Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Vilhjálmur G. Lúðvíksson, sem skipar 24. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna, flytur framsögu Markúsar Arnar Antonssonar á Sjálfsbjargarfundi sl. þriðjudag til heyrnarskertra fundarmanna, en hann er sjálfur í þeirra hópi og les ræðuna af handriti sem sjá má. Aform og athafnir sjálfstæð- ismanna í málefnum fatlaðra Eftir Markús Örn Antons- son borgarfulltrúa Þegar litið er yfir störf borgar- stjórnar Reykjavikur síðustu áratug- ina varðandi sérstakar aðgerðir í þágu fatlaðra og uppbyggingu þjón- ustu fyrir þá, kemur i Ijós, að það er ákaflega margt, sem Reykjavíkur- borg hefur látið til sin taka á þessu sviði og er ekki úr vegi að rifja upp það helzta. Sumt af þessu hefur borgin gert algjörlega að eigin frum- kvæði, annað hefur verið i formi samvinnu eða aðstoðar við félög fatl- aðra og stuðningsfélög þeirra. Á sínum tíma lagði bygg- ingarsjóður Reykjavíkurborgar fram fé til íbúðabygginga Or- yrkjabandalagsins auk þess sem bandalaginu og Sjálfsbjörgu var úthlutað lóðum á hentugum stað, miðsvæðis í borginni. Til ibúða í fjölbýlishúsum við Hátún lagði byggingarsjóðurinn fram um 100—150 þúsund á hverja íbúð og voru það peningar, sem nokkuð munaði um á þeim tíma, fyrir 10—12 árum, og var þá jafnvirði eldhúsinnréttingar eða þar um bil. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarstjórnar fyrir árið 1981 var samþykkt með atkvæðum allra 15 borgarfulltrúa að veita þrem milljónum króna á þremur árum með fullri verðtryggingu til hins nýja verndaða vinnustaðar, sem Múlalundur er að reisa hjá húsum Öryrkjabandalagsins norðan Laugavegar, við Hátún. Þetta var sú samþykkt borgarstjórnar, sem segja má að hafi verið sérstaklega gerð í tilefni af alþjóðaári fatl- aðra. Við í minnihlutanum, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, höfum nýlega flutt tillögur um undirbúning að sérhönnuðu íbúðarhúsnæði borgarinnar fyrir öryrkja, sérstakar aðgerðir í þágu blindra og heyrnarlausra og einn- ig ráðstafanir af hálfu félags- málastofnunar og borgarlæknis- embættisins til að bæta félagsleg- ar aðstæður þeirra fatlaðra, sem eiga við margháttaðan félagslegan vanda að glíma og hafa einangrast alvarlega. I þessu sambandi er vert að rifja upp að á kjörtímabil- inu 1974—1978 þegar Sjálfstæðis- menn mynduðu meirihluta borg- arstjórnar var hönnuð fyrsta sér- byggða félagsmiðstöðin í Reykja- vík, Ársel í Árbæjarhverfi, sem tekin var í notkun í fyrra, og er það fyrsta bygging sinnar tegund- ar, sem sérstaklega er hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Margvísleg úrræöi Sem formaður í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar á árunum 1974—1978 og með setu minni i því ráði síðan, hef ég átt þess kost að fylgjast allnáið með félagslegum úrræðum Reykjavíkurborgar handa þeim íbúum, sem eru sér- stakrar aðstoðar þurfi, og í sum- um tilvikum hefur maður verið svo lánsamur að fá að eiga þátt í stefnumótun og ákvörðunum, sem reynslan sýnir að viðkomandi aðil- ar hafa metið mikils og sem hafa í reynd orðið til að bæta hag þeirra frá því sem áður var. I þessu sambandi held ég að sé rétt að stikla á stóru og fylgja ald- urshópnum, frá yngstu börnunum og upp aldursstigann, til að skýra aðeins nánar hvað hér helzt um ræðir. Áberandi þáttur í öllum umræð- um um málefni fatlaðra og óskum eða tilmælum þeirra, hefur verið áherzlan á sem jafnasta aðstöðu fyrir fatlaða og aðra borgarbúa, þannig að fatlaðir geti notið þeirr- ar margvíslegu þjónustu, sem borgarstofnanir almennt láta í té. Þannig var á árunum 1976 og 1977 unnið á vegum félagsmálaráðs að því að gera þroskaheftum börnum kleift aö sækja hinar almennu dagvistarstofnanir fyrir börn. Þetta krafðist ákveðins undirbún- ings og starfstilhögunar á heimil- unum auk atbeina sálfræðings við greiningu barnanna. Þroskaheft börn sækja reglulega hinar ýmsu dagvistarstofnanir í Reykjavík nú. Raunar má rekja upphafið eða vís- inn að þessari starfsemi ein 8 ár aftur í tímann, þegar Styrktarfé- lag lamaðra og fatlaðra fékk að- stöðu fyrir sérdeild handa fötluð- um á dagheimilinu Múlaborg við Háaleitisbraut. Síðar var þessi starfsemi sameinuð rekstri barna- heimilisins. Við Sjálfstæðismenn fluttum seint á árinu 1978 tillögu í borgar- stjórn um auknar aðgerðir á þessu sviði og heimilisþjónustu fyrir foreldra þroskaheftra barna auk skammtímavistunar á upptöku- heimilinu við Dalbraut. Reynslan, sem fengizt hefur af þeirri starf- semi er allgóð. Öskjuhlíðarskólinn, sem nú er vaxandi og hin merkasta mennta- stofnun fyrir þroskaheft börn og unglinga, er upprunninn hjá Reykjavíkurborg og hét í fyrstu Höfðaskóli og var við Sigtún, eins og menn eflaust muna. Höfðaskól- inn var stofnaður aðgjörlega fyrir frumkvæði Reykjavíkurborgar og á kostnað hennar áður en þessi skólastarfsemi var lögbundin og ríkið tók þátt í henni. Grundvöllurinn aö feröaþjónustu fatlaðra 1974 í júní 1974 fluttu borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins þeir Ólaf- ur B. Thors og Albert Guðmunds- son tillögu í borgarstjórn Reykja- víkur um ferðaþjónustu fatlaðra og var hún samþykkt samhljóða. Tillagan hljóðaði svo: „Borgarstjórn samþykkir að fela forstjóra SVR í samráöi við fulltrúa Öryrkjabandalags íslands að láta fara fram könnun á því, hvort ekki sé timabært að SVR hefji rekstur á sérhönnuðum vögnum fyrir fatlað og lamað fólk í borginni, er gegni því reglubundna hlutverki að flytja fólk- ið milli heimila og vinnustaða.1* Forstjóri SVR skilaði skýrslu sinni um málið í október 1977 eftir mjög ítarlega athugun á skipan þessara mála hjá grannþjóðunum, m.a. með bréfaskiptum við erlend ráðuneyti og samgönguaðila. Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins fluttu síðan tillögu um framkvæmdir í málinu í ágúst 1978. Á þessum grundvelli hefur síðan ferðaþjónusta fatlaðra verið hafin og umsvif í því starfi verið aukin. Eins og allir hér þekkja, er það Markús Örn Antonsson „Eins og allir þekkja er þaö helzta baráttumál fatl- aðra aö tryggja sér bætt skilyrði á hinum almenna vinnumarkaði, að tryggja sér aðgang að honum, sem því miður hefur verið mjög takmarkaður. Ryðja þarf margvíslegum hindrunum, ef ekki fordómum, úr vegi, til að þessar ein- dregnu óskir öryrkja ræt- ist. I viðleitni til að koma til móts við þær hefur Reykjavíkurborg unnið eftirtektarvert brautryðj- endastarf með stofnun sérhæfðrar vinnumiðlunar fyrir öryrkja,“ segir Mark- ús Örn Antonsson, borg- arfulltrúi, í þessari grein. helzta baráttumál fatlaðra að tryggja sér bætt skilyrði á hinum almenna vinnumarkaði, að trygída sér aðgang að honum, sem því miður hefur verið mjög tak- markaður. Ryðja þarf margvísleg- um hindrunum, ef ekki fordómum úr vegi til að þessar eindregnu óskir öryrkja rætist. í viðleitni til að koma til móts við þær, hefur Reykjavíkurborg unnið eftirtekt- arvert brautryðjendastarf með stofnun sérhæfðrar vinnumiðlun- ar fyrir öryrkja. Samþykkt um sérhæföa vinnu- miölun 1976 Á fundi borgarstjórnar hinn 18. marz 1976 var svohljóðandi álykt- un gerð: „Borgarstjórn samþykkir að tekin skuli upp skipulögð, sérhæfð vinnu- miðlun á vegum Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Kndurhæfingarráð ríkisins vegna þjálfunar og hæfnisprófa fyrir ör- yrkja, sem fram fara á þess vegum. Verði starfsaðstaða og starfsmanna- hald Ráðningarstofunnar eflt í sam- ræmi við aukin verkefni á þessu sviði. Þá verði ennfremur kannaðir möguleikar á að fjölga vernduðum vinnustöðum í Reykjavík fyrir þá, sem vegna andlegrar eða líkamlegr- ar örorku eiga enga von um að geta farið út á hinn almenna vinnumark- að. Við gerð áætlana um þessa upp- hyggingu skal hafa mið af þeirri könnun, sem fram fór á vegum Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar árið 1974. Borgarstjórn vill einnig vekja at- hygli á því ákvæði laga frá 1970 um endurhæfingu, að þeir sem notið hafa endurhæfingar skuli að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá riki og bæjarfélögum og er borg- arstjóra falið að kynna þetta ákvæði fyrir forstöðumönnum borgarstofn- ana.“ Siðan Öryrkjadeild Ráðninga- stofunnar hóf störf 1978 hafa 238 einstaklingar óskað aðstoðar hennar í atvinnuleit, ráðningar til starfa hafa verið 158. Eru þetta tölur frá því um síðustu áramót. Eg hef með þessu yfirliti leitazt við að gera nokkra grein fyrir því, sem Reykjavíkurborg hefur unnið að málefnum fatlaðra og hvernig að þeim málum var staðið, þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og hvaða málum þeir hafa beitt sér fyrir á kjörtímabilinu, sem nú er að ljúka. Ýmislegt fleira má nefna, sem snertir hagsmuni fatlaðra og til meðferðar hefur verið hjá Reykja- víkurborg. Ég vil í því sambandi nefna tillögu okkar Sjálfstæð- ismanna í borgarráði frá því í október 1975 um að borgarverk- fræðingi og fleiri embættis- mönnum borgarinnar yrði falið að kanna, hvort reisa mætti sundlaug við endurhæfingadeild Borgar- spítalans, Grensásdeild. Ég hygg að Reykjavíkurborg hafi á undanförnum áratugum haft sérstöðu í þessum efnum í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu enda kannski ekki óeðli- legt í ljósi stærðar hennar. En varðandi þjónustu við fatlaða eins og aðrar félagslegar aðgerðir og skipulagningu heilbrigðisþjón- ustu, tel ég mjög brýnt að hún dreifist eðlilega um landið, þannig að í sem flestu sé hægt að leysa vandamál fólksins í heimabyggð- inni en að það þurfi ekki að flytj- ast til höfuðborgarinnar ef lífs- skilyrði breytast. Stuðningur viö samtök fatlaöra I þjóðfélagi okkar, eins og reyndar annars staðar í vestræn- um ríkjum, hefur gætt vaxandi til- hneigingar til miðstýringar. Frumkvæði hefur æ meir færzt af hendi einstaklinganna og samtaka þeirra til hins opinbera. Kröfur um tafarlausar aðgerðir borgar eða ríkis eru áberandi og yfir- gnæfandi. Minni gaumur er gefinn að samtakamætti fólksins sjálfs til átaka og lausnar á brýnum verkefnum í samfélaginu. Sem betur fer sjáum við þess glögg merki, þrátt fyrir þessa þróun mála, að framtak einstaklinganna í hinum frjálsa félagsskap vakir áfram. Við getum tekið hin ýmsu samtök fatlaðra sem dæmi. Þann- ig mætti lengi telja klúbba, líkn- arfélög og góðgerðarfélög, sem hafa unnið stórvirki og munu áfram gera það. í málefnum fatl- aðra hafa umtalsverðar framfarir orðið hér í borg siðustu áratugina, fyrst og fremst árangur af starfi þeirra sjálfra. Þetta tel ég mjög jákvæða og nauðsynlega þróun, og á alla lund ber okkur að stuðla að því að þessi félög, sem hér koma helzt við sögu, geti áfram unnið sitt mikilvæga starf, að þau hafi frumkvæðið og beri ábyrgð en opinberir aðilar styðji þau og styrki á alla lund til að ná settum markmiðum. Stefna Sjálf- stæöismanna Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosning- unum á laugardaginn kemur hafa mótað eftirfarandi stefnu í mál- efnum fatlaðra: • 1. Reykjavíkurborg taki upp víðtækt samstarf við þau félaga- samtök sem vinna að málefnum fatlaðra. • 2. Hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar verði sérstak- ur fulltrúi sem verði eftirlitsaðili með aðgerðum borgarinnar í mál- efnum fatlaðra, svo sem ferlimál- um, en annist einnig samskipti stofnunarinnar við sérhópa eins og heyrnarlausa. • 3. Tekið verði fullt tillit til sérþarfa fatlaðra varðandi um- ferðarferlimál við skipulag bygg- inga, borgarhverfa og útivistar- svæða. Við breytingar á húsnæði borgarinnar verði ávallt leitast við að gera nauðsynlegar lagfær- ingar til að auðvelda fötluðum umgengni. • 4. Ferðaþjónusta fatlaðra verði efld. • 5. Kennslumál fatlaðra verði tekin til gagngerðrar endurskoð- unar vegna þess að fötluðum nýt- ast ekki alltaf almennar kennslu- aðferðir. Námsflokkar, fjölbrauta- skólar og iðnskólar hugi sérstak- lega að endurmenntun þeirra er verða fyrir fötlun, sem skerðir möguleika þeirra til að sinna fyrra starfi. • 6. Lögð verði sérstök áhersla á að fatlað fólk geti eignast hentugt eigið húsnæði. • 7. Kannaðir verði möguleikar á að Reykjavíkurborg hafi for- göngu um að skapa atvinnutæki- færi fyrir fatlað fólk á hálfvernd- uðum (blönduðum) vinnustöðum. Sérhæfð vinnumiðlun fatlaðra hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborg- ar verði aukin. • 8. Lögð verði sérstök áhersla á að fatlaðir geti í ríkari mæli en áður tekið þátt í sem fjölbreytt- ustum verkefnum og verði í því skyni m.a. lögð áhersla á menntun táknmálstúlka fyrir heyrnarlausa íbúa borgarinnar, þannig að þeir geti notið nauðsynlegrar túlka- þjónustu. • 9. Félagsmálaráð borgarinnar stuðli að þátttöku fatlaðra í al- mennu félags- og tómstundastarfi í borginni en styrki jafnframt fé- lagsstarf fatlaðra inn í sérstofn- unum þar sem þess er talin þörf. • 10. Við allar ákvarðanir er snerta máiefni fatlaðra verði haft samráð við samtök þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.