Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAl 1982 39 byggingu leikhúsálmu við félags- heimilið. En enginn fjárhagslegur grundvöllur hefur verið fyrir því að leggja út í svo dýrt fyrirtæki og t.d. er einsýnt, að íþróttahúsið verði að sitja fyrir. Það er óneitanlega sárt að ég sé ekki, að leikhúsálman sé í sjónmáli eins og sakir standa og eins og efnahag sveitarfélaganna er háttað. Hver er sú reynsla, sem þú dreg- ur af þínu fyrsta kjörtímabili í bæjarstjórn? — Hún er sú, að við, sem byggj- um landið í svo mikilli fjarlægð frá aðalþjónustusvæði landsins, verð- um að bjóða upp á sambærileg skil- yrði og þar, þótt það sé erfitt, til þess að fólk langi til að búa hér áfram. Það er mjög dýrt fyrir fá- mennt byggðarlag að standa undir þessari þjónustu, en nauðsynlgt samt sem áður. Hvernig hefur sambúð þín sem bæjarfulltrúi verið við Húsvík- inga? — Góð. Ég hef samt ekki gerl mikið af því að standa úti á götu- hornum að ræða við fólk. Atvinnu minni er þannig háttað, að ég er inni á heimilinu og vinn hálfan daginn við töluvert einangrað starf á gamla sjúkrahúsinu. Svo hafa hlaðist á mig nefndarstörf, svo að ég hef nóg við tímann að gera. Er erfiðara að vera kona í bæjar- stjórn en karlmaður? — Ég hef ekki fundið fyrir því. Reyndar veit ég ekki hvernig er að vera karlmaður í bæjarstjórn. En ég hef tekið eftir því, að karlmenn geta engu síður en við konurnar átt erfitt með að sinna stjórnmálum vegna atvinnu sinnar og heimilis. Hins vegar er það rétt, að konur byrja yfirleitt seinna að sinna stjórnmálastörfum en karlmenn og eru þess vegna ekki eins vel þjálf- aðar, en þetta kemur undarlega fljótt. Og svo að síðustu, á Húsavík framtíð fyrir sér? — Já, mikla framtíð, ef rétt er haldið á málum þvi möguleikarnir hér eru óþrjótandi. Ég undirstrika sem sagt, að með skynsamlegum útboðum er hægt að tryggja bæjarbúum að skattpen- ingarnir nýtist betur en ella. Með slíkum vinnubrögðum tryggjum við jákvæða samkeppni og byggjum upp verktakafyrirtæki, sem eru nauðsynleg bæ eins og Húsavík. Ég get ekki skilið svo við skipu- lagsmálin að leggja ekki áherzlu á að gatnagerðarframkvæmdirnar verði að taka fastari tökum. Við viljum, að nú í upphafi kjörtíma- bilsins verði gerð áætlun um endurbyggingu gamalla gatna í bænum. Þær hafa verið látnar sitja á hakanum. Menn verða að viður- kenna það, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.“ — Hvaða tilfinningu fékkstu af viðtölum þínum við nýju kjósend- urna um viðhorf þeirra til bæjar- málanna og stjórnmálanna? „Unga fólkið var mjög jákvætt, eftir að við fórum að tala við það, og þá kom í ljós, að það hafði í rauninni mikinn áhuga á bæjar- málum og langflestir höfðu lesið stefnuskrá okkar, sem dreift hafði verið um bæinn. Hins vegar virtist það ekki vera mjög pólitískt." — Hvernig leggjast kosningarn- ar í þig? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðbyr hér eins og annars staðar. Það er alveg greinilegt. Hins vegar er ógerlegt að spá hversu mikill sá meðbyr er. öllum er sjálfsagt holl- ast að vera hóflega bjartsýnir." Nú er tækifærió til að gera bestu bílakaupin í í NESTSELDI BÍLL EVRÓ FIAT 127 SPECIAL er gjörbreyttur utan sem innan, en þetta er hinn frægi 3ja dyra bíll, sem hefur verið mest seldi bíll Evrópu mörg undanfarandi ár og ekki að ástæðulausu. Við höfum ekki annað eftirspurn til þessa, enda hefur þessi sérstaki bíll eitt hæsta endursöluverð hér á íslandi. Síðan 1972 hafa 5 milljónir ánægðra FIAT 127 eigenda ekið með þá fullvissu í huga að bill þeirra væri hið fullkomna farartæki, bíll sem ekki væri hægt að smíða betur. En í dag hefur komið i Ijós að þetta var ekki nema hálfur sann- leikur, hin nýi FIAT 127 er ennþá skemmtilegri og vandaðri hvað snertir hönnun og frágang. FIAT UMBOÐIÐ WtZaBBF# SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720 Ný sending var að koma til landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.