Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Hugmynd h/f og Saga Film h/f vinna nú að gerð kvikmyndarinnar Trúnaðarmál, sem verður tekin í Reykjavík á næstu vikum. í því sambandi leitum við til almenn- ings með eftirfarandi: 1. ÞÁTTTAKENDUR í HÓPATRIÐI: Allt að 300 manns 20 ára og eldri, sem gesti á tónleika, veg- farendur og fl. Hér er um að ræða eins dags þátt- töku í senn. Þeir sem hafa áhuga komi til skráningar fimmtudaginn 20. maí milli kl. 14 og 18 að Suðurlandsbraut 10, bakhús. 2. ÍBÚÐIR: 2-3 rúmgóðar eldri íbúðir með 20 - 25 ára gömlu innbúi til að kvikmynda einstök atriði í. Hér er um að ræða 1 dag eða hluta úr degi. 3. LEDCMUNI: Vönduð borðstofuhúsgögn frá ca. 1940 (sporöskjulagað borð, 8 stólar og skápar), ljósakrónur frá 1940 (loftljós og veggljós), sófa- sett gólfteppi og annað innbú frá þessum árum. Þeir sem telja sig geta veitt okkur aðstoð vinsam- legast hringið í síma 84045 milli kl. 9-17 alla virka daga. Með fyrirfram þökk GMYND SAGA FILM Minning: ÓlöfJónsdóttir frá Alftárósum Fædd 14. nóvember 1892 Dáin 2. apríl 1982 Ólöf Jónsdóttir var fædd að Hofsstöðum í Álftaneshreppi, Mýrasýslu, og voru foreldrar hennar Sesselja Jónsdóttir og Jón Samúelsson, bóndi þar, — víðkunn sæmdarhjón. Nám stundaði Ólöf í Kvennaskóla Reykjavíkur. Ólöf giftist Sigurjóni Erlendssyni bónda á Álftarósi 14. september 1923, og skipaði þar húsfreyjusess þar til hún í hárri elli fluttist í vistheimili aldraðra í Borgarnesi. Leið henni þar vel, en seinustu vikur ævi hennar voru erfiðar, þar sem heilsu hennar fór þá síhrak- andi, en andlega hress hafði hún verið allan dvalartíma sinn þar til þessi breyting varð á. Hún fékk hægt andlát. Lík hennar var jarð- sett í grafreit þeirra hjóna í Borg- arneskirkjugarði. Þau hjónin voru af aldamótakynslóðinni og varð- veittu alla tíð sem sína dýrmæt- ustu fjársjóði hugsjónir þeirra tíma. Þegar Sigurjón var jarð- sunginn frá Borgarneskirkju var þar bláhvíti fáninn, en meginþorri landsmanna ól þær vonir um, að hann yrði framtíðarfáni landsins. Séra Leó Júlíusson flutti útfarar- ræðuna og kvað það vera í fyrsta sinn, sem kista hjúpuð bláhvíta fánanum væri borin í Borgarnes- kirkju, og minntist með hlýlegum viðurkenningarorðum tryggðar hins látna við þær göfugu hug- sjónir, sem hann hafði alið með sér frá unglingsárum, ræktarsem- ina við það, sem hann vissi fegurst og bezt. Hygg ég að engum við- staddra hafi dulist sá bjarmi, sem var yfir orðum prófastsins. Mér finnst rétt að geta þess, að fáninn, sem breiddur var yfir kistu hins látna, var upphaflega eign tengda- föður hans, Jóns bónda á Hofs- stöðum og tíðum blakti á stöng á báti hans á Mýramiðum, en báðir unnu þeir fánanum, Jón og Sigur- jón — og sjónum. Fyrstu kynni mín af Ólöfu get ég rakið til bernskuára minna. Ég man enn glöggt hve glaður var sá ungmeyjahópur, sem varði frí- míútunum milli kennslustund- anna í Kvennaskólaportinu, eins og það ávallt var kallað. Skemmtu þær sér við leik og tóku þá stund- um lagið, og þá stundum í minn- ingunni er sem ég heyri enn óminn af söng þeirra. Kvennaskólaportið var milli húss foreldra minna og húss Páls Melsteðs sagnfræðings og Þóru konu hans. Bjuggu þau í húsinu uppi, en kennslustofur voru niðri. Frú Þóra var sem kunnugt er, stofnandi og forstöðu- kona skólans. Þau hjónin voru aldavinir foreldra minna. Er mér minnisstætt hve oft þær sátu og röbbuðu saman, einkum að sumar- lagi við glugga í borðstofunni, gegnt Austurvelli, en Páll ræddi þá við föður minn, í skrifstofu hans uppi, „kóntórnum" eins og skrifstofur þá voru kallaðar. Þær voru skólasystur í Kvennaskólan- um Ólöf og Þórunn systir mín, sem enn er á lífi nær níræð, og fluttist hún til Danmerkur með eiginmanni sínum. Aldrei kom ég svo að Álftárósi að Ólöf minntist ekki á Þórunni, spurði um líðan hennar eða bæði fyrir kveðju, en ég hafði að sjálfsögðu haft bréfa- samband við systur mínar. Góðar eru þær minningar sem endast ævilangt og skiptir þá engu um neinar fjarlægðir. Skylt er að minnast órofa tryggðar vinarþels. Það atvikaðist þá þannig, að bernskuminningar mínar um þessi kynni frá bernskuárunum urðu undanfari nánari tengsla milli heimilis míns og Álftáróssheimil- isins. Þau tengsl urðu því traust- ari sem lengur leið og mikilvæg- ari, því að það var ekki fyrr en á námsárum okkar á Hvanneyri 1912—14, sem við Sigurjón kynnt- umst og urðum tryggðavinir. Eftir það kynntist ég Alftáróssheimil- unum betur; og einkum eftir að Ólöf skipaði þar húsfreyjusess. Fór ég þangað um helgar, er ég gat því við komið, en ungir synir mínir áttu þar sína bernsku að sumarlagi, eins og nánar verður getið. I þessum helgarheimsókn- um, sem ég svo nefndi, voru sumarfrí á nútíma vísu óþekkt, ég fékk alloft tveggja til þriggja daga leyfi og stundum ekki nema blá- helgina en í þessum ferðum hafði ég æ nánari kynni af þessu ágæta sveitaheimili, hinum miklu mannkostum Ólafar, tryggð henn- ar og takmarkalausri fórnarlund. Um það vil ég nefna eitt dæmi, sem sýnir hve heilsteypt hún var, og hjartahlý og raungóð. Hún tók að sér unga einstæðingsstúlku, vangefna, tók hana inn á heimili sitt og reyndist henni sem bezta móðir, og þegar Ólöf fluttist á vistheimilið í Borgarnesi tók hún hana með sér þangað. Undi hún sér þar hið bezta í návist þeirrar konu, sem hafði gengið henni í móðurstað fyrrum. Þessi einstæð- ingur er nú látin. Einstæðings- stúlkan, sem frá upphafi setti allt sitt traust á Ólöfu, var henni ávallt hjálpleg á Álftárósi, eins og takmörkuð geta hennar leyfði. Hún átti þar vinsemd allra og var allra vinur, manna og dýra. Hún var í sannleika góð manneskja. Við þurfum ekki að fere langt til að óska íslandsmeisturunum í vaxtarrækt til ham- ingju. Þau eru bæði leiðbeinendur hjá LÍKAMSRÆKTINNI. Ef þú átt þér leynda drauma eöa óskir gagn- vart því aö bæta eigin líkama, þá snúöu þér til okkar. Hjá okkur ert þú í öruggum hönd- um. íslandsmeistararnir í vaxtarrækt, þau Hrafn- hildur Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðs- son, leiðbeina og veita persónulegar ráölegg- ingar í vaxtar- og líkamsrækt. Hinir reyndu leiðbeinendur, Gústaf Agnarsson og Finnur Karlsson, eru einnig til staöar og gefa alla þá ráðgjöf sem þeim er unnt í sam- bandi við líkamsþjálfun, megrun, mataræði o.fl. Ef þú hefur áhuga á: Aö þjálfa þig í vaxtarrækt, aö stunda líkamsrækt eöa losa þig viö offitu, aö búa þig undir aörar íþróttir, aö styrkja þig, aö losna viö cellulite (staöbundin fita), þá snúöu þér hiklaust til okkar. Læknir staðarins er reiðubúinn með ráölegg- ingar þegar þörf er á. Sérhannaðir matseölar fylgja megrunar- og cellulite-kúrnum. Sérprentaöar uppl. varðandi meöferö á cellu- lite og offitu. Æfingaaðstaða eins og hún gerist best. Vatnsnudd — Gufuböð — Solarium-samlokur Allt þetta er innifaliö í mánaöargjaldinu. Opiö fyrir bæöi kynin mánud. til föstud. frá kl. 07.00 til kl. 21.30. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 til 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.