Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAI 1982 Torfí Hjartarson áttræður 21. maí Torfi Hjartarson er áttræður í dag. Fátt er þó til marks um það annað en kirkjubækurnar og þjóð- skráin. Frá honum stafar lífs- kraftur og viljastyrkur miklu yngri manns, sem nærist af lífs- gleðinni, sem hann skapar sjálfur með hóflegum lífsvenjum, enda má um Torfa segja, að þar sé heil- brigð sál í hraustum líkama. Mað- urinn hefur ávallt verið í senn garpur og góðmenni og umhugað um að láta gott af sér leiða fyrir þjóðfélagið, en minna hirt um að flíka persónu sinni í því sambandi, enda hafa fáir blaðamenn fengið viðtal við hann. Ég kynntist Torfa Hjartarsyni lítillega á árunum 1950—’70, með- an hann var tollstjóri, en nokkurn hluta þess tíma unnum við undir sama þaki í Arnarhvoli, meðan ég gegndi störfum í Hagstofu Islands og fjármálaráðuneytinu. Á þeim árum var m.a. unnið að undirbún- ingi byggingar Tollstöðvarhússins við Tryggvagötu, reglum um væntanlega tollvörugeymslu, tollmeðferð vegna erlendra verk- taka við virkjunarframkvæmdir og að nýrri tollskrá, svo að ég nefni örfá dæmi um verkefni frá þeim tíma, sem urðu upphaf að kynnum okkar Torfa. Aldrei urðu kynni okkar þó náin á þessum tíma, en samt ánægjuleg svo langt sem þau náðu. Ég bar strax virð- ingu fyrir þessum höfðinglega manni og hætti mér ekki nær hon- um en ég taldi góðu hófi gegna fyrir tiltölulega ungan og óreynd- an mann. Fljótt komst ég þó að því, að maðurinn var ekki aðeins svipmikið stórmenni heldur ekki síður hjartahlýr og skilningsríkur mannkostamaður með ríka kímni- gáfu. Það hlaut líka svo að vera svo mikillar hylli sem hann naut meðal starfsfólksins á Tollstjóra- skrifstofunni. Einn sona minna var nokkur ár sendill hjá Torfa og átti þar góða vist, enda ekki hátt- ur Torfa að víkja illu að þeim ungu og óreyndu. Kynni okkar Torfa hófust fyrst í alvöru er ég var kvaddur til að taka sæti í sáttanefnd með honum og Jóhannesi heitnum Elíassyni bankastjóra í vinnudeilunum haustið 1971. Næsta áratuginn starfaði ég með Torfa í flestum eða öllum sáttanefndum, sem skipaðar voru. Sú reynsla er mér í senn ógleymanleg og ómetanleg og ég tel það hina mestu guðsgjöf að hafa notið handleiðslu svo góðs húsbónda og læriföður við þau störf, sem ég tók við af honum árið 1979, er ég var skipaður ríkis- sáttasemjari. Á þessum tíma átti ég margar ógleymanlegar sam- verustundir í blíðu og stríðu með Torfa Hjartarsyni, en þær voru flestar þess eðlis, að minningin um þær verður ekki borin á torg og á aðeins erindi í þrengri hóp en stóran lesendahring Morgunblaðs- ins. Torfi Hjartarson er fæddur 21. maí 1902 á Hvanneyri í Borgar- firði. Foreldrar hans voru Hjört- ur, síðar alþingismaður og bóndi í Arnarholti Snorrason, og kona hans Ragnheiður Torfadóttir, skólastjóra í Ólafsdal. Torfi lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1930 og kynnti sér síðan enskt réttarfar, er hann dvaldist í Lon- don árin 1930—1931. Hann var settur sýslumaður í Isafjarðar- sýslum og bæjarfógeti á Isafirði árið 1934 og var skipaður í það embætti sama ár. Jafnframt var hann bæjarfulltrúi á ísafirði árin 1940—1943. Þá var hann skipaður tollstjóri í Reykjavík árið 1943 og gegndi því embætti til ársloka 1972, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1944 var Torfi skipaður vararikissáttasemjari og næsta ár var hann skipaður sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum og síðan ávallt endurskipaður fram til ái - ins 1978, er ný lög gengu í gildi um embætti ríkissáttasemjara og sáttastörf í vinnudeilum. Sá, sem þessa grein ritar, var skipaður rík- issáttasemjari árið 1978 og frá og með 15. apríl 1979, en tók þó ekki við starfinu fyrr en 15. september 1979 og gegndi Torfi Hjartarson starfinu þangað til. Tollstjórastarfið var aðalstarf Torfa Hjartarsonar um hartnær 30 ára skeið. Mestan hluta þess tíma gegndi Torfi þó sáttasemj- arastarfinu sem aukastarfi. Ég ætla í þessari grein hvorki að rekja æviferil eða störf Torfa Hjartarsonar frekar en orðið er, * en freistast þó til þess að víkja aðeins nánar að sáttasemjaranum Torfa Hjartarsyni og upphafi sáttastarfa í vinnudeilum hér á landi. í kjölfar tæknibyltingarinnar í lok átjándu aldar og á nitjándu öldinni varð mikil atvinnubylting meðal allra nágrannaþjóða okkar, sem breytti öllum lífsháttum þjóðanna. Búseta í löndunum gjör- breyttist, tilhögun atvinnurekstr- ar og félagsieg samskipti fólks tóku stakkaskiptum. Þéttbýlið og stórreksturinn urðu til þess að hinir svokölluðu aðilar vinnu- markaðarins, sem síðan hafa svo verið nefndir, skipuðu sér í tvær andstæðar fylkingar, gagnstæð hagsmunasamtök, sem ientu í hörðum deilum, sem leiddu til vinnustöðvana. Brátt varð mönnum þó ljóst, að þessir aðilar áttu líka marga sam- eiginlega hagsmuni og báðum í raun og veru nauðsynlegt að vinn- an gæti haldið áfram, ef bæta átti lífsafkomu fólks og sækja áf-am til aukinna menningarlegra og fé- lagslegra verðmæta. I lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu voru í flestum löndum sett margvísleg ákvæði um rétt- indi og skyldur verkafólks og at- vinnurekenda, samskipti þeirra og leiðir til að tryggja vinnufriðinn. Mikil breyting varð á hinu ís- tenska bændaþjóðfélagi um og fyrir aldamótin 1900 með tilkomu þilskipa og síðar togara og vél- báta. Fólkið flykktist til sjávarsíð- unnar og hinir nýju atvinnuhættir kölluðu á stofnun samtaka laun- þega og atvinnurekenda og svip- aða löggjöf um samskipti þessara aðila vinnumarkaðarins og sett hafði verið í nágrannalöndunum. Fyrsta meiriháttar verkfallið hér á landi'var hásetaverkfallið á togurum árið 1916. Það sama ár stofnuðu verkalýðsfélögin með sér Alþýðusamband íslands og at- vinnurekendur Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda, sem varð fyrirrennari Vinnuveitendasam- bands íslands. Árin 1923, 1925 og 1929 voru lögð fram á Alþingi frumvörp um lögþvingaðan gerð- ardóm í vinnudeilum, en þau náðu ekki fram að ganga. Hins vegar voru sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum árið 1925 og síðar ný Davíö Oddsson svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJONUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, efsti maöur á framboöslista Sjálfstæöisflokksins og borgar- stjóraefni sjálfstæöismanna, svarar spurningum i Morgunblaöinu um borgar- mál fram aö kjördegi 22. maí. Lesendur Morgunblaösins geta hringt til ritstjórn- ar Morgunblaösins í sima 10100 á milli klukkan 10 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og mun blaöiö koma spurningunum til Daviös. Svör Daviös Oddssonar munu birtast skömmu eftir aö spurningar berast. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaösins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svaraö um borgarmál, ritstjórn Morgunblaösins, pósthólf 200, 101 Reykjavík. Nauösynlegt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Munum hverfa frá lóðaúthlutun í Sogamýri Fundur í samtökum íbúöareigenda við Gnoðarvog haldinn í Vogaskóla 17. maí 1982, beinir eftirfarandi fyrirspurn til Davíðs Oddssonar: — Auglýst hefur verið eftir um- sóknum um byggingarlóðir á Soga- mýrarsvæði og er frestur til að skila umsóknum útrunninn 28. maí nk. Af því tilefni er spurt: Munt þú sem borgarstjóri og þínir sam- starfsmenn í borgarstjórn hverfa frá lóðaúthlutun í Sogamýri og hætta við fyrirhugaðar íbúðar- byggingaframkvæmdir á þessu svæði ef Sjálfstæðisflokkurinn nær aftur meirihluta í borgarstjórn eft- ir kosningar. Svar: Já. Fyrst komi vélfryst skautasvell Gylfi Kri.stjins.son, Skarðshlíð 15, spyr: — Fyrir nokkrar síðustu borgar- stjórnarkosningar hafa stjórn- málaflokkar lofað vélfrystu skautasvelli í Laugardal. Finnst það loforð enn í fórum sjálfstæð- ismanna og er von til þess að ef flokkurinn kemst á ný til valda í borginni að þessari langþráðu að- stöðu verði komið upp? Svar: Það mun vera á stefnuskrá flestra, ef ekki allra stjómmálaflokkanna í Reykjavík að stuðla að því að vélfryst skautasvell komi upp í- Laugardal. Þegar hafa verið gerðar teikningar af slíku mannvirki og nokkrum fjár- munum varið til hönnunar og byrjun- arframkvæmda en ljóst er að miklir fjármunir þurfi til að koma ef á að reisa slíka höll í Laugardalnum. Þess vegna er líklegt að til að byrja með láti menn nægja að koma þar upp vélfrystu skautasvelli, sem síðar verði endanlega byggt yfir. Opinberir aöilar kveði ekki upp dóm (Jlfur Markússon, Lambastekk 7, spyr: — Spumingin varðar þáttinn Bein lína síðastliðinn fimmtudag. Þar kom fram hjá Davíð að gerðir sam- gönguráðherra vegna „Steindórs- málsins" væru valdníðsla að mati Davíðs. Ég spyr hvort Davíð telji það valdníðslu hjá samgönguráð- herra að koma í veg fyrir að Steindórsmenn fái tolleftirgjðf af leigubílum þar sem alþjóð veit að búið er að afturkalla öll atvinnu- leyfi stöðvarinnar en skv. tollskrá er það forsenda til tolleftirgjafar af leigubíl að viðkomandi maður hafi atvinnuleyfi. Er þetta stuðn- ingsyfirlýsing Davíðs við Stein- dórsmenn? Svar: Það er mikilvægt að svar mitt í „Beinni línu“ varðandi þetta atriði verði ekki misskilið. Það laut ein- vörðungu að því, að tjá þá skoðun mína að meðan mál bíður endanlegr- ar afgreiðslu dómstóla þá er ekki við- eigandi að neinn aðili, hvorki opinber aðili né einkaaðili, kveði sjálfur upp dóm í þeim efnum. Dómsniðurstöðu verður að bíða. Það var það sem svar- ið þýddi og annað ekki. Þroskaheftir bland- ist í sem flesta þætti þjóðfélagsins Sigríður Jóhannesdóttir spyr: — Hefur Sjálfstæðisflokkurinn mótað stefnu í málefnum þroska- heftra (vangefinna) hér í Reykja- vík? Hefur flokkurinn gefið gaum þeirri miklu þörf fyrir fjölskyldu- heimili og manneskjulegar sólar- hringsstofnanir fyrir þroskahefta hér innan borgarmarkanna? Er það viðunandi að aðstandendur þessara einstaklinga verði að flytja þá út fyrir borgarmörkin til eftir- lits og umönnunar? (Skálatún o.fl.) Hefur þessi hópur borgara gleymst í borgarmálastefnu- flokksins? Er ekki full ástæða til þess að borgin eigi og starfræki slík heimili og stofnanir þótt ekki sé um beina lagaskyldu að ræða? Svar: Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög leitt hugann að málefnum þessara einstaklinga og til vitnis um það vil ég nefna hér i heild tillögu sem Sjálfstæðisflokkurinn flutti undir forystu Markúsar Arnar Antonsson- ar á þessu kjörtímabili og hefur markað tímamót í aðstoð við þessa aðila: „Borgarstjórn samþykkir, að á hinu alþjóðlega ári barnsins 1979, skuli af hálfu Reykjavíkurborgar vera lögð sérstök áhersla á aðgerðir í málefnum þroskaheftra barna og að- stoð við foreldra þeirra. Borgarstjórn vísar í þessu sambandi til samþykkt- ar félagsmálaráðs frá því í september 1976 varðandi aðstoð við þroskaheft bðrn. Sú samþykkt er byggð á tillögu starfsfólk félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar með megin- áherslu á dagvistun þroskaheftra barna á almennum dagvistarstofnun- um ásamt nauðsynlegum hliðarráð- stöfunum henni tengdum, svö og ráðstafanir til hjálpar foreldrum þroskaheftra barna til að annast þau á heimilum sinum. Borgarstjórn lýsir sig fylgjandi þeirri meginstefnu sem í þessari samþykkt félagsmálaráðs felst og samþykkir að þeir þættir hennar sem alfarið eru á valdi Reykjavíkurborgar komi til fram- kvæmda þegar á næsta ári. Sérstök áhersla verði lögð á eftirfarandi: a) Fjögur dagheimili og tveir leik- skólar taki á mót allt að 24 þroskaheftum börnum í dagvist og séu minnst þrjú börn á hverri stofnun. Síðan verði stefnt að því að þroskaheft börn geti dvalið á öllum dagvistarstofnunum eftir því sem sérþjálfaður starfskraft- ur kemur til starfa hjá þeim. b) Hópur starfandi fóstra verði sér- staklega þjálfaður til meðferðar þroskaheftra barna eftir ákveð- inni námsskrá samhliða starfi, ef með þarf og verði námskeiði þessu lokið á næsta ári. Unnið verði að samræmingu á námi þroskaþjálfa og fóstra á þann veg, að starfsþjálfun á sérstofn- unum fyrir þroskaheft börn verði fastur liður í námi fóstra og starfsþjálfun á almennum dag- vistarstofnunum fastur liður í námi þroskaþjálfa. c) Á vegum Reykjavíkurborgar verði rekin heimilishjálp sem leyst geti foreldra þroskaheftra barna af um skemmri tíma. Jafn- framt verði sköpuð aðstaða til vistunar þroskaheftra barna á upptökuheimilinu á Dalbraut þannig að foreldrar þeirra geti notið orlofs til jafns við aðra. Borgarstjórn felur félagsmála- ráði að hafa forgöngu um fram- kvæmd þessara tillagna og áætla fyrir hanna á fjárhagsáætlun 1979. Jafnframt felur hún ráðinu að beita sér fyrir samstarfi Fé- lagsmálastofnunar, barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, Fræðsluskrifstofu, Æskulýðsráðs um aðgerðir á starfssviði þessara stofnana, til að bæta þjónustu við þroskaheft börn. Samþykkt að vísa tillögunni til félagsmála- ráðs.“ Til viðbótar þessu, þá vil ég geta þess að flokkurinn telur ákaflega mikilvægt að standa vel við bakið á þeim félögum sem unnið hafa mikið starf í málefnum þessara einstakl- inga og styrkja og efla möguleika þeirra til bættrar og öflugri þjónustu. Jafnframt teljum við ákaflega mik- ilvægt að stuðlað sé að því eins og hægt er, að þroskaheft börn geti blandast sem mest inn í flesta þætti þjóðlífsins með eðlilegum hætti. í þriðja lagi teljum við nauðsynlegt að létta undir, eins og reyndar kemur fram í tillögunni, með heimilum þess- ara barna til þess að draga nokkuð úr því mikla álagi sem umönnun þeirra hlýtur að vera fyrir hverja fjöl- skyldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.