Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 43 Sigurjón gisti jafnan á heimili mínu á þessum tíma, þegar hann kom í bæinn, sér til hvíldar og tilbreytingar, enda þreyttur og slitinn, og hafði raunar ekki geng- ið heill til skógar árum saman, og kom þá líka til þess að hafa tal af lækni sínum. Eitt sinn lá hann um tíma á sjúkrahúsi. Hann dvaldist oft á heimilinu langtímum saman og var mikill aufúsugestur að sjálfsögðu og hafa mér ávallt ver- ið minnisstæðar viðræður okkar, hvort sem var heima eða er hann lá sjúkur. Hann var vel gerður maður, bókhneigður og vel að sér. í uppvextinum hafði alltaf mætt mest á honum svo að segja frá blautu barnsbeini. Trúnaðarstörf fyrir sveit sína bættust svo við í ríkara mæli og meðal þeirra ýmis opinber störf í þágu sýslunnar, m.a. ýmis opinber störf, auk for- ustu í félögum bænda, og ávallt naut hann hins bezta traust, mannkosta og hæfileika sinna vegna. Hér var um langt árabil að ræða þar til heilsan bilaði. Það at- vikaðist svo, að Sigurjón var í heimsókn hjá okkur, er það kom í ljós að undangenginni skoðun, að hann varð að fara tafarlaust sem sjúklingur að Vífilsstöðum vegna veikinda sinna (smitandi berkla). Æðrulaus fór fór hann þangað, rólegur að vanda. Hann vissi, að hann yrði að þola og þreyja, og bíða þess hlutskiptis, sem örlögin ætluðu honum. Von er meðan líf er. En það kraftaverk gerðist, að hann fékk að fara heim albata til sinnar góðu konu. Löng var biðin. Einnig hún hafði beðið og vonað. Nú gátu þau verið saman allar stundir, fyrst heima á Álftárósi nokkur ár, þar til þau fluttust á vistheimilið í Borgarnesi. Þar lést Sigurjón 18. sept. 1978. 5. apríl 1940 var hann útskurðaður á Víf- ilsstaði, og heim fékk hann að fara í júní 1963. Næstelsti sonur minn Axel, var aðeins fimm ára, er ég bað þau fyrir hann, og aldrei gleymist, að þau fögnuðu honum sem væri hann þeirra eigin sonur. Það var sem þau hefðu endurheimt sitt eigið barn. Þau hjónin höfðu orðið fyrir þeirri þungbæru reynslu, að barn sem Ólöf eignaðist, andaðist skömmu eftir fæðinguna. Þau hjónin komu til móts við mig í Borgarnesi, er ég færði þeim drenginn. Halldóri hafði Sigurjón kynnst í einni heimsókninni og Halldór var aðeins ári yngri, er Axel kom fyrst að Álftórósi. Báðir drengirnir ílentust á Álftárósi hjá hinum ágætu fósturforeldrum sín- um. Þeir tóku við búrekstri þar 1950. I endurminningum mínum hefi ég gert grein fyrir því er þau þáttaskil urðu í lífi mínu, þegar ég fór í sveit. Ég taldi þau mikilvæg- ustu þáttaskil ævinnar. „Þá opnaðist nýr heimur". Ég hefi líka ávallt fagnað því að allir synir mínir hafa átt hluta sinnar bernsku í sveit, notið þess og orðið þeim til góðs, við gott atlæti og aukist að þroska. Þrír sona minna kynntust Álftáróssheimilinu, aðr- ir en þeir sem áður voru nefndir og eiga þaðan sínar minningar og þakkir að gjalda og þess minnugir, það er ég vissulega einnig. Halldór E. Sigurðsson fv. ráð- herra og alþingismaður var ger- kunnugur Alftáróss-heimilinu og minntist Sigurjóns látins í ítar- legri minningargrein (íslendinga- þættir Tímas 13. jan. 1979). Komst hann svo að orði: (að fengnu leyfi hans.) „Mannkostir Sigurjóns á Álftár- ósi komu vel í ljós í veikindum hans. Hann æðraðist ekki. Hélt vel sambandi við heimili sitt og byggðarlag, fylgdist vel með þjóð- málum og las flestar þær bækur, sem hann náði í. í raun var hann svo ríkur af trú á hið góða í lífinu og æðri máttarvöld, að hann var veitandi en ekki þiggjandi í við- ræðum um lífið og um hinar björtu hliðar þess, þrátt fyrir dvöl í sjúkrahúsum mikinn hluta ævinnar.“ Halldór E. Sigurðsson fer nokkrum orðum um vináttu okkar Sigurjóns og rekur tildrögin að því, að Sigurjón og ólöf tóku Axel fyrst til sumardvalar, síðar Hall- dór, en þeir ílentust þar: „á heim- ilinu og urðu þar sem þeirra synir væru. Axel yngri var við nám á Hvanneyri, er Sigurjón veiktist. Drengskapur þessa unga manns var slíkur, að hann hvarf frá námi og fór heim að Álftárósi til starfa. Sýndi hann þá og síðar, að fóstur- launin vildi hann gjalda, og þeir bræður hafa sýnt það með störf- um sínum á Álftárósi og um- hyggju fyrir hinu aldraða fólki á því heimili." Þakklátum huga minnist ég þess hvers ástríkis ungir synir mínir nutu á Álftáróssheimilinu á barnsaldri, einnig þess að þeir ílentust þar, og fengu goldið fóst- urlaunin með störfum sínum þar, fyrir og eftir að þeir hófu búrekst- ur þar og gerðust bændur. í lok þessara minningarorða vil ég svo segja, að í minningunni um hið liðna finnst mér mestur bjarmi af hinni miklu fórnarlund Ólafar heitinnar. Axel Thorsteinsson Samkór Kópavogs syngur í Bústaðakirkju SAMKÓR Kópavogs heldur tónleika í Bústaðakirkju fyrir styrktarmeð- limi og aðra í dag fimmtudaginn 20. mai, kl. 21.00. Einsöngvarar með kórnum eru þau Baldur Karlsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Kjartan Ólafsson og Sigurður Pétur Bragason. Efnisskráin er fjölbreytt, lög eftir innlenda og erlenda höfunda, má þar nefna íslensk þjóðlög og negrasálma. Stjórnandi kórsins er Ragnar Jónsson og er hann jafnframt undirleikari. Fæst í næstu verslun! Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. FYRIR UNGUNGA stakar blússur með hettu. stakar buxur____________ kr. 198,- kr. 155,- herrá^ húsiö. Laugavegi 47 Bankastræti 7 og Aðalstræti 4 vsn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.