Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 18
Akureyri: Dvalarheimili og fjölbýlis- hús fyrir aldraða brýn verkefni eftir Bergljótu Rafnar Stefnuskrá sjálfstæðismanna á Akureyri hefur verið borin í öll hús í bænum. Henni er skipt í 10 meginþætti, þar sem hún er skýrð í einstökum atriðum. Síðan er dregið fram til frekari glöggvunar neðanmáls, hvað liggur henni til grundvallar og á hvað við viljum leggja sérstaka áherzlu. Þetta er gert til þess, að bæjarbúar geti með aðgengilegum hætti kynnt sér sjónarmið okkar og baráttumál. í síðasta tölublaði íslendings gerði ég íþrótta- og æskulýðsmál að sérstöku umræðuefni og skal ég ekki endurtaka það hér heldur snúa mér að öðru um leið og ég undirstrika hvaða þýðingu holl tómstundaiðja, útivist og líkams- rækt hefur fyrir æskufólk bæjar- ins og raunar alla bæjarbúa og bætir bæjarbraginn. Skólamálin Við sjálfstæðismenn erum þeirrar skoðunar, að uppbygging grunnskólanna skuli við það mið- uð, að þeir verði hverfisskólar, þar sem nemendur geti lokið námi sínu. Síðan tekur framhaldsskól- inn við, en mótun hans er nú í deiglunni og unnið að endurskipu- lagningu á starfsháttum hans. Hér á Akureyri höfum við markað þá stefnu, að nýr verkmenntaskóli rísi sunnan við Elliheimilið, en menntaskólinn haldi sér í stórum dráttum. Því er ekki að neita, að bygg- ingaráætlun verkmenntaskólans er reist á mikiili bjartsýni. Sú hugsun liggur til grundvallar, að þar verði látin í té undir einu þaki bezta fræðsla og starfsþjálfun, sem völ er á. Þetta verður mikið átak fyrir bæjarfélagið á næstu árum, en það veldur vonbrigðum, að stjórnvöld skuli hafa dregið við sig þær fjárveitingar úr ríkissjóði sem gefin voru fyrirheit um, þegar fyrsta skóflustungan var tekin á sl. hausti. Það hlýtur að torvelda skólastarfið til muna, ef óeðlilegur dráttur verður á því að nýi verk- menntaskólinn rísi og starfsemin verði á tveim stöðum. I þessu sambandi er nauðsyn- legt að taka það með í reikninginn, að uppbygging og rekstur hinnar eiginlegu verkmenntadeildar er mjög kostnaðarsöm. Þjóðfélagið getur ekki risið undir slíkri starf- semi í einstökum greinum nema hér og í Reykjavík. Af þeim sökum er brýnt, að þegar verði að því hugað að heimavistarrými verði aukið hér á Akureyri, svo að við getum fullnægt þörfum Norðlend- inga og jafnvel Austfirðinga í þeim greinum framhaldsskólans, þar sem mestar kröfur eru gerðar um starfsþjálfun og tækjabúnað. Slíkt heimavistarrými kæmi einn- ig í góðar þarfir yfir sumartím- ann, þegar ferðamannastraumur- inn er mestur. Tónlistarlíf í blóma Tónlistarlíf stendur hér á göml- um merg. Tónlistarskólinn hefur vaxið og dafnað svo á seinni árum, að það gengur kraftaverki næst. Ég er ekki í vafa um, að tónlistar- iðkun hefur mikið uppeldislegt gildi. Reynzlan er lika sú, að þeir nemendur, sem náð hafa góðum árangri í hijóðfæraleik, standa sig einnig vel í öðrum námsgreinum. Því veldur sú mikla sjálfsögun, sem því fylgir að ná tökum á hljóðfæri sínu. Unglingunum lær- ist að skipuleggja tíma sinn og vinnu. Kannski stendur engin listgrein með jafnmiklum blóma um þessar mundir hér á landi og einmitt tónlistin og það er vel. Þegar verkmenntaskólinn tekur til starfa hefur iðnskólinn við Þingvallastræti lokið hlutverki sínu sem slíkur. Vel kæmi til greina að fullorðinsfræðslunni yrði valinn þar staður. Endur- menntun er að verða snar þáttur í okkar fræðslukerfi og nauðsynleg- ur, ekki sízt með hliðsjón af því, að auðvelda þarf konum að koma aft- ur út á vinnumarkaðinn, eftir að þær hafa um sinn gætt bús og barna. En einnig hlýtur að koma til álita, hvort skynsamlegt sé að tónlistarskólinn flytjist í iðn- skólahúsið ásamt myndlistarskól- anum. Það er enginn vafi á því, að textíl-hönnunardeild við mynd- listarskólann mætti tengja ullar- iðnaðinum hér á Akureyri með góðum árangri og vinna þannig markaði fyrir ullarvörur okkar erlendis. Þannig er hægt að tengja skólastarfið atvinnuvegunum. Listsköpunin getur orðið bakhjarl framleiðslunnar, ef vel tekst til. Við getum litið til frænda okkar á Norðurlöndum, einkum Finna og Dana, til að sannfærast um það. Þarfir eldri borgara Akureyri er menningarbær og á sér merka sögu sem slíkur. Þó hvílir á honum sá skuggi, að ekki hefur verið nægilega vel séð fyrir þörfum elztu borgaranna. Það á sér þá eðlilegu skýringu, að meðal- aldur hefur farið mjög hækkandi og fjölskylduböndin ekki eins sterk og áður. Mikið átak hefur verið gert með byggingu Dvalar- heimilisins Hlíðar. Það leysir þó engan frambúðarvanda, heldur er nauðsynlegt að hugsa fyrir því strax, að bygging nýs dvalarheim- ilis fyrir aldraða geti hafizt á nýj- um stað, auk þess sem hafizt verði handa um að reisa fjölbýlishús fyrir aldraða. Þessu tengd er frekari uppbygg- ing sjúkrahússins. Nú er verið að taka kjarnahúsið í notkun og því er brýnt, að þegar í stað verði ráð- ist í fyrirhugaða byggingu á nýrri sjúkrahúsálmu til þess að gera reksturinn hagkvæmari og nýta þá sérfræðikunnáttu, sem læknar bæjarins búa yfir. Það er borin von, að okkur hald- ist til lengdar á ágætum læknum og starfsfólki við sjúkrahúsið, nema það búi við sómasamleg starfsskilyrði. Því má heldur ekki gleyma, að fjórðungssjúkrahúsið gegnir mikilvægu hlutverki sem varasjúkrahús fyrir landið allt og er þannig hugsað af Almanna- vörnum ríkisins, þótt þeir, sem nú fara með stjórn heilbrigðismála, reyni að gera lítið úr því. Eigið húsnæði Það er grundvallarstefna sjálfstæðismanna, að sérhverri fjölskyldu sé gert kleift að eignast og búa í eigin húsnæði. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að gera hvort tveggja í senn, að hækka lánin og lengja lánstím- ann. Við höfum miðað við 80% af verði íbúðar og að lánin verði til a.m.k. 40 ára. Þessi langi lánstími er ekki óeðlilegur með hliðsjón af endingartíma húsanna og viðráð- anlegt hverjum og einum að standa í skilum án þess að vera undir of miklu vinnuálagi. Nú má auðvitað spyrja, hvort ekki sé auðveldara fyrir ungt fólk að setjast í leiguíbúðir í opinberri eigu. Leiguíbúðir eiga rétt á sér undir vissum kringumstæðum og þá sem undantekning en ekki regla. Hitt hlýtur að vera heilbrigt markmið fyrir ungt fólk að keppa að því að vera efnahagslega sjálfstætt og engum háð í sínu einkalífi. Auk þess sem reynzlan sýnir, að annar sparnaður er ekki meiri í þjóðfélaginu en sá sem tengist híbýlum manna, sem þeir eiga sjálfir. Menn ganga betur um og ieggja metnað sinn i að halda húsum sínum vel við og hafa góða hirðu á umhverfinu. Atvinnulífið Það er í samræmi við lífsskoðun og lífsviðhorf okkar sjálfstæð- ismanna, að fyrsti kaflinn í stefnuskrá okkar skuli fjalla um atvinnulífið, enda teljum við, að helztu viðfangsefni næstu bæjar- stjórnar verði á því sviði. Þegar við hugsum okkur Akureyri fram- tíðarinnar sjáum við hana fyrir okkur í því ljósi, að hér sé fjölþætt atvinnulíf með ótal lífvænlegum fyrirtækjum, smáum og stórum, eftir eðli þeirra og umfangi. „Mikið átak hefur verið gert með byggingu Dval- arheimilisins Hlíðar. Það leysir þó engan frambúð- arvanda, heldur er nauð- synlegt að hugsa fyrir því strax, að bygging nýs dval- arheimilis fyrir aldraða geti hafízt á nýjum stað, auk þess sem hafízt verði handa um að reisa fjölbýl- ishús fyrir aldraða.“ Því miður hefur hallað undan fæti í atvinnulífinu síðustu mán- uði og misseri. Rekstrargjöldin hafa hækkað meira en tekjurnar, sem er afleiðing af þeirri stefnu, sem stjórnvöld hafa fylgt í efna- hags- og atvinnumálum. Þessu tengt er, að gjaldmiðilsbreytingin virðist hafa mistekizt í þeim skiln- ingi, að hún hefur ekki orðið til þess að auka sparnað. Þvert á móti hefur verðskyn fólks aldrei verið minna en nú. Háværar úrtöluraddir Mikið er rætt um nýiðnað eða orkufrekan iðnað til þess að nýta það afl, sem kemur úr Blöndu- og Fljótsdalsvirkjunum. Framanaf voru Akureyri og Eyjafjörður nefnd í því sambandi. Svo hefur hins vegar brugðið við nú, að þess- um byggðarlögum hefur verið sleppt í áætlunum stjórnvalda, enda nógir um boðið bæði á Reyð- arfirði, Húsavík, Sauðárkróki og fyrir sunnan á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Við getum sjálfum okkur um kennt. Urtöluraddirnar eru háværar hér heima og bæjar- stjórn Akureyrar hefur verið einskis megnug síðasta kjörtíma- bil, þótt bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafi tekið málið upp hvað eftir annað. Því veldur sundrung vinstri manna og skiln- ingsleysi á þörfum atvinnulífsins. Er það þó flestra manna mál, að atvinnulífið hér á Akureyri þurfi einmitt á því að halda, að nýjum stoðum verði skotið undir það, að nýiðnaðarfyrirtæki rísi hér, sem byggi rekstur sinn á mikilli orku- notkun. Senn líður að bæjarstjórnar- kosningum. Barátta okkar sjálf- stæðismanna grundvallast á því, að Akureyri geti ekki dafnað eins og hún hefur gert og verið áfram helzta mótvægi landsbyggðarinn- ar við Reykjavíkursvæðið nema atvinnuuppbyggingunni verði haldið áfram. Það er forsenda þess, að hér geti dafnað heilbrigt mannlíf, að okkur líði vel í bænum okkar. Um þetta snúast kosn- ingarnar. Þess vegna ætti valið að vera auðvelt, — að kjósa D-list- ann, lista einstaklingsfrelsis og framtaks. (Áv*rp fíutt á hvt rfí.sfundi í (>lerárakóUL) ' - Ný plastgróðurhús 9réf>kfarf%kJ- /o. 0a f rá Plastprent hf: Ódýr,sterkog , auóveld i uppsetningu Plastprent hefur nú hafið fram- leiðslu á nýjum plastgróðurhúsum. Húsin eru ódýr, sterk og það er bæði auðvelt og fljótlegt að setja þau upp. Plastgróðurhúsin eru fáanleg í mörgum mismunandi stærðum, allt frá 4,8 m2 upp í 39 m2 og jafnvel enn stærri. Þau henta því vel hvort sem er fyrir garðyrkju- menn, bændur eða garðeigendur. Tvö plastgróðurhús hafa verið sett upp hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur í Fossvogi, þar sem hægt er að skoða þau á opnunartíma stöðvarinnar. Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 Innilega þakka ég öllum sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 27. apríl sl. með heimsókn- um, gjöfum og skeytum. Sigurgeir Jónatansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.