Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 t SIGURÐUR GUÐBRANDSSON, Sogavegi 138, andaðist 29. aprít á Landakoti. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hlns látna. Eíginkona og sonur. Maöurinn minn, + VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON, Starhaga 2, lést í gær. Inga Árnadóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR fré Leiöólfsstöðum, andaöist aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriöjudaginn 18. mai sl. Börn og tengdabörn. t Konan mín, SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR fré Hamraendum, lést þriöjudaginn 18. maí. Magnús Þóröarson. t Maöurinn minn, MAGNÚS KRISTJÁNSSON, húsasmíöameistari, Stórageröi 30, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans aöfaranótt 18. maí. Hansína Siguröardóttir. t Eiginmaöur minn, SVEINN AÐALSTEINN GÍSLASON, rafveitustjóri, Sandgerói, andaöist í Borgarspítalanum aöfaranótt 19. mai sl. Hulda Guómundsdóttir. t Eiginmaöur minn, HALLDÓR JÓNSSON, Hésteinsvegi 80, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsi í Lundúnum, mánudaginn 17. maí. Anna Erlendsdóttir. t Jaröarför móöur okkar, MARGRÉTAR JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, sem lést í sjúkraskýllnu Bolungarvík, 14. mai, fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík, 21. maí nk„ kl. 14.00. Jónína Sveinsdóttír, Kristjana Guösteinsdóttir. t HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Haga ( Skorradal, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 22. mai kl. 2 síödegis. Fyrir hönd aöstandenda, Þóröur Runólfsson. Árni Þ. Stefáns- son — Minning Nú er vinur minn Árni Stef- ánsson allur. Það kom mér þó ekki á óvart, því baráttan við manninn með ljáinn hefur staðið lengi og verið hörð. Hún endar ætíð á einn veg. Á þessum tímamótum reikar hugur minn marga áratugi aftur í tímann. Fyrstu kynni okkar voru, er við ásamt öðru ungu fólki unn- um að stækkun skíðaskála KR í Skálafelli 1938. Þá var haft meira fyrir hlutunum en nú á vélaöld- inni. Efni, sem notað var, var bor- ið um 5 km leið upp í fjallshlíðina. Ef um langa planka var að ræða báru tveir saman. Oft minntust þeir frændurnir, Einar Sæ- mundsson og hann þess, hvernig þeir píndu sig áfram, því að hvor- ugur vildi láta hinn vita um þreytumerki og að réttast væri að setjast niður og hvílast. Svona var kappið mikið. Það mátti heldur ekki láta aðra fara fram úr sér. Á þessum árum urðum við Árni og Einar ferðafélagar og vinir. Við fórum yfir landið þvert og endi- langt, jafnt vetur sem sumur. Við klifum fjöll og fórum í langar veiðiferðir. Oft var haldið á Tindfjallajökul og aðrir jöklar fengu heldur ekki að vera í friði. Þegar flugvélin „Geysir" týndist, var leitað til Árna um að taka þátt í leitinni. Til ferðar var búist í flýti og fyrr en varði vorum við ferðafélagarnir komnir upp í flug- vél á leið til Hornafjarðar. Við leituðum á austanverðum jöklin- um. Síðar var Árni fenginn til þess að standa fyrir leiðangri upp á Bárðarbungu til þess að bjarga verðmætum úr flugvélinni. Það var svaðilför, sem enginn úr þeim hópi gleymir. Sem reyndur jökla- og kvikmyndatökumaður var Árni fenginn ásamt Sigurjóni Rist og Jóni Eyþórssyni til að taka þátt í fransk-íslenzka vísindaleiðangrin- um á Vatnajökul. Þegar Heída gaus 1947 tók Árni ásamt Steinþóri Sigurðssyni góða heimildarmynd af gosinu. Þá sýndi hann ásamt Sigurði Þórar- inssyni og Einari Sæmundssyni mikla dirfsku og áræði með því að ganga á Heklu meðan hún var í sem mestum ham. Hann tók líka aðrar ágætár kvikmyndir, t.d. mynd af vetrarolympiuleikunum í St.Moritz 1948. Ótal myndir úr ferðalögum okkar koma upp í hugann. Ein er sú er við lágum í tjaldi uppi á + Móöir mín, INGIBJÖRG GUOJÓNSDÓTTIR, Miklubraut 9, Rvík, andaöist í Landspítalanum, miövikudaginn 19. maí. Þréinn Þóriason. t Útför móöur okkar, SÓLBORGAR SIGMUNDSDÓTTUR tré Helgastööum, fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Dvalarhelmili aldr- aöra, Borgarnesi. Eyrún Gísladóttir, Valgeróur Gísladóttir, Friöjón Gíslason. + Fósturmóöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Krókatúni 13, Akranesi, sem andaöist 13. þessa mánaöar. veröur jarösunginn frá Akranes- kirkju, föstudaginn 21. maí, kl. 14.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness. Hafsteinn Magnússon, Jóhanna K.R. Guömundsdóttir, Klara S. Siguröardóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÁRNI Þ. STEFÁNSSON, fyrrv. verkstjóri, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. mai, ki. 10.30. Sigríöur Ólafsdóttir, Þorgeröur Árnadóttir, Einfrföur Árnadóttir, Stefén Árnason. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, ÞORVALDAR SIGURÐSSONAR, bókbindara, Leifsgötu 4. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki aö Hátúni 10B og sjúkra- deild Hrafnistu. Valborg Eby Þorvaldsdóttir, Snorri Þorvaldsson, Pétur Þorvaldsson, Erla Steingrfmadóttir, og barnabörn. Fimmvörðuhálsi. Frost var yfir 20 stig og óveður geisaði. Við höfðum hlaðið snjógarð kringum tjaldið og um nóttina sátum við undir tjaldskörinni til þess að styðja við tjaldið. Þetta átti við Árna. Alla nóttina kvað hann við raust og mig undraði mest hvað hann kunni af vísum og kvæðum, að ég tali nú ekki um hvað mikið hann kunni af Passíusálmunum. Hann var ágætur járnsmiður og smíðaði t.d. skriðbíl, sem ferðast var á yfir snævi þakin öræfi landsins. Einu sinni hrökk sundur drifskaftið í þessum snjóbíl inn við Hofsjökul. Honum tókst að gera við það í sæluhúsinu í Kerlingarfjöllum og til byggða komumst við heilu og höldnu á farartækinu. Hann átti lengst af jeppa og naut þess að fara ótroðnar slóðir, t.d. brauzt hann fyrstur manna á bíl til Borg- arfjarðar eystri, en þar voru æskustöðvar hans. Eftir að Árni flutti í Kópavoginn fór ferðalög- unum að fækka. Þar eignaðist hann hlut í bát og stundaði sjóinn í frístundum sínum. Lengi mun ég minnast spila- kvöldanna með honum, Þórhalli og Einari. Oft var þá meldað hátt og helgið dátt. Árni fæddist 11. september 1911 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Þorgerður Árnadóttir, ættuð úr Borgarfirði eystri, og Stefán Þórðarson, ættaður undan Eyjafjöllum. Árni var bifvélavirki að mennt og vann um áratuga skeið á verkstæðinu hjá Agli Vilhjálmssyni, lengst af sem verk- stjóri. Þaðan munu margir minn- ast hans hressa og glaða viðmóts. Síðustu árin var hann nætur- vörður í Alþingishúsinu. Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðfinna Guðmunds- dóttir. Með henni átti hann einn son, Stefán. Seinni kona hans er Sigríður Ólafsdóttir. Með henni á hann tvær dætur, Þorgerði og Einfríði. Eg votta Sigríði, dætrunum og Stefáni dýpstu samúð mína. Utför Árna fer fram á morgun, föstudag, kl.10.30 frá Fossvogs- kirkju. F.E.P. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afma'lis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.