Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 17 Lárus Jónsson, alþingismaður: Dýrar smáskammtalækn ingar ríkisstjórnarinnar Um þessar mundir er ríkisstjórnin að auka niðurgreiðslur á landbúnað- arvörum. Þær lækkuðu um siðustu mánaðamót, rétt á meðan verið er að reikna framfærsluvisitöluna en hækka aftur fyrsta júní! Að vonum hafa ýmsir gagnrýnt þessa ráðstöf- un, jafnvel forseti ASÍ. Við þessar blekkingar skekkist sá mælikvarði sem menn nota oftast á verðbólguna og verðbætur á laun lækka 1. júní. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Gífurlegar fjárhæðir þarf að inn- heimta af skattborgurunum til þess að halda þessu sama niðurgreiðslu- stigi yfir næsta ár. Vegna þess að ekki hefur þurft að greiða þessi 6% niður allt árið kosta niðurgreiðslurn- ar 300 millj. króna í ár, en munu kosta 450 millj. á næsta ári. I>á þarf að greiða þessi vísitölustig niður allt árið. Þetta er svo hrikaleg upphæð, að hún jafngildir öllum fjárveiting- um til nýrra vega og brúa, svo og nýbyggingar grunnskóla, sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva í landinu. OniÖurgreiddur verðbólguhraði er um 60% á ári Auðvitað eru þessar niður- greiðslur einungis gálgafrestur. Með þeim næst gerviárangur í bili — lækkun framfærsluvísitölu og verðbóta á laun. Landbúnaðaraf- urðir eru alls 'ekki jafn mikill kostnaðarliður í útgjöldum heim- ilanna og áður fyrr þegar vísitölu- grunnurinn var reiknaður út. Þessi blekking að skattleggja al- menning til þess að lækka verð á Aukning niðurgreiðslna kostar álíka og allar fjárveitingar i nýja vegi og brýr, grunnskóla, sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar. Lárus Jónsson landbúnaðarafurðum er því dýrt sjónarspil sem allar líkur eru á að hinir fátæku tapi á en hinir ríkari hafi af hagnað. Þeir geta betur notað sér þennan fáránleika með því að fylla frystikistur sínar af niðurgreiddum landbúnaðarafurð- um. Þrátt fyrir þessar niðurgreiðsl- ur er útlit fyrir að hækkun niður- greiddrar framfærsluvísitölu verði nálægt 44—45% á þessu ári en óniðurgreiddur verðbólguhraði er nú um 60% skv. vísitölu sem nú er verið að reikna út. Hækkun byggingarvísitölu og lánskjara- vísitölu er miklu meiri en niður- greiddrar framfærsluvísitölu. Raunveruleg verðbólga er því milli 50 og 60% eftir tveggja ára „niðurtalningu". Gátan mikla — hver varö verö- bólgan í fyrra? í nýútkomnu hefti Þjóðhags- stofnunar segir svo um verðlag á árinu 1981: „Frá nóvember 1980 til nóvember 1981 hækkaði fram- færsluvísitalan í heild um tæplega 48%. Á sama tíma hækkaði bú- vöraiverð um 73%, annað vöruverð um 40% og verð þjónustu hækkaði um 47%.“ Þar segir einnig: „Framfærsluvísitalan hækkaði um 51% milli áranna 1980 og 1981. Búvörur hækkuðu á hinn þóginn meira eða um 64%. Aðrar vörur hækkuðu um 46—47%, þjónusta um 50% og húsnæði um 53%.“ Um byggingarvísitölu segir: „Hækkun hennar var frá upphafi til loka ársins (þ.e. 1981) 45%.“ Hver vill fullyrða eftir þennan talnalestur, að það lýsi rétt verðbólguástand- inu að hamra sýknt og heilagt á því að verðbólgan í fyrra hafi ver- ið 40% eins og er orðinn rótgróinn kækur sumra ráðherra og stjórn- arsinna? Viturleg varnaðarorð forsætisráðherra Ríkisstjórnin segist stefna að 30% verðbólguhraða á síðari hluta yfirstandandi árs. Það er víðs- fjarri að þessu markmiði verði náð með þeirri gervilausn sem niður- greiðslurnar eru. Þetta ætti sér- staklega að vera forsætisráðherra ljóst. Hann sagði orðrétt í blaða- grein 28. nóv. 1979: „Niðurgreiðsl- ur úr ríkissjóði eru komnar úr öllu hófi... Þessar miklu niðurgreiðsl- ur skekkja verðlag og draga úr hvöt til að ráðast í nýjar búgrein- ar. Þær bjóða heim hættu á mis- notkun og spillingu. Þær leiða til þess að hinir ríku fá meira í sinn hlut úr ríkissjóði en hinir snauðu." Þetta er hverju orði sannara. Því hlýtur ríkisstjórnin að stefna að öðrum og haldbetri ráðstöfun- um síðar á árinu ef marka má yf- irlýst markmið hennar og jafn- framt hlýtur að vera sérstakt vandamál hvernig unnt verður að ráða við eða hverfa frá þessum niðurgreiðslum sem kosta þau ókjör sem hér hefur verið bent á. \P ÁÖt ***** ISIAND-N.AMERIKA íyrir kr. ABC-leiguílug Arnarílugs til Toronto í Kanada sumariö 1982: Júní Júlí Agúst Sept. 3. 5. 5. 6. 14. 15. 16. 24. 26. 26. Viö leiöréttum, að ekki er um aö rœða reglubundiö ácetlunarílug, heldur svokallaö ABC-leiguílug. Upplýsingar um ABC-reglurnar eru veittar á söluskriístoíu Arnarílugs, ásamt upplýsingum um ílug til allra borga Vesturheims, sem eru innan seilingar. ^ftARNARFLUG Lágmúla7, sími 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.