Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 11 Faðmur rauða kolkrabbans í Reykjavík Ingi R. Helgason var kjörinn bæjarfulltrúi á framboðslista Sósíalistaflokksins 1950 og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur í 12 ár. Nú er Ingi R. kaliaður „maðurinn á bak við tjöldin“ í Alþýðubandalaginu og játar að hafa verið gullkistuvörður bandalagsins og Sósíalistaflokksins með þessum orðum „... ég hef haft með fjármál og eignaumsýslu hreyfingar- innar að gera, sérstaklega Þjóðviljans." (Viðtal í Helgar- póstinum 14. maí 1982.) Ingi R. Helgason hefur gegnt einu viðkvæmasta og mikilvæg- asta hlutverki í hreyfingu komm- únista hvar sem er 1 veröldinni, að gæta gullkistnanna og sjá til þess að þær séu aldrei tómar. Honum fórst það svo vel úr hendi, að Svavar Gestsson hafði ekki verið lengi formaður Alþýðu- bandalagsins, þegar hann beitti valdi sínu sem félagsmálaráð- herra til að skipa Inga R. for- stjóra Brunabótafélags íslands. Helgarpósturinn spurði Inga R. Helgason að því, hvort þeir væru á réttri leið í Sovét. Þessari spurningu svara kommúnistar mismunandi eftir því, hvort þeir játa Kremlverjum hollustu sína opinberlega eða ekki. Á megin- landi Evrópu er til dæmis megin- munur á svari franskra kommún- istaleiðtoga og ítalskra við slík- um spurningum. Þeir frönsku, sem eru hollir Kremlverjum og líta enn á þá sem handhafa valds- ins í hreyfingu heimskommún- ismans, svara spurningum sem þessum á þann veg, að engin leið til sósíalisma sé auðveld, og hvað svo sem gerist í löndum Austur- Evrópu geti enginn neitað því að þar sé verið að byggja upp sósíal- isma. (Georges Marchais, leiðtogi franska kommúnistaflokksins, 3. febrúar sl.) Hinir ítölsku gagn- rýna Sovétríkin nú opinberlega, eftir að herlög voru sett í Pól- landi 13. desember sl. Hinn 30. desember 1981 birti l’Unita, málgagn ítalska kommúnista- flokksins, ályktun stjórnarnefnd- ar hans í tilefni hertökunnar í Póllandi. Þar voru Sovétríkin meðal annars gagnrýnd með því orðalagi, að tímabilið, sem hófst með byltingunni þar 1917 væri runnið sitt skeið. Italskir komm- únistar lögðu til að farin yrði „þriðja leiðin" á milli kommún- isma Kremlverja og stefnu jafn- aðarmanna, án þess að skilgreina nánar stefnu sína. Kremlverjar hafa hlaðið franska kommúnista lofi en gagnrýnt hina ítölsku. En hverju svaraði Ingi R. Helgason spurningu Helgarpósts- ins? Hann sagði, þegar hann var spurður, hvort stefna Kremlverja væri rétt: „Ég kveð ekki upp svo- leiðis dóma.“ Með þessari setn- ingu skipaði hann sér á bekk með frönskum kommúnistum. Síðan bætti hann við: „Ég met hins veg- ar allar tilraunir í sósíalisma. Allar tilraunir eru, að mínu viti, af hinu góða. Sums staðar mis- tekst, annars staðar tekst vel til. En ég set mig ekki í slíkt dómara- sæti.“ Ingi R. Helgason ætlar ekki að beita sér fyrir neinum til- raunum í sósíalisma, hann er því ósammála ítölskum kommúnist- um. Gullkistuvörður Alþýðu- bandalagsins vill ekki dæma handhafa skipunarvaldsins í hreyfingu heimskommúnismans. Raunar tekur hann afstöðu með málsvörum Kremlverja: Tilraun- ir mega eiga sér stað, en viður- kennið rétt Kremlverja til að stöðva þær, ef þær mistakast að þeirra mati. ★ Friðrik Ólafsson hefur lagt for- setaembættið í Alþjóðaskáksam- bandinu, FIDE, að veði í barátt- unni fyrir því, að syni og eigin- konu skákmeistarans Viktor Kortsnojs verði leyft að fara frá Sovétríkjunum. Fréttir herma, að kommúnistaríkin ætli að efna til samblásturs gegn Friðriki í FIDE fyrir mannúðlega afstöðu hans. I apríl 1981 fór fram söfnun undirskrifta meðal íslendinga til stuðnings málstað Korstnojs í átökum hans við sovéska stjórn- kerfið. Þegar afhenda átti skjalið í sovéska sendiráðinu, var neitað að taka á móti því þar. En fleiri sögðu nei, þegar þetta skjal var sýnt þeim. Það gerði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. Hann neitaði að skrifa undir bréf til Kremlverja til stuðnings Korts- noj. Forvígismenn undirskrifta- söfnunarinnar sögðu, að Sigurjón Pétursson hefði ekki séð sér fært að undirrita áskorunina vegna þessarar setningar í henni: „011- um má vera ljóst, að ekkert jafn- ræði er með keppendum (þ.e. þeim Kortsnoj og Karpov í heimsmeistaraeinviginu í skák innsk. Bj.Bj.) þegar ríkisstjórn annars heldur fjölskyldu hins í gíslingu." F riðrik Ólafsson frestaði heimsmeistaraeinvíginu í Meranó sl. haust einmitt í þeirri von, að jafnræði skapaðist með Karpov og Kortsnoj með frelsun fjöl- skyldu hins síðarnefnda. Friðrik Ólafsson hefur lagt forsetastöðu sína í FIDE að veði gagnvart kommúnistaríkjunum einmitt vegna þess atriðis, sem forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Sig- urjón Pétursson, setti fyrir sig, þegar hann var beðinn að lýsa yf- Ingi R. Helgason Friðrik Ólafsson ir stuðningi við málstað Korts- nojs. ★ Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, gerði harða hríð að ítölskum kommún- istum, eftir að þeir fóru að tala um „þriðju leiðina" og gjaldþrot októberbyltingarinnar 1917. Éng- in árás verður gerð á Inga R. Helgason í Prövdu vegna um- mæla hans í Helgarpóstinum — ekki vegna þess að sovésku áróð- ursmeistararnir telji Inga R. ekki árásarinnar virði heldur vegna hins, að þeir líta á orð hans sem stuðning við sig. Frá áramótum hafa ítalskir kommúnistar legið undir árásum í Prövdu, hins veg- ar birtist þar hinn 4. apríl sl. harðorðasta grein um Island um langt árabil. Var verið að gagn- rýna Alþýðubandalagið? Nei, þvert á móti, það var verið að taka undir þann áróður Þjóðvilj- ans og mr. Ó. Grímssonar, að ís- landi hafi verið breytt í „banda- ríska árásarstöð". Alþýðubandalagið rauf ekki sérstakt samband sitt við sovéska sendiráðið, þótt ýmsir flokks- broddar skrifuðu undir áskorun- ina til stuðnings Kortsnoj. Sigur- jón Pétursson verndaði vináttuna við Sovét með því að skrifa ekki undir. Þeir kommúnistaflokkar, sem telja sér fyrir bestu að tala tungum tveim um tengsl sín við höfðingjana í Kreml, fela tvö- feldnina með einföldum hætti. Einhver forystumaður í flokkn- um gengur fram fyrir skjöldu á úrslitastundu og sannar Sovét- mönnum hollustuna. Sigurjón Sigurjón Pétursson Viktor Kortsnoj Sigurður E. Guðmundsson Pétursson gegndi þessu hlutverki í apríl 1981. ★ Ingi R. Helgason vill ekki dæma Sovétstjórnina með orðum sínum, Sigurjón Pétursson vill ekki styggja Sovétstjórnina með undirskrift sinni. Ingi R. Helga- son og Sigurjón Pétursson eru ekki einungis á sama báti að þessu leyti, þeir hafa unnið sam- an að stjórn Reykjavíkurborgar. Ingi R. sat fyrir vinstri borgar- stjórnarmeirihlutann í stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar og komst í fréttirnar fyrir nokkrum misserum, þegar hann þóttist vera að útvega hljómsveitinni fé til Þýskalands- og Austurríkis- farar. Þegar Svavar Gestsson lá sem viðskiptaráðherra undir ámæli fyrir lélega framgöngu gagnvart Sovétstjórninni vegna olíuvið- skipta, kallaði ,hann á Inga R. Helgason og gerði hann að trún- aðarmanni sínum í olíuviðskipta- nefnd. Þar stóð Ingi R. vörð um „líftaugina”, en það heiti gaf Ein- ar Olgeirsson, hinn gamalreyndi foringi kommúnista á íslandi, olíuviðskiptunum við Sovét. Þeir Ingi R. Helgason og Sigur- jón Pétursson hafa á kjörtímabili vinstri meirihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur unnið að' framgangi sameiginlegs áhuga- máls: Að peningar Reykvíkinga verði notaðir til að kaupa Ikar- us-strætisvagna frá Ungverja- landi. Þetta hefur verið pólitískt stefnumál Alþýðubandalagsins utan borgarstjórnar og innan og Ingi R. Helgason var lögfræðing- ur Samafls, sem hefur umboðið fyrir Ikarus. Samskipti alþýðubandalagsfor- ingjanna við ungversku bílaverk- smiðjuna eru raunar ekki aðeins staðfesting á áhuga þeirra á aust- urviðskiptum, þau staðfesta einn- ig tvískinnunginn, sem einkennir alla afstöðu Aiþýðubandalagsins til launþega. í Ungverjalandi búa verkamenn við sama réttleysi og í öðrum kommúnistaríkjum, þar yrðu baráttumenn fyrir frjálsum verkalýðsfélögum handteknir eins og í Póllandi. Ungverski kommúnistaflokkurinn bannar verkamönnum með vopnavaldi að stofna með sér frjáls samtök. Verkamenn í Ikarus-verksmiðj- unum hafa ekki rétt til að semja um kaup og kjör. Verkföll teljast þar til landráða. Réttleysi ung- verskrar alþýðu leiðir til þess, að kommúnistastjórnin getur arð- rænt hana og notað vinnuafl hennar til að undirbjóða strætis- vagna, sem smíðaðir eru í löndum eins og Svíþjóð, þar sem verka- menn njóta fyllstu mannréttinda. ★ í öllum lýðfrjálsum löndum verða kommúnistaflokkar að stíga erfiðan línudans. Þeir verða að gæta sín út á við gagnvart Moskvuvaldinu og halda þannig á málum inn á við gagnvart kjós- endum, að sem minnst beri á hollustunni við Kremlverja. Til að stunda blekkinguna inn á við finnst kommúnistum það best, þegar yfirlýstir stuðningsmenn annarra flokka koma þeim til hjálpar. Það er engin tilviljun, að svo margir fyrrverandi fram- sóknarmenn skipi trúnaðarstöður í Alþýðubandalaginu. Enginn þarf heldur að efast um fögnuð- inn í innsta hring, þegar Sigurður E. Guðmundsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins, gaf þessa yfirlýsingu í Alþýðublaðinu á laugardaginn: „Mín skoðun er sú, að margir í trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið séu raunverulegri jafnaðarmenn.“(!) Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra og fyrrum formaður Al- þýðubandalagsins, lauk blaða- grein í vikunni með þessum orð- um: „Á Alþýðubandalagið virkar faðmur Vinnuveitendasambands- ins eins og faðmlag kolkrabbans." Öðru máli gegnir um rauða kol- krabbann, faðmur hans umlykur Alþýðubandalagið og samstarfs- menn þess í borgarstjórn Reykja- víkur án þess að þeir ymti eða skrimti. Björn Bjarnason Guðmundur S. Guðjónsson Bjarney Gísladóttir Jón Guðmundsson Herdís Jónsdóttir Biidudaiur: Framboðslisti sjálfstæðismanna FR AM BOÐSLISTI Sjálfstæðisfé- lags Arnarfjarðar til sveitarstjórna- kosninga, sem fram fara 22. mai 1982, hefur verið tilkynntur. Listann skipa: Til hreppsnefndar: Guðmundur Sævar Guðjónsson, trésmiður, Kríubakka 4, Bjarney Gísladóttir, húsmóðir, Dalbraut 11, Jón Guðmundsson, verkstjóri, Grænabakka 4, Herdís Jónsdóttir, kennari, Hafnarbraut 2, Guð- mundur R. Einarsson, skipstjóri. Dalbraut 16, Guðbjörg S. Frið- riksdóttir, húsmóðir, Arnarbakka 6, Jngrid Guðmundsson, póstaf- greiðslum., Otradal, Þórir Ág- ústsson, verslunarmaður, Sól- heimum, Steinþór Steingrímsson, skrifstofumaður, Gilsbakka 4, Sig- urður Gíslason, verkamaður, I^önguhlíð 38. Til sýslunefndar: Runólfur Ingólfsson, rafveitu- stjóri, Arnarbakka 6, Margrét G. Einarsdóttir, húsmóðir, Dalbraut 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.