Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 ! i I I i I i Bifreiðarákjördag D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hin- um ýmsum bifreiðastöðum D-listans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuöningsmenn listans aö bregðast vel við og leggja listanum lið m.a. með því að skrá sig til aksturs á kjördag 22. maí. Vinsamlegast hringiö í síma 82900. Skráning bif- reiða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélag- 'v anna.______________ 11-lisfinn Bæjar- og sveitar- stjórnakosningar: Hér eru skilyrði til að byggja upp samræmd- an framhaldsskóla Utankjðrstaðakosníng Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 86735 — 86847 — 86747. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Sjálfstæöisfólk! Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem ekki verða heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram að Fríkirkjuvegi 11 alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22 Sunnudaga kl. 14—IfL BENIDORM BEINT LEIGUFLUG GÓÐiR GISTISTAÐIR BROTTFARARDAGAR: 2/6, 23/6, 14/7, 4/8, 25/8,15/9. ATH.: OKKAR VERÐ FEROASKRIFSTOFAN NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930. Rætt við Katrínu Eymundsdóttur bæjarfulltrúa — Mér er efst í huga, hvað síðasta kjörtímahil hefur verið árangursríkt og samstarfið gott hjá okkur, sem skipum meirihluta bæjarstjórnar hér á Húsavík, sagði Katrín Eymunds- dóttir bæjarfulltrúi, þegar Morgun- blaðið hafði samband við hana. Síðan spurðum við hana, hvaða áhrifum hún hefði orðið fyrir af því unga fólki, sem nú kýs í fyrsta skipti, en fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Húsavík skiptu því með sér að hafa samband við það. — Það unga fólk, sem kom til okkar og ræddi við okkur, hafði ákveðnar skoðanir á bæjarmálum og hvað því fannst aðallega vanta. Þar voru lóða- og skólamálin efst á blaði. Hér vantar framhaldsmennt- un. Margt af þessu unga fólki hefur hætt námi í eitt eða tvö ár og lang- ar til að taka þráðinn upp á nýju, en telur sig ekki hafa efni á eða treystir sér ekki til að sækja skóla í Reykjavík eða á Akureyri. Það sjónarmið kom fram, að aukin menntun skapi betri atvinnu. Þeir, sem ekki njóti framhaldsmenntun- ar verði láglaunahópur. Þá kom það fram, að unga fólk- inu finnst félagslífið hérna dauft og heldur því fram, að með öflug- um framhaldsskóla myndi það Iifna við, einfaldlega vegna þess að þá yrði það fleira hér á staðnum og næði betur saman. Hvernig viltu svara þessum kröf- um? — Mér finnst Húsavík hafa dregist aftur úr öðrum sambæri- legum stöðum hvað menntunarskil- yrði varðar og vil nefna staði eins og Sauðárkrók, Egilsstaði, Selfoss, Keflavík og ísafjörð til samanburð- ar. Hér er grunnskóli og við megum hafa tvo fyrstu bekki framhalds- skólans og í vetur höfum við haft 1. stig vélstjóranáms. En því er ekki að neita að eins og samræmdi framhaldsskólinn er hugsaður á Norðurlandi gjöldum við Akureyr- ar, af því að hún er í sama kjör- dæmi. Þó er byggðaleg staða okkar gagnvart Akureyri algjörlega sam- bærileg við Sauðárkrók. Hér eru sömu skilyrði og þar til að byggja upp samræmdan framhaldsskóla. Út úr þeirri tilraun að binda sig við tvo fyrstu bekkina hér getur aldrei komið annað er krypplingur. Sú viðleitni getur aldrei skilað því, sem til er ætlast. Þetta er hálfkák og unga fólkið finnur það. Hvað viltu segja um málefni heilsugæslunnar? — Við Húsvikingar höfum byggt upp mjög öfluga heilsugæslu og staðið að byggingu dvalarheimilis aldraðra með sveitarfélögum úr Þingeyjarsýslunum báðum. Næsta verkefni er bygging heilsugæzlu- stöðvar og er farið að vinna að und- irbyggingu hennar af fullum krafti, Katrín Kymundsdóttir en heilsugæzlan hefur verið til húsa í sjúkrahúsinu fram að þessu og er orðið alltof þröngt um hana þar. Hvað finnst þér sárast af því, sem þú náðir ekki fram á síðasta kjörtímabili? — Þetta er erfið spurning. Þegar allt kemur til alls held ég þó, að mér finnist sárast að gatnagerðar- framkvæmdunum skyldi ekki hafa skilað betur áfram og er nauðsyn- legt að leggja meiri áherzlu á þær á næsta kjörtímabili. Annars hef ég átt þann draum með sjálfri mér að hrinda af stað Fyrirtækin verða að hafa vinveitta bæjarstjórn meðan þau hafa óvinveitta ríkisstjórn Rætt við Þorvald Vestmann tæknifræðing á Húsavík „Kosningarnar snúast um at- vinnumálin. Við þurfum náttúrlega að skoða þessar stóriðjuhugmyndir nánar, hvort sem það verður papp- írsverksmiðja, trjákvoðuverk- smiðja eða eitthvað annað. Ég legg á það áherzlu, að við vitum ekkert hver niðurstaðan verður varðandi trjákvoðuverksmiðjuna. Þess vegna verðum við að hafa fleiri járn í eldinum, svo að við stöndum ekki uppi eins og glópar, ef hún reynist ekki álitlegur valkostur," sagði Þorvaldur Vestmann tækni- fræðingur í viðtali við Morgunblað- ið, en hann skipar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Húsavik. Um atvinnumálin sagði hann enn- fremur: „Umræðan snýst mikið um ný fyrirtæki, stór og smá. Það er minna talað um þau, sem fyrir eru. En þau ganga nú svona og svona og ég held, að það verði að standa á bak við þau með einhverjum hætti. Fyrirtækin verða að hafa vinveitta bæjarstjórn, á meðan þau hafa óvinveitta ríkisstjórn." — Hvað er um skipulagsmálin að segja? „Við frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hér á Húsavík höfðum samband við alla þá kjósendur, sem nú kjósa í fyrsta skipti og buðum þeim að tala við okkur. Fyrir utan skólamálin var það sameiginlegt hjá þessu unga fólki, að því fannst lóðamálin ekki í nógu góðu lagi. Lóðaframboðið er að vísu viðun- andi, en afhending lóðanna er á óhentugum tíma fyrir húsbyggj- endur, þannig að töluvert af upp- steypu húsanna dregst fram á haust eða vetur. Þær forsendur, sem aðalskipu- lagið byggðist á, hafa í sjálfu sér ekki breytzt og það ekki heldur í aðalatriðum. Hins vegar er nauð- synlegt að taka vissa þætti til endurskoðunar, þar sem ný viðhorf hafa skapast í ytri hluta bæjarins eftir að hugmyndir koíhu upp um trjákvoðuverksmiðju eða annan stóriðnað þar. Þá var óhjákvæmi- legt að nýta. þá malarnámu, sem var á því svæði, sem ætlað hafði verið til bygginga í suðurbænum, en það fer nú að losna um það aft- ur, svo að við höfum nægar bygg- ingarlóðir lausar strax á næsta ári.“ — Hvernig hefur verið staðið að framkvæmdum bæjarins? „Við viljum láta bjóða út verk í auknum mæli og að það verði jafn- vel mörkuð sú stefna, að ákveðið lágmarkshlutfall af framkvæmd- um bæjarins fari í útboð. Okkur er alveg Ijóst, að útboð er engin alls- herjar lausn og að í vissum tilfell- um geti verið hagstæðara að semja um verk en bjóða það út. Það fer m.a. eftir ástandi á vinnumarkaði á hverjum tíma. Þannig getur það verið mat manna nokkur ár í röð, að hagkvæmt sé að semja um til- tekið verkefni. Með vissu árabili er þó nauðsynlegt að bjóða það út að nýju til þess að skapa aðhald og halda kostnaði niðri. Hér er ég bæði að tala um byggingar- og jarðvegsframkvæmdir og þjónustu, sem ýmsir aðilar láta bænum í té.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.