Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 42
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982
Sanngjarn sigur Víkinga
VÍKINGAR unnu í gærkvöld sann-
gjarnan sigur á Keflvikingum er liö-
in mættust á grasvellinum í Njarð-
vík. Lokatölur urðu 1—0, Vikingi i
vil, og hefði sigur liðsins getað orðið
enn stærri ef liðið hefði nýtt þau
marktækifæri sem gáfust. Sér i lagi
voru Helga Helgasyni mislagðir fæt-
ur í leiknum. Það er ekki á hverjum
degi sem honum gefst færi á að
skora fjögur mörk í leik, en slíkt
bauðst í gærkvöld. Helgi var hins
vegar ekki í essinu sínu og skoraði
aðeins einu sinni úr fjórum úrvals-
færum.
Það var einmitt hann, sem skor-
aði sigurmark Víkinganna á 41.
mínútu leiksins. Hann braust bá
laglega fram vallarmiðjuna og
sendi knöttinn í bláhornið vinstra
megin, án þess Þorsteinn Bjarna-
son, sem annars varði mark Kefl-
víkinga af stakri prýði, fengi rönd
við reist. Mark þetta var einkar
fallegt og hæfði vel sem sigur-
mark.
Helgp hefði þó getað verið búinn
að skora tvisvar sinnum áður en
sigurmarkið leit dagsins ljós. Á
27. mínútu fengu Víkingar rétti-
iega dæmda vítaspyrnu, er Helga
Helgasyni, þeim eina sanna, var
brugðið innan vitateigs af Gísla
Eyjólfssyni. Hreiðar Jónsson,
dómari leiksins, sem hefði að
ósekju mátt taka fastar á sumum
IFK-Gautaborg
sigraði Hamborg
— glæsilegur árangur sænska liðsins
SÆNSKA knattspyrnuliðið
IFK Gautaborg kórónaði glæsi-
lega frammistöðu sína i UEFA-
keppninni I knattspyrnu i
gærkvöldi er liðið sigraði Ham-
borg SV í Hamborg 3—0, í síð-
ari leik liðanna í úrslitum
keppninnar. Fyrri leik liðanna
lauk líka með sigri IFK Gauta-
borg, 1—0. Þetta er í fyrsta
sinn sem lið frá Svíþjóð nær að
sigra í Evrópukeppni í knatt-
spyrnu. Vakti frammistaða liðs-
ins gifurlegan fögnuð í Svíþjóð
í gærkvöldi, að sögn frétta-
skeyta frá AP.
Það var uppselt á leik lið-
anna í gærkvöldi á heimavelii
Hamborg SV. 62 þúsund
Ó horfpn^nr Vfi***! yv»g*»fií» f»í
"yiu *Uwvv*a mii
þess að sjá heimaliðið vinna
UEFA-keppnina en alla síð-
ustu viku töluðu leikmenn
Hamborg eins og það væri
aðeins formsatriði að vinna
Svíana heima. En annað varð
uppi á teningnum. Sænsku
leikmennirnir mættu gífur-
lega ákveðnir til leiks og
sýndu af sér ótrúlegan bar-
áttuvilja og léku um leið
skynsamlega knattspyrnu.
Liðið varðist vel en hafði vak-
andi auga fyrir skyndisókn-
um. Á 26. mínútu uppskáru
þeir svo mark. Corneliusson
skoraði með föstu skoti eftir
góða fyrirgjöf frá Tommy
Holmgren, sem hafði brotist
upp kantinn. Þannig var
staðan í hálfleik. Mark Sví-
anna kom eins og köld
vatnsgusa framan í leikmenn
Hamborg, sem áttu í miklum
eriðleikum með að brjótast í
gegnum sterka vörn IFK.
Á 62. mínútu siöari hálf-
leiks skoraði svo Nilsson og
aðeins þremur mínútum síð-
ar var dæmd vítaspyrna á
Hamborg er brotið var gróf-
!ega á Nilsson inn í markteig.
Frederiksson skoraði örugg-
lega úr vítinu, og innsiglaði
glæsilegan sigur, 3—0, á úti-
velli. Fjögur þúsund sænskir
áhorfendur voru mættir til
að hvetja lið sitt og réðu þeir
sér ekki fyrir fögnuði er
leikmenn Gautaborgarliðsins
hlupu heiðurshring á vellin-
um með Evrópubikarinn eftir
að leiknum lauk og verð-
launaafhendingin hafði farið
fram.
v&5Toig y=o
Ve-B=9,vrv\ HeFtoiST
H-, it'iEr <ís'ic^oe -
HVJt-uCrfV ocr
peTte
SKToeA SÍTT HUOET
hat=v4,
i^5j
brotanna, var ekki í nokkrum vafa
er hann benti á vítapunktinn.
Slíkur var asinn hins vegar á
Helga við framkvæmd vítaspyrn-
unnar að engu var líkara en
heimsendir væri í nánd. Spyrna
hans var vel framkvæmd, en small
í hægri marksúluna og þeyttist
þaðan þvert yfir teiginn þar sem
hættunni var afstýrt. Aðeins fjór-
um mínútum síðar fékk Helgi
gullið tækifæri til að skora. í það
sinnið skipti hann þó um og
spyrnti í vinstri marksúluna.
Tækifæri Keflavíkur voru ekki
mörg í síðari hálfleiknum, en tví-
vegis mátti þó Ögmundur Krist-
insson taka á honum stóra sínum
eftir góðar tilraunir heimamanna
til að koma knettinum í netið.
Bestir í liði ÍBK voru þeir Krist-
inn Jóhannesson og Þorsteinn
Bjarnason í markinu. Hjá Víkingi
voru þeir bestir Heimir, Stefán
Halldórsson og Jóhannes Bárðar-
son, sem þó var oft óþarflega gróf-
ur. Áhorfendur voru 715.
IBV sigraði
ÍBÍ 2—1
ÍBÍ MÁTTI sætta sig við að tapa
fyrir liði ÍBV 1—2 á heimavelli sín-
um í gærkvöldi er liðin mættust í
1. deild. Leikur liðanna var mjög
skemmtilegur á að horfa og leikin
var góð knattspyrna hjá báðum lið-
um. ísfirðingar áttu mun meira í
leiknum, sérstaklega þó fyrri hálf-
leik. Og tvívegis í leiknum yfírsást
dófnaranum illa þegar hefði átt að
dæma vítaspyrnur á ÍBV.
Það var Gústaf Baldvinsson,
fyrrum leikmaður með ÍBV, sem
skoraði hjá sínum gömlu félög-
um strax á 5. mínútu. Markið
kom eftir góða samvinnu hans
og Jóns Oddssonar. ÍBV jafnaði
metin þegar mjög vafasöm víta-
spyrna var dæmd á ÍBÍ á 8. mín-
útu. Ómar Jóhannsson skoraði
úr vítinu. Staðan var því jöfn í
hálfleik, 1—1. Jóhann Georgsson
skoraði sigurmark ÍBV á 75.
mínútu leiksins, mjög laglega.
Eyjamenn hafa því^fengið óska-
byrjun á mótinu, unnið tvo
fyrstu leiki sína.
Lið ísfirðinga átti mörg góð
marktækifæri í leiknum og var
óheppið að ná ekki að skora fleiri
mörk. Bestir í jöfnu og góðu liði
ísafjarðar voru þeir Jón
Oddsson, Ámundi Sigmundsson,
Jóhann Torfason og örnólfur
Oddsson sem gætti Sigurláss
mjög vel. Bestir í liði ÍBV voru
þeir Ómar Jóhannsson og bræð-
urnir Kári og Sigurlás Þorleifs-
synir. Áhorfendur á leiknum
voru 630, gul spjöld voru engin.
Dómari .í leiknum var Rafn
Hjaltalín og voru honum mjög
mislagðar hendur í dómgæsl-
unni. Jens./ ÞR.
Stórt núll í Laugardal
KR og KA skiptu með sér stigun-
um í hrikalega slökum 1. deildar
leik á Laugardalsvellinum í gær-
kvöldi. Lokatölurnar endurspegla
gang leiksins og segja meira um
hann en mörg orð. 0—0. Vonandi
verða leikir á borð við þennan ekki
margir í sumar. Annars geta bæði
liðin vel við unað, þau eru bæði tap-
laus eftir tvær fyrstu umferðir móts-
ins og hafa tvö stig hvort. Þokkaieg
byrjun.
Leikurirm var allan tímann í
járnum, mjög jafn og mikil bar-
átta. En kappið bar alla forsjá
slíku ofurliði að veslings forsjáin
átti sér aldrei viðreisnar von.
Spörk út um hvippinn og hvapp-
inn voru á boðstólum, einkum og
sér í lagi til mótherja, eða upp á
áhorfendastæðin. Samleikur sást
varla og voru menn hreinlega
farnir að horfa tii veðurs er Aðal-
steinn þurfti að verja vel góðan
skalla frá Magnúsi Jónssyni.
Sjálfur hafði Aðalsteinn lagt
KJÚ i(=H>£TVfre»J£-
'l U3FTÍ OÍT WOG>
REciÆueAoer
z>-ya
’->'TýJ"S Eieo x'|i__
Seeuee "~r
LeiOOtivJUvj
Hoes-veTJ
eiOHÆetruH
RCMT
T'-T. LOkrS T
SfcoesA v_/ihmoTtjct-
knöttinn þá fyrir fætur KR-inga.
Þetta var á 32. mínútu og eina
marktækifæri fyrri hálfleiks.
Snemma í seinni hálfleiknum átti
Erlingur Kristjánsson þrumuskot
í stöng hjá KR af löngu færi og
nokkru síðar skallaði Ásbjörn
naumlega fram hjá. Undir lokin
varði Aðalsteinn í marki KA vel
frá Sigurði Indriðasyni sem hafði
prjónað sig í gegn. Fleira mark-
vert gerðist ekki í þessum leik þótt
ótrúlegt sé.
í stuttu máli:
íslandsmótið í 1. deild,
Laugardalsvöllur: KR:KA 0—0
Gul spjöld: Sæbjörn Guðmunds-
son, Sigurður Pétursson, Erlingur
Kristjánsson og Gunnar Gislason.
Dómari: Óli Ólsen. Hann dæmdi í
heild vel, en hefði mátt vera sjálf-
um sér samkvæmari. Þannig bók-
aði hann Gunnar Gíslason fyrir
brot aftan frá, en bókaði t.d. Sig-
urð Pétursson ekki fyrr en við
þriðja ruddabrotið af sama tagi.
Og Guðjón Hilmarsson komst upp
með tvö slík önnur og fór aldrei í
bókina. — gg.
1. deild
Tveir leikir
í dag ÍA—Valur
og Fram—UBK
TVEIR leikir fara fram í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu í dag.
ÍA og Valur leika á Akranesvelli kl.
14.30. Og þar má búast við hörku-
leik eins og ávallt þegar þessi lið
leika saman. Þá leika Fram og UBK
á Laugardalsvellinum kl. 20.00.
Þetta eru fyrstu heimaleikir ÍA og
Fram í mótinu að þessu sinni. Bæði
lið Fram og UBK tefla fram ungum
liðum og verður fróðlegt að sjá
hvernig leikur þeirra verður.
Knattspyrnudeild Fram mun út-
nefna mann leiksins eins og gert var
í fyrra og verða honum veitt verð-
laun frá Bókaforlaginu Iðunni.
— ÞR.
Vormót ÍR
VORMÓT ÍR í frjálsum íþróttum fer
fram á Laugardalsvellinum í dag og
hefst kl. 14.30. Meðal keppnisgreina
er minningarhlaup í 3000 m um Jón
Kaldal. Átján hlauparar eru skráðir í
hlaupið. Glæsileg verðlaun sem
kosta tíu þúsund krónur verða veitt
sigurvegaranum. — ÞR.
BEINT FUJG í SÓLINA OG SJÓIN
þríggja vikna crfslöppun
AÐALSTRÆTI 9
FERÐA
MIÐSTODIN
S. 28133