Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 7 Ný námskeið í hestamennsku Kennari Eyjólfur ísólfsson. Mánudaginn 24. maí hefj- ast námskeið í eftirtöldum flokkum: 1. Vanir unglingar. 2. Almenn reiöhestaþjálfun fyrir vana. 3. Þjálfun fyrir íþróttakeppni. 4. Hlýöniæfingar. Kennsla er verkleg og bókleg. Nemendur útvega sér hesta sjálfir. Skráning fer fram 21. og 22. maí á skrifstofu félagsins kl. 10—12. Sími 33679. Skráning hesta á hvítasunnukappreiöar Fáks lýkur mánudaginn 24. þ.m. kl. 18.00. Hestamannafélagið Fákur Til leigu er þriggja herbergja íbúö á jaröhæö í Háaleitishverfi frá 1. júní nk. Tilboð er greini fjölskyldustærö og greiöslumögu- leika sendist blaðinu fyrir 25. maí merkt: „Háaleit- ishverfi — 3313“. Innilegar þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem með gjöfum, skeytum og ýmsum öðrum hætti sýndu mér hlýhug og vináttu á áttræð- isafmæli mínu 12. maí sl. Sérstakar þakkir færi ég Alþýðusambandi ís- lands, Sjómannasambandi íslands og Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sem efndu til sam- sætis þennan dag og gerðu mér og fjölskyldu minni þessi tímamót ógleymanleg. Jón Sigurðsson 73íúamatl:a?uúnn lottisgötu 12-18 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Mazda 929 Hardtopp 1979 Vínrauöur. Ekinn 44 þús. km. Útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Verö 95 þús. Honda Quinted 1981 Blágrár. Ekinn 13 þús. km. Út- varp. Topplúga. Verö 125 þús. Mazda 323 1981 Grár. Ekinn 17 þús. km, 5 gfra. Verö 105 þús. Toyota Hiace diesel 1981 Blár. Ekinn 42 þús. km. Sæti fyrir 4ra farþega. Verö 160 þús. Mazda 323 1982 1,3 Silfurgrár. Ekinn 2 þús. km. Verð: Tilboö. Gitroén GSA 1981 Blár. Ekinn 24 þús. km. Útvarp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verö 110 þús. Audi 80 GLS 1979 Grænsanzeraöur. Útvarp, seg- ulband, snjó- og sumardekk. Verð 105 þús. 1980 Grá. Ekinn 15 þús. km. Útvarp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verö 110 þús. Daihatsu Charade 1980 Vínrauöur. Ekinn 54 þús. km. Útvarp, segulband. Verö 74 j)ÚS. HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Eftirtektarverðir eru dag- arnir núna, hver á eftir öðrum. A sunnudaginn safnaðist fólk í kirkjur á bænadegi til þess að biðjast fyrir og hugsa um helgi lífs. í dag er uppstigningar- dagur, þegar þess er minnzt, að Jesús var upphafinn fyrir augum lærisveinanna fjörutíu dögum eftir páska. Á laugar- daginn er gengið að kjörborð- inu og þeir valdir, sem eiga að stjórna fyrir okkur, þótt heppilegra væri það vitanlega, ef unnt væri að segja að fara eftir því, að þeir séu valdir til að stjórna með okkur. Allt eru þetta merkilegir dagar og hver fyrir sig á sinn sérstæða svip og ákveðinn boðskap. En skyldu þessir dagar eiga nokkuð sameiginlegt? Bæna- dagur, uppstigningardagur og kjördagur? Við fyrstu sýn kynni okkur að finnast, að ekki væru þar margir snertifletir, í það minnsta væri sá síðast- taldi af allt öðru sauðahúsi en hinir tveir. Og rétt er það, að við getum bezt látið þessa köll- un kristins manns koma fram í afstöðu okkar til þeirra, sem við erum að fela forystu. Þeir eru ekki aðeins kallaðir til þess að annast hin hversdags- legu mál, heldur er það lífið allt, líf mannsins í heild sinni, sem verður fyrir áhrifum af verkum þeirra, verður betra fyrir þjónustu þeirra eða geld- ur vanrækslu þeirra. Og það skiptir mig máli, þegar ég vel þá, sem ég styð atkvæði mínu, hvort ég hef trú á því, að þeir meti lífið allt, helgi þess og köllun út frá því sjónarmiði, sem kristin trú veitir því. Á laugardaginn var átti sér líka stað merkur fundur, þar sem kirkjunnar menn og fram- bjóðendur til borgarstjórnar í Reykjavík skiptust á skoðun- um. Þar fór allt fram í þeim anda, sem vistarverur mótuðu. Það var minnzt á ýmislegt, sem kirkjunnar mönnum finnst, að hafi verið vanrækt eða ekki skilið af þeirra hendi, sem það tekur að syngja messu, að barnið Jesús var tekið í faðm aldraðra, sem sungu honum lof og sáu í fæð- ingu hans sönnun fyrir kær- leika Guðs. Anna og Símeon höfðu beðið eftir því, að Guð vitjaði lýðs síns. Þau þurftu ekki að deyja, áður en þau fengu haldið Jesú í fangi sér. Enn bíða margir aldraðir eftir því, að Jesús sé færður þeim. Það er hlutverk kirkjunnar. Og hún gerir það bezt, þegar þar fer saman boðun orðsins og þjónustan í kærleika. Er reyndar harla erfitt að gera þar þann greinarmun á, að annað kalli ekki á hitt til þess að fullt samræmi geti verið í milli. Kirkjan hefur bent á það, að það sé ekki nóg að stæra sig af síhækkandi meðalaldri fólks. Tvennt þurfi að koma til, til þess að það sé í raun nokkurs virði, að bæta árum við ævi. I fyrsta lagi, að dagarnir séu gæddir einhverjum tilgangi Kirkjan og kjörfundur mörgum finnst eðlilegt, að kirkjan haldi sig fjarri kjör- stöðum, og að bænadagur með boðskap uppstigningardags hafi lítið að segja háttvirtum kjósendum. En gaman væri að skoða það örlítið nánar. Þegar kosið er, er verið að velja í milli einstaklinga, en það er um leið verið að skoða stefnur, sem þessir einstakl- ingar berjast fyrir og lofa að skuli móta vinnubrögð þeirra, ef þeir fá kjörfylgi til að sanna loforð sín í verkunum. Við heyrum vitanlega oftast nær talað um götur og atvinnu, barnaheimili og skipulagsmál, þegar frambjóðendurnir tala til okkar. Allt er það eðlilegt og allt er þetta nauðsynlegt í hverju bæjarfélagi, og virðist ekki nauðsynlegt, að þar sé ágreiningsatriði, nema e.t.v. um röðun og val á fram- kvæmdum. En á sunnudaginn var, vor- um við að tala um helgi lífsins. Það var vitanlega hægt að hefja sig þann veg í hæðir í þeim umræðum, að móðir jörð reyndist aðeins stökkpallur orðræðu, sem hefði himininn meir til viðmiðunar en hvers- dagsleika jarðlífsins. En ef við tengjum þann boðskap ábend- ingu uppstigningardagsins þá sjáum við í hendi okkar, að kristnir menn eiga líka hlut- verki að gegna hér. í það minnsta stóðu lærisveinarnir ekki í sömu sporum og horfðu upp þar til hálsrígur torveld- aði hreyfingar. Þeir fóru út um allan heiminn til að boða trú á hinn upprisna og uppstigna. Og í anda hans læknuðu þeir, liðsinntu og hjálpuðu, hvar sem þeir komu. Boðskapur þeirra var um betra líf, og þeir biðu þess ekki, að það kæmi fyrir himneska gjöf einvörð- ungu, þeir vissu sig sjálfa kall- aða til þess að gera lífið betra með verkum sínum, fyrir trú sína. Og þegar við göngum til kjörklefans á laugardaginn, skoðum við það einnig, hvernig sem hafa afskipti af högum mannsins í allri sinni mynd. En eftirtekt vakti það líka, þegar einn prestanna bar fram þá spurningu, hvers stjórn- málamennirnir væntu sér af kirkjunni. Það kvað við tölu- vert annan tón en fyrr hafði ómað. En svörin voru ekki út í hött, og engum datt í hug, að kirkjan væri til að stinga kjós- endur svefnþorni, svo að hinir fengju að vera í friði fyrir af- skiptasemi þeirra. Nei, einn af öðrum, þessum oddvitum frambjóðenda, tók það fram, að kirkjan innti af hendi þýð- ingarmikið verk, þar sem væri efst á blaði þjónusta hennar við þá hópa, sem sérstaklega þarfnast þess, að haldið sé í hendi þeirra og þeir þiggi styrk. Voru þar til nefndir sjúkir og svo æskan og ellin. Og ætli val mitt á laugardag- inn mótist ekki töluvert mikið af því, hvern fúsleika má finna hjá stjórnendunum okkar til þess að veita kirkjunni sem bezt tækifæri til þess að inna af hendi þessa skyldu sína við þá, sem fyrr voru upptaldir. Og kirkjan hefur þá líka helgað þennan dag, uppstign- ingardag, starfinu fyrir einn þessara hópa, hina öldruðu. í kirkjum landsins verður orð- um sérstaklega beint til þeirra og það rifjað upp, hver þáttur kirkjunnar hefur verið og hvernig bezt er að standa að verki. Síðan verður sezt að veisluborði, þar sem þess er kostur, í boði safnaðanna, þar sem öldruðum er gerður daga- munur með ýmiss konar atrið- um, að messunni lokinni. Og það er eðlilegt, að kirkj- an sinni öldruðum. Það er tal- inn mannsbragur af ungum að sýna fullorðnum tillitssemi. Ellin er þar aðeins óvirt, sem lífið sjálft er fótum troðið og sá einn metinn, sem getur lagt fram sinn skerf til eflingar hagvaxtar og framleiðni. Og gott er það líka fyrir þá að hugsa um, sem sjá kirkjuna aðeins í þeirri klukkustund, umfram það eitt að sjá klukk- una tifa. Og í öðru lagi, að öldruðum sé gert það mögulegt að fá þá hjúkrun, sem þeir hafa þörf fyrir, þar sem hún er bezt veitt. Söfnuðirnir hafa því í samræmi við þetta eflt starf sitt á virkum dögum meðal aldraðra, enda þótt það sé ein- kennileg þverstæða, þegar haldið er, að slíkt dragi úr áhuganum fyrir boðun sunnu- dagsins og því að sækja kirkju. Dæmin sanna þvert á móti, að slíkt hefur heilladrjúg gagn- verkandi áhrif. Og á hinn bóg- inn hefur kirkjan undirstrikað þörfina fyrir fleiri hjúkrun- arheimili aldraðra og verndað- ar íbúðir, þar sem þeir geta dvalið og hugsað um sig sjálfir en þegið þó þá aðstoð, sem þeír kunna að þurfa hverju sinni. Hér er því verið að tala um helgi lífs, að gera dagana betri, að fjölga því, sem hlakkað er til og styðja þann, sem getur ekki lengur gengið einn. Og þarna þráir kirkjan að mega rétta fram hendi sína í átt til þeirra, sem marka stefnu í borgar- og bæjarmálum. Kirkjan hefur mikið að bjóða, og það er sorglegt, ef henni er ekki gert það mögulegt að inna af hendi þessa skyldu sína eins og vert er. Þar lítur hún til þeirra, sem ábyrgð bera, og býðst til þess að gæða lífið til- gangi með því að varðveita helgi þess. Nei, dagarnir þrír, sem fyrst voru nefndir, eiga sér töluvert sameiginlegt. Helgi lífs og val á frambjóðendum þarf og á að fara saman. Það er hlutverk kirkjunnar að ganga til móts við þá, sem henni er falin for- sjá fyrir af herra sínum, en það eru allir menn, og það er um leið hlutverk hennar að upplýsa forystumenn um köll- unarhlutverk sitt, sé hún hon- um trú, sem enn minnir á nauðsynjaverk á jörðu niðri, þótt huga sé beint til himna og augu líti í hæðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.