Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Mosfellssveit Þéttbýlissvæðin í Mosfellssveit séð úr lofti. Myndin er tekin í fyrradag. Við flytjum inn vinnu- afl í Mosfellssveit — öfugt við það sem margir halda, segir Magnús Sigsteinsson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna Magnús Sigsteinsson er efsti mað- ur á iista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellssveit, þar sem flokkurinn hefur hreinan meirihluta í hrepps- nefnd. Blaðamaður hitti Magnús að máli um helgina, og spurði hann hver þau mál væru, er hæst beri frá síðasta kjörtímabili. „Hér hefur verið unnið að mörg- um málum er til framfara horfa fyrir byggðina," sagði Magnús. „Meðal þess sem mér er efst í huga, er að við höfum verið að vinna að gerð aðalskipulags, og er það að líta dagsins ljós nú þessa dagana. Það verður nú sent inn á hvert heimili í sveitinni, til kynningar, og síðan munum við taka það til umræðu og umfjöllunar og óska eftir athuga- semdum og ábendingum fólks. Þetta er okkar stærsta mál nú. Hér hefur verið gífuriega ör fólks- fjölgun undanfarin ár, sem best sést á því, að nú eru hér á kjörskrá um 1700 manns eða rúmlega það, en voru um 1200 fyrir fjórum árum. Þótt við höfum ekkert á móti því að fólk setjist hér að, síður en svo, þá verður að segjast eins og er að þessi fjölgun hefur orðið of hröð. Margt hefur orðið til þessarar fólksfjölg- unar, fyrst og fremst er vafalaust að fólki líkar vel að búa hér, þá kemur til lóðaskortur í nágrannabyggðun- um, og minna má á Vestmannaeyja- gosið á sínum tíma, sem varð til þess að hér risu allmörg hús á stutt- um tíma. Fólksfjölgunin hefur verið milli 10 og 12% sum árin, en við viljum hægja á.“ — Er Mosfellssveit hinn dæmi- gerði „svefnbær"? „Nei, það er mikill misskilningur að svo sé. Það má til dæmis benda á að hér eru tvö mjög stór atvinnufyr- irtæki, Alafoss og Reykjalundur, og um 50 smærri fyrirtæki starfa í Mosfellssveit. Þá má benda á stofn- anir á borð við Tjaldanes og Skála- tún, sem hér starfa, og sannleikur- inn er sá, að við „flytjum inn“ vinnuafl hér, öfugt við það sem margir halda." — Skattamál hafa mikið verið til umræðu fyrir þessar kosningar, er- uð þið með alla tekjustofna full- nýtta? „Nei. Við erum hér með aðeins 11% útsvar, og gefum auk þess 25% afslátt af fasteignagjöldum. Um þetta varð samstaða í hreppsnefnd- inni á síðasta ári, en í hitteðfyrra báru alþýðubandalagsmenn og framsóknarmenn fram tillögu um hækkun fasteignagjalda. Því höfum við sjálfstæðismenn verið andvígir. Skattheimtan í land- inu er þegar nægileg, og við viljum frekar fara heldur hægar í sakirnar í uppbyggingu, en að íþyngja fólki um of með sköttum. Fólk hefur tekið þessu vel, það hefur meiri fjárráð en það hefði ef allt væri í botni eins og víða er. Á öðrum sviðum höfum við einnig reynt að hafa sem minnst afskipti af daglegu lífi fólks, við viljum sem minnst höft og boð og bönn. Opnun- artími verslana er hér til dæmis frjáls." — Mosfellssveit er sambland af sveit og kauptúni, og íbúum fer sí- fellt fjölgandi. Gengur sambúðin vel hér, eða eru uppi hugmyndir um að skipta sveitarfélaginu upp, til dæm- is með að óska eftir kaupstaðarrétt- indum? „Hér búa nú um 3.300 manns, þannig að fjólksfjöldinn stendur ekki í vegi fyrir kaupstaðarréttind- um, það er rétt. Ekkert slíkt er þó á döfinni og ég held að hér sé lítill áhugi fyrir slíku, ekki síst eftir að þjónusta sýslumannsembættisins I Hafnarfirði við okkur hér stórbatn- aði. Sambúðin milli þéttbýlisins og sveitarinnar hefur gengið vel, og þeir smávægilegu árekstrar sem orðið hafa vegna lausagöngu sauð- fjár verða nú leystir með girðingu. Við, sem í þéttbýlinu búum, viljum hafa samstarf við þá sem á bújörð- unum búa og landbúnaður er mikil- væg atvinnugrein hér. Alifuglarækt og garðyrkja er hér til dæmis mik- il,“ sagði Magnús að lokum. Magnús Sigsteinsson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Mosfellssveit, sýnir blaðamanni framtíðarskipulag við fyrirhugaðan miðbæ í Mosfellssveit. Bernharð Linn, sem er í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisfíokksins í Mosfells- sveit. Skólamál og æskulýðs- mál ofarlega á baugi — segir Helga Richter, í öðru sæti D-listans í Mosfellssveit „Þau mál, sem ég hef einkum áhuga á að beita mér fyrir, nái ég kjöri í hreppsnefndina, eru æsku- lýðsmál og skóiamál," sagði Helga Aðalsteinsdóttir Richter í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í vikunni, en hún er í öðru sæti á lista sjálfstæðismanna í Mosfells- sveit. „Barnaskólinn hér er að komast í gott horf,“ sagði Helga, „og á áætlun er að fara að stækka gagnfræðaskólann með viðbygg- ingu. Þá þarf hreppsnefnd að fara að taka afstöðu til þess hvernig við ætlum að standa að framhalds- skólanámi hér, eigum við að stefna að því að koma upp fjöl- brautaskóla, eigum við að byrja á framhaldsdeildum í tengslum við grunnskólann, eða á að aka nem- endum á milli? Þetta er mál sem brýnt er að farið verði að kanna, en ennþá er ég hrædd um að byggðarlagið sé of lítið til að bera fjölbrautaskóla enn sem komið er. Þá er hér í athugun að koma upp svonefndum grenndarskóla, og margt annað er á döfinni. Dagvistunarmálin leystust far- sællega á síðastliðnum vetri, og vonandi verður svo áfram, þá þurfum við að huga að æskulýðs- málum, en þar hefur nú orðið sú gleðilega breyting, að við höfum fengið æskulýðsfulltrúa til starfa. Er óhætt að segja að við væntum mikils af hans starfi hér. Æsku- lýðsheimili kemst vonandi brátt í gagnið, og þá batnar til muna öll aðstaða til þess háttar starfsemi hér, eins og þörf er á í ört vaxandi sveitarfélagi. Þetta eru þau mál sem ég hef einna mestan áhuga á, en mun að sjálfsögðu kynna mér öll önnur mál og vinna að framgangi þeirra í samræmi við þá stefnuskrá sem við sjálfstæðismenn höfum sam- þykkt og kynnt fyrir kjósendum hér,“ sagði Helga að lokum. m^'ér'í Helga Richter, sem skipar annað sæti framboðslista sjálfstæðismanna Mosfellssveit. Samhentur meirihluti eða hrossakaup á vinstri væng — segir Hilmar Sigurðsson í baráttusæti D-listans Hilmar Sigurðsson er í fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellssveit, baráttu- sætinu. Það veltur á því hvort hann nær kjöri í hreppsnefnd hvort sjálfstæðismenn halda meirihluta sinum, eða hvort vinstri flokkarnir taka við. Blaða- maður Morgunblaðsins hitti Hilmar í gær, og spurði hann hvaða mál hann teldi mikilvægast að unnið verði að á næsta kjör- tímabili. „Ég tel afar mikilvægt að við höldum meirihlutanum hér,“ sagði Hilmar, „til að við getum fram- kvæmt þá stefnu sem við höfum lagt fram og unnið að. Þar ber hæst málaflokka á borð við úti- vistarmál, sem miklu skipta fyrir heill og hamingju fólks hér, einnig íþróttamál, og heilbrigðismál. Þar höfum við sett verkefni í for- gangsröð, hvernig við ætlum að losna við mengun umhve.rfis. Allt skólp á að fara í stórar þrær, tvær hafa þegar verið byggðar og þrjár eru á teikniborð- inu. Þegar þær verða fullunnar, fer ekkert skólp héðan í vatn, og mengun á ekki að vera vandamál hér. Þetta kemur auðvitað mjög við sögu þegar rætt er um heill og hamingju fólks hér, og því eru þetta afar mikilvægir málaflokk- ar.“ Hilmar Sigurðsson — Þú ert í baráttusætinu. Ertu bjartsýnn á úrslitin? „Já, ég er það, og held að við höfum ástæðu til þess. Valið er á milli samhents meirihluta hér eða hrossakaupa á vinstri vængnum. Ég held að fólk sé búið að átta sig á að slíkt gengur ekki, og þarf ekki að líta lengra en á landsmála- vettvanginn til að sjá það,“ sagði Hilmar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.