Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982
Landakot tekur
neyðarvaktina
eftir að hjúkrunarfræðingar samþykktu að siaka
iítiisháttar á meðan viðræðum verði haldið áfram
Hjúkrunarfræðingar samþykktu í
gær tilhögun þá, sem fjármálaráð-
herra lagði til í samhandi við fram-
haldsviðræður aðila, en sú tilhögun
gengur út á það, að sögn Svanlaugar
Arnadóttur, formanns Hjúkrunarfé-
lags íslands, að hjúkrunarfræðingar
slaka á, á þann hátt að Landakots-
spítali getur tekið neyðarvaktina
klukkan 08.00 i dag.
Viðræðum aðila verður síðan
haldið áfram klukkan 14.00 í dag,
en að sögn Svanlaugar munu
hjúkrunarfræðingar hætta til-
slökunum ef ekki næst einhver
árangur í viðræðunum á næst-
unni.
iæknishjálp að halda. Fólk er
hvatt til að leita til heimilislækna
og heilsugæzlustöðva, eftir því
sem við á, til úrlausnar sínum
vandamálum. Borgarspitalinn
treystir á skilning borgarbúa í
þessum efnum og biður fólk að
taka tillit til aðstæðna í þeim erf-
iðleikum, sem við er að etja í
rekstri spítalanna í Reykjavík um
þessar mundir.
Fólk leiti til heilsugæslu-
stöðva og heimilislækna
TALSVERT hefur borið á því, að
fólk kemur þessa dagana á slysa-
deild Borgarspítalans með ýmsa
kvilla, sem ekki eru aðkallandi. Hef-
ur sérstaklega borið á þessu á kvöld-
in og um helgar, þegar starfsmanna-
fjöldi er í algjöru iágmarki. Hefur
verið reynt að sinna þessu fólki, en
vegna þess ástands sem nú er á spít-
alanum, má búast við að vísa verði
fólki frá, sem ekki er meö brýnan
sjúkdóm eða sjúkleika.
I frétt frá Borgarspítalanum
segir, að það séu eindregin tilmæli
spítalans að fólk sýni tillitssemi í
þessum efnum og íþyngi ekki
starfsliði slysadeildar að óþörfu.
Geti deildin þá sinnt þeim sjúkl-
ingum, sem raunverulega þurfi á
Ráðherralaun
35.556 krónur
RÁÐHERRALAUN og þingmanna-
laun hækkuðu 1. marz sl. Nema föst
mánaðarlaun ráðherra, í dag 35.556
kr., laun forsætisráðherra eru
nokkru hærri eða 37.534 kr. Ráð-
herrar fá annars vegar þingfarar-
kaup sem er 19.422 kr. og hins vegar
ráðherralaun sem eru 16.134. For-
sætisráðherra er með hærri ráð-
herralaun, eða 18.112.
Laun forseta íslands hækkuðu
einnig 1. marz og eru nú 37.672 kr.,
Hæstaréttardómarar fá nú 28.159
kr., en forseti Hæstaréttar 30.137
kr. Þá eru mánaðarlaun ráðuneyt-
isstjóra 23.516 kr.
Næturlækn-
ar fengu inni
á fæðingar-
heimilinu
í GÆRMORGUN bauð stjórn
Borgarspítalans aðstöðu í fæð-
ingarheimilinu við Eiríksgötu
fyrir næturlæknaþjónustu, sem
næturlæknar hafa samþykkt fyrir
sitt leyti, en þeir höfðu tilkynnt
Læknafélagi Reykjavíkur að þeir
myndu ekki gegna næturvöktum
eftir 20. mai vegna aðstöðuleysis.
Næturlæknar munu því sinna
þjónustu sinni áfram.
Ágreiningur var uppi um þá
aðstöðu sem læknunum var
boðið upp á í Borgarspítalanum.
Um var að ræða hvíldaraðstöðu
fyrir lækni og bílstjóra að næt-
urlagi, en annríki læknanna er
mest fram undir og yfir mið-
nætti. Húsnæði það sem þeir
höfðu til umráða bauð ekki upp
á hvíldaraðstöðu.
Skoðanakönnun D&V:
40% óákveðnir
UM 40% kjósenda í Reykjavík eru
enn óákveðnir, en Sjálfstæðisflokk-
urinn er með meirihiuta hjá þeim
sem hafa tekið afstöðu, samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnunar
D&V sem birt var í gær. Borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefur sam-
kvæmt könnuninni meira fylgi með-
al hinna óákveðnu en andstæðingar
hans.
Ef aðeins er tekinn sá hópurinn
sem tók afstöðu til lista verður
skiptingin eftirfarandi, innan
sviga fjöldi borgarfulltrúa: Al-
þýðuflokkurinn 6,2% (1) Fram-
sóknarflokkur 4,5% (1), Sjálfstæð-
isflokkur 63,3% (14), Alþýðu-
bandalag 14,0% (3) og Kvenna-
framboð 12% (2).
Steyptu gangstíg sjálfir, eftir
margsvikin loforð borgaryfirvalda
„VIÐ VORUM orðnir leiðir á þessum sviknu loforð-
um borgaryfirvalda. Það er búið að lofa þessu á
prenti í 2—3 ár, en jafnoft höfum við verið þurrk-
aðir út. Við hreint og beint getum ekki boðið fólki
upp á að vaða drulluna hérna fyrir utan lengur.
Þess vegna pöntuðum við steypubíl og gerum þetta
á eigin kostnað," sagði Ingvar Þorsteinsson eigandi
húsgangaverslunar Ingvars og Gylfa í gær, er
hann og starfsmenn fyrirtækisins unnu við að
steypa gangstíg fyrir utan húsnæði þess að Grens-
ásvegi 2. Gangstígurinn er um 40—50 metra lang-
Ur. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.
Bella Korchnoi:
Igor Korchnoi kvaddur
í herinn á nýjan leik
„í DAG fékk sonur minn tilkynn-
ingu um, að hann verði kvaddur í
herinn á nýjan leik. Igor fór í dag
á skrifstofu hersins og þar var
honum afhent herkvaðning. Þetta
er hræðilegt,“ sagði Bella Korch-
noi, eiginkona sovéska útlagans
Viktor Korchnois, í samtali við
Mbl.
Hún er nú í Leningrad, ný-
komin frá Síberíu eftir að hafa
sótt son sinn, Igor Korchnoi,
sem lauk við að afplána fangels-
isdóm eftir að hafa neitað að
gegna herþjónustu. „Þetta kem-
ur mér mjög á óvart, því það
brýtur í bága við öll þau fyrir-
heit og allar þær yfirlýsingar,
sem gefnar hafa verið um málið.
Ég vil ekki tjá mig fyrr en stað-
festing er fengin," sagði Friðrik
Ólafsson, forseti FIDE, í sam-
tali við Mbl.
„Ég mun fara til svissneska
sendiráðsins í Moskvu og sækja
um leyfi til að yfirgefa Sovétrík-
in. Von er allt sem ég á. Sovét-
menn lofuðu Friðriki Ólafssyni,
forseta FIDE, að við fengjum að
fara úr landi. Þeir verða að
halda loforð sín," sagði Bella
Korchnoi.
„Þeir vilja koma syni mínum í
fangelsi á ný. Sovétmenn ætla
ekki að efna loforð sín,“ sagði
Viktor Korchnoi í samtali við
Mbl.
Þokkaleg sala í Grimsby
Verðhrun á þýzka
markaðnum
SKUTTOGARINN Siglfirðingur frá
Siglufirði seldi 84,1 tonn af grálúðu
og karfa í Grimsby í gærmorgun
fyrir 576.237 þúsund krónur. Meðal-
verð á kílói var krónur 6,84.
Þá seldi togarinn Otur frá
Hafnarfirði 174 tonn af karfa í
Cuxhaven á mánudag fyrir 842.600
þús. krónur. Meðalverð var krónur
4,84. Guðsteinn frá Grindavík
seldi síðan 164,7 tonn í Cuxhaven á
þriðjudag fyrir 1.028,6 þús. krón-
ur. Meðalverð var krónur 6,24.
Þess má geta að 30 tonn af afla
Guðsteins seldust ekki og 59 tonn
af afla Oturs seldust ekki. Fyrir
nokkrum dögum fór að hlýna
verulega í veðri í Þýzkalandi og
við það varð verðhrun á markaðn-
um. Auk þessa bætist við að Norð-
menn hafa sent mikið af karfa á
þýzka markaðinn undanfarið.
„Aldraðir hafa þýðingarmiklu
hlutverki að gegna í kirkjunni"
Rætt við biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson
KIRKJAN tileinkar uppstign-
ingardag öldruðum og málefnum
þeirra. Víöa munu aldraðir stiga i
stólinn og annast hina ýmsu liði
messunnar og einnig verða í kirkj-
um fundir og samkomur af ýmsu
Ugi.
„Aldraðir hafa þýðingarmiklu
hlutverki að gegna í kirkjunni.
Allt frá fyrstu tíð hafa hinir
svokölluðu öldungar verið í for-
svari og leiðandi menn í kirkj-
unni. Orðið prestur er til að
mynda komið úr grísku og þýðir
öldungur," sagði herra Pétur
Sigurgeirsson biskup í samtali
við Mbl.
„Það er áreiðanlega rétt
stefna að vekja sérstaka athygli
á brýnum viðfangsefnum með
því að helga ár málefnum og ég
fagna því, að árið 1982 skuli
helgað öldruðum. Það ^ru mikil
tímamót þegar fólk hættir störf-
um.
Kirkjan mun leggja sitt af
mörkum til að hjálpa fólki til að
mæta þessu aldursskeiði og svo
er raunar gert. A hverjum
sunnudegi mæta fjölmargir
aldraðir til messu og margvís-
legt starf innan kirkjunnar er
helgað þeim. Reynslan sýnir, að
aldraðir halda tryggast vörð um
kirkjuna.
Dagur aldraðra er til þess að
vekja athygli á málefnum þeirra;
hvað hægt er að gera fyrir þá og
í samstarfi við þá,“ sagði herra
Pétur Sigurgeirsson.
Hvað er í húfi?
Hringborðsumræð-
ur í sjónvarpinu
ANNAÐ KVÖLD, föstudagskvöld,
verða hringborðsumræður um málefni
Reykjavíkur í beinni útsendingu úr
sjónvarpssal. Við hringboröið verða
fulltrúar framboðslistanna, einn frá
hverjum. Stjórnandi umræðna verður
Ingvi Hrafn Jónsson. Þátturinn hefst
kl. 21.20 og stendur yfir í 90 minútur.
„Ég lít á hlutverk mitt að leiða
fram í hnotskurn allt það sem búið
er að tala um og leggja upp, þessi
meginágreiningsmál Sjálfstæðis-
flokksins, væntanlega annars veg-
ar, og hinna flokkanna hins vegar.
Um hvað snúast þessar kosningar
og hvað er í húfi,“ sagði Ingvi
Hrafn aðspurður um hvernig um-
ræðuþættinum yrði háttað.
Ingvi Hrafn sagði að honum hefði
verið tilkynnt um þátttakendur frá
þremur listum. Frá Sjálfstæðis-
flokki kemur Davíð Oddsson, frá
Framsóknarflokki Kristján Bene-
diktsson og frá Kvennaframboði
Þórhildur Þorleifsdóttir. Rétt áður
en Mbl. fór í prentun í gærkvöldi
hafði Ingva ekki borist vitneskja
um þátttakendur Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks.