Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982
Guömundur H. Garöarsson
Fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík:
Samtaka, samstilltir og sigurvissir
sagði Guðmundur H. Garðarsson
„í FJÖGUR ár hafa Reykvíkingar og
íslendingar búið við þau ókjör að
einn flokkur, Alþýðubandalagið hef-
ur náð heljartökum á stjórn borgar-
innar, á sama tíma sem þessi litli
hópur félagslegra valdaklíkumanna
hefur haft undirtökin í verkalýðs-
hreyfingunni og landsstjórn," sagði
Guðmundur H. Garðarsson formað-
ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík á fundi fulltrúaráðsins á
Hótel Borg í gær.
Guðmundur sagði að afleið-
ingarnar hefðu orðið þær að
Reykjavík væri orðin láglauna-
svæði, atvinnutækifærum hefði
fækkað í Reykjavik, ekki fyrir-
fyndist reykvísk atvinnustefna og
fjármágninu væri beint frá
Reykjavík. Þjóðin hefði illu heilli
orðið að súpa seiðið af valdaferli
kommúnista á tslandi síðastliðin
fjögur ár.
Guðmundur sagði að menn
heyrðu nú fjölda fyrrum stuðn-
ingsmanna Alþýðubandalagsins
og hinna vinstri flokkanna segja,
að þeir hefðu brugðist. Loforð
þeirra hefðu verið blekking, lof-
orðin um hjöðnun verðbólgu,
samningana í gildi og um fegurra
mannlíf hefðu verið svikin og
reynst tálsýn ein.
„Reykvíkingar hafna flatneskju
og svikum, en velja reisn og virð-
ingu,“ sagði Guðmundur. „Þetta er
sá boðskapur sem sjálfstæðismenn
flytja Reykvíkingum í kosningun-
um. í þessu felst afstaða fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem
hafa hlotið virðingu þúsunda
manna á vinnustöðum borgarinn-
ar fyrir stefnufestu og markvissan
máiflutning. Við sjálfstæðismenn
erum stoltir af þessum glæsilegu
frambjóðendum, sem ásamt
starfsmönnum flokksins og
hundruðum sjálfboðaliða hafa
lagt nótt við dag til að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni borgina á ný.
Fulitrúaráðið mun ekki láta sitt
eftir liggja. Með öflugu starfi
fram á kjördag og á kjördegi mun-
um við tryggja sigurinn. Samtaka,
samstilltir og sigurvissir tryggj-
um við sigur Sjálfstæðisflokks-
ins,“ sagði Guðmundur H. Garð-
arsson.
Umferðarslys:
21 árs mað-
ur í lífshættu
21 ÁRS gamall maður liggur lífs-
hættulega slasaður á sjúkrahúsi eftir
að hafa orðið fyrir bifreið í Skipholti
laust fyrir klukkan 19 á þriðjudag.
Slysið varð til móts við Skipholt
númer 3-5. Bifreið var ekið vestur
Skipholt og gekk maðurinn norður
yfir götuna og í veg fyrir hana. „
Maðurinn slasaðist mikið á höfði.
Vopnaður
maður hafði
í hótunum
MAÐUR vopnaður haglabyssu og
riffli hafði i hótunum við fjölskyldu
sína í íbúð í fjölbýlishúsi við Leiru-
bakka aöfaranótt miðvikudagsins.
Hann lokaði sig inni í íbúðinni
ásamt konu og tveimur börnum og
hafði i hótunum við þau og hótaði
einnig að svipta sig lífi.
Lögregla var kvödd á staðinn og
voru íbúar hússins varaðir við.
Gripið var til víðtækra örygg-
isráðstafana. Sjúkrabíll var
kvaddur á staðinn, því ástæða
þótti til að óttast að maðurinn
færi sjálfum sér og öðrum að voða.
Táragas var haft til taks og einnig
skotheld vesti. Sem betur fer tókst
að yfirbuga manninn og gisti hann
fangageymslur lögreglunnar.
Hluti fundarmanna á fjölmennum fulltrúaráðsfundi.
Ljósm. MbL ÓLK.M.
Lúxusvillur í sólskinsparadís
Við bjóðum upp á óvenjulega og
glæsilega gistingu í smáhúsum
(bungalows) og íbúðum í undir-
fögru umhverfi við Puerto de
Andraítx, sem stendur skammt
vestan við Magaluf-ströndina. í
hverfi þessu eru verslanir, næt-
urklúbbur og diskótek, barir,
veitingastaðir, 2 sundlaugar og
barnalaug, 4 tennisvellir og ákaf-
lega falleg og góð sólbaðs- og
útivistaraðstaða. Örskammt er
niður í hinn fagra fiskimannabæ,
Puerto de Andraitx, þar sem er
iðandi og fjölbreytt mannlíf og
mikill fjöldi viðurkenndra veit-
ingastaða.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
okkar og myndband (video) til
sýnis.
Brottfarardagar: 29. maí — örfá
sæti laus — mjög góðir greiðslu-
skilmálar. 15. júní — örfá sæti
laus — greiðsluskilmálar. 6. júlí
laus sæti. 27. júlí fullbókað —
biðlisti. 17. ágúst fullbókað —
biðlisti. 7. september — laus
sæti. 28. september — laus sæti.
Ótrúlega ódýr vikuferð
til Parísar 19. júní
Gist verður á 4ra stjörnu hóteli á
eftirsóttum stað í borginni. Boðið
verður uppá úrval skemmti- og
skoðunarferða undir leisögn ís-
lensks fararstjóra sem gjörþekk-
ir París. Verð kr. 6.200. Innifalið í
verði: Flug gisting með morgun-
verði, akstur til og frá flugvelli og
íslensk fararstjórn. Athugið!
Takmarkaður sætafjöldi.
Skotland - Skotland
— í boði er 12 daga ferð um hin
undirfögru skosku hálönd. Heim-
sóttir eru margir af sögufræg-
ustu stöðum Skotlands, svo sem:
Pitlochry, Inverness, Cawtor-
kastali, hið fræga Loch Ness,
Oban, Ayr og Burns Country.
Einnig verður gist í Glasgow og
Edinborg. Brottför: 28. júní. Verð-
frá 10.300. Innifalið í verði: Flug,
gisting og hálft fæði á flestum
stöðum og akstur með mjög góð-
um áætlunarbílum. íslenskur far-
arstjóri.
Nýjung - Nýjung
Skíðaferð um hásumar
til Austurríkis
Já, þetta er alveg ótrúlegt en
staðreynd samt. Einstakt tæki-
færi fyrir þá sem vilja stunda
skíðaíþróttina, sólböð og útiveru
í fögru umhverfi austurrísku Alp-
anna.
Skíðað verður á Stubaital-jöklin-
um í allt að 3.000 m hæð þar sem
frábær aðstaða er jafnt fyrir byrj-
endur sem alvana skíðamenn.
Gist verður á glæsilegu íbúðar-
hóteli með allri aðstöðu svo sem:
Úti-sundlaug, gufubaði, nuddi,
tennisvelli, borðtennis og billi-
ard. Brottför: 12. júní. Verð 9.300.
Innifalið í verði: Flug, gistíng og
íslenskur fararstjóri.
Almenn ferða
þjónusta —
öll ódýrustu
fargjöldin