunguna á kjörtímabilinu. Var þessi mynd þá tekin. Kimm af sex efstu frambjóðendum Sjálfsta'ðisflokksins. Talið frá vinstri: Jóhanna Thorsteinsson, Guðni Slefánsson, Kichard Björgvinsson, Arnór Pálsson og Bragi Michaelsson. Holan til vitnis um framkvæmdaleysið Guðni Stefánsson skipar fjórða sætið. Hann kvað stöðnun hafa orð- ið í öllu atvinnulífi bæjarins. Lóða- úthlutanir til atvinnurekstrar á kjörtímabilinu mætti telja á fingr- um annarrar handar. Þá hefði upp- bygging miðbæjarsvæðisins, sem lögð hefði verið mikil rækt við á árunum 1974 til 1978 alveg stöðvast. „Meirihlutinn lét grafa eina stóra holu á svæðinu á fyrsta ári kjör- tímabilsins og síðan hefur ekkert gerst. Holan stendur enn til vitnis um framkvæmdaleysi þeirra,“ sagði hann. Ljúkum varanlegri gatnagerð í fimmta sæti er Arnór Pálsson. Arnór kvað gatnagerðarfram- kvæmdir eða réttara sagt fram- kvæmdaleysi vera sér efst í huga. „Við stefnum að því að lokið verði varanlegum frágangi núverandi gatnakerfis á næstu fjórum til fimm árum. Þá er orðið bráðnauð- synlegt að leggja holræsið í Kópa- vogsdal. Með því opnast leið til nýt- ingar Suðurhlíðar í Fífuhvamms- landi, en það er eitt fallegasta byggingarland á höfuðborgarsvæð- inu í dag.“ Nánast ekkert verið gert í skólamálum Jóhanna Thorsteinsson skipar sjötta sætið. Hún sagði að af mörgu yrði að taka á næsta kjörtímabili. Nánast ekkert hefði verið gert í skólamálum á kjörtímabilinu, en brýnt væri að hraða uppbyggingu Snælandsskóla og Digranesskóla. Þá hefði orðið stöðnun í dagvistar- og leikskólamálum. „Á árunum 1974 til 1978 tvöfölduðum við dag- vistarpláss í bænum, en á þessu kjörtímabili hefur eingöngu verið lokið við eina viðbyggingu með 17 plássum." Fimmmenningarnir voru bjart- sýnir á úrslit kosninganna. Þau sögðu úrslit prófkjörsins gefa til- efni til að ætla að þau næðu fimmta manni inn. „En til þess að svo megi verða þarf allt sjálfstæðisfólk að leggja sitt af mörkum og vinna vel á kjördag," sögðu þau að lokum. 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.