Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 36
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Þakkarávarp Hjartans þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig á 95 ára afmæli mínu 12. maí sl. með heillaóskum, heimsóknum oggjöfum. Sérstaklega þakka ég starfsfólki spítalans. Guð blessi ykkur öll. Systir Alhina St. Jósefsspítalinn, Ilafnarfirði. Stúdenta • •• r r gjotin i ar STEINBLÓM — sérhannaður vasi fyrir stúdenta Hönnuðir Steinblóma, Eydís og Þór, hafa sérunnið veglegan minjagrip fyrir stúdenta 82. Steinblómið er fagurlega skreytt villtu móasefi (J. TRIFIDUS) tínt í landi Egils Skallagrímssonar. á Borg á Mýrum. GJÖF Á HAGSTÆÐU VERÐI — TAKMARKAÐ UPPLAG. f&iít LAUGAVEGI40 REYKJAVÍK SIMI 16468 Síðasta námskeið um Ritvinnslu I á vorönn verður haldið í Sal Tölvufræðslufélagsins, Ármúla 36, 3. hæð, dagana 24.—28. maí kl. 09—13. L«éób*én«ndur: Með ritvinnslu er átt viö þá vinnu sem felst í því aö semja, vélrita og prenta út bréf eöa skjöl meö aöstöð tölva. Rit- vinnslukerfi hafa nú þegar rutt sér til rúms viö fjölmörg fyrirtæki á íslandi. Þörf fyrir kunnáttu á þessu sviöi er því mikil. Kolbrún Þórhallsdóttir Á námskeiöinu veröur gerð stutt grein fyrir uppbygg- ingu tölva og notkun þeirra. Síöan eru þátttakendur þjálfaðir i notkun ritvinnslukerfisins ETC. ETC er öfl- ugt kerfi sem býöur upp á flesta kosti annarra kerfa. en aö auki getur þaö hagnýtt sér kosti stórrar tölvu- samstæöu. Námskeiðið er ætlað riturum sem vinna við bréfa- skriftir, skýrslugeröir, vélritun greinargeröa, út- skrift reikninga eða annars konar textavinnslu. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags- ins í síma 82930. Tölvufræðsla. STJÓRNUNARFÉLAG fSIAN SÍDUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Akureyri AKUREYRI — höfuðstaður Norðurlands er þriðji stærsti kaupstaður landsins. íbúafjöldi Akureyrar var 1. desember síðastliðinn 13.594 og hefur vaxið ört á síðustu árum. Akureyri er þjónustumiðstöð fyrir frjósamar sveitir Eyjafjarðar, sjávarútvegur stendur traustum fótum og iðnaður hefur staðið í blóma. Menningar- og listalíf er öflugt og Akureyri er mikill skólabær. En Akureyringar þurfa að hyggja að framtíð og til vaxtar þurfa nýjar greinar iðnaðar að skjóta þar rótum, líkur benda til að á komandi árum verði deilt um leiðir til frekari iðn- væðingar og þá fyrst og fremst um orkufrekan iðn- að. Staðan í pólitíkinni er um margt óljós. Samtök frjálslyndra, sem hafa átt einn fulltrúa á kjörtíma- bilinu, bjóða ekki fram og bæjarfulltrúi þeirra er hvergi í kjöri. í staðinn hefur Kvennaframboðið skotið rótum og virðist eiga töluverðu fylgi að fagna. Vinstri flokkarnir, Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Samtökin hafa myndað meirihluta bæjarstjórnar síðastliðin átta ár, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minnihluta. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hvor um sig 3 fulltrúa í bæjarstjórn, Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn 2 og Samtökin 1. Líkur benda til að Kvennaframboðið sæki fylgi sitt fyrst og fremst til vinstri flokkanna, þá einkum Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagins. Sjálf- stæðismenn þykja stilla upp öflugum lista og jafnvel talið að flokkurinn muni vinna mann, en hitt þykir líka jafnvíst að Kvennaframboðið muni koma manni eða mönnum að. Spennandi og tvísýnar kosningar eru því í aðsigi á Akureyri. Frumkvæðið komi frá okkur sjálfum — rætt við Gísla Jónsson, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri „ÁTÖKIN hér eru um það hvort á Akureyri eigi að vera næsta kjör- tímabil sterkur og samhentur meirihluti undir forustu sjálf- stæðismanna, eða eins og verið hefur tvö síðustu kjörtímabil sundurlyndur meirihluti vinstri flokkanna, fjögurra flokka," sagði Gísli Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, í samtali við Mbl. Iðnaöarráöherra: Engu þröngvað upp á ráðvillta forustu „Upp á síðkastið hefur sjaldan verið á það að ætla, hvernig meiri- hlutinn stæði að málum, klofnaði og splundraðist. Þetta hefur haft alvarlegastar afleiðingar í sam- bandi við atvinnumál. Sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn mörkuðu sérstaka atvinnumálastefnu með bókun í desember 1980 og henni hefur verið fylgt eftir með starfi okkar og tillöguflutningi, svo og nú í kosningaávarpi okkar og mál- efnayfirlýsingu. Meirihlutaflokkarnir sam- þykktu um svipað leyti tvær mis- munandi tillögur, og átti önnur þeirra að heita stefna meirihlut- ans í atvinnumálum. Einingin var þó ekki meiri en svo, að viku Gísli Jónsson seinna gerðu þeir enn nýja sam- þykkt til þess að þóknast betur Al- þýðubandalaginu, enda höfum við Akureyringar fengið að heyra það, að ekki væri mark á okkur takandi í þessum efnum. Ástæðulaust væri að þröngva upp á okkur úrbótum í atvinnumálum þar sem við vissum ekki sjálfir hvað við vildum. Þann- ig sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, fyrir skemmstu í þingræðu í umræðu um uppbygg- ingu nýiðnaðar á íslandi, að það „eigi ekki að vera að troða slíkum fyrirtækjum upp á heimamenn af hálfu utanaðkomandi aðila, af ríkisvaldinu eða öðrum, heldur þurfi menn að ná saman heima fýrir um áform í þessu efni". Óhætt er að fullyrða að margir líta nú með nokkrum kvíða til framtíðarinnar, eins og samþykkt- ir ýmissa félaga og hagsmunaað- ila bera vott um. Sundrung meirihlutaflokkanna er orðin slík, að fyrsti frambjóð- andi Alþýðubandalagsins lýsir að- alsamstarfsflokknum, Framsókn- arflokknum svo orðrétt: „Nærri því jafnvel og Framsókn sem ein- att hefur haft einn með, annan á móti og þann síðasta meiningar- lausan." Til þess verður horft hvernig menn hafa staðið við loforð sín. Málefnayfirlýsing meirihlutans hófst á hástemmdum heitstreng- ingum um atvinnumál, en við þær heitstrengingar hefur ekki verið staðið, eins og ljóst má vera að framansögðu. Heitið var áætlun um framkvæmdir á vegum bæjar- ins, en hún hefur ekki séð dagsins ljós. Sömuleiðis var heitið áæltun um úrbætur í dagvistunarmálum. Hún hefur heldur ekki komið Valgerður G. Hall- dórsdóttir — Níræð í ævi hvers manns verða merkir áfangar með einum eða öðrum hætti. Elskuleg amma mín, Valgerður Halldórsdóttir, Akranesi, nær í dag, 20. maí, einum slíkum áfanga, níutíu ára afmælisbarn. — og hve elskulegt afmælisbarn. Við sem enn erum einhversstað- ar aftar í áraröðinni njótum af mannkostum þínum og ástúð. Það er okkur öllum ómetanlegt að þekkja slíkan persónuleika sem þú ert. Ég veit að þú ert ekki gefin fyrir hól þegar það snertir sjálfa þig, en engu oflofi hefur þú verið hlaðin, þú ert heil og sönn í öllu. Á svo langri ævi sem þinni, hef- ir margt borið við. Uppvaxtarár þín hafa trúlegast verið með öðr- um hætti en hjá börnum okkar í dag. Sem fulltíða kona hefir þú haldið uppi reisn og myndarskap þíns stóra heimilis við hlið afa, Sigurðar Símonarsonar. Og allt hefir þér farist svo vel amma mín, og ég veit að þið afi hafið bæði haft sama leiðarljós, eins og kem- ur fram í kveðskap hans, og mig langar að tilfæra hér lítið stef úr; „lljálpa mér GuA ad hugsa gott og haj»a nvo gjörðum mínum, að hreytni mín öll þetw beri vott aö boðum ég trúi þínum. (fleéin er besta gjafa fé nem gildir um heim.sin.s álfur, ef gleAi þú vilt þér gefín aé þá gefAu’hana öArum sjálfur.“ Megi svo góður Guð umvefja þig elsku sinni og gefa þér glaðan af- vinum. Þinn Bóbó ★ Valgerður tekur á móti gestum sínum kl. 15—18 í dag í Templara- húsinu á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.