Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 44
VELDUR HVER Á HELDUR * flf T k. x-D
x® FYRIR REYKJAVÍK
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982
Geir Hallgrímsson á fundi I gær:
Enn er verk að vinna
- stór hópur kjósenda hefur ekki tekið afstöðu
„SENN ERU LIÐIN fjögur ár frá þeirri örlaganótt þegar vid töpuöum Reykja
vík. I>að voru dimmir dagar sem eftir fylgdu og þá var spáð að sjálfstæðismenn
fengju aldrei meirihluta í borgarstjórn aftur,“ sagði Geir Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins á fundi sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík gekkst fyrir á Hótel Borg í gær.
„Reykjavík hefur verið illa stjórn-
að af vinstri mðnnum, höfuðborgin
hefur drabbast niður. Þjónustufyr-
irtæki borgarinnar eins og Hitaveit-
an og Rafmagnsveitan, hafa verið
tekin kverkataki af vinstri mönnum
í ríkisstjórn og borgarstjórn, svo að
þau eru nú á heljarþröm," sagði
Geir.
„Það er tími til kominn að
Reykjavík fái á ný þá stjórn sem
hún á skilið, tími er kominn til að
Reykvíkingar njóti á ný þeirrar for-
ystu sem þeim ber. Sjálfstæðismenn
einir geta veitt þá forystu, og nú er
sú stund að renna upp að við fáum
tækifæri til að endurheimta meiri-
hlutann í borgarstjórn, vígið sem
tapaðist fyrir fjórum árum,“ sagði
Geir.
Hann varaði við óhóflegri bjart-
sýni og skoðanakönnunum sem spá
stórsigri. Það eina sem gilti væru
atkvæðin. Stór hluti kjósenda væri
ekki búinn að ákveða hvern hann
kysi. „Munum að í síðustu kosning-
um skiptu nokkrir tugir atkvæða
sköpum. Það er því enn verk að
vinna og hver og einn er kaliaður til
ábyrgðar," sagði Geir.
„Við erum komin á elleftu stundu,
það er ekki mikill tími til stefnu, að
spyrna við fótum og breyta til.
Sjálfstæðisflokkurinn einn, hefur
styrk og þrótt til að leiða þjóðina út
úr þeim ógöngum sem fjögurra ára
vinstri stjórn hefur leitt okkur í.
Kosningarnar á laugardaginn snú-
ast um það hvort Reykjavík fær
sterka stjórn meirihluta sjálfstæð-
ismanna á ný og þær snúast um það
hvort Sjálfstæðisflokkurinn verður
á ný það forystuafl í þjóðmálum
sem þjóðinni gefst best,“ sagði Geir
Hallgrímsson.
Sjá frásögn á miðopnu.
Vilhjálmur Þ. Gíslason
fv. útvarpsstjóri látinn
VILHJÁLMUR Þ. Gíslason, fyrrver-
andi útvarpsstjóri, andaðist í Reykja-
vík í gær á áttugasta og fimmta aldurs-
ári. Hann var fæddur í Reykjavík 16.
september 1897. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Gíslason ritstjóri þar og eig-
inkona hans Þórunn Pálsdóttir.
Vilhjálmur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1917.
Meistaraprófi í íslenzkum fræðum
lauk hann frá Háskóla íslands 1923,
en stundaði síðan framhaldsnám
erlendis. Hann var skólastjóri
Verzlunarskóla íslands 1931 til 1953
og útvarpsstjóri frá 1953 til 1967.
Hann var einnig fréttamaður út-
varps frá upphafi, 1930 til ársins
1935 og ráðunautur útvarpsráðs
1935—53. Einnig var hann um tíma
blaðamaður við Lögréttu, Óðin og
Morgunblaðið. Hann var ritstjóri
Lögréttu 1932 til 1936.
Vilhjálmur gegndi fjölda trúnað-
arstarfa um ævina og eftir hann
liggja fjölmörg rit, jafnt eigin
hugsmíðar sem þýðingar.
Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms
er Inga Árnadóttir. Þau eignuðust
þrjú börn.
í gær voru útskrifaðir 95 stúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Breióholti. Þessi þrjú voru í þeim hópi, en þau eru
Geir Sigurðsson, Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir og Alda Steingrímsdóttir. Ljósm. Mbi.: Krístjín
Einkarekstur heilsugæslustöðva
yki aðhald að opinberum stöðvum
- er samdóma álit nefndar Svavars Gestssonar um heilsugæslustöðvar
í ÁLITI nefndar um heilsugæslukerfi i
Reykjavík, sem skilaði áliti fyrr á
þessu ári, kemur meðal annars fram,
að allir nefndarmenn eru sammála um
að komið veröi á einkarekstri heilsu-
gæslustöðva. Athygli vekur, að for-
maður nefndarinnar er fulltrúi Al-
þýðubandalagsins, Ragnar Árnason
hagfræðingur, skipaður af Svavari
Gestssyni heilbrigðisráðherra, og einn-
ig á sæti í nefndinni Adda Bára Sig-
fúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins. Um þetta segir m.a. svo i kafla
er ber yfirskriftina „Einkarekstur
heilsugæslustöðva":
„Það skipulag, sem nefndinni líst
best á í þessu efni, er, að hópur
heilsugæslufólks taki sig saman um
að reka heilsugæslustöð. Þessi hóp-
ur og annað heilsugæslustarfslið
séu opinberir starfsmenn með sömu
laun og tíðkast á venjulegum heilsu-
gæslustöðvum. Á hinn bóginn greiði
hið opinbera einungis fasta fjárhæð
til almenns rekstrarkostnaðar þess-
arar heilsugæslustöðvar, t.d. sömu
fjárhæð og það myndi leggja til
sambærilegrar heilsugæslustöðvar í
opinberum rekstri.“
Nefndin telur að einkarekstrar-
skipulag, eftir ofangreindum línum,
geti orðið til þess að auka rekstrar-
aðhald að opinberum heilsugæslu-
stöðvum og greiða leið rekstrarend-
urbóta inn í kerfið í heild."
Katrín Fjeldsted á útifundi sjálfstæðismanna:
Valdið er ykkar, Reykvíkingar
„EF EG verð kjörin í borgar-
stjórn Reykjavíkur vil ég við-
hafa þá vinnuhætti að hafa
sem nánasta samvinnu við
íbúa borgarinnar. Ég ætla að
hlusta vel líka á andstæð-
ingana, og ég mun hiklaust
endurskoða afstöðu mína þeg-
ar þess þarf. En umfram allt
nána samvinnu — valdið er
hjá ykkur, Reykvíkingar,— og
ég hlakka til þeirrar samvinnu
því að ég hef að undaníornu
farið á marga vinnustaðafundi
og kynnst fjölda fólks. Þar
hefur verið góð stemmning,
hlýhugur og mikill áhugi á
borgarmálefnum," sagði Kat-
rín Fjeldsted, sem skipar 11.
sætið á lista sjálfstæðismanna
í borgarstjórnarkosningunum,
á útifundi D-listans á Lækjar-
torgi síðdegis í gær.
„Ég var beðin að koma og
berjast fyrir einstaklings-
frelsi," sagði Katrín, „og það
vil ég svo sannarlega. I ein-
staklingsfrelsi felst jafnrétti í
reynd. Reykjavík hefur verið
stjórnað af 3 vinstri flokkum
síðasta kjörtímabil og allir
hafa þeir lýst yfir áhuga á
áframhaldandi vinstra sam-
starfi. Fram á sjónarsviðið
hefur komið framboð kvenna,
sem flestar eru vinstri sinnað-
ar.
I kosningunum á laugardag-
inn kemur eru tveir valkostir:
Áframhaldandi vinstri meiri-
hluti eða styrk stjórn kjörins
meirihluta sjálfstæðismanna.
Valdið er ykkar, Reykvíkingar!
Við skoðum fortíð og nútíð,
þegar við byggjum okkur fram-
tíð. Við sjálfstæðismenn vilj-
um draga lærdóm af gamla
tímanum — stefnum ekki gegn
gamla tímanum eins og sumir
ætla að gera ... hvernig sem
menn fara nú að því.“
Og Katrín Fjeldsted sagði
einnig: „Þessa dagana eru
margir að ljúka prófum. Ungt
fólk fer út í atvinnulífið, sumir
um stundarsakir, aðrir að
hefja lífsstarf sitt. Við þetta
fólk vil ég segja: Við viljum
byggja á reynslu forfeðranna
til að skapa framtíð börnum
okkar, enda — þeirra er fram-
tíðin. Ég legg til að við sýnum
þeim traust, aukum áhrif
þeirra og ábyrgð. Þetta er
þeirra borg, þau þurfa að ráða
meiru."