Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 41
45 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Kristín Halldórs- dóttir — Fædd 18. október 1898 Dáin 13. maí 1982' „Aldrei er svo bjart yfir ödlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfír sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ Á morgun, föstudag, verður til grafar borin á Akranesi kær móð- ursystir mín, Kristín Halldórs- dóttir. Kristín fæddist að Þyrli á Hvalfjarðarströnd og var ein sex barna Halldórs Þorkelssonar, bónda þar, og konu hans, Ingi- bjargar Loftsdóttur, ljósmóður, en hún ólst að mestu upp á Bíldudal, þangað sem fjölskyldan flutti þeg- ar Kristín var þriggja ára. Ingibjörg, móðir Kristínar, var fædd á Brekku á Hvalfjarðar- strönd og voru foreldrar hennar hjónin Guðrún Snæbjarnardóttir frá Bakkakoti í sömu sveit og Loftur Bjarnason frá Vatnshorni í Skorradal. Af sex börnum þeirra komst aðeins einn sonur upp, auk Ingibjargar, Bjarni, faðir Þórðar og Lofts Bjarnasonar, útgerðar- manns. . Halldór, faðir Kristínar, var sonur Þorkels Þorlákssonar, bónda á Brekku á Kjalarnesi, og konu hans Margrétar Þorláksdótt- ur, Brynjólfssonar frá Bakka í sömu sveit. Halldór átti eina syst- ur, sem Ása hét. Var hún gift Guð- mundi Ottesen og bjuggu þau að Miðfelli við Þingvallavatn. Systkini Kristínar heitinnar voru: 1. Guðrún, giftist Ólafi Magnússyni, skipstjóra frá Bíldu- dal. Eru þau bæði látin. 2. Mar- grét, giftist Hjálmari Þorsteins- syni, húsgagnameistara. Voru þau foreldrar undirritaðrar og ei*u bæði látin. 3. Þorkell, útgerðar- maður á Akranesi, kvæntur Guð- rúnu Einarsdóttur. 4. Loftur, skip- stjóri sem kvæntur var ólöfu Hjálmarsdóttur. Er nann látinn. 5. Guðbjörg, giftist Birni Björns- syni, útgerðarmanni. Er hann lát- inn. Auk barna sinna ólu Ingibjörg og Halldór upp dótturson sinn, Gunnar Ólafsson. Hans kona er Dýrleif Hallgríms. Kristín giftist 21. desember 1924 Kristni Guðmundssyni, skipstjóra frá Bíldudal. Kristinn var sonur Kristínar Magnúsdóttur og Guð- mundar Valdimars Jónassonar, skipstjóra þar. Þau stofnuðu heimili á Akranesi og reistu sér glæsilegt hús þar að Krókatúni 13. Voru þau mjög samhent hjón og Minning ást þeirra og virðing hvort fyrir öðru mikil. Kristinn andaðist þann 27. maí árið 1975. Kristínu og Kristni varð ekki barna auðið en þau ólu upp bróð- urson Kristins, Hafstein Magnús- son. Hann er kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur og á 7 börn. Einnig ólu þau upp Kristinn elsta son Hafsteins. Hans kona er Klara Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. Samband Kristínar við upp- eldissyni sína var afskaplega gott. Vildi hún allt fyrir þá gera sem og fyrir ömmubörn sín og langömmu- börn. Voru þessi börn sannkallað- ir sólargeislar í lífi hennar. Kristín var afar fríð og glæsileg kona og geislaði af henni hvar sem hún fór. Að henni er mikill missir því hún var sönn heiðurskona í sjón og reynd. Frá henni andaði jafnan svo mikilli hlýju og velvild, að okkur, sem fengum að njóta samfunda við hana, fannst við vera betri manneskjur á eftir. Eins og svö margar stórbrotnar, íslenzkar konur, gafst Kristín aldrei upp, þótt á móti blési. Hún var bjartsýn og jákvæð, umtals- fróm um aðra, kærleiksrík, fórn- fús og veitul alla tíð. Á heimili hennar sat gestrisnin í öndvegi, þar sem eðlislæg smekkvísi og hjartahlýja settu svip sinn á um- hverfi friðar og sátta. Mér þótti svo vænt um Kristínu, móðursyst- ur mína, að ég lét eina dóttur mína heita eftir henni. Guð blessi minningu góðrar konu. Aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Kristín Helga Hjálmarsdóttir t Hjartkær eiginkona min, móðir okkar, tenadamóöir og dóttlr, EYGERDUR ÚLFARSDOTTIR, Gunnaraaundi 9, Hafnarlirói, verður jarösungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 21. mai kl. 2 e.h. Aöalsteinn Þórðarson, María I. Aöalstaisndóttir, Stafán Sandholt, Þórstfna U. Aöalsteinsdóttir, Guömundur Einarsson, Svanhvft Þ. Aöalstalnsdóttir, Úlfar Þór Aðalsteinsson, Úlfar Kjartansson. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför, JÓSEFÍNU GUDNÝJAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Óöinsgötu 5. Siguröur Gislason, Rósa Siguröardóttir, Gunnar Jóhannesson, Erla Sigurðardóttir, Jón Eirfksson, Gísli Sigurösson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Nýjar ratsjár frá Raytheon Model 2600 og 2800 6“ myndlampi 3 feta og lokaður skyggnir Model 3200 7“ myndlampi 3Va feta skyggnir 2600 MK III Antenna Transcetver Radome 2800 MK II Antenna Transceiver 7 fastir skallar Sækkunargler á myndlampa 3 KW sendíorka Sambyggt, laus hringur og aðvörun með Ijósatölum. ASCO Sf. Ármúla 11, Reykjavík. Sími 83860. bumarföt íýrir sumarleiki argus Allir krakkar sem ætla aö vera duglegir aö leika sér úti í góða veðrinu í sumar fá viðeigandi fatnað á fínu verði hjá okkur (og regnfötin reyndar líka, en við þegjum nú yfir því!). Við eigum einnig fullt af skemmtilegum leikföngum handa þeim. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MÖRTU ÁGÚSTSDÓTTUR. Svana Arinbjarnardóttir, Sígríóur Arinbjarnardóttir, Guðmundur Danfalsson, Arnheióur Guómundsdóttir, Svarrir Kristinsaon, Heimir Guómundaaon, Sólvoig Björnadóttir, Iðunn Guómundsdóttir. OPIÐ FÖSTUDAG TIL KL. 22 OG LAUGARDAG TIL KL. 12. HA6KAUP Reykjavík - Akureyri f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.