Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 13 lög árið 1938, sem giltu þangað til núgildandi lög um sáttastörf í vinnudeilum voru sett árið 1978. Fyrstur til að gegna starfi sáttasemjara ríkisins í vinnudeil- um var Georg Ólafsson banka- stjóri (1925—1926). Þá tók við Björn Þórðarson, lögmaður og síð- ar forsætisráðherra, og gegndi hann starfinu til ársins 1942, er Jónatan Hallvarðsson, sakadóm- ari og síðar hæstaréttardómari, tók við þvi. Eins og áður segir, gegndi Torfi Hjartarson þessu starfi frá 1945-1979. Hinn 10. nóvember 1979 efndu Alþýðusamband íslands, Vinnu- veitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufé- laganna til samsætis til heiðurs Torfa Hjartarsyni og konu hans, Önnu Jónsdóttur. Þar voru þau leyst út með gjöfum og margar ræður fluttar, þar sem Torfa voru þökkuð mikil og góð störf sem sáttasemjari ríkisins um hartnær 35 ára skeið. Við lok borðhaldsins afhenti veislustjóri, Eðvarð Sig- urðsson, Torfa gestabók útskorna með táknmyndum landvættanna, undirritaða af öllum veislugest- um. Formáli sá, eða ávarp til Torfa, sem veislugestir rituðu nafn sitt undir, er þannig: „Torfi Hjartarson, ríkis- sáttasemjari frá 1. júní 1945 til 15. september 1979. Þann tíma, sem þú hefur verið sáttasemjari ríkisins teljum við að í raun hafir þú skipað þér á bekk með landvættun- um. Við biðjum þig þiggja þessa gestabók sem tákn um virðingu okkar og þakkir fyrir frábær störf í þágu þjóð- arinnar allrar. “ Ég tel óþarft að orðlengja frek- ar um þann hug, sem stríðandi að- ilar á vinnumarkaðinum hafa bor- ið til Torfa Hjartarsonar sem sáttasemjara, þar sem margir veislugesta höfðu verið í forystu- sveitum samningsaðila í vinnu- deilum um áratuga skeið. Torfa Hjartarsyni væri það ekki að skapi, að ég hefði þessa grein lengri, en þó mætti mörgu bæta við. Eg hygg að ég mæli fyrir munn stórs hóps íslendinga er ég segi, að 21. maí 1982 verði einn merkasti samtíðarmaður þeirra kynslóða, sem nú lifa hér á landi, áttræður. Sá maður er Torfi Hjartarson. Ég flyt honum þakkir og afmælisóskir okkar hjónanna. Fylgi honum, önnu og fjölskyldu þeirra auðna um ókomin ár. Ég er sannfærður um það, að afmælis- barnið á sér enga ósk heitari á þessum degi, en að hinum stríð- andi öflum á vinnumarkaðinum í dag megi sem fyrst auðnast að setja niður deilur sínar að hætti skynsamra og góðra manna og sverðin verði slíðruð áður en þau sár verða veitt, sem seint gróa. Guðlaugur Þorvaldsson Tíminn er mikill blekkinga- meistari, getur drattast áfram með hraða snigilsins eða liðið sem örskot og er horfinn þegar við er litið. Þegar ég nú lít til baka, finnst mér það með ólíkindum að liðin skuli nærfellt tíu ár síðan ég settist í stólinn hans Torfa Hjart- arsonar. En þannig var það í raun, mér fannst ég vera að setjast í „hans" stól. Og nú er Torfi að verða áttræður. Er þetta atvik gerðist, að ég settist í stólinn hans Torfa, hafði ég þekkt til hans og unnið allnáið með honum um sextán ára bil. Þau samskipti voru með ýmsu móti, og ég get næstum sagt að mér sé í barnsminni er ég þurfti, þá full- trúi í fjármálaráðuneytinu, að leita til Torfa um úrlausnir mála. Mér var ljóst, að þar fór ekki venjulegur maður, slíkt orð fór af honum, talinn oft ekki einhamur og ekkert barnameðfæri. Það varð því að fara með löndum og af fullri gát! Jafngott að setja sig ekki í neinar valdsmannsstell- ingar né hefja fyrirspurnir. En frá því er þó skemmst að segja, að ekki þurfti manninn lengi að reyna til þess að finna að mann- legar tilfinningar bærðust ríku- lega undir stórbrotnu yfirborði. Tollstjóraembættinu í Reykja- vík gegndi Torfi Hjartarson í 39 ár, frá 1943 til ársloka 1972, en áður hafði hann gegnt bæjarfóg- etaembættinu á Isafirði. A þess- um 39 árum tók embættið miklum stakkaskiptum, þróaðist úr til- tölulega fámennri skrifstofu upp í stofnun með yfir 130 manna starfsliði. Ekki skal dómur lagður á hvort sú þróun hafi verið eða sé æskileg, en bent á að margs þarf búið við, og þegar ríkið stendur í umfangsmiklum framkvæmdum, þarf að afla tekna. Það var og er gert með aukinni skattheimtu. Það var á þessu sviði sem starfs- vettvangur Torfa Hjartarsonar var. Afstaða manna til skatta er nú sjálfsagt með svipuðu móti og jafnan hefur verið, menn eru á móti þeim en vilja þó njóta góðs af þeim. En séu skattar, þarf að inn- heimta þá. Og það má gera á mis- munandi hátt, einkum geta for- skriftirnar um álagninguna og innheimtuna verið mismunandi skynsamlegar. Víða sér þess stað í skatta- og tollalöggjöf okkar, að við löggjöf, sem var heilleg í upp- hafi er aukið og bætt, þannig að úr verður garmur, líkt og stöguð flík. Ég efa að nokkur núlifandi íslend- ingur hafi unnið jafn mikið að frumsmíði gjaldlöggjafar og Torfi Hjartarson. Þannig var það fyrir og um 1960, að búið var að stag- bæta svo lagaákvæði um gjöld af innfluttum vörum, að af einni og sömu vörunni voru innheimt 6 mismunandi gjöld og gátu gjöldin numið 340% af innflutningsverð- mæti. Við þessar aðstæður var ráðist í það stórvirki að umturna gjaldalöggjöfinni og steypa í meg- indráttum öllu saman í einn toll- taxta. Torfi Hjartarson var einn af þeim nefndarmönnum sem að því verki unnu. Þessi breyting var eitt mesta hagræðingarspor á sviði tollamála frá upphafi. En það er svo önnur saga og dapur- legri, að nú er löngu byrjað að stagla og auka á ný og flíkin er orðin ónýtanleg með öllu. Verka Torfa Hjartarsonar sér víða stað. Þau eru mér þó ekki öll kunn til hlítar, en sum af afspurn. Eitt verka hans er mér þó kunnugt um, og hefur valdið þáttaskilum í öllum vinnubrögðum við tollgæslu og tollheimtu hér í borg. Á ég þar við frumkvæði hans að smíði Tollhússins. Það var margra ára framkvæmd, sem kostaði árvekni og þrautseigju, og ekki síst hug- myndaflug til þess að upphugsa fjármögnunina án þess að þurfa að sækja hvern eyri til fjárveit- ingavaldsins. Enginn sem ekki þekkir til getur gert sér í hugar- lund þá breytingu sem af þessu leiddi, og bágt á ég með að hugsa þá hugsun til enda hvernig starfs- aðstaðan væri hjá embættinu nú, ef Tollhússins nyti ekki við. Vörðurnar sem Torfi hefur hlaðið á vegferðinni eru orðnar margar, þó fæstar verði tíundað hér. Sumt af því veðrast og máist í tímans rás en annað kemur til með að standa um langa framtíð. Torfi Hjartarson er glæsimenni í sjón, glaðsinna í góðra vina hópi og lætur sér ekkert mannlegt óvið- komandi. Ég átti þess nokkrum sinnum kost að ferðast með Torfa til fundahalda erlendis. Hann var þar sem annars staðar hlutgengur í besta lagi og virðulegur málsvari lands síns. Það fannst líka, að hann átti einnig þar falslausri vinsemd að mæta og enn er ein fyrsta setningin er kollegar hitt- ast: „Hvernig hafa þau það Torfi og Anna?“ Hann var aldrei fyrir það að trana sér fram eða standa í sviðsljósinu, enda gerði hann það ekki að ráði í tengslum við aðal- starf sitt. Hinu komst hann svo ekki hjá að lenda nokkuð í sviðs- ljósi við úrlausn hins starfa síns, sem hann er ekki síður þekktur fyrir, sem sáttasemjari í vinnu- deilum. Ekki verður Torfa Hjartarsonar svo minnst á tímamótum, að geng- ið verði framhjá konu hans, Onnu Jónsdóttur, Sigurðssonar frá Hellulandi og síðar Hrísey. Ég held, að hún sé einhver sá stór- brotnasti persónuleiki sem ég hefi kynnst. Hún er glæsileg heims- kona, greind og ræðin og hefur á hraðbergi tilvitnanir jafnt í Eddukvæði sem íslendingasögurn- ar, en getur svo brugðið sér í orð- ræðu um alheimsstjórnmál á samri stundu. Það kemur þar eng- inn að tómum kofanum. Með þeim Torfa og Önnu má því telja full- komið jafnræði. Torfi Hjartarson er orðvar mað- ur og óáreitinn um annarra hagi. Ekki hef ég þurft að kvarta undan afskiptasemi af hans hendi eftir að hann lét af embætti, en hann hefur þó reynst betri en enginn, ef til hans hefur verið leitað og greiðir þá úr málum af mildi og yfirsýn hins starfsreynda manns. Fyrir það ber að þakka sem og margvíslega leiðsögn aðra. Ég flyt afmælisbarninu og fjöl- skyldu hans hugheilar árnaðar- óskir á þessum tímamótum. 18. maí 1982. Björn Hermannsson Torfi Hjartarson verður heima kl. 5—7, róstudaginn 21. maí nk. og tekur á móti gestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.