Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 21 Friðarviðræður SÞ að fara út um þúfur Breski árásarflotinn siglir noröur með Falklandseyjaströndum Sameinuðu þjóðunum, London, Buenos Aires, 19. maí. AP. BRESKA stjórnin hefur svo gott sem hafnað siðustu friðartillögum Argentínumanna að því er talsmað- ur stjórnarinnar gaf í skyn í dag en í morgun hyggst hún gefa út til- kynningu um gang viðræðnanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kvatt saman til óformlegs fund- ar í dag um Falklandseyjadeiluna skömmu eftir að samningamaður Breta hafði gefíð aðalritara SÞ síð- ustu svör stjórnar sinnar við tillög- Jerúsalem, 19. maí. AP. RÍKISSTJÓRN Menachem Begins hélt í dag velli á ísraelska þinginu þegar til atkvæða kom vantrauststil- laga frá Verkamannaflokknum. 58 greiddu stjórninni atkvæði og 57 á móti og komu þau úrslit nokkuð á óvart því að talið hafði verið, að í besta falli fyrir stjórnina félli tillag- an á jöfnu. Þetta er í sjöunda sinn sem borin er fram vantrauststillaga á stjórn Begins síðustu tíu mánuð- ina. Ástæðan fyrir vantrauststillögu Verkamannaflokksins er sá mikli fjörkippur, sem hlaupið hefur í verðbólguna en í aprílmánuði jókst hún um 10,7%. Það þótti um Argentínumanna en nokkru fyrr hafði de Cuellar sagt, að „næstu klukkustundir“ skæru úr um hvort stríð yrði háð á Suður- Atlantshafí. Hermt er, að breska flotanum sé nú ekkert að vanbúnaði að hefja innrás í Falklandseyjar. Eftir fund bresku ríkisstjórn- arinnar í kvöld um síðustu tillög- ur Argentínumanna sagði Mar- garet Thatcher, að enn bæri „mikið á milli" og þegar frétta- heldur ekki auka likurnar á lang- lífi stjórnarinnar, að tveir stuðn- ingsmanna hennar hafa gengið til liðs við Verkamannaflokkinn þar sem þeir áttu áður heima. Umræð- urnar á þingi í dag voru mjög harðar og einkenndust af brigsl- yrðum á báða bóga. Það eina, sem óvissu olli um úr- slitin, var afstaða eins þingmanns Tehiya-flokksins, hægriflokks, sem á fimm menn á þingi, en áður var ljóst, að tveir félagar hans ætluðu að greiða atkvæði gegn Begin og tveir að sitja hjá. Þegar til kastanna kom ákvað þingmað- urinn að sitja hjá og er þá sagt, að feginsandvarp hafi liðið frá Begin. menn spurðu talsmann stjórnar- innar hvort það táknaði að frið- arviðræðurnar væru farnar út um þúfur sagði hann það ekki óeðlilega ályktun. Sir Anthony Parsons, samningamaður Breta, sagði við fréttamenn í dag, að hann hefði komið „athugasemd- um“ stjórnar sinnar við friðartil- lögur Argentínumanna á fram- færi en minntist ekkert á hvort væntanlegar væru gagntillögur frá Brétum eða frekari funda- höld með aðalritara SÞ. Hjá Sameinuðu þjóðunum eru menn að verða úrkula vonar um að friðsamleg lausn finnist í deil- unni. Leopoldo Galtieri, Argentínu- forseti, átti í dag fund með helstu ráðgjöfum sínum en að honum loknum settist Jorge Anaya, hershöfðingi, sem sæti á í herfor- ingjastjórninni, á rökstóla með yfirmönnum allra greina herafl- ans í flotastöðinni í Puerto Belgrano. Argentínsk blöð hafa það eftir heimildarmönnum sín- um innan hersins, að þar sé búist við innrás Breta í Falklandseyjar á hverri stundu. Breski flotinn, a.m.k. 50 skip, er nú tilbúinn til að láta til skar- ar skríða við Falklandseyjar. Flest voru skipin fyrir sunnan eyjarnar en í dag fréttist, að þau væru lögð af stað norður með Falklandseyjaströndum. Um borð í skipunum eru 4000 land- gönguliðar en til varnar í landi 9000 argentínskir hermenn. Begin stóð af sér vantraust Kvikmvndalcikkonan Sophia Loren á Rómarfíugvelli i dag með lögreglu- mann til annarrar handar en systur sína, Maríu Sciocolone, til hinnar. Sofna Loren í 30 daga fangelsi Róraaborg, 19. maí. AP. SOFFÍA LOREN sneri til ftalíu í dag eftir tveggja ára fjarveru, og var henni ekið rakleiðis í fangelsi, þar fyrir meint skattsvik. Loren lýsti yfir sakleysi sínu við blaðamenn við brottförina frá Genf, og sagðist fara til Ítalíu að heimsækja móður sína og fóstur- jörð. Lögreglumenn tóku á móti henni er hún gekk niður landgang- inn á Leonardo da Vinci-flugvellin- um og birtu henni dóminn og fylgdu henni til lögreglustöðvar í flugvallarbyggingunni. Eftir 45 mínútna dvöl í lögreglu- stöðinni var Loren ekið til Cas- erta-fangelsisins í hvítri Alfa Romeo bifreið. í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögregluþjónar og systir hennar, María Scicolone. Caserta-fangelsið er 33 kílómetra frá heimaborg Soffíu, Napólí. Loren var í góðu skapi er hún kom í fangelsið, sem er tíu klefa kvennafangelsi, að sögn fanga- varða. Fangarnir fá að klæðast sem hún afplánar 30 daga refsivist eigin fötum, og var Loren klædd grænni silkidragt er hún lokaði sjálf klefadyrunum á eftir sér. „Fangelsisdvölin leggst illa í mig,“ sagði Loren við fréttamenn á Rómarflugvelli. Hún sagðist vilja koma „leiðindamistökum" út úr heiminum með því að sitja inni. Hún kvaðst saklaus af ákæru um að hafa ekki talið fram jafnvirði sjö þúsund dollara á skattskýrslu sinni 1970, það hefðu verið mistök skattasérfræðings hennar, sem nú væri látinn. Loren og eiginmaður hennar, Carlo Ponti, hafa stundum átt í útistöðum við ítölsku skattalög- regluna, en fyrir skömmu hreins- aði áfrýjunardómstóll Ponti af því að hafa orðið sér út um ríkisstyrki til kvikmyndagerðar með ólög- mætum hætti. Bezta bandió sem sprottið hefur á sjónarsviðið síðustu ár. Classiz Nouveaux hefur þegar feng- ió mjög góðar undirtektir hérlendis með lögin „Never Again“ og „Is It A Dream“ sem hafa verið á tveim síð- ustu litlu plötunum þeirra. Bæði þessi seiðandi lög eru á nýju plötunni þeirra „La Verité“ ásamt „Because You’re Young“, „La Verité“ og fleiri sérstæðum lögum. Vafalítið hljómsveit sem á eftir að lifa lengi og skapa góða tónlist í framtíðinni. „ Suðurlandsbraut 8, sími 84670. Laugavegi 24, sími 18670. Austurveri, sími 33360. Heildsöludreifing, sími 84670.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.