Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Einræði — lýðræði Vinstri flokkarnir, sem farið hafa með meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur síðan 1978, hafa verið tvístígandi hver gagnvart öðrum í kosningabaráttunni, sem nú er að ljúka. í öðru orðinu láta þeir sem svo, að þeir gangi til kosninganna í óvissu um vinstra framhaldið, og í hinu orðinu sverja þeir af sér allt sundurlyndi og lýsa glundroðakenninguna dauða. Þessi tvískinnungur er hafður í frammi til að blekkja kjósend- ur. Vinstri flokkarnir vita sem er, að aðeins í moldviðri ná þeir aftur meirihlutastólunum í borgarstjórninni. Svik Alþýðubandalagsins í launamálum síðan 1978 eru öll- um ljós. Hitt er ekki jafn ljóst öllum þorra manna, hve al- þýðubandalagsmenn hafa verið iðnir við að svíkja mörg lof- orð, sem ekki hafa verið eins áberandi. Nú segjast þeir ætla að auka lýðræðið í stjórn borgarinnar og framsóknarmenn og kratar taka undir þann söng. Hvers vegna leggja vinstri flokk- arnir svo mikla áherslu á þetta tal sitt um lýðræði? Sá áróður er sprottinn af sömu þörf og tilraunir Alþýðubandalagsins til að slá sig til riddara sem málsvari launþega. Það er verið að fela einræðislega stjórnarhætti í Reykjavík síðustu fjögur ár — stjórnarhætti, sem hafa einkennst af pólitískum hrossa- kaupum, stjórnarhætti, sem eru í hróplegu ósamræmi við þá starfshætti sjálfstæðismanna að hafa víðtækt samband við borgarbúa. Og nú í kosningabaráttunni hafa sjálfstæðismenn náð beint til um 6000 kjósenda í Reykjavík með vinnustaða- fundum sínum. Þegar menn velta fyrir sér einræði og lýðræði, dugar ekki einvörðungu að líta til þess, hvort kosningaréttur sé almenn- ur. Einnig verður að gæta að því, hvort hinn almenni borgari getur haft áhrif á stjórn eigin mála á öðrum dögum en kjör- degi. í tíð vinstri stjórnar í Reykjavík hefur þessi réttur verið stórlega skertur. Óþarft er að tíunda dæmi um það, þúsundum Reykvíkinga nægir að líta í eigin barm. Málum hefur verið ráðið til lykta á lokuðum samningafundum vinstri meirihlut- ans eða þau hafa verið látin dankast vegna skorts á samkomu- lagi. En hver hefur haft úrslitavaldið í hinum pólitíska sam- tryggingarhópi vinstri manna? Að sjálfsögðu Alþýðubanda- lagið, skipunarvaldið hefur verið í þess höndum. Hróplegasta skrípamynd af lýðræðislegum stjórnarháttum hafa vinstri flokkarnir svo dregið með yfirlýsingum sínum um það, að lýðræði aukist við að þríflokkarnir ráði borgarstjóra í vinnu hjá sér í stað þess að borgarbúar kjósi hann, eins og sjálfstæðismenn vilja. Allir hljóta að samþykkja það, að meira lýðræði felst í því að borgarbúar geti kosið stjórnendur sína en þeir séu embættismenn í skjóli stjórnmálamanna. Með því að hafa pólitískan borgarstjóra er lýðræðið tryggt, með því að ráða borgarstjóra án beinnar ábyrgðar gagnvart borg- arbúum er gengið á svig við lýðræðið. Þetta eru sv.o einfaldar staðreyndir, að ekki ætti að þurfa að rifja þær upp, en er þó nauðsynlegt til að benda á einn veikasta hlekkinn í áróðri vinstri flokkanna nú og þann, sem þeir hampa mest. Eitt er víst, lýðræðið eykst ekki við það, að vinstri flokkarn- ir verði fjórir í meirihluta í Reykjavík. Þá verður mun nauð- synlegra en áður að halda öllum málum leyndum, þar til óhagganleg lokaákvörðun hefur verið tekin. Margt bendir til þess, að Alþýðubandalagið óski þess nú heitast að verða öflug- ast í fjögurra flokka vinstri meirihluta, því að þá gefist betra tækifæri til að deila og drottna að hætti þeirra, sem meta einræði meira en lýðræði. Ovissa um úrslit Um allt land búa menn sig undir að velja sér stjórnendur eigin byggðarlaga á laugardaginn. Hvarvetna skipta úr- slitin að sjálfsögðu miklu, athyglin beinist þó einkum að Reykjavík. Þótt þar sé fjölmennið mest, getur oltið á örfáum atkvæðum, hvort sjálfstæðismenn eða vinstri menn nái þar meirihluta. Það verður óvissa um úrslitin allt þar til síðasta atkvæðið hefur verið talið. Margir virðast enn óráðnir. Þeir hafa um tvo sólarhringa til að gera upp hug sinn. — Vilja menn lýðræðislega stjórn sjálfstæðismanna eða einræðislega stjórnarhætti í vinstri glundroða? Valið ætti að vera einfalt, því að kostirnir eru skýrir. Alber‘ Sameinac getum við ekki Frá útifundi sjálfstæðismmnna. Fremat á myndinni er Magnús Kjartansson, tóniistarmaður. Síðan frá vinstri: Albert Guðmi Birgir ísl. Gunnarsson, Katrín Fjeldsted og Ingibjörg Rafnar. „SJÁLFSTÆÐISMENN, látum and- stæðinga ekki trufla dómgreind okkar. í þessum borgarstjórnarkosn- ingum höfum við staðfest samstöðu okkar í borgarmálum, eins og ávallt áður. Gleymum ekki, að sundraðir get- um við ekki sigrað, og að sameinaðir getum við ekki tapað,“ sagði Albert Guðmundsson, þriðji maður á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík á úti- fundi þeirra í gær. „Ef við rifjum upp kosningabar- áttu vinstri flokkanna, kemur í ljós, að allir sigurmöguleikar þeirra fól- ust í þeirri veiku von, að þeim tæk- ist að tvístra röðum okkar, en vegna þess að það mistókst, hafa þeir tap- að áttum. Því eru þeir nú ráðvilltir — vegna samstöðu okkar. Þeirra trú og von var, að innan okkar raða yrði hörð samkeppni milli frambjóðenda um forystuhlutverk í borgarstjórn- arflokknum. Sú von brást — vegna samstöðu okkar. Algjör eining ríkir í okkar röðum," sagði Albert Guð- mundsson og síðar: „Þjóðviljinn, aðalmálgagn vinstri meirihlutans, hrópar: „Við lömuð- um Albert", og fagna vel. Ég segi ykkur, góðir Reykvíkingar: Enginn Lagið tekið undir forsöng Ragnars Bjarnasonar — Markús Örn Antonsson, Albert Guðmundsson, Birgir ísl. Gunnarsson, Davíð Oddsson, Ingibjörg Rafnar, Hulda Valtýsdóttir og Katrín Fjeldsted. Við erum í so — sagði Geir Hallgrímsson á fulltrúaráðs Hér fer á eftir kafli úr ræðu Geirs Hallgrímssonar á fulltrúaráðsfundi í gær: Það er rökstudd von, að við sjálfstæðismenn fáum meiri- hluta, en til þess þurfum við að vinna vel. Ég vara við óhóflegri bjart- sýni. Ég vara við skoðanakönn- unum, sem spá okkur stórsigri. Við höfum fyrr orðið fyrir vonbrigðum af slíkum skoðana- könnunum. Munum að skoðana- könnun er ekki kosningar. Það eina, sem gildir, eru atkvæðin sem talin eru upp úr kjörköss- unum. Gerum okkur Ijóst, að enn er stór hluti kjósenda ekki búinn að ákveða, hvern hann kýs. Munum að í síðustu borgar- stjórnarkosningum skiptu nokkrir tugir atkvæða sköpum. Það er því enn verk að vinna og hver og einn er kallaður til ábyrgðar. Við göngum til þessara kosn- inga undir glæsilegri forystu ungs manns, Davíðs Oddssonar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.