Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 X 5 Póllandsfundur Amnesty í dag Kattarþvottur kvennalistans eftir Auði Auðuns Það kom engum á óvart á fundi KRFÍ með kvenframbjóð- endum sl. laugardag að konurn- ar af kvennalistanum rembdust eins og rjúpa við staur að breiða yfir vinstri ferilinn. Svo harður hefur atgangurinn verið í þeim efnum, að ein sú róttæk- asta í forystuliðinu hefur látið það eftir sér hafa, að hún viti eiginlega ekkert hvað hafi kom- ið yfir sig, búin að tapa öllum áttum í ósköpunum. Það tekur ekki lítið á taugarnar að skipta um ham svona á síðustu stundu fyrir kosningar. Ein er þó sú, sem manni sýn- ist að hafi lánast nokkuð vel að kúvenda af fyrri braut svo að sannfærandi sé, konan í 3. sæti V-listans, sem vinstri konur hafa dregið að hún til þess að blekkja kjósendur til að trúa því, að V-listinn sé allt eins vel hægri listi. Kona þessi kveðst áður hafa verið í Heimdalli, lík- lega er þó langt síðan, en fylkir nú liði með vinstri konum til eflingar vinstri öflum í Reykja- vík. Þegar ég hélt að heiman á fundinn kom samtímis inn úr dyrum áróðursblað frá V-list- anum með glefsum úr stefnu- skrá hans. Þegar ég fór að glugga í þetta plagg, rak ég fljótt augun í svohljóðandi grein: „Fjármagn borgarinnar er nú allt bundið ákveðnum mála- flokkum. Hverfa verður frá þessu fyrirkomulagi, þannig að hægt verði að beita markvissri forgangsröðun verkefna.“ Nú fór mig að bresta skilning á spekina. Sem gamall borgar- fulltrúi í nær aldarfjórðung í flokki, sem bar fulla ábyrgð á stjórn Reykjavíkurborgar, man ég þá miklu vinnu, sem árlega var lögð á gerð fjárhagsáætlun- ar, sem kveður á um tekjuöflun borgarsjóðs og hvern veg tekj- um skuli varið. Þegar fyrirspurnartími hófst spurði ég hvort hin tilvitnaða stefnuskrárgrein þýddi það, að hætt yrði að berja saman fjár- hagsáætlanir, eða hvað fælist í þessu stefnuskráratriði. Svarið var meira en loðið, eiginlega óskiljanlegt. Frambjóðandinn málsvari V-listans gekk út frá því að ofan á eitthvað niður- neglt kerfi væri skellt prósent- um frá ári til árs, vissi bersýni- lega ekkert hvernig fjárhags- áætlun er unnin, og helst að heyra að hún væri óþörf. Einn- ig vék ég að því, að verulegur hluti útgjalda er bundinn að Auður Auðuns lögum, og hvort hún vissi hve mikill hundraðshluti heildar- útgjalda það væri. Við þessu fékkst ekkert svar, það vissi konan bersýnilega ekki. Skýr- ingar fengust sem sé engar, og eftir stendur að umrædd stefnuskrárgrein er bara bull. Það verður að segjast, að það þarf einurð svo að ekki sé fastar að orði kveðið, til þess að koma fram fyrir Reykvíkinga og falast eftir umboði þeirra til að stjórna borginni með slíka vanþekkingu á veigamestu mál- efnum, en þó er sýnu forkast- anlegra að þora ekki að koma til dyranna eins og maður er klæddur, en reyna að villa á sér heimildir pólitískt séð. Það skulu menn hafa í huga, að hvert einasta atkvæði, sem greitt er V-listanum er um leið greitt vinstri öflunum í Reykja- vík. í DAG efnir (slandsdeild Amnesty International til opins fræðlufundar á Kjarvalsstöðum. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður fjallað um Pól- land, sögu landsins og stöðu mála í dag, út frá sjónarhóli frelsis og mannréttinda. Magnús Torfi Ólafsson, blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, mun greina frá frelsisbaráttu Pólverja í gegnum aldirnar og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleik- ari, leikur verk eftir pólsk tón- skáld, sem hafa verið virk í þjóð- ernisbaráttu lands síns. Helga Bachmann, leikari, flyt- ur frásögn eftir nokkra Pólverja búsetta á íslandi sem þeir nefna „Pólland, landið okkar“. Ögmund- ur Jónasson, fréttamaður, stjórn- ar pallumræðu, en á palli sitja auk hans þeir Arnór Hannibals- son, dósent, Magnús Torfi Ólafs- son og Gunnar Eyjólfsson, leik- ari. Fundurinn verður haldinn í þeim sal Kjarvalsstaða, þar sem lands sýnir nú verk Kurt Zier, fyrrum skólastjóra skólans. Kurt Zier flýði einmitt undan ógnar- stjórn nasista og hefur skóla- stjórn Handíða- og myndlista- skólans góðfúslega boðið Amn- esty að halda þennan fund í sýn- ingarsalnum innan um verk hans. Hrafn Bragason, fomaður Amnesty, stýrir fundinum, sem eins og fyrr segir hefst kl. 17.00 í dag og eru allir að sjálfsögðu velkomnir. Stræti í V'arsjá. — Myndin er tekin frá óvenjulegu sjónarhorni en er samt því miður hversdagsleg að öðru leyti á þessum slóðum, þar sem byssan er hclsta stjórntæki stjórnvalda. ALLIR ÚTAÐHJÓLA Drengja- og stúlkna- reiöhjól fyrir 7—10 ára. Litur gulur og appel- sínugulur. Karl- og kvenreiöhjól. Litur blár og rauöur. Verö kr. 1.850 og 1.520. Fjölskyldu- reiöhjól fyrir 10 ára og eldri. Litur blár og rauö- ur. Verö kr. 1.950. Vönduð reióhjól í öllum verðflokkum t.d. Fjölskyldu- reiöhjól fyrir 9 ára og eldri, tveggja og þriggja gíra. Verö kr. 2.950. Karlreiöhjól Litur blár, grænn og silfur. Verö kr. 1.980. FÁLKIN N reiðhjóladeild, Suðurlandsbraut 8. Útsölustaðir um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.